Dagur - 15.08.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 15.08.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 15. ágúst 1992 - DAGUR - 13 Stefán Jónsson, myndlistarmaður. Mynd: Goili „Það leiðinlegasta sem ég veit er leiðinleg myndlist" - segir Stefán Jónsson, myndlistarmaður, sem í dag opnar sína fyrstu einkasýningu í Grófargili Stefán Jónsson, myndlistar- maður frá Akureyri, opnar í dag kl. 14 sýningu á verkum sínum í húsnæði arkitektanna Páls Tómassonar og Gísla Kristinssonar í Grófargili á Akureyri. Sýningin verður opin alla virka daga frá kl. 16 til 19 og kl. 14-19 um helgar. Sýningunni lýkur 23. ágúst nk. Þetta er fyrsta einkasýning Stefáns, en áður hefur hann tekið þátt í samsýningum nemenda Myndlista- og handíðaskóla íslands, en þaðan útskrifaðist hann úr skúlptúrdeild á liðnu vori. Stefán er fæddur árið 1964. Hann lauk námi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1985 og á menntaskólaárunum sótti hann kvöldnámskeið í Myndlista- skólanum á Akureyri. „Ég var alltaf að teikna og hafði gaman að allskonar föndri,“ sagði Stefán þegar hann var spurður um hve- nær myndlistaráhuginn hafi kviknað. „En ég get ekki sagt að ég hafi fengið áhuga á myndlist, eins og ég skil það hugtak núna, fyrr en ég fór í Myndlista- og handíðaskólann. Áður hafði ég prófað kennslu og verkfræðinám í Háskóla íslands og reyndar var ég einn vetur í listalýðháskóla í Danmörku. Vegna áhuga á hönnun var ég á tímabili að hugsa um að fara í arkitektúr, en myndlistarnámið varð sem sagt ofan á.“ „Umfram allt vil ég gera myndlist“ Fyrsta árið í Myndlista- og hand- íðaskólanum er svokallað fornám þar sem farið er í grunnþætti myndlistarinnar, t.d. lita- og formfræði. Á öðru ári valdi Stefán að fara í grafíkdeildina, en gaf hana fljótlega upp á bátinn og fór yfir í skúlptúrinn. „Mér fannst vera of mikil áhersla á tækni í grafíkdeildinni, en skúlp- túrdeildin opnari,“ sagði Stefán. „En út af fyrir sig vil ég ekkert frekar binda mig við að gera skúlptúra en eitthvað annað. Umfram allt vil ég gera myndlist. Svo lengi sem myndlistin er góð, þá gildir að mínu mati einu hvort hluturinn er úti á gólfi eða uppi á vegg,“ bætti hann við. Endurvinnsla á verkum annarra myndlistarmanna Á sýningunni í Grófargili sýnir Stefán lokaverkefni sitt í Mynd- lista- og handíðaskólanum að viðbættu einu verki, sem hann gerði í sumar. Hvernig lýsir hann lokaverk- efninu? „Það samanstendur af nokkr- um minni verkum. Þetta eru kópíur eða endurvinnsla á verk- um annarra og þekktari myndlist- armanna. Ég hef með öðrum orðum tekið verk þeirra og gert að mínum með öðrum efnistök- um. Þannig hef ég til dæmis tekið málverk og ljósmynd og breytt í skúlptúr. Þessi tegund myndlistar er ákveðin leið til að tala við sam- tímann, ef hægt er að taka svo til orða. Sé það rétt, eins og sumir vilja halda fram, að ekki sé leng- ur hægt að gera neitt nýtt í myndlist, þá þykist ég hafa sýnt fram á að með þessu móti er að minnsta kosti hægt að gera hlut- ina öðruvísi,“ sagði Stefán og bætti við að vonandi mætti merkja húmoríska undiröldu í lokaverkinu. „Það leiðinlegasta sem ég veit er leiðinleg myndlist. Ég ætla að vona að ég hafi ekki fallið í þá gryfju. Af þekktum verkum sem Stefán „meðhöndlaði“ á sinn hátt í lokaverkefninu má nefna „Mólikúl“, ljósmynd Sigurðar Guðmundssonar, „Dansinn“ eft- ir franska myndlistarmanninn Matisse og styttuna af Jóni Sig- urðssyni á Austurvelli, sem Einar Jónsson gerði forðum. Lokaverkefnið er unnið úr öllu mögulegu; plasti, leikföngum (Legó-körlum), járni, tré og fleiru. „Ég hafði það fyrst og fremst að leiðarljósi að búa til sýningu, sem gæti staðið form- rænt og hugmyndalega sem ein heild. Legó-karlana nota ég til að tengja verkin saman.“ „Ekki draumur minn að gera stór útilistaverk“ Almenningur gerir sér oft þá hugmynd um skúlptúr-myndlista- menn, eða myndhöggvara, að þeirra sé að búa til risavaxin úti- listaverk. Stefán fer ekki dult með þá skoðun sína að útilista- verk séu í flestum tilfellum mis- heppnuð. „Það er alls ekki draumur minn að gera stór úti- listaverk og mér finnst satt að segja afar sjaldgæft að þau geri eitthvað fyrir umhverfið. Ég tel að myndlistarmenn og arkitektar ættu að vinna saman að hönnun útilistaverka og umfram allt ættu þeir að hafa að leiðarljósi að hanna verkið inn í umhverfið, en ekki henda þeim inn í umhverfið, eins og því miður er alltof algengt." Til frekara náms í New York Undir lok þessa mánaðar fer Stefán til frekara náms við School of Visual Arts í New York. Smjörþefinn af New York fékk hann sl. haust þegar myndlistarnemar fóru þangað í námsferð. „í New York getur maður séð allt, hvort sem það er myndlist eða eitthvað annað. Það má kannski segja að ég hafi alveg eins verið að sækja um dvöl í þessari borg eins og skólann. Eft- ir að hafa verið New York í nokkra daga get ég ekki annað en litið með björtum augum til þess að fara vestur," sagði Stefán. óþh NU ER TVOFALDUR 1. VINNINGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.