Dagur - 15.08.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 15.08.1992, Blaðsíða 11
10 - DAGUR - Laugardagur 15. ágúst 1992 Þorqrímur * rri Björgvinsson í „Ég botna ekkert í trúarbrögðum. Ég skil ekkert í hvernig fullorðnir menn, sem eru frískir og fullskynsamir, standa í því að þylja yfir okkur þessa endalausu guðstrúarþvælu. Ekki á ég langan tíma fyrir höndum áður en ég fer í inold- ina. Þótt ég legði mig allan fram þessi fáu ár sem eftir eru og allir prestar landsins legðu mér Iið, þá held ég að þeir fengju mig aldrei sannfærðan um að ég rísi upp hinumeg- in. Eg læt þar nótt sem nemur. Ég hugsa lítið um eilífðar- málin. Mér hefur hitt þótt nóg að glíma við að menn geti lifað eins og manneskjur hérna megin grafar,“ segir Þor- grímur Starri Björgvinsson, bóndi að Garði í Mývatns- sveit, skáld, kommúnisti og eldhugi. Starri er í helgarvið- tali. „Ég er fæddur 2. desember árið 1919 að Garði í Mývatns- sveit, elstur minna systkina. Hér hef ég átt heima frá þeirri stundu og varð hér bóndi fyrst í félagi við föður minn og tók síðar við búinu. í dag bý ég með syni mínum, sem er maður á fertugs aldri. Hann er duglegur bóndi og hlífir sér hvergi. Atakanlegt er að horfa á að honum skuli vera gert allt til bölvunar af þeim sem ráða málum í landinu, þá sérstaklega landbúnaðarmálum. Sagan er löng og verður ekki rædd í stuttu spjalli. Ég fullyrði að landbúnað- armálum hefur verið stjórnað með tilskipunum. Bændur hafa ekki haft neina lýðræðislega aðstöðu til að ráða málum. í besta lagi er komið til okkar þeg- ar búið er að taka ákvörðun í Bændahöllinni eða landbúnaðar- ráðuneytinu. Ekki er haft fyrir að greiða atkvæði, bændum er aðeins kynnt málið. Þeir málglöðu menn sem koma að sunnan hafa orðið, en ræðutími okkar bænda er tak- markaður. Þetta er nú allur blóminn og ljóminn. Svo er þjóð- inni sagt að allt sé gert með góðu samþykki bænda. Sannast sagna hefur ekki verið búið jafn sví- virðilega að nokkurri stétt í land- inu sem bændum frá því að byggð hófst í landinu. Bændur eru ann- ars flokks fólk og brotin eru á okkur lýðréttindi og mannrétt- indi í flestum greinum. Þetta erú stór orð og þau get ég rökstutt hvar og hvenær sem er.“ Annað hefur ekki verið betur gert „Allt er breytingum undirorpið. í gamla daga var Mývatnssveit sveit í þess orðs fyllstu merkingu. Róleg sveit, þar sem menn gátu unnið að sínu. Sumarið var skemmtilegur tími. Túnin voru lítil og mikið var heyjað á engjum. Við snæddum hverja máltíð útivið í önn dagsins. í hart Laugardagur 15. ágúst 1992 - DAGUR - 11 nær tvo mánuði var okkur færður skrínuköstur. Sunnudagarnir voru nokkuð friðhelgir. Þetta breyttist með vélvæðingunni og þessu brjálæðislega kappi nútím- ans. í dag eru allir dagar jafnir. Veturinn var einnig mjög skemmtilegur. Nóg var við að vera í leik og starfi. Þá var það svo að allt skammdegið, frá mán- aðamótum septembers/októbers og fram í janúar, að ég stundaði veiðar. Við Garð er vatnið ekki ísilagt. Kaldavermsl eru hér með landinu og hrygningarstöðvar. Margt var um manninn í Garði á æskuárunum og menn köstuðu fram stökum á degi hverjum. Kveðskapurinn þótti sjálfsagður hlutur, en vísunum var ekki öll- um ætlaðir langir lífdagar. Kveð- skapinn drakk ég í mig og fékk fljótt eyra fyrir rétt kveðinni vísu. Númer eitt er að hafa brag- eyra, en hvort ég hefur síðar fengið einhverjar hugmyndir til að notfæra mér er önnur saga. Félagslíf í