Dagur - 15.08.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 15.08.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 15. ágúst 1992 < wm J! ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, - ' "v SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR ¦^ \ SlMI: 96-24222 • SlMFAX: 96-27639 (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, §J M ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON _-C GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN W^ \ RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSÓN, ÞRÖSTUR HARALDSSON Sl W FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRlMANNSSON ^JV^S UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25689 BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. í síðasta mánuði voru skráðir atvinnuleysisdagar á landinu öllu 81 þúsund talsins, sem er hvorki meira né minna en 44 þúsund dögum meira en í júlímán- uði í fyrra. Með öðrum orð- um er atvinnuástandið nú meira en helmingi verra en það var um sama leyti í fyrra. Fjöldi atvinnuleysis- daga í júlí svarar til þess að 3.700 manns hafi að meðal- tali verið á atvinnuleysis- skrá í mánuðinum en það jafngildir 2.7% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá þjóðhags- stofnunar. Þetta er lang- mesta atvinnuleysi sem sögur fara af hér á landi í júlímánuði frá upphafi. Fyrra met var sett árið 1969 en það ár voru 1,7% lands- manna án atvinnu í júlí- mánuði og þótti flestum nóg um. Því meti hefur nú verið hnekkt með óskemmtileg- Almennt og óstad- bundið atvinnuleysi um og eftirminnilegum hætti. Þessar skelfilegu atvinnu- leysistölur á miðju sumri sýna svo ekki verður um villst að í fyrsta sinn í lang- an tíma stendur þjóðin nú frammi fyrir almennu atvinnuleysi, sem hvorki er staðbundið né bundið við ákveðnar greinar. Þegar haustar er veruleg hætta á að ástandið versni enn frek- ar og atvinnuleysi verði stórfelldara en nokkru sinni fyrr. Við svo búið verður ekki unað. íslendingar hafa í tæpan aldarfjórðung búið við meira atvinnuöryggi en flestar aðrar þjóðir. Það að hafa atvinnu hefur talist nær sjálfsagður hlutur hér á landi á sama tíma og millj- ónir íbúa annarra Evrópu- ríkja þekkja ekki fasta atvinnu nema af afspurn. Allan þennan tíma hefur ríkt nær eindregin samstaða meðal íslendinga um að neita atvinnuleysisvofunni um landvistarleyfi, þótt það hafi á stundum haft kostn- að í för með sér. Nú hefur þessi samstaða hins vegar verið rofin. Núverandi ríkis- stjórn hefur boðað sam- drátt á öllum sviðum þjóð- félagsins. Hún sker ríkis- útgjöldin miskunnarlaust niður á sama tíma og illa árar í sjávarútvegi og land- búnaði. Ríkisstjórnin hefur einnig slegið ýmsum opin- berum framkvæmdum á frest og flest sveitarfélög hafa neyðst til að fylgja fordæmi hennar í þeim efnum. Hún hefur auk þess gripið tilþess óyndisúrræð- is að láta atvinnulífið afskiptalaust að öðru leyti. Þess vegna er atvinnu- ástandið nú verra en nokkru sinni fyrr. Ljóst er að ef ríkisstjórnin sér ekki að sér og spornar við fótum, er þess skammt að bíða að atvinnuleysi hér á landi verði álíka mikið og í nágrannalöndum okkar. Þar er það mælt í tveggja stafa tölum og talið mesta mein- semd samfélagsins. BB. IÝRARÍKI ÍSLANDS Sr. Sigurður Ægisson Fuglar 4. þáttur Grágæsin er af ættbálki gásfugla, en hann inniheldur um 150 teg- undir fugla. Gásfuglum er aðeins skipt í 2 ættir: hornagldaætt og andaætt, og tilheyrir grágæsin hinni síðar nefndu. Andaættinni er síðan deilt í 3 undirættir: skjógæs, gæsir (sem auk þess nær yfir svani og blístrur), og eiginlegar endur. Gæsum er svo að Iokum skipt í 2 aðalættkvíslir: grágæsaættkvísl, og svartgæsa- eða helsingjaætt- kvísl. í hinni fyrrnefndu eru m.a., auk grágæsar: akurgæs, heiðagæs, snjógæs, blesgæs, fjallgæs, svenjugæs, mjallgæs, keisaragæs og taumgæs. Af svartgæsaættkvíslinni eru m.a.: kanadagæs, helsingi, margæs, fagurgæs og Hawaígæs. Af þessum gæsum öllum teljast einungis grágæs og heiðagæs íslenskir varpfuglar, og skipta með sér landinu þannig, að grá- gæsin er nær eingöngu á láglendi, þ.e.a.s. neðan 300 m hæðar yfir sjávarmáli, en heiðagæsin ofar. Grágæsin er stærsta og