Dagur - 09.01.1992, Qupperneq 11
Fimmtudagur 9. janúar 1992 - DAGUR - 11
Íþróttir
Jón Haukur Brynjólfsson
Úrvalsdeildin í körfuknattleik:
Stólarnir skelltu meisturunum
Valur Ingimundarson átti frábæran
leik gegn sínuni gömlu félögum.
Mynd: SBG
Einn mest spcnnandi leikur
sem leikinn hefur verið í
íþróttahúsinu á Sauðárkróki
var spilaður sl. þriðjudags-
kvöld þegar lið Tindastóls
mætti Njarðvíkingum. Leikur-
inn var mjög hraður og
skemmtilegur allt frá fyrstu
mínútu og til þeirrar síðustu,
en heimamönnum tókst að
merja sigur 108:106.
Strax í upphafi var ljóst að
leikur þessi myndi verða fjörug-
ur. Bæði lið sóttu djarft og ekkert
var gefið eftir. Liðin skildi aldrei
meira en þrjú stig allt þar til tvær
mínútur voru til hálfleiks. Þá
gerði Valur Ingimundarson sér
lítið fyrir og gerði tvær 3ja stiga
körfur og eina tveggja á hálfri
mínútu og snéri stöðunni 51:40
fyrir Tindastól. Njarðvíkingar
svöruðu þó fljótt fyrir sig og stað-
an í hálfleik var 51:49.
Allan síðari hálfleikinn héldu
heimamenn sínu og komust mest
upp í fjórtán stiga forystu, 97:83
og 99:85. Þannig var staðan á 17.
mín seinni hálfleiks, en þá sóttu
gestirnir í sig veðrið og með góð-
um leik næstu tvær mínúturnar
náðu þeir að jafna þegar 40 sek.
voru eftir, 106:106. Skömmu síð-
ar gerði Pétur Guðmundsson tvö
- Valur frábær
stig úr vítum fyrir Stóiana og
þrátt fyrir að Teitur Örlygsson
ætti gott þriggja stiga skot á síð-
ustu sekúndu leiksins sem skopp-
aði á körfuhring Tindastóls,
nægði það gestunum ekki. Tinda-
stóll hafði sigur 108:106.
„Þetta var hörkuleikur og ég
held þetta hafi verið sanngjarn
sigur þrátt fyrir að hann hafi get-
að lent hvoru megin sem var á
síðustu mínútunum. Tindastóls-
menn spiluðu mjög vel og
skynsamlega eða akkúrat eins og
þeir eiga að spila og þá er erfitt
að eiga við þá. Við vorum búnir
að tala um að gera aðra hluti, en
það gekk ekki upp í dag og þetta
tap er okkur þörf áminning,“
sagði Friðrik Rúnarsson, þjálfari
Njarðvíkinga þegar lokatölur
voru ljósar.
Milan Rozanek, annar þjálfara
Tindastóls sagði eftir leikinn að
þetta hefði verið allur annar leik-
ur en við KR-inga sl. sunnudag
og leiðinlegast væri að þeir
skyldu ekki hafa náð jafngóðum
leik þá.
„Eg er náttúrlega alveg í
skýjunum með þennan leik. Pað
er ekki það að Njarðvíkingar hafi
verið lélegir heldur áttu þeir
hörkuleik. Við spiluðu bara frá-
bærlega og í liðinu var góður andi
og skoraði 47 stig
auk góðrar stemmningar í hús-
inu,“ sagði Valur Ingimundar-
son, leikmaður og þjálfari Tinda-
stóls að leik loknum.
Besti ntaður Tindastóls var
tvímælalaust Valur Ingimundar-
son, en ungir leikmenn eins og
Björgvin Reynisson, Hinrik
Gunnarsson og Ingi Pór Rúnars-
son, komu einnig skemmtilega á
óvart með góðum leik.
Bestur Njarðvíkinga var Teitur
Örlygsson, en Rondey Robinson
átti einnig ágætan leik.
Þess má geta að í liði Njarðvík-
inga léku í fyrsta sinn fjórir
bræður, þeir Sturla, Teitur,
Gunnar og Stefán Örlygssynir.
