Dagur - 03.04.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 03.04.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 3. apríl 1993 - DAGUR - 5 Fréttir Beðið staðfestingar ráðuneytis á reglugerð um skilti á Akureyri: Leiðbeiningakort verða leyfð en raönerki bönnuð Af gefnu tilefni ákvað bæjar- stjórn Akureyrar að láta semja reglugerð um auglýsingaskilti í lögsögu Akureyrar, en notkun alls kyns auglýsingaskilta hefur færst mjög í vöxt á síðustu árum, og dæmi eru til þess að þau hafi valdið umferðar- óhöppum vegna þess að öku- menn hafa ekki gætt að sér við lestur þeirra. í sumum tilfell- um hafa þau skyggt á gangandi vegfarendur og því getað orðið þeim skeinuhætt. Reglugerðin er nú til afgreiðslu hjá félags- málaráðuneytinu og búist við staðfestingu á henni innan tíðar. Markmið reglugerðarinnar er að skilti falli sem best að bæjar- myndinni; að ákveða stærð skilta, stjórna uppsetningu þeirra og staðsetningu; að þau skilti sem leyfð verða séu fróðleg og gagn- leg fyrir borgarana; að staðsetn- ing og útlit fari ekki í bága við umferðaröryggi og að fullt tillit sé tekið til nágranna, þ-.e. nábýiis eða grenndarréttar. Bannað verður að setja upp auglýsinga- skilti nema á þar tilgreindum stöðum og lætur byggingafulltrúi hanna skiltastanda fyrir auglýs- ingaskilti og skal útlit þeirra samræmt. Heimilt verður að fela félagasamtökum og/eða einkaað- ilum uppsetningu og rekstur skiltastanda t.d. með útboði. Rekstraraðilar mega ekki jafn- framt vera auglýsendur á skilta- stöndum. Ratmerki verða bönn- uð en þó skal heimilt að setja upp leiðbeiningakort af bænum, ein- stökum bæjarhlutum eða hverf- um en heimilt verður að setja Akureyringar fá nýja sjúkrabifreið Globus hf., umboðsaðili Ford á Islandi, afhenti á dögunum Rauða kross deildinni á Akureyri nýja og fullkomna sjúkrabifreið. Bifreiðin er af gerðinni Ford Econoline E-350 með 185 hest- afla 7,3 lítra díesel vél. Bifreið- inni var breytt hér á landi til sjúkraflutninga og önnuðust bif- reiðasmiðirnir Óskar Halldórs- son og Gunnlaugur Einarsson breytingarnar á henni. Bifreiðin er útbúin fullkomnustu tækjum til sjúkraflutninga og er hún einnig fjórhjóladrifin og sá fyrir- tækið Fjallbílar Stál og Stanzar um þá vinnu. (Fréttatilkynning) Myndin var tekin við afhendingu bifreiðarinnar. Frá vinstri: Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, Úlfar Hauksson, formaður Rauða kross deildarinnar á Akureyri, Birgir Bjarnfinnsson, sölumaður, og Hannes Strange, sölustjóri bíladeildar Glóbus. upp viðburðarskilti með leyfi byggingafulltrúa en í leyfi fyrir þeim skal tilgreina tímamörk. Um þjónustuskilti á íþróttaleik- völlum munu gilda sömu reglur og um þjónustuskilti almennt en íþrótta- og tómstundaráð hefur yfirumsjón með auglýsingum á íþróttaleikvöllum. Sé reglugerð um skilti brotin getur byggingafulltrúi eða bygg- inganefnd beitt ákvæðum 9. kafla byggingareglugerðar (nr. 1771/ 1992). Þau skilti sem þegar hafa leyfi og eru með þeim hætti að sækja hefði þurft um leyfi skv. reglunum skuli halda því í 1 ár frá gildistöku. Þau skilti sem sett hafa verið upp án leyfis skal fjar- lægja innan þriggja mánaða frá gildistöku. Baldur Dýrfjörð bæjarlögmað- ur