Dagur - 01.12.1992, Síða 10

Dagur - 01.12.1992, Síða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 1. desember 1992 ENSKA KNATTSPYRNAN__________________________________Þorleifur Ananíasson Norwich eykur forystuna - Liverpool að komast á flug - ekkert gengur hjá Nottingham For. Alan Shearer skoraði sigurmark Blackburn gegn Q.P.R. Það hefði engan orað fyrir þvi \ í haust þegar keppni hófst í \ ensku knattspyrnunni að í lok nóvember yrði Norwich með öruggt forskot í Úrvalsdeild- inni og nýliðar Blackburn í öðru sæti. Það sannast nú enn einu sinni að knattspyrnan er óútreiknanleg, ekki síst í Eng- landi, en það er raunar ein aðal ástæðan fyrir vinsældum hennar. En þá koma leikir laugardagsins. ■ Ovæntustu úrslit dagsins urðu í leik Aston Villa á heimavelli gegn Norwich. Villa liðinu hefur gengið mjög vel að undanförnu en framkvæmdastjóri þeirra Roi Atkinson hefur þó látið hafa eftii sér að allt tal um meistaratitil nú sé út í hött. Norwich hefur komið gífurlega á óvart, en í Iiðinu eru engar stjörnur, en leikmenn liðs- ins leika hver fyrir annan og gef- ast aldrei upp. Eftir aðeins hálf- tíma leik hafði Norwich komist í 2:0 með mörkum David Phillips og Darren Beckford og komu bæði mörkin eftir varnarmistök hjá Villa, mark Beckford kom eftir að Nigel Spink í marki Villa hafði misst frá sér hornspyrnu. Á síðustu mín. fyrri hálfleiks náði Ray Houghton að minnka muninn með marki fyrir Villa og á fyrstu mín. síðari hálfleiks jafnaði Garry Parker nteð skoti í stöng og inn. En vörn Villa sem sakn- aði greinilega Shaun Teaie sem var meiddur var óörugg í leikn- um og aðeins mín. síðar skoraði Daryl Sutch sigurmark Norwich. ■ Við sáum lið Manchester Utd. vinna góðan sigur á útivelli er lið- ið sigraði Arsenal með eina marki leiksins og var sá sigur fyllilega sanngjarn. Eric Cantona sem Man. Utd. keypti frá Leeds Utd. í vikunni horfði á leikinn úr stúkunni og hefur örugglega velt fyrir sér hvernig hann kæmist í lið Man. Utd. og það verður ekki auðvelt eins og liðið leikur nú. Mark Hughes skoraði sigurmark Man. Utd. á 27. mín. eftir að Ryan Giggs hafði átt skot í stöng, en Lee Sharpe náði boltanum og kom honum fyrir markið þar sem Hughes kom honum inn. Arsenal Úrslit Úrvalsdeildin Arscnal-Manchester Utd. 0:1 Aston Villa-Norwich 2:3 Blackburn-Q.P.R. 1:0 Ipswich-Evcrton 1:0 Livcrpool-Crystal Palace 5:0 Manchcstcr City-Tottcnham 0:1 Nottingham For.-Southampton 1:2 Oldham-Middlcsbrough 4:1 Sheffield Utd.-Coventry 1:1 Wimbledon-Sheffield Wed. 1:1 Chelsea-Leeds Utd. 1:0 1. deild Barnslcy-Charlton 1:0 Brentford-Oxford 1:0 Bristol City-Notts County 1:0 Derby-I'ranmere 1:2 Leicester-Bristol Rovers 0:1 Newcastle-Cambridge 4:1 Portsmouth-Millwall 1:0 Southcnd-Sunderland 0:1 West Ham-Birmingham 3:1 Wolves-Grimsby 2:1 Luton-Watford 2:0 Peterborough-Swindon 3:3 Úrslit í vikunni: Úrvalsdeildin Q.P.R.-Liverpool 0:1 liðið náði aldrei að ógna gestun- um og sóknarleikur liðsins var fremur slappur. Það er hins vegar greinilegt að Manchester liðið ætlar sér stóra hluti og hefur svo sannarlega mannskapinn til þess. ■ Blackburn nýtti sér tapið hjá Arsenal og skaust uppí annað sætið með 1:0 heimasigri á Q.P.R. Mikill baráttuleikur þar sem ekkert var gefið eftir. Alan Shearer skoraði sigurmark Blackburn á 16. mín. eftir auka- spyrnu að marki Q.P.R. og fór boltinn af mjöðminni á honum í netið. Shearer varð síðan að yfir- gefa völlinn meiddur fljótt eftir hlé, enda fékk hann slæma með- ferð hjá Darren Peacock mið- verði Q.P.R. í leiknum. Roy Wegerle fékk síðan gullið tæki- færi til þess að bæta við öðru marki Blackburn undir lokin, en mistókst gegn sínum gömlu félögum. Blackburn liðið lék mjög vel í leiknum og verður örugglega með í baráttunni um