Alþýðublaðið - 20.08.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.08.1921, Blaðsíða 1
Alþýðub €3-©flö ikt a.f JLlþýðwflolsidraiuKu 1921 Laugardaginn 20, ágúst. 190 tölubl. írland. 11. Sjálfstæðisbarátta íra. Eins og við mátti búast, fékk sjáífstjóraarhreyfingin hinn bezta *%yr á írlandi, og írar voru líka svo hepnir, að eignast dugandi foringja í baráttunni. Var Parneli þeirra fremstur. Gladstone, sem íór með völd i Englandi um og ^eftir 1880, hugðist í fytstu að ibæla þessa hreyfingu niður með hervaldi, en sannfærðist fijótt um 'það, að slíkt myndi ekki heppiieg aðferð, Þá varð það, að hann lagði fyrir neðri málstofu enska þingsins frumyarp til laga um heimastjórn fyrir íra. Það var þó felt árið 1886 og málinu ekki lueyft á þingi aftur fyr en 1892, aftur af Gladstorie. Neðri málstof an samþykti heimastjórnarfrum- varpið þá, en það strandaði á mótspyrnu efri málstofunnar. Samt urðu þessar sjálfstjórnar- kröfur íra tii þess, að enska -stjórnin fór verulega að hugsa til umbótalöggjafar á írlandi, í þeirri von, að hún á þann hátt gæti sætt íra við sambandið. Það reyndist þó enginn hægðarleikur að þagga niður sjálfstjórnarkröfur íra, og eftir að frjálslyndi flokk- urinn Jjkom til valda í Englandi 1905, var þetta mál enn tekið til meðíerðar, og það því fremur, sem hinir frjálslyndu höfðu jafnan iftinn meirihluta í þinginu og þurftu á stuðningi írsku þingmannanna að halda. Foringi írska þingflokksins, Red- mond, hélt vel á málum írlands, og íékk því loks til leiðar komið 1912, að heimastjórnarfrumvarp fyrir íra var borið upp og sam- þykt l neðri málstofunni. Var þar ætlast til að írar hefðu eftir sem áður fulltrúa á þingi Breta, en heíðu annars sjálfstjórn og sérstakt þing á írlandi. En þá risu upp Ulsterbúarnir, sem flestir eru enskir að ætt og ciótmælendur,^og neituðu að hiýðn- ast írsku þingi. Vsr Edward Car- ron fyrir þeim. Og þeir létu ekki sitja við mótmælin ein, heldur komu sér upp her manns, til þess að verja sinn málstað, ef heima- stjórnarfrumvarpið yrði geit að lögum. írsku þjóðernissinnarnir létu þá ekki heldur á sér standa og höfðu uppi liðssafnað líka. Fór á meðal þeirra meira og meira að bera á skilnaðarhreyfingunni; Sinn Fein flokkinum, sem stofnað- ur hafði verið 1905 af Arthur Griffith, og krafðist fullkomins skilnaðar. við England, óx einmitt um þetta leyti gffurlega fylgi. Stóð Roger Cascement einna fremstur í þeim flokki. Sumarið 1914 iá við borgara- styrjöld i írlandi út af þessum málum, en heimsstyrjöldin varð tii þess að þagga niður deilurnar í bráð. Enska stjórnin ákvað, í samráði við Redmond, til þess að gera fra ánægða, að heimastjórnarlögin skyldu ganga í giidi strax að af- loknu stríðinu. Þessum úrskurði mótmæltu Ulsterbúar eindregið, og hótuðu að grípa til vopna svo fremi að þessi áætlun yrði fram- kvæmd. Nú var þó nokkurt hlé á deil- unum og Englendingar reyndu að fá íra til almennrar þátttöku í styrjöldinni. Þó þorðu þeir ekki að lögleiða þar herskyldu, þó slíkt væri gert í Englandi, En írsku sjálfstæðismennirnir —Sinn Fein— tóku því fjarri að berjast með Bretum og tóku að róa að því öllum árum að stofnað væri óháð lýðvetdi í írlandi. Þeir væntu þess jafnvel, að takast mætti, að fá þýzka hjálp til þess. Roger Case- ment kom þannig vopnafarnii jil írlands í april 1916 og sjálfur kom hann þangað á þýzkum kaf- bát um svlpað leyti. Þetta komst þó upp. Casement var tekinn fastur af ensku stjórn inni. Vörn hans fyrir réttinum var frábær. Engu að síður var hann Brunatryggingar á innbúi og vörum hvergl ódýrari en hjá. A. V. Tulínius vátryggíngaskrlfstofu Eimskipaféiagshú3inu, 2. hæð. dæmdur af Iffi og hengdur. Ekki varð þessi atburður til að skelfa sjálfstæðismcnnina. Á annan í páskum 1916 hófu þeir uppreisn í Dublin, mynduðu bráðabyrgða- stjórn og tilkyntu, að iýðveldi væri stofnað á írlandi. Þessi upp- reisn var þó fremur gerð af vilja en mætti, og eftir blóðuga götu- bardsga við ensku hermennina f Ðublin var uppreisnarmannaliðið gersigrað og stjórendur þess teknir af lífi umsvifalaust. Margir aðrir voru og Kflátnir, en fjöldi fluttur tii fangeisisvistar í Englandi. Er því við brugðið, hversu mikil grimd og harka uppreisnarmönn- um hafi yerið sýnd. Eftir þetta höfðu Englendingar fjölmeanan her á írlandi til þess, að halda þar uppi valdi sfnu. Stjórnin vildi nú helst skifta ír- landi þannig, að Ulster yrði und- anþegið heimastjórnarlögunum og þótti Redmond að lokum alt of iangt gengið f tilslökunum við þetta hérað. En þegar hér var komið voru áhrif hans heima á írlandi óðum að hverfa. írar höfðu fengið aðra öruggari formælendur, sem ekki gerðu mikið með sam- komulagspólitlkina við ensku stjórnina. Það voru Sinn-Feinarnir. Þeirra bezti foriogi er de Valera. Sinn Fein krefst fuilkomins sjálf- stæðis fyrir íra, algerðs aðskiln- aðar við England, stofnun Sýð- veldis á íriandi og neitar allri þátttðku I enska þinginu og ensk- um stjóramálum. Þessum flokki hefir nú tekist að safna írsht

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.