Dagur - 20.05.1993, Blaðsíða 7

Dagur - 20.05.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. maí 1993 - DAGUR - 7 Minnisvarði um landpósta reistur að Stað í Hrútafírði: Þeir hefðu látið lífið fyrir póstínn hefðu þeir þurft að velja á milli „Minnismerki eru reist af ýmsum ástæöum. Yfirleitt eru þau reist yfir einstaklinga, sem ákveðnir hópar eöa heil þjóöfélög virða meira en aóra menn. Minnismerki eru því alltaf að stórum hluta til orðin vegna ræktarsemi. Vitnis- burður um slíka ræktarsemi hefur í dag verið afhjúpaður hér að Stað í Hrútafirði. - Þetta fallega og táknræna minnismerki er sett yfir þá menn á Islandi, sem þóttu hvað mestar hetjur í augum almennings í tæpa eina og hálfa öld, og voru undanfarar bifreiðastjóra og síðan flugmanna nútímans. Þeir höfðu atvinnu af því að ferðast. Hestar þeirra eiga líka hlut í þessum minnisvarða. Þeirra saga hefur verió rituð eins og saga þeirra manna, sem stýrðu þeim á vegum jafnt og óvegum, eins í sólskini sem í iðulausum hríðum," sagði Indriði G. Þorsteinsson, rithöfund- ur, er hann flutti minni landpósta að Stað í Hrútafirði sl. fimmtudag við athöfn þegar minnisvarði um landpósta var afhjúpaður. Póst- og símamálastofnunin lét reisa varð- ann, en hann gerði Grímur Marinó Steindórsson, myndhöggvari. Verkið samanstendur af stálsúlu sem cr 3,5 m á hæð og greinist hún að ofan í þrjár burstir. A súl- unni er lágmynd af manni á hesti er teymir töskuhest. Fram kom í ræðu Indriða G. Þorsteinssonar að frumkvæði að gerð minnisvaróans áttu þeir Stað- ar-bræður Eiríkur og Magnús Gíslasynir og rithöfundurinn sagði: „Þeir báðu mig að koma málinu áleiðis við póst- og síma- málastjóra, sem ég gerði með mikilli ánægju. Olafur Tómasson tók erindinu vel. Hugmynd Stað- ar-bræðra hefur nú borið þann ár- angur, sem hér stendur“. Halldór Blöndal, samgöngu- ráðherra, afhjúpaði minnisvarð- ann, en áóur voru flutt nokkur dagskráratriði landpóstunum til heiðurs. Olafur Tómasson, póst- og símamálastjóri, ávarpaði gesti sem voru fjölmargir. Um fjörutíu starfsmenn Pósts og síma mættu að Stað sem og sýslumaður Hún- vetninga, alþingismenn hún- vetnskir, nokkrir aldnir landpóstar og fjölskyldur og fólk úr héraðinu. Indriði G. Þorsteinsson, rithöf- undur, flutti ræðu sem fyrr er greint frá og Kristjana Emilía Guðmundsdóttir flutti frumort ljóö: „I minningu landpósta“, en faðir hennar Guðmundur Olafs- Á súlunni er lágmynd af manni á hesti er teymir tösku- hest. „í minningu landpósta", tónverk eftir Gunnar Reynir Sveinsson, var frumflutt er minnisvarðinn var afhjúpaður. A myndinni er tónskáldið fyrir miðju ásamt hljóðfæraleikurunum fjórum er fluttu tónverkið. Melar og Staður í sögu landpósta Samkvæmt upplýsingum frá póst- og símamálastjóra var reglugerð um póstsamgöngur á íslandi geftn út árió 1776. Frá byrjun var gert ráð fyrir, að sýslumenn sæju um póstafgreiðsluna hver í sínu lögsagnarum- dæmi. A þessum tíma sátu sýslumenn á eigin jörðum og þær gátu verið hvar sem var í viókomandi sýslu og lágu auðvitað misjafnlega vel við samgöngum. Þetta ber að hafa í huga, þegar póstsamgöngumar fyrstu áratugina eru skoðaðar. Höfuðbólið Melar í Hrúta- firði kom við sögu á því tímabili, sem sýslumenn fóru son, landpóstur frá Dröngum á Skógarströnd, var við- staddur athöfnina. Guðmundur er í hárri elli. Eg vil minnast