Dagur - 04.12.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 4. desember 1992
Steindór Císlason.
19 ára, 178 sm og 75 kg.
Nemandi í Verkmenntaskólan-
um á Akureyri.
Birgir Brynleifsson.
20 ára, 188 sm og 74 kg.
Vinnur hjá Mjólkursamlagi
KEA og 1929.
Arnar Grant.
19 ára, 180 sm og 68 kg.
Nemandi í Verkmenntaskólan-
um á Akureyri.
Guðmundur Ingi Gunnarsson.
15 ára, 176 sm og 65 kg.
Nemandi í Gagnfræðaskóla
Akureyrar.
Birgir Sigþórsson.
25 ára, 180 sm og 67 kg.
Vinnur á sambýli í Dvergagili.
Módelmynd og Sjallinn:
Fyrirsætukeppni karla
í Sjallanum í
Nú er röðin komin að strákun-
um í fyrirsætukeppni Módel-
myndar og Sjallans en stúlk-
urnar spreyttu sig um síðustu
helgi. Þá láðist að geta þess að
snyrtistofan Betri líðan sá um
snyrtingu á stúlkunum og
Hulda Hafsteinsdóttir á Hár-
greiðslustofunni Medúllu sá
um hárgreiðsluna. Kolbrún
Aðalsteinsdóttir hjá Módel-
mynd vill færa þessum aðilum
bestu þakkir. I kvöld munu sjö
ungir herramenn stíga á svið í
Sjallanum og dómnefnd sker
úr um hver þeirra skuli hreppa
sigurlaunin.
Keppendur voru upphaflega
átta en einn heltist úr lestinni á
síðustu stundu. Piltarnir eru á
aldrinum 15-25 ára og allir
búsettir á Akureyri. Þeir heita
Arnar Grant, Birgir Brynleifs-
son, Birgir Sigþórsson, Guð-
mundur Ingi Gunnarsson, Ingvar
Björn Ingvarsson, Jón Ólafsson
og Steindór Gíslason. Meðfylgj-
andi myndir af keppendum eru
teknar af Bonna.
Piltarnir hafa verið á æfingum
að undanförnu og eru þeir tilbún-
ir í slaginn í kvöld. Hulda Haf-
steinsdóttir sér einnig um hár-
greiðslu þeirra.
Skemmtunin í Sjallanum hefst
kl. 21 með fordrykk. Keppend-
urnir sýna ástralska herrafrakka
frá tískuvöruversluninni Töfrum
í Borgarkringlunni í Reykjavík
og tískuvöruverslunin Perfect á
Akureyri sýnir allt það nýjast í
jólafatnaði fyrir dömur. Stúlk-
urnar sem urðu í 1.-3. sæti í fyrir-
sætukeppninni um síðustu helgi
sýna fatnaðinn og önnur módel
að auki.
Boðið er upp á fjölbreytt
skemmtiatriði. Keppendur taka
þátt í léttgeggjuðu hermanna-
atriði. Verslunin Eyfjörð lánaði
búningana. Sýnt verður eróbik-
atriði frá Púls 180, Yasmine frá
Púlsinum sýnir Michael Jackson
atriði með keppendum og Linda
Björk Óladóttir sýnir líkamsmál-
un á módeli (Body Paint) með
snyrtivörum frá Make-Up
kvöld
Forever, svo helstu atriðin séu
nefnd. Þá leikur hin vinsæla
hljómsveit Ný dönsk fyrir dansi
fram á nótt.
Dómnefnd skipa þau Björn
Torfi Hauksson (Bonni) ljós-
myndari, Kristín Couch förðun-
arfræðingur frá Make-Up
Forever, Pétur Steinn Guð-
mundsson frá Vikunni, Sigurður
Ágúst Hjartarson dansari, Sig-
mundur Sigurðsson (Simbi) hár-
skeri, Kolbeinn Gíslason frá
Sjallanum og Guðfinna Sigurðar-
dóttir frá Púls 180.
Kynnir er Jón Axel Ólafsson
og úrslit í fyrirsætukeppninni
munu væntanlega liggja fyrir í
kringum kl. 12.30.
„föll þau ár sem ég hef unnið
með keppendum þá hef ég sjald-
an eða aldrei kynnst eins hressum
og góðum strákum og hér á
Akureyri. Ég vona svo sannar-
lega að fólk taki hlýlega á móti
þeim og skemmti sér vel í Sjall-
anum í kvöld. Áfram strákar!"
sagði Kolbrún Aðalsteinsdóttir í
samtali við Dag. SS
Nýtt fyrirtæki á Húsavík:
Rósa Borg opnar hárgreiðslustofu
Rósa Borg hefur opnað Hár-
greiðslustofu Rósu að Garð-
arsbraut 26 á Húsavík. Rósa
lærði á Hárgreiðslustofunni
Medullu á Akureyri en hefur
starfað á Húsavík síðan í sept-
ember.
„Það er mjög gaman að opna
eigið fyrirtæki," sagði Rósa er
Dagur leit við á nýju stofunni.
Hún sagði að verkefnastaðan
væri sveiflukennd og enn hægt að
panta jólaklippinguna. Annars
býður Rósa alla almenna hár-
snyrtiþjónustu auk þess að versla
með Sebastian hársnyrtivörur.
IM
Ingvar Björn Ingvarsson.
16 ára, 177 sm og 69 kg.
Nemandi í Menntaskólanum á
Akureyri.
Jón Ólafsson.
18 ára, 180 sm og 67 kg.
Vinnur hjá Sandblæstri og
málmhúðun.
Jólakort Glerárkirkju
Sóknarnefnd Lögmannshlíðar-
sóknar hefur nú gefið út nýtt
jólakort til styrktar byggingar
Glerárkirkju. A nýja kortinu er
teikning af Glerárkirkju eftir
Kristinn G. Jóhannsson. í ár fer
sölufólk ekki með kortin í hús en
þau eru seld í Glerárkirkju, hjá
Elínu Múlasíðu 28, Gunnhildi
Litluhlíð 4 b, Guðrúnu Tungu-
síðu 16, Jóhanni Stapasíðu 11 i
og í Möppudýrinu Sunnuhlíð.
Börnin á myndinni litu við á ritstjórn Dags fyrir skemmstu með afrakstur
tombólu sem þau efndu til. Upphæðin 3.700 krónur rennur til söfnunarinnar
„Börnin heim“. Á myndinni eru talið frá vinstri: Sigríður Svala Hjartardótt-
ir, Hjalti Bergmann Hjaltason, Adda Björk Ólafsdóttir, Andri Fannar
Ólafsson, Bjarney Inga Olafsdóttir. Á myndina vantar Stellu Guðrúnu Stef-
ánsdóttur. Mynd: ój