Mývatnssveit á árum áður var mjög gott að mínu viti. Minn háskóli var Ungmennafé- lagið Mývetningur, sem ég á meira að þakka en nokkru öðru. Fundirnir voru menningarlegir og það félagslíf sem ungmenna- félagið hélt uppi. Unglingarnir gengu þar í gegnum þann skóla sem gerði þá að meiri mönnum, en annars hefði orðið. Mér er ’• alltaf sárt um ungmennafélags- hreyfinguna. Hún er einn af þess- ' um Ijósu punktum í þjóðlífinu og tilverunni. Áhrif hennar á sínum tíma voru ómetanleg. Sú félags- hyggja er ríkti, þá er ég var að alast upp, leiddi af sér ung- mennafélags- og samvinnuhreyf- inguna á mesta blómatíma íslenskrar þjóðar frá þjóðveldis- tíma. Annað hefur ekki verið betur gert“. Verkalýdshreyfingin er verri en ekki neitt „í dag er viðtekin regla að berja lóminn. Allt er að fara til andskot- ans, er viðkvæði pólitíkusanna og sér í lagi þeirra stjórnenda sem fara með ríkisforsjá. Þeir tala um kreppu. Samdráttur er lausnar- orðið og ekkert er hægt að fram- kvæma. Hvað gerðu gömlu mennirnir í kreppunni miklu á fjórða áratugnum? Þá voru ein- hverjar stórstígustu framkvæmd- ir sem sögur fara af í íslensku þjóðlífi. Alþýðuskólar risu sem og sjúkrahúsin. Menn byggðu vegi og brýr og skipastólinn var efldur. Þetta voru bullandi fram- kvæmdir um allt land með mikl- um hraða og fólk skreið út úr moldarkofum í nýbyggð hús. í dag þykist íslenska ríkið ekki hafa efni á nokkrum sköpuðum hrærandi hlut. Mér sýnist að eymdin sé svo mikil að rökrétt sé að álykta að ellilífeyrisþegar fái í andlitið einhvern daginn, að nú sé réttast að slá það af með ein- um eða öðrum hætti. Gamla fólk- ið er orðið plága á þjóðinni. Það er orðið svo margt, heilsugæslan er góð. í dag er verið að setja elli- lífeyrinn til gamla fólksins í ekki neitt. Skattleysismörkin eru orð- in svo neðarlega að það er hrein hneykslunarhella. Fyrir utan þetta eru neysluskattarnir enn stærri heldur en hinir. íslending- ar hafa gengið aftur á bak á flest- um sviðum og þá sérstaklega stjórnarfarslega. Mér finnst hörmulegast að verkalýðshreyf- ingin skuli vera orðin verri en ekki neitt. Það er hún sem er að þrýsta bændum niður í svaðið. Hún gengur á undan með skefja- lausan samdrátt og telur mann- réttindabrot sér best sæma. í leiðinni skapar hún atvinnuleysi og eymd hjá þeim fjölda í verka- lýðsstétt sem hefur haft afkomu sína við að vinna úr framleiðslu- vörum bænda. Hvað er orðið af því sem vel er? Nú tekur út yfir allan þjófabálk að þeir skuli ætla að troða okkur inn í forstofuna hjá EBE sem er stjórnarskrár- brot. Við erum að henda frá okk- ur fullveldinu og svífum í faðm milljónaþjóða, sem er ætlað að taka við landbúnaði á íslandi". Stefna sem aldrei deyr „Já, ég varð pólitískur mjög snemma. Innan við tvítugt varð ég snortinn af þeirri hugsjón sósíalismans sem fór vítt um heiminn. Fyrri heimsstyrjöld var ný afstaðin og menn voru að gera heiðarlegar tilraunir. Nú er raunalegt um að tala, hvernig fór fyrir góðri hugsjón. Hugsjónir hafa ekki endilega gengið eftir í aldanna rás og kemur margt til. Mín kynslóð hefur lifað mestu umbrotatíma sem nokkur kyn- slóð í þessu landi hefur lifað. Ég var rúmlega tvítugur þegar lýð- veldið var stofnað, árið 1944. Það var dásamleg stund. Samfara umbrotunum er mín kynslóð sú sem orðið hefur fyrir mestum vonbrigðum. Frelsið, að vera laus undan sjö alda oki annarrar þjóðar £tóð ekki nema örfá ár. Þegar menn stóðu á Þingvöllum, þá voru