Dagur - 15.08.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 15.08.1992, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 15. ágúst 1992 Matarkrókurinn Kolvetna- og treflaát á kostnað próteins og fitu - Edda Hermannsdóttir í matarkrók helgarinnar Edda Hermannsdóttir íþrótta- kennari er í matarkrók vik- unnar. Edda starfar hjá Teiknistofunni Stíl en er einnig með leikfimiskennslu á eigin vegum undir nafninu Fimi og einnig rekur hún verslunina Ynju. „Ég er grænmetisæta og ástæðan er fyrst og fremst for- vitni en ég er spennt fyrir öllu sem tengist heilsu og vellíðan og einnig tengist það mínu starfi en þetta var niðurstaðan eftir leitun að réttu mataræðj. Síðan þá hef ég ekki bragðað kjötbita og sé ekki eftir því. Pegar mér er boðið í mat lendi ég ekki í neinum vandræðum því það er nógur matur á öllum borðum fyrir mig en fólkið í kringum mig verður stundum svolítið leitt yfir því að ég skuli ekki bragða á kjötinu eða fiskinum heldur aðeins smakka á kart- öflunum og grænmetinu en nreðlætið í dag er svo mikið að ég svelt aldrei.“ „Mér finnst líka að við verð- um að fara að breyta um matar- æði og minnka prótein og fituát og fara meira yfir í kolvetna og trefjaefnaát. Því er stundum haldið fram að við fáum ekki járn ef við borðum ekki kjöt en t.d. í þara er mikið af járni. Sumir eru hræddir um að verða aldrei saddir ef þeir borða aðeins jurtafæði en þeir sömu þurfa ekki að hafa áhyggjur af því. Ég elda mat þrátt fyrir það að vera grænmetisæta eins og meðfylgjandi mataruppskriftir bera með sér. Það er einnig nokkuð almennur misskilningur að t.d. ýsa og laxfiskar séu „létt“ fæða en það er hins vegar „þung“ fæða líkt og ýmislegt kjötmeti.“ „Fólk sem veit að ég er græn- metisæta er oft mjög forvitið og langar að vita svolítið meira og blanda þetta með kjöt- eða fisk- máltíðum og það gengur oft ágætlega og það gæti t.d. reynt að hafa tvær kjötmáltíðir og þrjár fiskmáltíðir á viku á móti grænmetinu. Það kemur svo í ljós hvort því líkar sú samsetn- ing eða ekki. „Hér í matarkróknum hafa verið vinnufélagar mínir á Stíl, miklir „gúmmelaðimenn" sem elska allt sem er feitt og fitandi og mikið brasað og því fannst mér mjög viðeigandi aðlkoma með eitthvað sem væri bæði hollt og gott. Þeir gera góðlát- legt grín að mínu makróbíótíska fæði og kalla það míkrófæði þar sem þeir álíta að það verði ekki að neinu.“ Ofnbakadur grœnmetisréttur 1 eggaldin 1 succini 'A haus blómkál 1 haus broccoli 2 rif hvítlaukur púrrulaukur eftir smekk Allt brytjað niður í eldfast mót (gróft). Bakað í ofni við 200 gráður C meðan sósan er gerð. Ostasósa 150-200 ml rjómi eða ein dós sýrður rjómi 3 msk. rjómaostur 1 msk. gráðostur ostaafgangar ef til eru svartur pipar, tandoori masala (indverskt krydd), chili Allt sett í pott og brætt og síðan hellt yfir grænmetð og bakað í ofni í ca. 15 mín. Öðruvísi grœnmetissalat (Passar vel með ofangreindum rétti) Lítill kínakálshaus (notist allur, hollustan er mest næst rótinni) Vi rauð og V2 græn paprika 8-10 ólífur skornar í litla bita '/? gráðostur mulinn út í ferskir sveppir eftir smekk 250 gr rœkjur Öllu blandaö saman. Best er að láta standa í smá tíma áður en borðað er. Má einnig nota sem aðalrétt með brauði. Spínatpasta með grœnmeti 8 bögglar spínatpasta (Tagliatelle) 1 succini skorið í mjóa aflanga teninga 2 laukar Vi bakki sveppir 2 rif hvítlaukur 1 dl rjómi Timjan, svartur pipar, jurtasalt Sjóðið pastað eftir leiðbein- ingum á umbúðum. Grænmetið er léttsteikt í örlítilli olíu á pönnu og kryddað. Hellið rjóm- anum yfir og látið malla í nokkrar mínútur. Setjið pastað í stóra skál og hellið síðan úr pönnuni yfir. Borið fram með salati og grófu brauði Bragðmeira og hollara grœnmeti 2-4 blöð þari (Kombu, fœst í HeUsuhorninu) 4 rófur brytjaðar í teninga Vi grasker brytjað í teninga 8 gulrœtur skáskornar í bita 2 dl vatn Vatnið er sett í stóran pott og þarinn bleyttur upp. Allt græn- metið sett í pottinn og soðið í 20-25 mín. Þari hefur mikið af járni og vítamínum og gerir grænmetið hollara auk þess sem hann dreg- ur fram sætubragðið í grænmet- inu. Notið einungis jurtasalt ef salt er notað. „Ég skora á sem flesta að reyna eitthvað af þessum uppskriftum og veit að þeir verða ekki fyrir vonbrigðum. Ég ætla hins vegar að fara langt út fyrir Stíl þegar ég skora á næsta aðila í matarkrók en það er Harriet Otterstedt, sem er sænsk og hefur alla tíð frá því ég man eftir mér verið með öðru vísi mat en við eigum almennt að