Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 30. apríl 1992 Fréttir Röst - félag um eflingu landbúnaðar: „Meö breyttri stefiiu getur land- búnaðurirm átt bjarta framtíð“ - segja stofnendur samtakanna - aðalfundur að Hrafnagili á sunnudag Röst - samtök um eflingu landbúnaöar og byggðar í landinu efna til aðalfundar að Hrafnagili í Eyjafirði sunnu- daginn 3. maí næstkomandi. Á fundinum mun Sigurður Líndal, prófessor flytja erindi þar sem hann gerir grein fyrir niður- stöðum sínum en hann hefur athugað og skrifað ítarlega rit- gerð um þá framleiðslustýr- ingu sem framkvæmd hefur verið í landbúnaði síðastliðin tólf til þrettán ár. í niðurstöð- um sínum kemst lagaprófessor- inn að þeirri niðurstöðu að framleiðslustýringin sé and- stæð stjórnarskrá lýðveldisins í veigamiklum þáttum. Upphaf samtakanna um efl- ingu landbúnaðar má rekja til haustsins 1988 að nokkrir bændur á Norðurlandi komu saman til fundar og rituðu þáverandi land- búnaðarráðherra, Steingrími J. Sigfússyni, bréf þar sem óskað var eftir viðræðum um skipan mála í landbúnaði. Fundarboð- endur töldu sig hafa sterkar grunsemdir um að sú framleiðslu- stýring, sem komið var á með svonefndum fullvirðisrétti væri andstæð sjónarmiðum stjórnar- skrárinnar. í framhaldi af því var leitað til Sigurðar Líndal um að hann gerði lögfræðilega athugun á búvörulögunum í því augna- miði. Sigurður hefur nú lokið athugun sinni með framangreind- um niðurstöðum. Röst - samtök um eflingu land- búnaðar og byggðar í landinu voru síðan formlega stofnuð á síðasta vori. Tilgangur samtak- anna er að standa vörð um hags- muni bændastéttarinnar og strjálbýlis með því að vinna að auknum almennum skilningi á þjóðhagslegu gildi landbúnaðar. Stofnendur samtakanna telja að með breyttri landbúnaðarstefnu geti landbúnaðurinn átt bjarta framtíð meðal annars með fram- leiðslu á hágæðavöru til útflutn- ings - þar sé ótvírætt eitt öflug- asta sóknarfæri atvinnulífs á landsbyggðinni er tryggt geti bú- setu til frambúðar og aflað þjóð- arbúinu verulegra tekna. Aðstandendur samtakanna eru nú úr flestum landshlutum og standa þau öllum opin sem aðhyllast stefnu þeirra og vilja starfa að framgangi þeirra mála er þau berjast fyrir. ÞI íþróttafélagið Gróska: Kiwanis gefur búninga Hið nýstofnaða íþróttafélag Gróska í Skagafirði fékk góða gjöf fyrir skömmu. Kiwanis- klúbburinn Drangey gaf félaginu keppnisbúninga og á myndinni eru fyrstu verðlaunahafar Grósku í nýju búningunum. Þeir eru: (f.v) Kristján Heiðar Viðars- son, Valgeir Már Eggertsson Levy og Rökkvi Sigurlaugsson. Á myndinni eru auk þess Sólveig Jónasdóttir, formaður Grósku og Steinn Ástvaldsson, formaður Drangeyjar. SBG Félag verslunar- og skrifstofufólks, Akureyri Slmi 21635 - Skipagötu 14 Almennur félagsfundur verður í sal Alþýðuhússins, 4. hæð, Skipagötu 14, fimmtudaginn 30. apríl 1992 kl. 20.00. Fundarefni: Miðlunartillaga sáttasemjara. Félagar fjölmennið. Stjórn F.V.S.A. Tölvutæki-Bókval hf. á Akureyri: Ný tölvu- og skrifstofu- tækjaverslun opnuð á laugardag Tölvutæki-Bókval hf. opnar á laugardag nýja verslun að Furu- völlum 5 undir nafninu Tölvu- tæki. Um leið ætla nokkur fyrirtæki í nágrenninu að kynna vörur sínar í nýju versl- uninni og samfagna þannig henni milli