framámenn með í burð- arliðnum, sem síðar kom á daginn, að farga öllu og ganga þvert á fögru orðin. Með Kefla- víkursamningi árið 1946 er byrj- að og síðan með inngöngu í Atlantshafsbandalagið árið 1949. Herinn kom aftur til landsins árið 1951 að mig minnir. Sósíalisminn er sú stjórnmála- stefna sem er án tvímæla mann- legust, göfugust og vitrust. Nú hefur kommúnisminn hrunið í austurvegi, en það hefur ekkert að gera með hugsjónina fögru. Breyskleiki mannanna er mikill og nú á að markaðsvæða þjóðirn- ar er áður bjuggu við sósíalisma. Að ætla að taka upp hinn kapital- íska markaðsbúskaparóskapn- að er að flýja úr öskunni í eldinn. Markaðsbúskapurinn er samur við sig. Hann er ekki breyttur. Hann er búinn að halda úti tveimur heimsstyrjöldum og er alveg tilbúinn til að grípa til þeirrar þriðju. Að heyra angur- gapa og flón, sem eru framámenn í íslensku þjóðlífi, rífa sig ofan í rass um að kommúnisminn og sósíalisminn sé úr sögunni endan- lega er fáheyrt. Þetta er stefna sem aldrei deyr. Hún þarf að þróast. Hún gengur í gegnum miklar þrengingar í dag, en það er kommúnisminn sem á eftir að bjarga því sem bjargað verður þegar auðvaldshyggjan hefur komið flestu til andskotans. Auð- valdsstefnunni er það blóðgjöf að halda úti styrjöldum, en sósíal- ismanum er það rothögg. Það sem gekk frá austantjaldslöndun- um var að lenda í vígbúnaðar- kapphlaupi. Þeim var sagt stríð á hendur meðan þau voru í sárum eftir heimsstyrjöldina seinni. Það var gert með kjarnorkuspreng- ingunum er varpað var á Híró- síma og Nakasaky, sem er voða- legasti glæpur allrar veraldar- sögunnar. Bandaríkjamenn eiga einir sökina. Þeir gerðu þetta ekki það eina til að ógna Japön- um, þeir voru í leiðinni að sýna Rússunum hvers þeir mættu vænta ef þeir yrðu ekki góðir. Hverjir björguðu heiminum undan fasismanum og nasisman- um? Það voru raunar Rússar. Vissulega styrktu vesturveldin Rússana. Það þótti gott og blessað, því það var Rússunum sem blæddi. Rússar inisstu 20 milljónir manna og landið var sviðið er upp var staðið. Banda- ríkjamenn græddu á vígbúnaðin- um og vígaferlunum. Ekki er nema eðlilegt að illa færi fyrir þjóðunum í austri þegar att er kappi í ójöfnum leik. Rússarnir gerðu fleiri axar- sköft og ekki er hægt að hæla stjórnarfarinu á framkvæmda- atriðum í tíð Stalíns og fleiri leið- toga. Þessu er lokið í bili þar sem hugsjón Max og Leníns var ekki haldið á lofti. Að halda að hug- sjón þeirra félaga sé dauð og skipti ekki máli í framtíðinni er dæmalaust rugl og skammsýnis- kjaftæði. Já, þetta er mín hlið á málum og aldrei hef ég verið rauðari og harðari kommúnisti.“ Hún var óvenjuleg ung stúlka „Nei, ljóða- og vísnagerðin hefur aldrei verið ástríða. Eg hef mjög gaman af að setja saman vísur, en tel mig engan snilling. Vísna- og ljóðagerðin er angi af þeim meiði að vera þátttakandi. Félagslegt uppeldi í Mývatnssveit stóð á gömlum merg í mínu ung- dæmi og var í blóma. Þá var það einstaklingurinn, hvað sem hann hét, sem var hvattur til að láta í sér heyra og láta til sín taka. Rétturinn var ekki þeirra er höfðu „náðargáfuna“ eða menntun. Félagslíf okkar byggð- ist á frumkvæði einstaklingsins og að dagskráin væri unnin heima í sveitinni. Margt setti ég saman fyrir ungmennafélagið á skemmt- unum þess og félagsfundum. Já, ég er ákaflega ánægður með að geta brugðið kveðskapnum fyrir mig. Ljóða- og vísnagerð er sameig- inlegt áhugamál okkar