Dagur - 09.01.1992, Side 7
Fimmtudagur 9. janúar 1992 - DAGUR - 7
Hákon Sigurðsson:
íþróttamaður Húsavíkiir
- hlaup, tónlist og tölvur eru aðaláhugamálin
Hákon Sigurðsson, frjáls-
íþróttamaður er Iþróttamaður
Húsavíkur 1991, og það annað
árið í röð. Hákon keppir aðal-
lega í hlaupum, á millivega-
lengdum.
Hákon sagði að sér hefði kom-
ið útnefningin á óvart en var að
sjálfsögðu ákaflega ánægður með
titilinn. Aðspurður sagðist hann
stefna á að halda gripnum þriðja
árið. „Það eru bara æfingar, en
ekki nein sérstök mót,“ sagði
hann þegar spurt var hvað fram-
undan væri. Hann hyggst þó að
keppa í atrennulausum stökkum
á Norðurlandsmótinu á Akur-
eyri. Sumarið er aðalkeppnistím-
inn hjá Hákoni og þá stefnir hann
á meistaramótið, og vonast
einnig til að komast eitthvað út.
Hann hefur keppt á Evrópumeist-
aramótum unglinga undanfarin
tvö ár.
Hákon hefur æft 3-4 ár, en
hann er 17 ára. Hann byrjaði að
æfa fyrir landsmótið á Húsavík
1987, keppti og gekk bærilega.
„Á sumrin æfi ég svo til daglega,
2-3 tíma í senn, en á veturna
reyni ég að æfa fjórunt sinnum í
viku og hlaupa þá sem mest,“
sagði Hákon. Hlaupin, tónlist og
tölvur eru hans aðaláhugamál og
framtíðarmarkmiðin að komast á
Dýralæknaþjónusta
Sigurborgar Daðadóttur
Nýir símar:
1-1 7-51 og 985-37-9-37.
íslenskur hvolpur til sölu á sama stað.
Viltu lœra
að dansa?
Erum að hefja 10 tíma dansnámskeið.
Kennsla hefst 18. janúar.
Kennsla í barnadönsum, yngst 3 ára,
gömlu dansar, sambadansar, hip hopp,
rokk og tjútt.
Allar nánari uppl. í síma 26624 frá kl. 13-18.
Sigurbjörg D.S.Í.
V/SA
E
íþróttamaður Húsavíkur er Hákon Sigurðsson og hlaut hann nafnbótina
annað árið í röð.
stórmót. „Þetta er bara spurning
um að leggja sig fram, það næst
enginn árangur öðruvísi," sagði
Hákon, aðspurður um hvaða ráð
hann hefði til að gefa öðrum
unglingum sem ekki hefðu náð
eins góðum árangri. IM
Viðurkenningu sem veitt er fyrir störf að félagsmálum hlaut Katla Sóley
Skarphéðinsdóttir og hlaut hún nafnbótina Völsungur ársins.
Katla Sóley Skarphéðinsdóttir:
Völsungur ársins
- íþróttirnar áhugamál númer eitt til tíu
Völsungur ársins er Katla Sól-
ey Skarphéðinsdóttir, en þá
nafnbót hlýtur unglingur innan
16 ára aldurs sem þótt hefur
skara fram úr við þátttöku í
félagsstarfi.
- Nú hefur þú fengið talsvert
margar viðurkenningar um
ævina, en hvernig líkar þér þessi?
„Æðislega, þetta er bara mjög
fínt. Ég átti ekki von á þessu,
hafði hreinlega ekki hugsað út í
það. Ég varð hissa en ánægð, það
er mjög gaman að fá svona viður-
kenningu. Félagsmálin fylgja allt-
af íþróttunum."
- Á hvað stefnir þú á næst-
unni?
„Að standa mig vel næsta
sumar, fara á unglingalandsmót,
sem er nýtt mót. Ég ætla að fara
á meistaramótið og svo stefni ég
bara á að komast í landsliðið."
- Hvernig er aðstaða á Húsa-
vík til íþróttaiðkana?
„Hún er ágæt, en gæti samt
verið mikið betri. fþróttir eru
mitt aðaláhugamál, alveg frá eitt
°g UPP í tíu. Þarna er maður í
góðum kunningsskap og eignast
góða félaga.“
- Hvaða ráð getur þú gefið
þínum jafnöldrum sem erfitt eiga
með að finna sig í einhverju?
„Að koma á æfingu og finna
hvað hentar þeim, og að gefast
ekki upp þó á móti blási því
æfingin skapar meistarann.“ IM
DANSSKpLI
SMu
RISA
SKÓ
VERKSMIÐJUÚTSALA
Var opnuö i dag fimmtudag
Opið frá kl.: 10.00-20.00 í dag
Annar opnunartími:
Mánud.-föstud. kl. 10.00-18.00 og laugard. kl. 10.00-16.00
ÞtVD SEM UNQUNQARNIR
SLÁST UM
MACAR
HÆLABKÓR MED
NÝJU KLÓSETTHÆLUNUM
AN»REAM"«
•i
TlSKUSKÓR
„Hún hefur alltaf verið vln$æl!“
En nú slær hún öllu vlð, þelta er
langstærsta skóútsala sem haldin
hefur verið é íslandi til þessa
Og úrvalið hefur aldrei verið meira
&
8TÆRSTI FRAMLEIÐANDINN
IINNISKOM
RAMI
Back to '60th
Aller nýjustu tlskuvörumar sem voru
i skóverslunum landslns fyrlrjól,
eru saman komnar úr skóverslunum
i elnn staó, 6 heildsöluveröl
ATH! MIKIÐ ÚRVAL AF:
Hælaskóm með nýjustu
klósetthælunum og þykkum hælum,
rauðlr og svartir
Back to '60th með þykkum sólum
og stórum hælum
Kvenskóm með kubb-hælum, kvart-
hælum, slaufum, spennum og
allskonar skrauti
Prentiss
tTALSKIR TlSKUSKÓR
L0l\tnz© OMI
(TALSKIR Tl&KUSKÓR
smKiir
SKÖVERKSMIÐJA