kl. 10 og 14 og kynna Furuvelli um leið sem verslunargötu. Tölvutæki verður rúmbesta Fimmtudagur: Dan<sleikur til kl. 03.00 F rejvangsleikhúsiö mætir og flytur valda kafla úr rokkóperunni Jesus Christ óuperstar Miðaverð kr. 800 t’östudagur:'Back to the Music Valið verður „Blind Date" kvöldsins. Þeim verður boðið út að borða, Ijófiatímar frá Toppsól, klipping frá Medullu og fatnaður frá nnum línum. Glaðningur í anddyrinu fyrir þé fyrstu í tilefni 1. maí: Laekkaö miðaverð kr. 799 Laugardagur: Jet Níght Undirfatasýning frá Ynju llmvatnskynning fré Vörusölunni á Doss/Nova, Nova ökótískan Konfekt frá tindu og írSkur rjómadrykkur fyrir þ>á fyrstu Þú kemst ekki einn heim úr 1929 Miðaverð kr. 800 Austurlenskur matur, pasta og pizzur Snyrtilegur klasðnaður fðorðapantanir í síma 24199 tölvu- og skrifstofutækjaverslun landsins en húsnæði hennar er um 300 fermetrar en auk þess er verkstæði og lageraðstaða á sömu hæð. Að sögn Jóns Magnússonar hjá Tölvutækjum-Bókval verður öll starfsemi sem hefur verið á efri hæð verslunarinnar við Kaupvangsstræti flutt á nýja staðinn. Með því segir hann að mikil breyting verði á aðstöðu, bæði fyrir verslunina sjálfa en auk þess fyrir viðgerðaþjónust- una og lager. Jafnframt sölu á tölvum og þjónustu við tölvunot- endur verður aðstaða fyrir sýn- ingu og sölu á skrifstofuhúsgögn- uni og -tækjum á nýja staðnum, hugbúnaði og rekstrarvörum. Eins og fram hefur komið mun Tölvufræðslan einnig verða til húsa að Furuvöllum 5 en hún mun flytja að loknu skólaári í vor. JÓH Særún hf. á Blönduósi: Vaktavinna í sumar „Það verður að reyna að keyra þetta á magninu þegar verðið á rækjunni er svona lágt,“ segir Kári Snorrason, framkvæmda- stjóri fiskiðjuversins Særúnar hf. á Blönduósi, en útlit er fyr- ir að unnið verði á vöktum hjá fyrirtækinu í sumar. Særún er nú þegar komin með fjóra báta í viðskipti og að sögn Kára er útlit fyrir að þrír bætist við áður en langt um líður. Kári segir að fyrirtækið sé búið að tryggja sér töluvert magn af rækjukvóta til að veiða upp í og því sé útlit fyrir vaktavinnu í sumar. Hann segist samt ekki búast við að það verði fyrr en í júnímánuði sem farið verði að vinna á vöktum, en reiknar með að þá verði starfsfólk Særúnar um fjórir tugir. SBG „Hundamir fá spól- ormalyf árlega“ - segir Ármann Gunnarsson, héraðs- dýralæknir að Laugasteini í Svarfaðardal Vegna skrifa í Degi um spól- ormasmit í hundum og köttum vill Ármann Gunnarsson, hér- aðsdýralæknir í Svarfaðardal og Dalvík, koma eftirfarandi á framfæri: „Heilbrigðiseftirlit Eyjafjarðar hefur upplýst að lirfur spólorma hunda og katta geta smitað fólk og valdið heilsutjóni. Jafnframt kom fram að frá og með hausti komanda verða hundar hreinsað- ir af bæði band- og spólormum við árlegar lögboðnar hunda- hreinsanir á heilbrigðiseftirlits- svæði Eyjafjarðar. í umdæmi mínu þ.e. Svarfaðardal, Dalvík og Árskógsströnd hafa hundar og kettir fengið til fjölda ára árlega meðferð við spólormum jafnt og við bandormum. Hvolpar og hundar sem þrífast illa verða að fá spólormalyf oftar en einu sinni á ári. Rétt er að koma ofan- greindu á framfæri vegna fyrir- spurna sem mér hafa borist frá fólki úr útsveitum Eyjafjarðar.“ ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.