segir að reglur þessar hafi ver- ið sendar til dómsmála- og umhverfisráðuneytis til staðfest- ingar í septembermánuði sl. en þar sem þetta varðar skipulag fjallar umhverfisráðuneyti um reglurnar en einnig mun dóms- málaráðuneyti hafa umsögn vegna umferðarmála. Staðfesting berst svo væntanlega frá félags- málaráðuneyti. Reglurnnar munu þrengja mjög hag þeirra sem t.d. hafa auglýst á umferðar- eyjum og nánast leggja þann sið af. „Það voru teknar myndir af öllum skiltum í haust þegar unnið var að samningu reglugerðarinn- ar og í sumum tilfellum hvarf lág- vaxið fólk og börn bak við skilti á gatnamótum og voru því skiltin orðin hættuleg umferðaröryggi. Einnig voru þess dæmi að skiltin fuku inn á götur,“ sagði Baldur Dýrfjörð bæjarlögmaður. GG Blönduós: Hillebrandtshús verður endurgert - aldur hússins enn óviss í næsta mánuði verða væntan- lega lagðar fram teikningar og tillögur að endurgerð Hille- brandtshússins á Blönduósi fyrir Húsafriðunarnefnd. Ekki hefur fengist úr því skorið hve gamalt húsið er. Hjörleifur Stefánsson arkitekt hefur tekið við hlutverki Leifs Blumen- stein byggingafræðings, sem ráðgjafi um endurgerðina. Á síðasta ári fengust 200 þús- und kr. frá Húsafriðunarsjóði og voru þær ætlaðar til að vinna til- lögur og teikningar að endur- gerð, að sögn Ófeigs Gestssonar, bæjarstjóra á Blönduósi. í upp- hafi var Leifur Blumenstein ráð- gjafi um endurgerð hússins, en nú hefur Blönduósbær ráðið Hjörleif Stefánsson í hans stað. Kemur fram gagnrýni vegna þessa í fundargerð safnanefndar frá 19. mars sl. og að manna- skiptin hafi ekki verið rökstudd. Ófeigur Gestsson vildi fátt um það segja, annað en að dæmið hafi ekki gengið upp. Leifur Blumenstein vildi heldur ekkert láta hafa eftir sér um málið og kvaðst ekkert vita um það ennþá. Safnanefnd Blönduóssbæjar er einhuga um að húsið verði endur- gert. Hjörleifur mun einnig gera tillögur um nýtingu hússins. Að sögn Ófeigs er tillögugerðin nú komin vel á veg og verður lögð fvrir Húsafriðunarnefnd í næsta mánuði. Hann segir framkvæmda- hraða fara eftir fjárveitingum úr Húsafriðunarsjóði, ekki sé áætl- að fé frá bænum til endurbygg- ingarinnar á þessu stigi málsins. Ekkert afgerandi hefur enn komið fram um aldur hússins, en enn er reiknað með að það sé byggt árið 1733 og því hugsanlega elsta timburhús landsins. Hrefna Róbertsdóttir, safnvörður á Árbæjarsafni, er enn að vinna að rannsókn málsins og bíður eftir upplýsingum þar að lútandi. Hjörleifur Stefánsson sagði á fundi safnanefndar nýverið að húsið sé fyrsta verslunarhúsið á Blönduós og beri því að varðveit- ast. Ófeigur tók undir þessi sjón- armið og sagði húsið væri mjög gamalt og yrði því varðveitt, hvort sem það var byggt 1733 eða eitthvað síðar. sþ Flugleiðir: Reykingar bannaðar á styttrí leiðum milli landa Frá og með 1. apríl síðastlið- inn er bannað að reykja í flug- vélum Flugleiða á leiðum til Skandinavíu og Bretlandseyja. Einnig verða reykingar bann- Fuilvinnsla, um borð í fiski skipum borgar sig ekki Kostnaður við breytingar á 30 frystiskipum í því skyni að hægt verði að fullnýta afla þcirra svarar engan veginn kostnaði og myndi rekstrar- afkoma skipanna versna um 670 til 940 milljónir