hjóna, en eiginkona mín er Jakobína Sig- urðardóttir, skáldkona. Jakobína er fædd að Hælavík á Hornströnd- um. Hún fór tiltölulega snemma að heiman til vinnu. Leiðir okkar lágu ekki saman fyrr en árið 1949. Fyrst sá ég hana sem ferða- lang hér í sveitinni. Hún kom af tilviljum hingað heim á þennan bæ og í þetta hús. Við tókum tal saman. Hún var óvenjuleg ung stúlka. Umtalsefnið sem hún valdi var sérstætt og einnig hvernig hún gerði því skil. Tím- inn leið. Ég dvaldi í Reykjavík í nokkrar vikur og við kynntumst nánar. Allt hefur lukkast þrátt fyrir að við nýttum okkur ekki þá aðferð að gifta okkur með mikilli viðhöfn í kirkju sem nú er siður. Börnin eru fjögur, þrjár dætur og sonur. Jakobína vann sín heimilisstörf og tók svo bita af nóttinni til rit- starfa. Ritstörfin voru alla tíð hjáverk. Jakobína var alin upp í fátækt kreppuáranna og hafði enga fjárhagsiega möguleika til að fara í nám sem hún óskaði þó heitast af öllu. Skólaganga var stutt, en einhvern veginn er það svo að ef ég vil vita skil á réttu máli þá fletti ég aldrei upp í orða- bók, ég spyr Jakobínu. Hún hefur undravert vald á íslenskri tungu. Illa er í dag komið fyrir íslenskri tungu. Við opnuðum allt upp á gátt fyrir amerískum áhrifum og ekki batnar þetta þeg- ar við verðum komnir inn í EBE. Hryllilegt er að hlusta á lang- skólagengið fólk, hvernig það talar. Fréttamenn eru margir slæmir og ljótt er oft að heyra hvernig þeir nota málshætti. Éitt af því sem mér þykir átakanleg- ast er að fólk nennir ekki að kveða að orðunum. Já, það er ekki aðeins orðfæðin og ensku- sletturnar sem auðkenna málfar unga fólksins. Þó er ekki sama hvaðan fólkið kemur. Norðan- menn búa að því sem þeir hafa lært við móðurkné, en flestir hinna eru tæpast talandi. Ég hef aldrei skilið hvernig þessu er var- ið með allan þennan tilkostnað til íslenskukennslunnar í skólunum. Ég hef grun um, og raunar hlýtur svo að vera, að aldrei hefur þessu fólki verið kenndur framburður, sem er eitt af undirstöðuatriðun- um.“ Það vinnur enginn sitt dauðastríð „Mývatnssveitin var ein stærsta menningarheildin í Þingeyjar- sýslum. Því er að þakka búsæld á þeirra tíma vísu. Þar var það Mývatn sem réði úrslitum. Bene- dikt vinur minn að Arnarvatni hélt því fram að Mývatn hefði bjargað íslenskri tungu. Þegar mest svarf að og fátæktin og eymdin stráfelldi fólk var tungan á Suðurnesjum að mestu orðin dönsk. Þá skipti máli að menn í Suður-Þingeyjarsýslu fóru aldrei niður í andlegan vesaldóm og héldu reisn sinni og tungu. Þeir höfðu að éta. Hver einasti uggi úr Mývatni gekk í fólkið á stóru svæði. Já, Mývatn var gjöfult þá. í dag bjargar Mývatn engu. Vatnið hefur verið arðlaust sex ár í röð. Síðasta veiðiárið var 1986. Lífríkið hefur hrunið fjórum sinnum síðan Kísiliðjan fór að andskotast í botninum. Þurftar- hrunið gerist árið 1970 og síðan koll af kolli. Þó svo að nokkrir kippir hafi komið sem mýgangan í sumar, þá bjargar það litlu. Fá- liðað er í silungnum. Heilu árgangarnir hafa drepist úr hungri. Kísiliðjan er algjört siðleysi og vitnar um hörmulegt tímabil í stjórnmálunum hér á landi sem annarsstaðar. Vaðið var út í nýja nýtingu, sem hafði í för með sér tortímingu á því sem er dýrmæt- ast af öllu þ.e. náttúrunni sjálfri. Veiðin í sumar er nauðalítil og fuglinn kom ekki upp ungum fyr- ir átuskort. Andfuglinn var svo illa á vegi staddur, horaður og veikbyggður, að hann þoldi ekki hretið um