meistaratitilinn í vor. ■ Liverpool liðið átti stórleik gegn Crystal Palace og drifið áfram af John Barnes vann liðið stórsigur. Hinir ungu leikmenn liðsins eru að verða mjög sterkir og má búast við miklu af liðinu í Eftir mjög góðan leik Eng- landsmeistara Leeds Utd. gegn Arsenal þar sem vonir voru vaktar um bjartari tíð, fannst aðdáendum félagsins salan á Eric Cantona fyrir £ 1.2 millj- ónir sem högg í andlitið. Hann var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum liðsins og að hann skyldi seldur til erki- féndanna Man. Utd. tók stein- inn úr. Howard Wilkinson vonaði því að sigur næðist á útivelli gegn Chelsea á sunnu- dag til þess að lækka óánægju- öldurnar. Ekki varð Wilkinson að ósk sinni þar sem Chelsea náði að knýja fram sigur í heldur lélegum leik og var sigurmarkið skorað er um 3 mín. voru til leiksloka. Leikurinn var því sem salt í sárin hjá aðdáendum Leeds Utd. og hætt er við því að Wilkinson hafi tapað einhverjum af þeim náinni framtíð. Steve McMana- man skallaði inn fyrsta markið eftir sendingu Barnes og Mike Marsh bætti öðru markinu við eftir góðan samleik með skoti af um 20 metra færi. McManaman bætti þriðja markinu við eftir mistök Nigel Martyn í markinu hjá Palace fyrir hlé. Palace hóf síðari hálfleikinn vel og Eddie McGoldrick misnotaði tvö góð færi fyrir liðið, en síðan tók Liverpool völdin að nýju og bætti við tveim mörkum. Ronnie Rosenthal afgreiddi sendingu March í netið af suttu færi og Don Hutchinson átti síðan loka- orðið með lágskoti í bláhornið. Liðin mætast aftur á sama stað á þriðjudag í Deildabikarnum og vafamál að leikmenn Palace hlakki til þess leiks ■ Það gengur hvorki né rekur hjá Nottingham For. sem tapar hverjum leiknum á fætur öðrum þrátt fyrir að vera betra liðið í mörgum leikjunum. Liðið er áfram í neðsta sætinu eftir tap á heima- velli gegn Southampton 1:2 í leik sem liðið átti að vinna. Matthew Le Tissier náði forystu fyrir Sout- hampton í leiknum, en Nigel Clough náði að jafna fyrir Forest 2 mín. fyrir hlé. Forest liðið lék miklu vinsældum sem hann nýtur á Elland Road. Gary Speed fékk ágætt færi í upphafi leiksins eftir að Lee Chapman hafði skallað til hans boltann, en Kevin Hitchcock í marki Chelsea varði vel. Hitch- cock varði síðan hörkuskalla frá Chapman undir lok fyrri hálf- leiks. Leikmenn Leeds Utd. beittu óspart rangstöðutaktík í leiknum og fyrir vikið varð hann aldrei skemmtilegur. Robert Fleck hinn eldfljóti miðherji Chelsea komst tvívegis í gegnum vörn Leeds Utd., en John Lukic markvörður náði að bjarga í bæði skiptin auk þess sem hann varði vel hörkuskot frá Fleck í fyrri hálfleiknum. Stðari hálfleikurinn var nær allur í eigu Leeds Utd. sem hélt uppi nokkurri pressu, en leik- menn liðsins náðu aldrei að skapa sér nægilega góð færi. Gary McAllister náði þó skoti af mjög vel í síðari hálfleik, en gegn gangi leiksins skoraði Micky Adams sigurmark Southampton og til að kóróna ólán Forest varði Tim Flowers markvörður Sout- hampton vítaspyrnu frá Stuart Pearce fyrirliða Forest á síðustu mín. leiksins. ■ Tottenham liðið er nú komið vel í gang eftir slaka byrjun og vinnur nú hvern leikinn af öðrum. Á laugardag vann liðið nokkuð óvæntan sigur á útivelli gegn Man. City með eina marki leiksins á 77. mín. Kevin Watson átti þá skot að marki City sem hafnaði í bakverðinum Terry Phelan, breytti um stefnu og Tony Coton markvörður Man. City átti ekki möguleika á að verja. Leikmenn City voru óheppnir, en hið unga lið Totten- ham á heiður skilinn fyrir mikla baráttu og leikgleði. ■ Oldham vann öruggan sigur gegn Middlesbrough eftir að hafa orðið undir er Willie Falconer skoraði fyrir Middlesbrough. Gunnar Halle, Neil Pointon og Graeme Sharp höfðu þó komið Oldham í 3:1 