Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 16

Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 13. mars 1993 AF ERLENDUM VETTVANGt I Oman er það soldáninn sem ræður Flestir munu hafa heyrt af stofnun félagsskapar, sem OMAK heitir, en félagi þessu er ætlað að koma á auknum samskipt- um milli Omana og íslendinga. Raunar hafa samskipti þess- ara tveggja ríkja verið næsta Iítil, en talið er að þau gætu orð- ið nokkur, einkum í sambandi við uppbyggingu nútíma-sjáv- arútvegs í Oman, og hafa þarlendir sýnt því allverulegan áhuga að njóta aðstoðar íslendinga við það verkefni. Meiri- hluti þeirra fyrirtækja, sem standa að OMAK-félaginu, eru á Akureyri. - En hvað vitum við um þetta ríki Oman? Er það ekki næsta lítið? - Hér á eftir fara nokkrir molar um sögu þess og lifnaðarháttu þarlendra fyrr og nú. Nokkrar staðreyndir um Oman Oman er næststærsta landið á Arabíuskaga, 212.457 ferkíló- metrar að flatarmáli. Landið ligg- ur á suðausturhluta skagans og íbúarnir eru í kringum eina og hálfa milljón. Af þeim eru um það bil 400 þúsund innflytjendur. Oman er þó ekki eins háð inn- flytjendum og sum önnur ríki við Persaflóa, þar sem hlutfall inn- flytjenda fer allt upp í 80 prósent. Oman varð sjálfstætt ríki snemma á 7. öld, en fyrir þann tíma flökkuðu hirðingjar frá Yemen um þetta Iandssvæði, en það varð hluti af ríki Persa um 550-560 fyrir Krist, á dögum Kyr- osar hins mikla stofnanda Persa- ríkis. Á 7. öld varð múhammeðstrú- in til þess að hinir ýmsu ættbálk- ar, sem héldu sig í Oman, tóku höndum saman og ráku Persa burtu úr landinu. Á næstu öld var svo samruni ættbálkanna full- komnaður. Fyrir árið 1970 voru vegir í Oman með bundnu slitlagi aðeins 10 km að lengd, og í landinu öllu voru aðeins þrír skólar, sem samanlagt gátu tekið við 900 nemendum. Þá var og heilbrigð- isþjónustan á lágu stigi, og eina sjúkrahúsið f landinu höfðu amerískir trúboðar reist. Nú hafa 4000 km af vegakerfi landsins verið lagðir bundnu slit- lagi. Níutíu prósent íbúanna geta notið ókeypis sjúkrahússvistar. Komið hefur verið upp 79 heilsu- gæslustöðvum og þremur stórum fæðingarheimilum. 300 þúsund nemendur njóta fræðslu í 700 skólum, jafnt stúlkur sem drengir. Árið 1986 var stofnaður háskóli, og þar geta 3000 nemendur nú stundað nám í landbúnaðarfræðum, náttúru- fræði, verkfræði og læknisfræði. Landsmenn eru stoltir af sögu sinni og standa dyggan vörð um sjálfstæði landsins. Ferðamenn eru sífellt minntir á, að landið hafi aldrei verið nýlenda. Eigi að síður sátu Portúgalir þar að völd- um frá 1507 til 1650. En það segja Omanir að hafi bara verið „slys“. Enn er það svo, að er- lendir sendiherrar mega ekki draga fána sína að húni á stöng- um, sem festar eru í omanska jörð. Þeir verða að láta sér nægja að festa fánastengurnar við hús- þök sín. Iegur faðir þjóðar sinnar og ein- valdur stjórnandi síns lands. Það er erfitt að hugsa sér valdsherra, sem sé alföðurlegri gagnvart þegnum sínum en Qaboos Ibn Said al Said. Það er birta í augum hans, andlitsfallið reglulegt, skeggið hvítt og vel hirt. Hvar- vetna í Muscat má sjá nafn hans letrað á byggingar og önnur mannvirki, ásamt myndum af honum. Því hafa gamansamir menn átt það til að nefna Muscat Qaboos-borg. Qaboos og Oman renna saman í eitt. Á