sólstöðurnar. Ef and- fuglinn hefði verið í sæmilegu ásigkomulagi þá hefði hann ekki flúið af eggjum. Við skyldum muna að hér var snjókoma miklu minni en út við sjóinn. Snjókom- an var lítil og endurnar fennti ekki. Að vísu var hvasst og kalt, en fuglinn hefði átt að þola veðr- ið ef holdarfarið hefði verið rétt. Fjármálavaldið er sterkt og gefur ekki hlutina upp fyrr en í fulla hnefana. Við sem viljum verja Mývatn gefum okkur aldrei. Mynd og texti: Óli G. Jóhannsson Ég held að segja megi um Kísil- iðjuna sem Steinn Steinar kvað: „Það vinnur enginn sitt dauða- stríð". Við höfum krataflokk og þurfum ekki tvo „Ég tek ekki Ólaf Ragnar Gríms- son sem mann í forsvari fyrir stjónmálaflokk. Ég hef ekki legið á því að ég stóð ekki að því að velja hann sem foringja. Ólafur er krati í húð og hár og við höfum hér krataflokk og þurfum ekki tvo. Ég er ákaflega óánægður með þróunina innan Alþýðu- bandalagsins vegna þess að þeir hafa gugnað varðandi þann neista sem þarf að hafa í grunninn, neista sósíalismans. Þeir hafa gugnað vegna áróðurs og rangtúlkunar á því sem gerð- ist í Austur-Evrópu. Síðan hafa þeir nuddað sér einum of utan í Jón Baldvin og þvílíka labba- kúta. Um þetta kenni ég Ólafi Ragnari og hans fólki. Mik.il átök voru innan Alþýðubandalagsins og þau eru þar fyrir enn skammt undir yfirborðinu. Menn hafa slíðrað sverðin að mestu. Nú eru menn í stjórnarandstöðu og hafa náð saman í andstöðunni til EES. Ekki þekki ég unga fólkið í Alþýðubandalaginu. Megnið af því hefur hlaupið út undan sér. Heyrt hef ég þó í fólki, sem er vel þenkjandi. Nú er svo komið að markaðshyggjan hefur sýnt unga fólkinu í landinu þá staðreynd að kapitalisminn er af hinu illa. Fólkið skynjar í gegnum munn og maga hvert stefnir. Markaðs- hyggjan býr til vandamál. Við eigum eftir að ganga í gegnum miklar þrengingar á næstu árum. EBE hangir ekki saman nema í örfá ár, því það er búið til af svo miklum hálfvitaskap. Tilvist þess er fjarstæða. Þarna er kasað sam- an 16 til 20 þjóðum, með ólíka menningu, tungu, siði og trúar- brögð, sem á að setja undir eina miðstýrða blokk. Svo á að burð- ast með lýðræði sem getur ekki orðið annað en óskapnaður. Ef þetta á að hanga saman gerist það aldrei nema með sterku mið- stjórnar- eða hervaldi. Við skul- um aðgæta að hvergi hefur komið fram, að fólkið í löndunum vilji þessa leið. Fólkið trúir ekki að með þessu renni upp gullöld og gleðitíð. Auðhringarnir evrópsku eru að þjappa sér sarnan, allt og sumt. Heimsyfirráðapólitíkin hefur frumkvæðið í nýrri mynd. Þriðja risaveldið, við hliðina á Bandaríkjunum og Japan er í burðarliðnum. Tilgangurinn er nú ekki göfugri. Að hugsa sér, að 250 þúsund manna þjóð, íslend- ingar, eigi að opna land sitt fyrir þessu sem fullgildur aðili. Að láta sér detta slíkt í hug er landráð hvað þá að framkvæma slíkt. Skelfilegt er til að vita ef fólkið í landinu lætur blekkjast. Við eig- um að rísa upp og segja nei. Alþingi var nýlega sett til að fara í gegnum fleiri þúsund blaðsíður af lagabálkum og reglugerðum þessa EES veldis og óskapnaðar. Mér sýnist að forustumenn stefni markvisst að henda lögbókinni okkar út í ystu myrkur. Hvað er þá orðið um sjálfræði lands og lýðs. Þá verðum við ekki einu sinni menn til að setja okkur lög. Ég er bitur út í þessa þróun því ég veit að hér var hægt að skapa besta og mesta fyrirmyndarríki jarðarinnar.“ ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.