venjast." GG VÍSNAÞÁTTUR Jón Bjarnason frá Garösvík Birna Friðriksdóttir frá Mel- um í Svarfaðardal kvað um æskustöðvarnar: Geymir minning fagra flest fótmál þinna sona. Heima finnur barnið best birtu sinna vona. Sigurbjörg Björnsdóttir frá Barká kvað: Kringum mig erklaki og hjarn hvergi yl að finna. Ég var ekkert óskabarn átthaganna minna. Vaknaði við innanþraut eftir örlitla vínneyslu: Á ráði mfnu er Ijótur Ijóður, mig langar stundum að súpa á pyttlu. Ertu að refsa mér - Guð minn góður, geturðu reiðst af svona litlu. Þá koma heimagerðar vísur: Flestir hugsa um sjálfan sig, sjá ei veröldina. Samkvæmt því um sjálfan mig sem ég meira en hina. Hið besta: Mér er ekki í nöp við neinn, nálgast því sem flesta. Get þó verið alveg einn, oft er það hið besta. Pegar freðna fjalla kinn fingrum strýkur vorið, létt að ægi lækurinn litli greikkar sporið. Flögrar lóa frjáls um mó, fjötrar snjóa rakna. Út að sjó frá efstu tó allt er að gróa og vakna. • _r-; '. , -j&' Sólsetur: Degi hallar, dali alla dimmblá fyllir hitamóða, austur fjalla efstu hjalla ennþá gyllir sólin rjóða. Fyrir handan... Fyrir handan feigð og gröf fyllri þroska nýtur hver. Langt er yfir lífsins höf, leiðin þó til Drottins er. Kjartan Sveinsson kvað er maður féll af hestbaki, lík- lega í vatnsfalli: Húnvetninga henti slys, hér fór verr en skyldi. Hatturinn fór til helvítis en hausinn ekki fylgdi. Laufey Jakobsdóttir, Reykja- vík orti. Til bankastjóra: Lífið mitt og lífið þitt lýtur sama endi. Valdið þitt og valdið mitt verður í sömu hendi. Til vinnuveitanda: Aumt er að vera aðeins þræll allra verstu hvata. Sá gamli verðurglaður og sæll. Gangi þér vel að rata. Sveinn frá Elivogum kvað: Á réttri hillu: Skrykkjótt æviiðjan gekk eins til munns og handa. Loks við hæfi hlutverk fékk . hundaskammt að blanda. Bræður. Þekktar verða að loknum leik Lukkuskerðar hræður. Aftur sérðu komna á kreik Kálfagerðisbræður. Á fellivori. Höggvið var í hópinn skarð, háðung varir lengi. Hafði bara í búsins arð bryddingar og þvengi. Steinn Steinar kvað næstu vísur. Þær eru úr mansöng Hlíðar-Jónsrímu. Lífs um angurs víðan vang víst ég ganginn herði, eikin spanga í þitt fang oft mig langa gerði. Bragarföngin burtu sett, botn í söng minn sleginn. Situr löngum sorgum mett sál mín öngu fegin. Brautargengi brestur mig, bót ég enga þekki, ó, hve lengi þreyði ég þig þó ég fengi ekki. Bylgjan rýkur, bylur hvín, byrgist vík og ögur, hár þitt strýk ég, heillin mín, hrundin ýkjafögur. Fellur ofan fjúk og snær, flest vill dofa Ijá mér, myrk er stofa, mannlaus bær, má ég sofa hjá þér. Ágæt frú færði mér þessar vísur er hún náði í sumarfríi sínu, vestur við Breiðafjörð. Vera má að sumar séu gamlir húsgangar. Höfundur ókunn- ur: Pegar lundin þín er hrelld þessum hlýddu orðum. Gakktu með sjó og sittu við eld, svo kvað völvan forðum. Nikulás Össurarson kvað: Pað er neyð og skarpur skóli að skjálfa og titra sjónum á og vita snót í vænu bóli og varmann nógan henni hjá. Höfundur ókunnur: Fjallavindur fleyið knýr fjör og yndi glæðist, ein í skyndi útsýn flýr önnur myndin fæðist. Höfundur ókunnur: Brosir fjóla í brattri hlíð, blundar róleg alda. Blessuð sólin sumarblíð signir pólinn kalaa. Össur Össurarson frá Hval- látrum kvað: Hjalla fyllir fenna ný, falla vill ei Kári. Valla grillir Ennið í alla hryllir menn við því. Sigurbjörg Jónsdóttir kvað: Um það kveða mér er mál mjög þó lítið kunni, kaffið hressir sinni og sál sætt er það í munni. Ekki veit ég höfund næstu vísu, en eyfirsk mun hún vera: Kæra blíða Kristbjörg mín kveiktu upp í mér þorið, upptendraða ást til þín ég heflengi borið. Næst koma vísur eftir Egil Jónasson. Hvaða eiginleikar eru stjórn- málamanni hauB§ynlegastir?, Upp sþal telja þetta þycnnt, \ það eru aðalstigin.Ú&L. Parf að hafa jneðalmemjL mælsku og veia lyginn. I * *<■, Konur. -■ Konur eru erfið gáta okkur mönnum hér og þar og ekki batnar ef þær láta eins og þær væru fullkomnar. Til hundavinafélagsmanna: Minnkar óðum mannsins réttur, mörgum lögum hlýða ber. Hundurinn er hærra settur, hann má skíta hvar sem er. Ekkert erindi: Erindi ég ekki neitt á við samtíð mína af því ég fæ engu breytt. Allt íþessu fína... Árin: Áfram þokast árin brott. Öllu lokið bráðum. Auðmýkt, hroka, illt og gott á í poka snjáðum. Pá birtast nokkrar Vorstökur eftir Pál J. Árdal skáld: Vorið gefur fjallafaðm fegurð sólarlita, kyssir foldar kalinn baðm kossum Ijóss og hita.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.