Dagur - 03.04.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 03.04.1993, Blaðsíða 4
\ - DAGUR - Laugardagur 3. apríl 1993 msm UTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 • SlMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRfÐUR ÞORGRIMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. UÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN - ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Ætli Akureyringar og raunar landsmenn allir hafi ekki feng- ið nóg af bölmóði og niðurdrep- andi fréttum undanfama mán- uði. Raunar hefur atvinnu- ástandið á Akureyri verið með þeim hætti að ekki hefur verið hjá því komist að fjalla um alvöru þess enda hafa fréttir af erfiðleikum fyrirtækja og upp- sögnum starfsfólks dunið yfir í viku hverri. Öll þessi ótíðindi snerta afkomu fólks og lífsskil- yrði og skiljanlegt er að áhyggjur og jafnvel vonleysi grípi um sig. En með hækkandi sól er eins og bjartsýnin brjót- ist gegnum þykknið og fólk hristi af sér skammdegis- drungann. Mannlífið hefur tekið merkj- anlegan fjörkipp í norðlenskum byggðum. Það er öllum mönn- um nauðsynlegt að sinna hugðarefnum sínum, hafa eitt- hvert tómstundagaman, upp- fylla þörf fyrir andlega og félagslega vellíðan með sam- neyti og samvinnu við annað fólk og höndla þau verðmæti Blómstrandi mannlíf ínorðlenskum byggðum sem hægt er að fá þegar ver- aldleg gæði eru af skornum skammti. Á Akureyri er mikil upp- sveifla á sviði menningar og afþreyingar og fólk kemur nú víða að til að njóta þeirra kosta sem í boði eru. Helstu tromp bæjarins til margra ára, Hlíð- arfjall, leikhúsið og skemmti- staðir, hafa oft dugað vel og nú hefur þeim verið spilað út með mjög góðum árangri. Hlíðar- fjallið iðar af lífi og þar er bjart framundan, söngleikurinn Evita í Sjallanum gengur vel og Leikfélag Akureyrar ætlar að slá eftirminnilega í gegn með sýningum á óperettunni Leð- urblökunni. Stórir hópar streyma til bæjarins og marg- feldisáhrifin skila sér hjá þeim sem fást við verslun og þjón- ustu. í nágrenni höfuðstaðarins og víðar á Norðurlandi er mannlíf- ið einnig með besta móti og fjöldi fólks sækir lífsfyllingu í gefandi tómstundastarf. í Eyjafjarðarsveit er öflugt áhugaleikfélag og þar er frum- sýning á döfinni og um miðjan mánuðinn verður blásið til menningarviku. Áhugaleikfé- lög utar í firðinum svo og á Norðurlandi vestra og austur í Þingeyjarsýslum hafa sömu- leiðis verið með leiksýningar og heilt yfir hefur menningar- lífið á Norðurlandi staðið í mikl- um blóma í vetur. Þarna eru mikil verðmæti, bæði fyrir þá sem vinna að listsköpun og þá sem njóta hennar. Slík nýting á frítímanum er ekki fórn heldur fylling og það vita þeir fjöl- mörgu sem af hugsjón og brennandi áhuga taka þátt í félagslífi af ýmsum toga. Bjartsýni er eðlilegt varnar- viðbragð hjá manni sem sér ekkert nema svartnætti fram- undan. Þótt yfirleitt sé ekki tal- ið hyggilegt að afneita vanda- málunum er það oft sáluhjálp- aratriði að trúa því að bráðum komi betri tíð. Bjartsýnin forðar mörgum frá því að sökkva í fen þunglyndis og við hvers konar áfall skiptir meginmáli að ein- angra sig ekki heldur leita í félagsskap þeirra sem hafa svipaða reynslu og fást við sömu vandamál. Mörgum hef- ur reynst heilladrjúgt að ræða málin og miðla af reynslu sinni í slíkum félagsskap og mörg mannræktarsamtök hafa verið stofnuð á þeim grunni. „Hugg- un er manni mönnum að", seg- ir í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar og það eru orð að sönnu. SS A IÐAVELLI Valdimar Andrésson Ðólu-Hjálmar Hjálmar Jónsson fæddist árið 1796 að Halllandi í Svalbarðsstrandarhreppi. Fyrstu dagar ævi hans liðu í mikilli óvissu um af- drif hvítvoðungsins þar sem honum var ekki tekið hönd- um tveim á fæðingarstað