Dagur - 03.04.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 03.04.1993, Blaðsíða 3
Laugardagur 3. apríl 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Lestrarhestarnir í 1. bekk 1 í Síðuskóla ásamt umsjónarkcnnaranum Sólveigu S. Ingvadóttur og Þorbjörgu Sigurð- ardóttur sérkennara. Mynd: GG Rúmlega 90 Iðjufélagar á atvinnuleysisskrá: Ástandið skárra en fyrr á þessu ári Lestrarkeppnin mikla: Nemendur þriggja norð lenskra skóla sigur- vegarar í keppninni Liðlega 90 félagar í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri, eru nú á atvinnuleysisskrá, en í vikunni bættust 7 starfsmenn frá Foldu á skrána en það voru þeir sem lengstan upp- sagnarfrestinn höfðu. Félagar í Iðju sem hafa verið á vinnu- markaðinum eru rúmlega 500 og því er tæplega sjötti hluti félagsmanna á atvinnuleysis- skrá. Flestir hafa Iðjufélagar orðið 100 á atvinnuleysisskrá svo segja má að ástandið sé ívið skárra nú Hegranes seldi í Þýskalandi: Þokkalegt verð Hegranes SK-2 seldi afla sinn í Bremerhaven á fimmtudags- og föstudagsmorgun. Sæmilegt meðalverð fékkst fyrir aflann, að sögn Gísla Svan Einarsson- ar útgerðarstjóra Skagfirðings hf. Hegranesið seldi 174,3 tonn af karfa fyrir 24,6 milljónir króna. Meðalverðið voru 141,3 krónur á kílóið, sem er þokkalegt verð að sögn Gísla. Síðast seldi Skagfirð- ingur SK-4 snemma í mars og fékk þá 121 krónu á kílóið í með- alverð. Verðið sem nú fékkst er nálægt ársmeðalverði Skagfirð- ings hf., sem eru 146 krónur. sþ Frímerkjasýning: Eyfirðingur í Norður- landameistaraliði Reimar Viðarsson úr frímerkja- klúbbnum AKKA í Eyjafirði var í sigurliði Islands á NORD- JUNEX ’93 í Amagerhallen í Kaupmannahöfn dagana 26.- 28. mars sl. Það er orðinn siður að landslið unglinga frá öllum Norður- löndunum keppi á slíkum sýning- um í einhverju þekkingaratriði frímerkjafræðinnar. Að þessu sinni var keppt í þekkingu á blómum í Norður-Evrópu. ís- lenska liðið, sem var skipað auk Reimars Ólafi Kjartanssyni úr Klúbbi Skandinavíusafnara og Pétri H. Ólafssyni úr Klúbbi Skandinavíusafnara, bar sigur úr býtum og fékk 23 stig af 30 mögu- legum. óþh en fyrr á þessu ári en nýlega var 31 starfsmanni hjá íslenskum skinnaiðnaði hf. sagt upp störfum og þeir bætast við þessa tölu á komandi sumri takist þeim ekki að komast í önnur störf en þar var um 25 ársverk að ræða. Krist- ín Hjálmarsdóttir formaður Iðju segist bera ákveðnar vonir í brjósti um að þessar uppsagnir komi ekki allar til framkvæmda. Samningur um leigu á drátt- arbrautinni til Naustavarar hf. var samþykktur með flmm at- kvæðum í bæjarstjórn Húsa- víkur sl. flmmtudag. Tveir bæjarfulltrúar greiddu atkvæði á móti, Jón Asberg Salomóns- son (A) og Valgerður Gunn- arsdóttir (G) og tveir sátu hjá, Leíkmaimastefiia þjóðkirkjimnar áAkureyri Dagana 3. og 4. apríl verður ieikmannastefna þjóðkirkj- unnar haldin í safnaðarheimili Akureyrarkirkju. A leik- mannastefnu eiga sæti fulltrúar prófastsdæmanna, fulltrúar félaga er starfa í tengslum við þjóðkirkjuna og leikmenn úr hópi kirkjuþingsfulltrúa. Leikmannastefnan hefst með ávarpi sr. Bolla Gústavssonar, vfgslubiskups í Hólastifti. Þá flyt- ur Helgi K. Hjálmsson, formaður leikmannaráðs, skýrslu leik- mannaráðs. Meðal annars efnis á leikmannastefnunni má nefna að Jónas Þórisson, framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunnar kirkj- unnar, fjallar um þátttöku leik- manna í hjálpar- og kristniboðs- starfi, Þráinn Þorvaldsson, sókn- arnefndarformaður í Bústaðar- sókn, fjallar um samstarf sókn- arnefnda og sóknarpresta og þá mun Unnur Halldórsdóttir, djákni, kynna djáknanám. ój Þeir starfsmenn sem fengu upp- sagnarbréf vinna allir á kvöldvakt. Nokkrir Iðjufélagar hafa farið af atvinnuleysisskrá vegna atvinnu- átaks Akureyrarbæjar en þeir eru við ýrnis störf og verkefni en enn er ekki búið að koma í gang vinnu sem tengist ýmsum fyrirtækjum í bænum en Kristín Hjálmarsdóttir segir að þá fái nokkur hópur atvinnu. GG Þórður Haraldsson, (D) fram- kvæmdastjóri Naustavarar og Kristján Asgeirsson (G). Samningur þessi hafði farið hringi milli hafnarstjórnar, bæjarráðs og bæjarstjórnar og leitað hafði verið álits tveggja lögfræðinga sem staðfestu að ekkert væri athugavert við að samningurinn héti Leigusamn- ingur. Naustavör greiðir ekki leigu af afnotum af dráttarbraut- inni en skal sjá um viðhald og endurnýjanir á búnaði. „Það var löngu tímabært að Úrslit eru nú Ijós í Lestrar keppninni miklu sem fram fór dagana 8.