króna á ári næstu fimm árin ef í breytingar yrði ráðist. Stofnkostnaður vegna breytinganna á þeim 30 frystiskipum sem ný hag- kvæmniathugun nær til er á bilinu 2,8 til 4,1 milljarður króna eftir því hvaða fúllvinnslu- aðferð yrði valin, er niðurstaða skýrslu sem VSÓ-Iðntækni hefur gert fyrir Landssamband íslenskra útvegsmanna og frystitogaraútgerðir. Ástæða þess að ráðist var í þessa viðamiklu athugun á rekstrarafkomu 30 frystiskipa í flotanum var sú að þann 14. ágúst 1992 gaf sjávarútvegsráðherra út reglugerð um leyfi til fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskip- um, en í þeim reglum kemur fram að á næstu árum munu útgerðir frystiskipa þurfa að koma upp aðstöðu til fullnýtingar afla um borð. í skýrslu VSÓ - Iðntækni kem- ur fram að fara verður varlega í að reka útgerðina út í miklar fjárfestingar því breytingar, sem gera þyrfti á frystiskipum, yrðu mjög kostnaðarsamar. Slík fjár- festing myndi aðeins auka rekstr- arkostnað útgerðarinnar og fyrir liggur að fjárfestingin myndi ekki borga sig upp miðað við núver- andi aðstæður á markaði. „Vilji stjórnvöld hafa áhrif á og flýta fyrir því að árangur náist á þessu sviði þarf að auka mjög framlög til rannsóknar- og þróun- arstarfs og leysa vandamálin sem upp kunna að koma í samstarfi atvinnugreina. Óvéfengjanleg reynsla erlendis frá er að slík framlög skila sér margfalt til baka,“ segir í skýrslunni. ój aðar í vélum félagsins á leiðuin innan Norðurlandanna - til dæmis á milli Kaupmanna- hafnar og Stokkhólms eða Stokkhólms og Óslóar. Bann þetta byggir á reglugerð sem samgönguráðuneytið hefur sett um reykingar í millilanda- flugi en reykingar hafa verið bannaðar í innanlandsflugi hér á landi þrjú undanfarin ár. Margrét Hauksdóttir hjá kynn- ingardeild Flugleiða sagði í sam- tali við Dag að þeim sem reyktu í flugvélum færi stöðugt fækkandi og að mikill meirihluti farþega væri fylgjandi því að reykingar í farþegarými legðust alveg af. Sem dæmi um reykingaþörf í millilandaflugi nefndi hún að oft nægðu fjórar sætaraðir aftast í vélum Flugleiða af gerðinni Boe- ing 737 fyrir þá sem kjósi að reykja í millilandaflugi. Gera verði ráð fyrir að einhverjir far- þegar telji sig verða fyrir óþæg- indum vegna þessa reykinga- banns en í því sambandi sé vert að minna á að þær flugleiðir sem um er að ræða séu aðeins um tvær og hálf klukkustund í flugi. Þess megi einnig geta að margir reykingamenn séu andvígir því að reykt sé í farþegarýmum flug- véla og reyki ekki meðan á flug- ferðum standi. Að svo komnu máli verða reykingar ekki bannaðar á öðrum leiðum Flugleiða - það er til mið- og suðurhluta Evrópu og til Bandaríkjanna. Margrét Hauks- dóttir sagði að í framtíðinni verði reykingar eflaust bannaðar á fleiri flugleiðum og jafnvel í öllu farþegaflugi, bæði Flugleiða og annarra flugfélaga. Nokkur flugfélög hafi þegar bannað reyk- ingar um borð í vélum sínum á öllum flugleiðum og önnur tak- markað reykingar við lengstu leiðir. Þá megi einnig geta þess að ICAO - alþjóðasamtök flug- félaga hafa nýlega sent frá sér ályktun þess efnis að frá og með júlí 1996 verði allar reykingar í farþegaflugi bannaðar. ÞI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.