fyrir hlé. Bæði lið hefðu getað bætt við mörkum f síðari hálfleik, en eina markið gerði Neil Adams fyrir Oldham John Barnes er koniinn aftur og um leið er Liverpoolliðið komið í gang. stuttu færi sem Hitchcock í marki Chelsea varði vel og Rodney Wallace skapaði oft hættu í víta- teig Chelsea með hraða sínum og leikni. Það virtist ekkert geta komið í veg fyrir markalaust jafntefli er aðeins 3 mín. voru til leiksloka og Chelsea hafði varla ógnað marki Leeds Utd. í síðari hálf- leik. Þá komst liðið í sókn, bolt- inn barst inní teiginn hjá Leeds Utd. þar sem Jon Newsome varnarmaður Leeds Utd. og Dennis Wise börðust um boltann sem féll fyrir fætur Andy Town- send sem þrumaði honum í netið, óverjandi fyrir John Lukic. Mikið fjör var síðustu mín. leiksins og hefðu bæði lið getað bætt við mörkum, en þau hefðu betur tekið við sér fyrr. Town- send sagði eftir leikinn að heppnin hefði verið með liði sínu og jafn- teflið hefði verið réttlátari úrslit. Þ.L.A. með glæsilegu skoti og tryggði liði sínu 4:1 sigur. ■ Everton tapar nú hverjum leiknum á fætur öðrum og ekkert annað en fall bíður liðsins ef ekki verður breyting til batnaðar fljót- lega. Gavin Johnson skoraði sigurmarkið fyrir nýliða Ipswich í síðari hálfleiknum gegn Everton. ■ Vinnie Jones tryggði liði sínu Wimbledon jafntefli á heimavelli gegn Sheffield Wed. er hann jafnaði úr vítaspyrnu undir lokin. Chris Bart-Williams hafði náð forystunni fyrir Sheff. Wed. í fyrri hálfleiknum. É Carl Bradshaw leikmaður Sheffield Utd. var rekinn útaf í leik liðsins gegn Coventry. Mick Quinn náði forystu fyrir Coventry í upphafi leiks með þriðja marki sínu í tveim leikjum eftir að hann var fenginn að láni frá Newcastle. Andy Pearce með sjálfsmarki jafnaði síðan fyrir Sheff. Utd. í síðari hálfleik og þar við sat. 1. deild ■ I 1. deildinni er Newcastle sem fyrr langefst og David Kelly skoraði þrennu fyrir liðið gegn Cambridge. ■ West Ham sigraði Birming- ham 3:1 eftir að hafa lent marki undir, Clive Allen skoraði tvö og Trevor Morley eitt fyrir liðið. ■ Paul Kitson kom Derby yfir gegn Tranmere, en John Aldridge svaraði með tveim mörkum fyrir Tranmere. ■ Derek Mountfield og Steve Bull tryggðu Úlfunum sigurinn gegn Grimsby. Þ.L.A. Staðan Úrvalsdeildin Norwich 17 11- 3- 3 32:30 36 Blackbum 17 8- 7- 2 27:1131 Arsenal 17 9- 2- 6 22:1729 Aston Villa 17 7- 7- 3 26:18 28 Chelsea 17 8- 4- 5 24:18 28 Man. Utd. 17 7- 6- 4 18:12 27 QPR 17 7- 5- 5 22:17 26 Man. City 17 7- 4- 6 24:17 25 Liverpool 17 7- 4- 6 30:24 25 Ipswich 17 5-10- 2 22:19 25 Coventry 17 6- 6- 5 21:22 24 Tottenham 17 5- 7- 5 17:22 22 Lecds 17 5- 6- 6 28:28 21 Middlesbrough 17 5- 6- 6 26:28 21 Sheff. Wed. 17 4- 8- 5 18:21 20 Southampton 17 4- 7- 6 15:19 19 Oldham 17 4- 6- 7 27:30 18 Sheff. Utd. 17 4- 6- 7 17:24 18 Everton 17 4- 4- 9 13:21 16 Wimblcdon 17 3- 6- 8 19:26 15 Crystal Palace 17 1- 9- 7 20:27 12 Nottingham Forest 17 2- 5-1013:2711 1. deild Newcastle 18 15-1- 2/38:14 46 Tranmere 18 104- 4 32:20 34 West Ham 18 10-3- 5 33:17 33 Swindon 19 9-6- 4 36:28 33 Wolves 19 8-8- 3 32:19 32 Millwall 18 8-6- 4 28:16 30 Portsmouth 18 8-5- 5 29:23 29 Grimsby 18 84- 6 28:2128 Leicester 19 84- 7 22:23 28 Peterborough 18 7-5- 5 28:24 26 Charlton 19 7-5- 7 22:19 26 Bamsley 18 7-3- 8 22:17 24 Derby 19 7-3- 8 28:24 24 Bristol City 18 7-3- 8 27:38 24 Oxford Unitcd 18 5-8- 5 28:23 23 Watford 19 6-5- 8 26:31 23 Brentford 18 6-4- 8 26:23 22 Sunderland 18 6-3- 9 22:33 21 Birmingham 17 54- 814:2719 Cambridge United 19 4-6- 9 20:37 18 Luton 18 3-7- 8 26:33 16 Notts County 19 3-6-10 21:3915 Southend 18 3-5-10 17:28 14 Bristol Rovers 19 3-4-12 24:4713 Heppnin var með Chelsea í leiknum gegn Leeds Utd.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.