sínum. Var vinnukona send með Hjálmar sólarhrings- gamlan til hreppstjóra þar sem venja var að ráðstafa sveitarómögum. Margrét, sú er pokann bar og var vinnukona á Halllandi, hefur að öllum líkindum ekki komist á einum degi þang- að sem förinni var heitið og baðst því gistingar hjá Sig- ríði húsfreyju á Dálksstöð- um fyrir sig og barnið. Hjálmari var síðar á ævinni ekki mikið um Mar- gréti þessa gefið og lýsti henni jafnan sem hinu versta flagði. Eftirfarandi vísa er um hana og ferða- lag þeirra um Svalbarðs- strandarhrepp þar sem hún bar hann einnættan í poka á baki. „Lét mig hanga Halllands- Manga herða drangann viðursinn, fold réð banga flegðan langa fram á strangan húsganginn." Það er ólíklegt að Margrét þessi hafi nokkru ráðið um örlög sveinbarnsins sem hún bar með sér. Líklegra er að hún hafi einungis far- ið eftir tilmælum húsbónda síns. Hitt er annað að hún hefur vafalaust gert Hjálm- ari litla mikinn greiða með því að koma við á Dálks- stöðum þar sem áðurnefnd Sigríöur tók barnið upp á arma sína og gaf því heim- ili. Svo er sagt að eitt sinn hafi Hjálmar verið gestkom- andi í Fjósatungu um vetur. Þar var svo til háttað að bæjargöng voru löng og þurfti að ganga framhjá búri. Myrkur var skollið á og skuggsýnt nokkuð. Hús- freyja var í búri og lagði Ijósbirtu fram í göngin. í þeim svifum sem Hjálmar gengur hjá hleypur mórauð tík út úr búrinu og bítur Hjálmar í fæturna. Hörfaði Hjálmar undan þessari óvæntu árás og rann nokk- uð í skap og kvað: „Ólán vex á illum reit, ei eru leiðir kunnar. Mig í kálfa báða beit búrtík húsfreyjunnar." Þegar Hjálmar hafði sagt fram vísuna kom húsfreyja út úr búri og kvað: „Það var lán og herlegheit að hóti fórstu sunnar, svo ei afþér böllinn beit búrti'k húsfreyjunnar." Hjálmar varð skjótur til svars: „Þú ert eins í fólsku feit, fleipra varir þunnar, svívirðing á sárið skeit sálin húsfreyjunnar." Kona þessi hét Hugrún og átti til skálda að telja því hún var komin út af Rannveigu vænu, dóttur Þórðar skálds á Strjúgi. Skemmtileg vísa er til eft- ir Hjálmar sem hann á að hafa ort átta ára að aldri í túninu á Dálksstöðum. Segir sagan að hann og Jóhann fóstri hans hafi staðið við sláttur en svo háttað til að völlur var harð- ur og þurr. Þennan dag bakaði sólin rótina og Hjálmar náði af engu strái og eyddi mestum tíma í það að brýna, Jóhanni beit aft- ur á móti vel og skóf og skáraði allt í kringum dreng- inn. Hafði Hjálmar af þessu skapraun mikla og kvað: „Skær þegar sólin skín á pólinn skurnar ól um spíkar þjó, argur fólinn urgar hólinn, eru hans tólin þeygi sljá." Eitt sinn mætti Hjálmar Hallgrími Þorsteinssyni presti sem var að koma úr kaupstað með konu sinni og kaupamanni og var prestur mjög við skál. Klerkurinn var kaldlyndur er hann var við öl en vinnu- maður óþjáll og illorður. Kona prests, er Rannveig hét, sat á hesti sínum og var döpur í bragði. Hjálmar kvað: „Aumt er að sjá í einni lest áhaldsgögnin slitin flest, dapra konu og drukkinn prest drembinn þræl og meiddan hest." Sá frægi landshomaflakkari, Sölvi Helgason, var ein- hverntíma á ferð um Blönduhlíð og lá leið hans fyrir neðan garð hjá Hjálm- ari. Honum varð litið á ferðamanninn og kvað: „Heimspekingur hér kom einn í húsgangsklæðum, með gleraugu hann gekk á skíðum, gæfuleysið féll að síðum." Um sama mann orti Hjálm- ar í annað sinn: „Maður kom með þrýstin þjó, ég þekkti hann gegnum Ijóra, á sér bar og eftir dró óhamingju stóra." Að síðustu skrifast hér vísa er Hjálmar orti um konu nokkra er hann sá koma í sjóbúð eina. Var hún mjög flennt og illmálug og kast- aði að Hjálmari kalsyrðum. „Sá ég fljóð með saurga kinn, sú var lóða auminginn, gekk með hljóðum út og inn eins og ístóði kapallinn."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.