Dagur - 03.04.1993, Blaðsíða 14

Dagur - 03.04.1993, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 3. apríl 1993 Myndlist um páskana í Gamla Lundi: Samsýning félaga úr Á skírdag, fímmtudaginn 8. aprfl, verður opnuð sýning á verkum félaga í Myndhópnum í Gamla Lundi við Eiðsvöli á Akureyri. Sýningin verður opin daglega kl. 14-20 fram á annan dag páska. Myndhópur- inn hefur verið starfandi um langt árabil og fengum við einn félaga í hópnum, Iðunni Ágústsdóttur, til að rifja upp sögu hópsins. „Myndhópurinn á Akureyri var stofnaður árið 1978 og hélt fyrstu sýninguna í nóvember- mánuði sama ár í gamla Iðn- skólanum við Þingvallastræti. Gat þar að líta myndverk bæði leikra og lærðra, unnin með margskyns tækni svo sem auð- skilið er þegar svo margir mynd- listarmenn koma saman, á milli 10 og 20 að mig minnir. Svona sýning var nýjung og aðsókn var afbragðs góð,“ sagði Iðunn. Hún sagði að árið eftir hefði verið brugðið á það ráð að bjóða þeim mörgu sem voru að fást við hvers konar myndsköpun og höfðu lítil tækifæri til að leyfa fólki almennt að skoða hvað þeir voru að bauka hver í sínu horni, að taka þátt í sýningu Myndhóps- ins. Oft gengið á ýmsu í sambúð við óblíða náttúru „í þetta sinn var sýnt í Hlíðarbæ um svipað leyti árs og áður. Aðsókn var einnig furðu góð þá, þrátt fyrir að leiðinda stórhríð gerðist boðflenna og heiðraði sýnendur og gesti með nærveru sinni opnunardaginn," rifjar Iðunn upp. Myndhópurinn hefur einnig sýnt utan Akureyrar, svo sem á Sauðárkróki og oftar en einu sinni á Húsavík, t.d. í tengslum við stofnun Menningarsamtaka Norðlendinga. Þá var eitt sinn hengd upp sýning í Stórutjarna- skóla í sambandi við menningar- daga þar en sú sýning varð enda- Myndhópnum Guðrún Lóa Leonardsdóttir sýnir vatnslitamyndir. Hörður Jörundsson sýnir vatnslitamyndir. Bernharð Steingrímsson sýnir olíumálverk. Iðunn Ágústsdóttir sýnir olíu- og pastelverk. Myndir: Robyn slepp. „Já, sýningin var tekin niður aftur öllum óséð vegna okkar óútreiknanlegu norðlensku veðr- áttu. Nú, svo var einu sinni eða tvisvar að mig minnir sett upp jóla- og áramótasýning í Dvalar- heimilinu Hlíð í þeirri von að heimilisfólki þar og gestum þeirra væri það nokkur glaðning- ur. Tvisvar höfum við staðið fyrir minningarsýningum um þau Elísabetu Geirmundsdóttur og Gísla Guðmann og þá hafa ein- stakir félagar margsinnis staðið fyrir einkasýningum," sagði Iðunn. ýmsum ástæðum hefur ekki tekist að koma á sýningu. Nú eftir tveggja ára hlé ætlum við nokkrir Myndhópsfélagar að taka okkur saman og standa fyrir sýningu í Gamla Lundi. Hún verður opnuð á skírdag kl. 14 og verður opin daglega kl. 14-20 fram á annan dag páska. Fyrir hönd Mynd- hópsins vil ég svo þakka góðar undirtektir og aðsókn gegnum árin,“ sagði Iðunn að lokum. Þau sem sýna í Gamla Lundi að þessu sinni eru Aðalsteinn Vestmann, vatnslitir og akrýl, Alice Sigurðsson, vatnslitir, Bernharð Steingrímsson, olía, Guðrún Lóa Leonardsdóttir, vatnslitir, Hörður Jörundsson, vatnslitir, og Iðunn Ágústsdóttir, olía og pastel. Ljósmyndari Dags náði fimm af þessum sex sýnend- um á mynd en Alice kaus að sleppa við myndatöku. SS Sex félagar sýna í Gamla Lundi Þrír Myndhópsfélagar fengu boð um að fara út til Austurríkis til að sýna þar og fræðast og var Iðunn sú eina úr hópnum sem gat nýtt sér það en aðrir myndlistarmenn hlupu í skarðið. Þar voru saman- komnir listamenn frá nokkrum þjóðum og í tengslum við þessa dvöl varð síðan úr að þrír Norð- menn komu til Akureyrar og Iðunn og fleiri úr Myndhópnum tóku á móti þeim. „Síðan stórhríðarsýningin var í Hlíðarbæ hefur mikið vatn runn- ið til sjávar, gufað upp og fallið niður aftur. Margt hefur breyst, sumir helst úr lestinni og aðrir nýir komið í hópinn eins og I gengur. Fá eru þau árin sem af Aðalsteinn Vestmann notar vatnsliti og akrýlliti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.