fjöl- skrúðugasta tegund ættkvíslar sinnar. Auk þess er hún formóðir hinna algengustu ræktunarteg- unda gæsa. Þyngdin er 3-4 kg, lengdin 75-90 sm, og vænghafið 150-180 sm. Hún er að mestu grábrún að ofan, en ljósari að neðan. Hvít aftast. Sumir fuglanna eru með dökkar flikrur á kviði. Hálsinn er allþykkur og höfuðið stórt. Nef- ið digurt. Á vestrænu deiliteg- GRAGÆS undinni er það rauðgult, en á hinni austrænu bleikt. Fætur bleikrauðir. Hamurinn er eins allt árið. Enginn litarmunur er á kynjunum, en ólíkt því, sem tíðkast á meðal ránfugla, er karl- fuglinn talsvert stærri. Ungfuglar eru dekkri og brúnleitari, með grábleika fætur. Grágæsirnar koma hingað til lands mjög snemma á vorin; þær fyrstu í lok mars, en stærsti part- urinn í fyrri hluta apríl. Þegar að eggjatíma kemur, dreifast hóp- arnir. Pör draga sig út úr og fara á varpstöðvarnar, sem eru margs konar graslendi, eins og lyng- heiðar, mýrlendi og árhólmar Varpið hefst í maíbyrjun. Hreiðrið er einföld dyngja úr grasi og öðru jurtakyns, fóðruð innan með dúni, sem kvenfuglinn strýkur af bringunni. Eggin eru 4- 7 talsins, hvít eða rjómagul að lit (geta þó verið enn fleiri, allt upp í 12), og sér kvenfuglinn einn um ásetuna. Karlfuglinn vaktar aftur á móti hreiðrið, og lætur vita ef óvinur nálgast. Skiptir gæsla hans miklu fyrir afkomu eggja. Útung- un tekur um 4 vikur. Ungarnir eru hreiðurfælnir, og sjá báðir foreldrar um umönnun þeirra af mikilli ástúð. Tveggja mánaða gamlir verða ungarnir fleygir. Þá strax er farið með þá á beitarlöndin. Um mánaðamótin júlí-ágúst eru fullorðnar gæsir komnar „í sár", þ.e.a.s. búnar að missa flugfjaðrirnar, og nýjar teknar að (Anser anser) vaxa. Þetta stendur yfir í á að giska viku, og er hættulegasta tímabilið í ævi gæsanna. Þegar fellitíminn nálgast, er því reynt að leita á örugga staði. Víðáttu- miklar mýrar og fen, sem illfær eru öðrum en fuglum, svæði við árósa, og grunnsævi við eyjar eru hentugar fellistöðvar. Meðal grágæsa er stéttaskipt- ing. Æðstir eru höfðingjarnir, en aðrir hafa ákveðnum stöðum að gegna líka. Þegar gæsahópurinn er á beit, lítur höfðinginn iðug- lega yfir svæðið og fylgist með gangi mála. Og þegar ókunnugir gæsahópar hittast, verða oft áflog. Gassi úr öðru liðinu ræðst á annan úr hinum flokknum. En allt gengur að lokum í sátt, og flokkarnir heilsast. Blandist hóp- urinn um tíma, þarf að stokka öll valdaspil upp á nýtt. Grágæsin Iifir á jurtafæðu, bæði vatna- og þurrlendisplönt- um, eins og t.d. stör, grasi og sefi. Þá fúlsar hún ekki við korni, ef henni stendur það til boða, eða rótarávöxtum, eins og t.d. kart- öflum, sem hún grefur upp. Grágæsum hefur fjölgað mikið upp á síðkastið hér á landi. Sem dæmi um það má nefna, að fyrir 1950 sáust þær tæpast á Vest- fjörðum, en eru nú víðast uppi á Grágæs, fullorðin. (Þorsteinn Einarsson: Fuglahandbókin. Reykjavík 1987). heiðum þar, m.a. á Þorskafjarð- arheiði. Hefur íslenski stofninn verið áætlaður 80.000-90.000 fuglar. Áður fyrr var grágæsin mjög útbreidd í Evrópu og Asíu. Hún verpti t.d. á Spáni og þaðan alla leið að Finnmörku, og jafnvel í Alsír í N-Afríku. En nú hefur varpið dregist mjög saman, þann- ig að fyrir vestan Saxelfi og Adríahaf má það heita lítið sem ekkert. Ástæðan er annars vegar gegndarlausar veiðiásóknir, sem gerir fuglana stygga og fráhverfa mannabygð, og svo hins vegar uppþurrkun lands, er spillir vist- kerfi þeirra. Þessa flótta tók að gæta þegar á 19. öld. I dag er varp hennar öflugast, þar sem hún enn finnur víðáttu- miklar óbyggðir, eins og á íslandi og í Skandinavíu. Þá verpir hún nokkuð í skosku Hálöndunum, í Danmörku, þar sem hún er orðin spök eftir friðunaraðgerðir, í A- Þýskalandi, og víða í M- og A- Evrópu, í Dónárdal, á Balkan- skaga, við Svartahaf og Kaspía- haf, og þaðan víða um Síberíu og Mongólíu að Amúrfljóti. Á haustin, eftir að gæsirnar eru búnar að safna hér nægilegum kröftum, er lagt upp í farflugið til Bretlandseyja, þ.e. Skotlands og N-Englands. Þar dvelur svo fjöl- skyldan um veturinn. Elsta grágæs, sem menn þekkj-a deili á, varð a.m.k. 18 ára og 8 mánaða. Hún var með breskt merki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.