Dagur - 11.08.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 11.08.1992, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 11. ágúst 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráð hefur samþykkt að veita Krossanesi hf. ein- falda bæjarábyrgð að upphæð kr. 20,7 milljónir króna til endurfjármögnunar á erlendu láni. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að taka tilboði Guðmundar Hjálmarssonar að upphæð rúmar 3 milljónir króna í jarð- vinnu við D-álmu og bílastæði VMA. Sex tilboð bárust í verkið. ■ Þá hefur bæjarráð sam- þykkt að taka tilboði Guð- mundar Gunnarssonar Sól- völlum 6, að upphæð kr. 3,1 milljón króna, í frárennslis- lagnir, kantsteina o.fk á bíla- stæði við VMA. ■ Bæjarráð hefur samþykkt uppkast að verksamningi við arkitektastofuna Form hf. um hönnunarvinnu á lóð Gagn- fræðaskóla Akureyrar. ■ Á fundi bæjarráðs 6. ágúst sl. var greint frá fundi bæjar- fulltrúa, atvinnumálanefnd- armanna og fulltrúa Iðnþróun- arfélags Eyjafjarðar hf. með Sigurði Dagbjartssyni, eðlis- fræðingi, en þar ræddi hann hugmyndir um íblöndun vetn- is við jarðgas, sem víða í Evrópu er notað sem orku- gjafi. Fram kom hjá Sigurði að hann teldi að íblöndun allt að 20% þyrfti ekki að hafa í för með sér mikinn dreifingar- kostnað né breytingar á brennslutækjum en drægi úr framleiðslu kolsýrings við brennslu. Þá taldi hann vetnis- framleiðslu mjög áhugavert verkefni fyrir íslendinga og bæri að fylgjast náið með framþróun þessara mála á komandi árum. ■ Bæjarráð gerir ekki athugasemd við leyfisumsókn Erlings Aðalsteinssonar til sölu gistingar að Þórunnar- stræti 93. ■ Bygginganefnd hefur sam- þykkt erindi Magnúsar Odds- sonar, Heiðarlundi 2 L, urn að breyta íbúðarhúsi að Glerá í gistiheimili. ■ Mcirihluti bygginganefndar „telur koma til greina að reist verði bensínstöð" á lóð við Austursíðu-Lindasíðu, en Olíuverslun íslands hefur sótt um hana fyrir bensínstöð. Á byggingarnefndarfundi 29. júlí sl. óskuðu Stefán Jónsson og Einar Hjartarson eftir bókun þar sem frant kæmi að þeir væru andvígir hugmyndum um bensínstöð á þessari lóð. Fyrir fundi skipulagsnefndar 6. ágúst lá tillaga að deiliskipu- lagi fyrir austurhluta mið- hverfis við Lindasíðu. Þar er gert ráð fyrir bensínstöð á svæði sem afmarkast af Linda- síðu, Austursíðu og Hlíðar- braut og umferð að henni verði um Lindasíðu. Skipu- lagsnefnd lagði til að þessi til- laga yrði samþykkt og hún auglýst samkvæmt skipulags- reglugerð. H20 - nú í ftystu fomii Gamli útsýnisturninn við Sund- laug Akureyrar var tekinn niður á sunnudaginn. Sjónarsviptir er af turninum en þar sem hann hafði ekkert verið notaður um árabil þótti sjálfsagt að taka hann niður að sögn Sigurðar Guð- mundssonar sundlaugarstjóra. Turninn - kofinn - missir þó ekki þýðingu sína sem útsýnisstaður í tengslum við íþróttaiðkanir. Fljótlega mun göngudeild Skíða- ráðs Akureyrar koma honum fyr- ir á göngubraut uppi í Hlíðar- fjalli. I framtíðinni munu braut- arverðir því fylgjast með milli- tíma göngugarpa þar sem sund- laugarverðir fylgdust áður með öryggi sundgarpa. MyndGT Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins á Akureyri: Metsala dagiim fwir verslunarmaimahelgina - 23% meiri en íyrra, en 5% minni miðað við alla Athygli vakti fjöldi þyrstra við- skiptavina Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins á Akureyri föstudaginn fyrir verslunar- mannahelgina. Miðað við krónutölu var salan þann dag rúmlega 23% meiri en sama dag í fyrra og líklega hefur met verið sett þennan dag að sögn Ólaf's Péturssonar, aðstoðarúti- bússtjóra ÁTVR. Salan var hins vegar heldur minni en fyr- ir verslunarmannahelgina í fyrra ef miðað er við alla vik- una á undan. Föstudaginn 31. júlí var selt áfengi fyrir um 15,2 milljónir króna í útibúi ÁTVR á Akureyri og myndaðist dágóð röð fyrir utan ríkið enda varð að hleypa viðskiptavinum inn í í hópum oft sama daginn. Að sögn Ólafs Pét- urssonar var því sett met bæði vikuna hvað varðar sölu og mannfjölda enda stóð Halló Akureyri fyrir dyrum. Á sama degi í fyrra var selt áfengi fyrir um 12,3 ntilljónir króna. Að sögn Ólafs Péturssonar kom skriðan af þyrstum við- skiptavinum þennan föstudag vegna þess að mánaðamótin lágu svo snemma. Viðskiptavinir gátu ekki skrifað ávísanir fyrir veigun- um fyrr en launin stóðu inni fyrir ávísuðum upphæðum enda tekur ÁTVR ekki við greiðslukortum vegna vaxtakostnaðar. Ef miðað er við alla vikuna fyr- ir þessa votu helgi var selt um 5% minna en í fyrra eða fyrir um 24,7 milljónir króna að sögn Ólafs Péturssonar. Mismunurinn mið- ast við krónutölu og tekur því ekki mið af dálítilli verðbólgu. GT ÓlafsQörður: Ekkert fékkst upp í kröftir Bæjarfógetinn í Ólafsfiröi hef- ur birt í Lögbirtingarblaöinu tilkynningu um skiptalok í tveimur fyrirtækjum í Ólafs- firði sem tekin voru til gjald- þrotaskipta síðastliðið haust. í báðum tilfellum fékkst ekkert upp í samtals 90 milljóna króna kröfur. Annars vegar er um að ræða fiskeldisfyrirtækið Óslax sem tek- ið var til gjaldþrotaskipta 28. októ- ber síðastliðinn. Skiptameð- ferðinni lauk án þess að nokkuð , fengist upp í lýstar kröfur að upp- hæð tæpar 62 milljónir króna. Hins vegar var um að ræða bú fyrirtækisins Björn V. Gíslason hf. Fyrirtækið var tekið til gjald- þrotaksipta 27. september sl. og íauk skiptameðferðinni í júní sl. Lýstar kröfur nárnu tæpum 28 milljónum króna og kom ekkert til greiðslu upp í almennar kröfur né forgangskröfur. JÓH GLANS-SJAMPO FYRIR ÞINN HÁRALIT! MHI * Skerpir lit * Gefur glans * Gefur fyllingu Ð Íetur | f ILetursson hl Fáanlegt fyrir: Ljóst, brúnt, rautt, skollitt, svart og grátt hár. Litanæring í stíl t.ci.: (þróttagallar st. 6-14 4950 2900 (þróttagallar st. S-XL 5980 3800 íþróttaskór 4490 2700 Dúnúlpur 10350 6500 Einnig eru mjög margar gerðir af íþróttagöllum, skóm, jökkum, stökkum og fl.fl. á frábæru verði sporthúskl Hafnarstræti 94 Sími 24350

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.