arabisku merkir nafn hans „lýsandi kyndill“ eða „dauðlegur lífgjafi“, og hann er sá, sem breytt hefur ríkinu í það sem það er nú. Áður en Qaboos tók völdin í Oman í sínar hendur 1970 urðu landsmenn að búa við afleita ein- veldisstjórn föður hans. Said Ibn Taimur var harðsvíraður and- stæðingur allra framfara og þró- unar, og þjóðin varð að hlýða duttlungafullum fyrirmælum ein- ræðisherrans. Margar fyrir- skipanir hans líktust því að þær kæmu aftan úr grárri forneskju. Til dæmis lagði hann blátt bann við því, að nokkur léti sjá sig með sólgleraugu í Muscat. Árið 1969 fóru menn í göngu- ferð á tunglinu, en í Oman hafði þá ekkert breyst öldum saman. Borgarhliðunum var lokað við sólsetur, og bæri svo við, að útlendingur væri á ferð og tæki sér kvöldgöngu, varð að sjá til þess að í för með honum væri innfæddur eftirlitsmaður, sem bæri logandi kyndil, er jafnan lýsti upp andlit ferðamannsins. Qaboos sjálfur skynjaði til- skipanir föðurins úr fjaríægð. 16 ára var hann sendur til náms í Englandi. Árið 1964 snéri hann heim til Omans og hélt þar áfram námi sínu. En dvöl hans erlendis átti eftir að reynast örlagarík fyr- ir Omanbúa, því að sex árum síð- ar gekk hann inn á sjónarsvið sögunnar út um lágar dyrnar að skrifstofu föður hans. Þarna til- kynnti hann, að hann hefði sett föður sinn af og sjálfur tekið völdin í landinu. Þetta var hallar- bylting án blóðsúthellinga, vel við hæfi fyrir Oman og siðprúða íbúa þar á bæ. Lega Omans á skaganum Ra’s Musandam við Hormuz-sund getur haft mikla þýðingu í hern- aði. Þaðan er hægt að hafa stjórn á þremur fjórðu hlutum allra olíuflutninga á jörðinni. Sextíu prósent þeirrar olíu, sem notuð er í Japan, er flutt um þetta sund. Þarna liggja að staðaldri mörg risastór olíuflutningaskip og bíða leyfis omanskra yfirvalda til að dæla svartagullinu um borð. Höfuðborgin Muscat er fyrir botni fjarðarins umkringd brött- um fjöllum. Frá höll soldánsins sér út yfir Indlandshaf. Tvö göm- ul virki frá tíð Portúgala eru borginni til varnar, ef óvinir skyldu koma sjóleiðina. Muscat mun vera með heitustu stöðum á jörðinni. Hálft árið er hitinn eins og í bakarofni, og það er næstum ekki hægt að draga andann. Hitinn hefur mælst upp í 50 stig á Celsíus í skugganum, og á 14. öld skrifaði arabiski land- fræðingurinn Abdul Razak, að hitinn í Muscat væri „svo óskap- legur, að mergurinn í fótunum og sverðið í slíðrunum bráðnaði eins og vax, og gimsteinninn, sem prýddi skeftið, breyttist í kol“. Og hann bætti því við, að það væri létt verk að verða sér úti um mat með því að fara á veiðar, því að „úti á sléttunum og í eyði- mörkinni liggja gazellurnar hæfi- lega steiktar". Hvítkalkað og hreint Sögur herma, að áður fyrri hafi menn um nætur þurft að sprauta vatni yfir þá sem sváfu, þegar heitur eyðimerkurstormurinn æddi yfir landið. Aðrir lögðu sig uppi á þaki og vöfðu blautum teppum utan um sig til að draga úr hitanum. Nú er loftkæling í flestum hús- um og því ekki þörf á að standa undir sturtunni um nætur, þó að heitt sé í veðri. Bæjarstarfsmenn með túrbana á höfði ganga um daga og nætur og tína upp umbúðir utan af súkkulaði og annað rusl. Jafnvel markaðstorgið í Matrah er svo skínandi hreint, að það er eins og nýpússað eldhúsborð. Takmark- ið er, að litlu