mœtra manna, íslands sona, landpóstanna. Aufúsugesta allsstaðar. Stjórnuðu hestum knapar knáir kunnu það vísast betur fáir. Kátir og hressir allsstaðar. Ferðuðust oft í fönn og gusti fœri þungu með byrði afpósti. Fagnað var póstinum allsstaðar. Minnisvarðinn um landpósta að Stað í Hrútaflrði er eftir Grím Marinó Steindórsson. Verkið samanstendur af stál- súlu sem er 3,5 m á hæð og hún greinist að ofan í þrjár burstir. Fjöldi fólks var við afhjúpun minnisvarðans og á myndinni má kenna margan fyrirmanninn. Fluttu þeir fréttir ífámennið ferskan andblœ í skammdegið. Báru þeir birtu allsstaðar. Flutt var tónverk fyrir þrjú blásturshljóðfæri eftir Gunnar Reyni Sveinsson, tónskáld: „í minningu land- pósta“. Að afhjúpun lokinni var gengið til kaffiveit- inga í Staðarskála. Texti og myndir: Óli G. Jóhannsson með póstafgreiðslu, og raunar fleiri bæir þar í firði. Þegar póstsamgöngur hófust milli Norður- og Suðurlands árið 1783, stóð svo á, aó sýslumaóur Húnvetninga, Magnús Gíslason, bjó á Geitaskarði í Langadal. Því var gert ráð fyrir, að pósturinn, sem kom frá Espihóli í Eyjafirði á leið suður færi aðeins að Víðivöll- um í Skagafírði og þangað léti sýslumaóurinn á Geitaskarði flytja póst sinn. Þaðan færi pósturinn svo suður yfir Stórasand og Am- arvatnsheiði að Hjarðarholti í Borgarfirði. Þetta er öræfaleið, sem auðvitað var ekki fær nema um hásumarið og því hefur póst- urinn á öðrum árstímum orðið aö fara greiðfærustu leiðina milli Norður- og Suðurlands. Allar lík- ur benda til þess, að fyrsti Norður- landspósturinn, Gunnar Rafnsson, hafi oftast farið Holtavörðuheiði á leió sinni suður til Bessastaða og norður aftur. Fyrstu Norðurlandspóstamir, Gunnar Rafnsson (1783-1802), Jón Jóhannesson (1802-1806), Hallgrímur Jónsson (1806-1835) og síðan hver af öðrum fóru allir fótgangandi eða ríðandi frá Möðruvöllum eóa Akureyri til Bessastaða eða Reykjavíkur. Breyting varð fyrst á þessum löngu ferðum í ársbyrjun 1885, en þá var póstleiðinni skipt um Stað. Þá uróu til aðalpóstleiðimar Reykjavík (síðar Borgames) - Staður og Staður - Akureyri. Fyrstu póstamir eftir þessu nýja kerfi voru Sumarliði Guðmunds- son á nyrðri leiðinni og Hannes Hansson á syðri leiðinni. Eftir því sem póstmagnið óx, fjölgaði ferðum Norðurlandspóst- anna og póstlestimar lengdust með auknum hestafjölda. Á fyrsta áratug tuttugustu aldarinnar vom famar 15 ferðir á ári í hvora átt frá Stað, norður og suóur. En þaðan gengu einnig Stykkishólmspóstur, Króksfjarðarnesspóstur, Stranda- póstur og Núpsdalstungupóstur. „Viö getum ímyndað okkur þann mánaðarlega mannfagnað, sem varð á Stað þegar landpóst- arnir voru komnir. Þarna báru kempumar saman bækur sínar og sögðu frá ferðum sínum. Stranda- póstur var kominn norðan úr Ár- neshreppi yfir fjallaskörð og um þungfærar heiðar. Norðanpóstur- inn hafði sundhleypt hestum sín- um yfir foraðsvöm eins og Blöndu og Héraðsvötn og Sunnanpóstur hafði glímt við Hvítá í Borgar- firði. Þeir voru glaðir og reifir landpóstamir í næturstað eftir erf- ióar leiðir. Þeir höfðu gætt pósts- ins vel og seinni tíma menn hafa á tilfinningunni að þeir hefðu látið lífið fyrir póstinn hefðu þeir þurft að velja á milli. - Minning land- póstanna mun lifa á meðan þessi varði stendur,“ sagði Indriði G. Þorsteinsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.