Dagur - 15.08.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 15.08.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 15. ágúst 1992 - DAGUR - 5 Hafðu óbilandi traust á sjálfum þér!!! Sjálfstraustið er undrasmiður heimsins. Að gera sér lágar hugmyndir um sjálfan sig og barma sér yfir skakkaföllum eru trúlega hættulegustu torfærurnar á lífs- leiðinni. Enginn mannlegur máttur megnar að hjálpa annar en sjálfstraust- ið, það verður ætíð að hafa forustu. Þetta er lögmál sem engum tekst að fara í kringum. Sá sem missir trúna á sjálfan sig er glataður. Margir hafa glatað eigum, heilsu, mannorði og trausti annarra manna, en meðan sjálfstraustið er til staðar er hægt að vera vongóður um að úr rætist. Þetta hefur undirritaður reynt. Á dimmum dög- um fyrir margt löngu benti ég samföng- um á þá staðreynd að lykillinn að sálar- heill í erfiðri stöðu væri bjartsýni og sjálfstraust. Allar tálmanir víkja úr vegi fyrr eða síðar fyrir óbifanlegu sjálfstrausti, en biðin getur orðið nokkur. Lífið er ekki tek- ið með stökkum. Já, ekkert er úrræða- betra en sjálfstraustið þegar við stönd- um ráðþrota. Þeim sem treystir á sjálfan sig er allt mögulegt því sjálfstraustið byggir brýr yfir ægilegustu torfærur sem koma upp í sálinni. Sjálfstraustinu skeik- ar aldrei það vinnur hin dásamlegustu furðuverk og brýtur sér leið í gegnum frumskóga bölsýnis og hleyþidóma. Ekki megum við láta ótta drepa okkur í dróma og gera okkur að lítilmennum þegar við höfum nægilega hæfileika til að framkvæma og skapa og verða að betri og nýtari mönnum. Allt sem fyrir okkur kemur í lífinu á rót sína að rekja til okkar sjálfra. Við sjáum menn og konur njóta lífsins. Þau hafa náð hamingju- marki sínu af því að þau hafa hugsað sér fyrirfram að ná því, dugur þeirra og viljaorka hafa flutt þau að takmarkinu. Umfram allt er áríðandi, að við leikum það hlutverk vel sem okkur er ætlað eða við æskjum eftir að takast á hendur í lífs- ins ólgusjó. Óhaggandi sjálfstraust veitir okkur ekki aðeins þrek og hugrekki til að fram- kvæma fyrirætlanir heldur og þá fram- komu og það tillit sem ber með sér glöggt sigurmerki. Við verðum að krefj- ast velgengninnar, vera þess fullviss að hún muni koma, annars kemur hún ekki. Hér á jörð er ekki um neina tilviljun að ræða. „Hafðu óbilandi traust á sjálfum þér“, sagði gamall afi minn við mig á árum áður og mér er þessi setnig efst í huga nær hvern dag hin síðari ár. Þessari setningu hef ég skotið að börnum mín- um sem eru að hefja göngu fullorðins- áranna. Hugleiddu þetta einnig lesandi góður. Fréttagetraun 1. Nokkurs misskilnings gætti um leir- ofaníburð á vegi í Mývatnssveit. Á hvaða vegarkafla er þessi leir? 2. „Hef tröllatrúa á þessum vélum“. Hver mælti svo og um hvaða vélar var hann að tala? 3. Hvað ætla bæjaryfirvöld á Blöndu- ósi að vígja 5. september nk.? 4. Kona gegnir stöðu skattstjóra í Norðurlandsumdæmi eystra tíma- bundið. Hvað heitir hún? 5. Hvernig maraþon á að þreyta á Akureyri í dag og hvaða félagsskap- ur stendur fyrir því? 6. Hvað fengu tvær sóknir í Aðaldal óvænt upp í hendurnar? 