búðirnar, hreinar og hvítkalkaðar, og lágreist húsin með blómstrandi aldingörðum, séu einkenni landsins og höfuð- borgar þess. Líta niður á nágrannana Enda þótt það sé ekki sagt upphátt, þá líta Ómanir niður á nágranna sína við Persaflóann. Það er skoðun þeirra, að hinir hafi efnast á of skömmum tíma. í Oman eru framleiddar 650 þús- und tunnur af olíu á dag - aðeins tólfti hluti þess, sem framleitt er í Saudi-Arabíu. Það var ekki fyrr en 1967, sem Ómanir hófu olíu- vinnslu, en hún varð fljótlega Hallarbylting - Ég hét ykkur því, að nýir tímar skyldu hefjast í Oman. Þeim skyldi fylgja nýtt líf og framtíðar- vonir fyrir íbúa landsins. Með Guðs hjálp hefur okkur sameig- inlega tekist að gera þetta loforð að veruleika. - Soldáninn í Oman er góðlát- Konur í Oman leyna ekki auðæfum sínum. Það er algengt, að þær beri hringa á hverjum fingri og einnig á tánum auk áberandi hlekkjafesta um úlnliði og ökkla. Og fötin eru í samræmi við þetta ríkulega skreytt með gulii. undirstaðan undir efnahagslífi þeirra. En Ómanir vita mæta vel, að olían endist ekki að eilífu og leit- ast því við að minnka hlutdeild hennar í þjóðatekjunum. Nú hafa þeir áttatíu prósent af tekj- um sínum af svarta gullinu, en stefna að því að innan fárra ára verði þetta hlutfall komið niður í 50 prósent. Éinmitt af þessari ástæðu bein- ir soldáninn augum sínum mjög að landbúnaði og fiskveiðum. Hann vill ekki að landið verði olíuævintýrinu að bráð, og reynir því allt hvað hann getur til að bændurnir hugsi um akrana og fiskimennirnir sæki sjóinn. Til þess að tryggja þetta hafa bænd- urnir fengið verulega styrki og hver fiskimaður bát með utan- borðsmótor. í þakklætisskyni hafa sjómennirnir staðið fyrir umfangsmiklum hátíðarhöldum soldáni til heiðurs. „Forgarður helvítis“ Oman er margslungnara land en menn kynnu í fljótu bragði að ætla - þetta á líka við um nátt- úrufarið. Al-Batinah-sléttan meðfram ströndinni er mikilvæg- asta landbúnaðarsvæðið. Þar er að finna pálmaskóg, sem er 300 km langur. Inni á milli hitabelt- istrjánna garga krákur og spætur án afláts. f Al-Akhdar-fjöllunum má sjá litla, gróna hjalla. Þar eru ræktaðir sítrusávextir, melónur, grænmeti og döðlur. Hins vegar við 3000 metra háa fjallatindana teygir Dashira-slétt- an sig til vesturs allt að eyðimörk- inni. Þarna, „í forgarði helvítis“ er litla sveitaþorpið Ibri, og á til- veru sína að þakka svonefndum falaje. En falaje eru gamlir, margra kílómetra langir skurðir, sem flytja vatn frá vatnsforðabúrum til þurru svæðanna. Þetta eru mikilvægustu veitukerfi í Óman. Sum þeirra eru meira en 2000 ára gömul, en ennþá í býsna góðu lagi. Skurður, sem er í góðu lagi, getur séð 2500 manna þorpi fyrir nægu vatni. Þar sem fleiri skurðir liggja samhliða getur daglegt vatnsmagn nægt 8000 manna byggð. Einu svæðin, sem þessar áveitur ná ekki til, eru eyðimörk- in og kviksandssvæðin við Umm as Samin á landamærum Saudi- Arabíu. En það er heldur ekki mikið líf á þessum svæðum. Qaboos Ibn Said er þar landsfaðir og leiðtogi. Undir stjórn hans hefur mannlíf og atvinnuhætt- ir tekið stakkaskiptum á tveimur áratugum. - Ovíða á jörðinni er veðurfar jafn heitt, en fáar þjóðir geta státað af viðlíka ríkidæmi og Omanir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.