Einnig má geta þess að kona Vals
Ingimundarsonar fór á sjúkrahús
um tveimur stundum fyrir leikinn
til þess að ala barn, en það virtist
einungis herða upp í verðandi
föður.
Stig UMFT: Valur Ingimundarson 47,
Ivan Jonas 20, Pétur Guðmundsson 19,
Björn Sigtryggsson 7, Björgvin Reynis-
son 6, Einar Einarsson 5, Ingi Þór Rún-
arsson 2, Kristinn Baldursson 2.
Stig UMFN: Teitur Örlygsson 40, Rond-
ey Robinson 25, Sturla Örlygsson 15,
Jóhannes Kristbjörnsson 10, Kristinn
Einarsson 6, Friðrik Ragnarsson 5,
Gunnar Örlygsson 3, Ástþór Ingason 2.
Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Bergur
Steingrímsson. Dæmdu þokkalega.
Úrvalsdeildin
A-riðill
Tindaslóll-UMFN 108:106
Snæfell-Haukar 91:104
UMFN 15 12- 3 1423:1205 24
KR 14 11- 3 1293:1155 22
Tindastóll 15 7- 8 1368:1394 14
Snæfell 13 3-10 1050:1222 6
Skallagrímur 14 2-12 1142:1390 4
Akureyrarmót í frjálsum íþróttum innanhúss:
Telma vann besta afrekið
Afreksbikar UFA var afhentur í lok Akureyrarmótsins en hann cr veittur
fyrir besta afrck ársins. Jóhannes Ottósson, formaður UFA, er lengst til
vinstri en næst honum er Jóhanna Erla Jóhannesdóttir sem hlaut bikarinn
annað árið í röð fyrir 7,65 m (1100 stig) í þrístökki án atrcnnu á Meistara-
móti Islands. Við hlið hennar er Stella Ólafsdóttir, sem varð í 2. sæti fyrir
1075 stig í 60 m hlaupi og loks Smári Stefánsson sem varð í 3. sæti fyrir 1040
Mynd: Páll A. Pálsson
Milli jóla og nýárs var haldið
Akureyrarmót í frjálsum
íþróttum innanhúss í íþrótta-
höllinni. Þátttaka var góð, en
keppendur voru allir úr Ung-
mennafélagi Akureyrar sem
hélt mótið.
Ágætur árangur náðist á mót-
inu. Besta afrekið vann Telma
Númadóttir en hún hlaut 1030
stig fyrir þrístökk án atrennu.
Stella Ólafsdóttir náði frábærum
árangri í 40 m hlaupi stelpna,
hljóp á 5,9 sek. sem er besti tím-
inn til þessa á Akureyri en grein-
in er ekki inni á stigatöflu. Tvö
Akureyrarmet voru sett í 35 ára
flokki, Cees van de Ven stökk
2,93 m í langstökki án atrennu og
Jóhannes Ottósson stökk 8,64 m
í þrístökki án atrennu.
Úrslit urðu þessi:
TÁTUR
Langstökk án atrennu
1. Assa van de Ven 1,90
2. Anita L. Björnsdóttir 1,83
3. Klara F. Stefánsdóttir 1,81
40 m hlaup
I. Assa van de Ven 6,7
2. Anita L. Björnsdóttir 6,9
3. Tinna Stefánsdóttir 7,1
600 ni hlaup
1. Assa van de Ven 2:27,6
2. Klara F. Stefánsdóttir 2:34,2
3. Tinna Stefánsdóttir 2;40,8
HNOKKAR
Langstökk án atr.
I. Haraldur E. Hannesson 1,86
2. Hörður F. Sigþórsson 1,73
3. Gunnlaugur Guðmundsson 1,37
40 m hlaup
1. Haraldur E. Hannesson 6,7
2. Hörður F. Sigþórsson 7,4
3. Gunnlaugur Guðmundsson 7,7
600 m hlaup
1. Höröur Sigþórsson 2:28,2
2. Haraldur E. Hannesson 2:35,3
STELPUR
Langstökk án atr.