-18. mars sl. að frum- kvæði menntamálaráðuneytis- ins, DV, Morgunblaðsins, Rík- isútvarpsins og Bókasambands íslands. Tilefni keppninnar var viss ótti um minnkandi lestur barna og unglinga en niður- stöður keppninnar benda til að bókalestur eigi enn upp á pall- borðið hjá söguþjóðinni. Þátt- takendur urðu alls 17.000 í 1100 bekkjardeildum frá 166 skólum sem er um 3/4 allra grunnskóla í landinu. Alls voru lesnar 71.515 bækur eða 6,7 milljónir blaðsíðna sem væri um 900 metra stafli. Keppnin var bekkjarkeppni og urðu nemendur þriggja norðlenskra skóla, Borgarhólsskóla á Húsavík, Síðuskóla á Akureyri og Svalbarðsskóla í Þistilfirði sigurvegarar í sínum árgangi. Sigurvegarar í einstaka bekkj- ardeildum urðu: í 10. bekk, nem- endur Sólvallaskóla á Selfossi, í 9. bekk nemendur Grunnskólans á Þingeyri, í 8. bekk nemendur Sólvallaskóla á Selfossi, í 7. bekk ganga frá samningi um afnotin, því ekki hefur verið gerður samn- ingur eftir að Naustavör var stofnuð upp úr rústum Nausta. Það hefur verið þarna við vanda- mál að stríða, sand hefur borið upp svo brautin hefur verið ónot- hæf hluta ársins. Hér eftir á fyrir- tækið að sjá um að verka frá brautinni ef til kemur. Bærinn mun byggja varnargarð en dugi liann ekki til er það á ábyrgð fyrirtækisins að halda þessu opnu,“ sagði Einar Njálsson bæjarstjóri í samtali við Dag. IM nemendur Hallormsstaðaskóla, í 6. bekk nemendur 6.B í stofu 5 í Borgarhólsskóla á Húsavík. Nemendur í bekknum eru 21 og þeir lásu rúmlega 32.000 blaðsíð- ur og var meðalfjöldi síðna á nemanda 1.536. Þeir fá í verð- laun bókina Draugar vilja ekki dósagos eftir Kristínu Steinsdótt- ur og Smyglarahellirinn eftir Kristján Jónsson. í 5. bekk sigr- uðu nemendur Sandvíkurskóla á Selfossi, í 4. bekk nemendur í Grunnskóla Grindavíkur, í 3. bekk nemendur í Setbergsskóla í Hafnarfirði, í 2. bekk nemendur í Myllubakkaskóla í Keflavík og í 1. bekk nemendur 1. bekkjar 1 í Síðuskóla á Akureyri sem lásu 177 bækur og fá í verðlaun bæk- urnar Fólkið í steinunum eftir Einar Má Guðmundsson og Litla íkógarbjöminn eftir Illuga Jökuls- son sem er myndskreytt af Gunn- ari Karlssyni. Nemendur í 1. bekk 1 í Síðuskóla eru 19, þeir lásu 177 bækur og meðaifjöldi bóka á hvern nemanda er 9,3 lesin var 4.931 blaðsíða og með- alfjöldi síðna á hvern nemanda 260. í þessum aldursflokki var keppnin mjög hörð og jöfn og sá bekkur sem kom næstur var einn- ig úr Síðuskóla svo árangur þessa aldurshóps þar er mjög glæsileg- ur. í Síðuskóla var einnig keppni innbyrðis meðal bekkjardeilda skólans og þar sigraði 6. bekkur 7 en nemendur þar lásu 18.000 blaðsíður og fengu í verðlaun frá skólanum bókina Goð og Garpar. Einn nemandi þess bekkjar, Hildur Ey Sveinsdóttir, las alls 30 bækur á þessum 10 dögum, alls 3.615 blaðsíður. í samkennsluhópum voru veitt þrenn verðlaun, og þar urðu sig- urvegarar nemendur Klúkuskóla á Ströndum og nemendur Sval- barðsskóla í Þistilfirði en Þing- eyingarnir eru í 8. til 10. bekk og þeir fá í verðlaun bókina íslenskir fuglar eftir Brian Pilkington og Stóru hestabókina. Nemendur eru 7 og var fjöldi síðna á nemanda 1.435. GG Verðlaunaafhending í ljóðasamkeppni Dags og MENOR Úrslitin í Ijóðasamkeppni Menningarsamtaka Norðlendinga og Dags verða kunngerð á morgun, sunnudaginn 4. apríl. Þá fæst úr því skorið hvaða tvö ljóð dómnefnd keppninnar mat best og verða höfundar þeirra verðlaunaðir. Þráinn Karlsson, leikari, les verðlaunaljóðin og Tjarnarkvartett- inn syngur nokkur lög. Athöfnin fer fram á 4. hæð veitingahússins Fiðlarans við Skipa- götu á Akureyri og hefst kl. 17.00. MENOR Dráttarbrautin á Húsavík: Leigusairmingur við Naustavör

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.