7. Hverjir skoruðu mörk KA í fræki- legum sigri á ÍA í bikarnum? 8. í síðasta helgarblaði birtist skondin smásaga. Hvað heitir hún og hver er höfundurinn? 9. Um hvaða farartæki hafa hafnar- og bæjaryfirvöld á Siglufirði deilt? 10. íslenskuspurning: í miðlágþýsku er að finna orðið babbelen. Hvaða íslenska orð er líklega myndað sem tökuorð af því? SS DA6UE : 24 stiga hlti á „Costa fTTHT—f : dd Raufarhöfn“ í gær lurfyrirtæk ári 28 mulkmir •BiqBq ‘iqBg 01 '3Xog qug e< -di^sBSuiujrqj B>[suBa '6 •uosiBQjnSis inSuipa u^osuipH '8 UOSSUUBUU3H IUjy So SBpUByV L £ I SuuqJB -Ips b Jipunjsn^^ni^ PZ J ijXaisdiBAjn 9 •jBjXojn>iv Jnqqrq>i -BJBpu/íuisotiESnqv •UOCjBJBUIBpU/ÍUlSOfa 'S •QJofjQJON UIJSIJ>I 'P SVUJBJJOJCjl JJÁH ‘£ •ofus pj Bnq qe pj jnss/Cqofu§ ">UAiBa B UOSSJOPHBH UOf 'Z uinQojsnjn>is qb li;pBf>iX3>i j unjg bjj -j :joa§ Byggðastofnun Húsnæði til sölu Byggðastofnun auglýsir til sölu húseignina við Sandskeið 26 B á Dalvík, áður eign Pólstjörnunnar hf. Upplýsingar veittar í síma 96-21210. — Frá Dalvíkurbæ Greiðsluáskorun Hér með er skorað á gjaldendur á Dalvík, að gera nú þegar skil á gjaldföllnum en ógreiddum gjöldum til Bæjarsjóðs Dalvíkur og stofnana hans. Um er að ræða eftirfarandi: Útsvar, aðstöðugjald, fasteignaskatt, lóðarleigu, gatnagerðargjöld, hafnar- og tryggingargjöld, vatnsskatt, aukavatnsskatt og gjöld fyrir heitt vatn. Hafi gjöldin ekki verið greidd innan 15 (fimmtán) daga frá dagsetningu þessarar áskorunar, má við því búast, að fjárnáms verði krafist hjá skuldurum án frekari fyrirvara. Dalvík, 14. ágúst, 1992. Bæjarritarinn á Dalvík, Helgi Þorsteinsson. Flugið er heillandi tómstundagaman fyrir fólk á öllum aldri Getum enn bætt við nemendum. Fyrirhugað er bóklegt einkaflugmannsnámskeið í haust, ef næg þátttaka fæst. Flugskóli Akureyrar, Akureyrarflugvelli, sími 12105. Ágúst Magnússon, heimasími 11663. HÁSKÓLINN Á AKUREYRI Námskeið í íslensku Háskólinn á Akureyri heldur 5 eininga námskeið í íslensku á haustmisseri ef næg þátttaka fæst. Kennt verður fram að jólum á mánudags- og miðvikudags- kvöldum milli kl. 18.00 og 19.30 og er fyrsti kennslu- dagur miðvikudaginn 2. sept. Umsjónarmaður námskeiðsins er Erlingur Sigurðarson, cand. mag. í námskeiðinu verður lögð áhersla á hagnýta mál- notkun og er miðað við námsefni 1. árs í háskóla. Námskeiðið verður metið að fullu til eininga ef/þegar kennaradeild fer af stað við skólann en einskorðast ekki við væntanlega kennaranema. Væntanlegir þátttakendur, sem skulu hafa stúdents- próf eða aðra sambærilega menntun, eru beðnir að innrita sig á skrifstofu Háskólans við Þingvallastræti, kl. 9.00-12.00, fyrir 25. ágúst nk. eða hringja í síma 11770 og fá sent umsóknareyðublað. Umsókninni skal fylgja venjulegt skólagjald, kr. 23.000, og veitir það einnig aðgang að öllum öðrum námskeiðum við skólann á þessu skólaári. Frekari upplýsingar um námskeiðið veitir Kristján Kristjánsson í Háskólanum á Akureyri, s. 11770. Háskóíinn á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.