1. Rúna Ásmundsdóttir 2,18
2. Stella Ólafsdóttir 2,14
3. Arna Pálsdóttir 2.00
40 m hlaup
1. Stella Olafsdóttir 5,9
2. Sigurbjörg Guðmundsdóttir 6,4
3. Karen Gunnarsdóttir 6,4
stig í 50 m hlaupt.
Kúluvarp
1. Birna Baldursdóttir 5,62
2. Karen Gunnarsdóttir 5,58
3. Arna Pálsdóttir 5,50
800 m hlaup
1. Stella Ólafsdóttir 3:15,8
2. Karen Gunnarsdóttir 3:17,3
3. Rúna Ásmundsdóttir 3:27,7
STRÁKAR
Langstökk án atr.
1. Hilmar Kristjánsson 2,08
2. Orri F. Hjaltalín 2,06
3. Hilmar Stefánsson 2,03
40 m hlaup
1. Orri F. Hjaltalín 6,4
2. Óðinn Árnason 6,4
3. Hilmar Stefánsson 6,6
Kúluvarp
1. Orri F. Hjaltalín 7,75
2. Hilmar Stefánsson 6.35
3. Björn Davíðsson 5,92
800 m hlaup
1. Orri F. Hjaltalín 3:07,7
2. Óðinn Árnason 3:08,2
3. Hilmar Kristjánsson 3:12,9
TELPUR
Langstökk án atr.
1. Hólmfríður Jónsdóttir 2,34
2. Telma H. Númadóttir 2,28
3. Hildur Bergsdóttir 2,28
Pristökk án atr.
1. Telma H. Númadóttir 6,82
2. Sigríður Hannesdóttir 6,38
3. Freydís H. Árnadóttir 5,36
Kúluvarp
1. Sigríður Hannesdóttir 6,03
2. Telma H. Númadóttir 5,64
3. Freydís H. Árnadóttir 5,52
40 m hlaup
1. Hólmfríður Jónsdóltir 6,1
2. Sigríður Hannesdóttir 6,2
3. Hildur Bcrgsdóttir 6,2
Hástökk
I. Sigríður Hannesdóttir 1,25
2. Telma H. Númadóttir 1,20
3. Freydís H. Árnadóttir 1,10
800 m hlaup
1. Hildur Bergsdóttir 3:14,4
2. Freydís H. Árnadóttir 3:44,6
PILTAR
Langstökk án atr.
1. Freyr Ævarsson 2,60
2. Jóhann Finnbogason 2,24
3. Smári Stefánsson 2,23
Þrístökk án atr.
1. Freyr Ævarsson 7,42
2. Smári Stefánsson 6,61
3. Jóhann Finnbogason 6,42
Kúluvarp
1. Páll Þórsson 11,46
2. Sigurður Magnússon 1,55
40 in hlaup
1. Cees van de Ven 5,3
2. Jóhannes Ottósson 5,4
3. Sigurður Magnússon 5,6
50 m grindahlaup
1. Sigurður Magnússon 8,2
2. Cees van de Ven 8,3
800 m lilaup
1. Jón Stefánsson 2:30,8
2. Cees van de Ven 2:53,6
3. Óskar Hjaltalín 2:53,9
Föstudagur
Hljómsveitin Gleðigjafar
Andri Backman og Ellý Vilhjálms
Karaokemeistarinn
* /
Ottar Ottarsson tekur lagið
Húsið opnað kl. 23.00
Frítt inn til kl. 24.00
Laugardagur
Hljómsveitin Gleðigjafar
Andri Backman og Ellý Vilhjálms
Karaokemeistarinn
/ /
Ottar Ottarsson tekur lagið
Danssýning
Jói rokk og Guðbjörg
sýna rokkdans eins og hann gerist bestur
Lúðvík Lingdal lítur inn
Húsið opnað kl. 23.00
Kjallarinn
Karaoke alla helgina
Karaokemeistarnir Ottar
*
Ottarsson og Haraldur Davíðsson
taka lagið í kvöld fimmtudag