Dagur - 29.05.1993, Side 13
Laugardagur 29. maí 1993 - DAGUR - 13
Hótel Reynihlíð:
Jarðfræði-
fyrirlestrar
fyrir hótelgesti
í sumar verður tekin upp sú ný-
breytni í Hótel Reynihlíð að
bjóða gestum hótelsins upp á
fyrirlestra um jarðfræði Mý-
vatnssveitar. Fyrirlesari verður
Björg Pétursdóttir, jarðfræðing-
ur.
Pétur Snæbjömsson, hótelstjóri
Hótels Reynihlíðar, segir að þessi
nýbreytni sé hugsuð sem kvöldaf-
þreying fyrir gesti hótelsins. „Vió
ætlum að hafa þetta ákveðin kvöld
og miðum við að bjóóa stórum
hópum, sem veróa hjá okkur í
sumar, upp á þetta,“ sagði Pétur.
Feróamannastraumurinn í Mý-
vatnssveit er að sögn Péturs aó
hefjast. Ekkert sást til ferðamanna
á meðan norðanáhlaupið á dögun-
um gekk yfir, en þeir eru nú aftir
komnir á stjá. Pétur segir erfitt að
spá fyrir um aðsóknina í sumar, en
mióað við bókanir megi ætla að
hún verði svipuð og undanfarin ár.
Hátíðarmessa
í Glerárkirkju
Á morgun, hvítasunnudag, veröur
hátíðarmessa í Glerárkirkju kl. 14.
Það óvenjulega við þessa messu er
að allir fastir liðir hefðbundinnar
messu verða sungnir með messu-
tóni sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Sóknarpresturinn, sr. Gunnlaugur
Garðarsson, og Kór Glerárkirkju
undir stjórn Jóhanns Baldvinsson-
ar, organista, munu syngja mess-
una, en auk þess syngur Orn Viðar
Birgisson einsöng. (Fréttatilkynning)
Brugsdansk
- ný kennslubók í dönsku
fyrir framhaldsskóla
Mál og menning hefur gefið út
bókina Brugsdansk, eftir fram-
haldsskólakennarana Auði
Hauksdóttur og Elísabetu
Valtýsdóttur.
Hér er á ferðinni æfinga- og
handbók í hagnýtri málnotkun
sem ætluð er til dönskukennslu í
framhaldsskólum. Höfundar hafa
kappkostað að setja efnið fram á
aðgengilegan hátt og fjölmargar
teikningar auðvelda nemendum
að skilja málfræðireglur og setja
sig inn í margvíslegar aðstæður
málnotkunar. Efninu er í hag-
ræðingarskyni raðað eftir orð-
flokkum en áherslan er jafnframt
lögð á að orðin eru ekki einangr-
að fyrirbæri, heldur fá merkingu í
því samhengi sem þau eru notuð
hverju sinni. Bókin er búin
nýstárlegum og skemmtilegum
æfingum af fjölbreytilegu tagi.
Bókin er 102 bls. að stærð.
Kristín Ingvarsdóttir teiknaði
myndirnar. Bókin er unnin í
Prentsmiðjunni Odda hf.
tak Olís og Landgræðslunnar
hefur staðið í eitt ár og verulegur
árangur hefur náðst.
Viðskiptavinir Olís hafa fært
landinu 16 milljónir að gjöf
og Landgræðslunni hefur tekist
að græða upp svæði sem hafa
orðið uppblæstri að bráð.
Höldum áfram
að græða upp landið
En betur má ef duga skal.
Landgræðsluverkefninu er ekki
lokið og því verður haldið áfram
næstu þrjú árin með stuðningi
viðskiptavina Olís.
Með samstiíltu átaki getum við
komið í veg fyrir landeyðingu.
Skilum gróðursælu landi
til barnanna okkar.
GRÆÐUM
LANDIÐ MEÐ
A EINU ARIHAFA VIÐSKIPTAVINIR QLÍS
FÆRT LANDGRÆÐSLUNNI16 MILUONIR
TIL UPPGRÆÐSLU LANDSINS
Olís og Laiulgnvfislan
liafa nú(5 ,i•óúum
Hin 50 úra f>amla landgnuðsliiflui>vél Púll Sveinsson hefurflogið nteð þúsundir tonna
affrœjum ot> úhurði. Þessi f>amla vél hefur svo sannarlega orðið að liði við uppgnvðslu landsins.
I hvert skipti sem þú kaupir hensín hjú Olfs
hjálpar þú til við uppgnvðslu landsins.
Akveðin upþhœð afhverjum seldum
hensínlítra reíinur til Landgnvðslunnar.
Uppgnvðsla húlendisins
er nauðsynleg til að mófuglar,
til dœmis rjiipan. sem byggja
tilvist sína ú gróðri þess,
lialdist ú heiniaslóðum.
A einu úri hefur Olís, úsamt fólkinu í landinu.
fœrt Landgnvðslunni 16 milljónir að gjöfsem
hún hefur notað í barúttunni við eyðingaröflin.
Höldum áfram uppgnvðslunni því
verkinu er hvergi lokið.
Þrjúr til fjórar milljónir hektara gróins lands
liafa orðið jarðvegseyðingu að hrúð frú landnúmi.
Við getum ( sameiningu stöðvað þessa
ógnvœnlegu þróun með því að taka þútt í útaki
Olís og LandgnvÖslunnae Takmarkið er að stöðva
jarðvegs- og gróðureyðingufyrir úrið 2000.
Sunnukóriim á ísafirði
í söngför um Norðurland
Sunnukórinn á ísafirði verður í
tónleikaferð um Norðurland
dagana 4.-6. júní næstkomandi.
Kórinn mun syngja í Miðgarði
Skagafirði föstudaginn 4. júní
kl. 20.30 og í Samkomuhúsinu á
Akureyri laugardaginn 5. júní
kl. 16.00.
í Miðgarði mun Rökkurkórinn
í Skagafirði syngja með kómum
og á Akureyri mun kór Glerár-
kirkju syngja með kómum.
Einsöngvarar með kómum eru
þau Guðrún Jónsdóttir, sópran-
söngkona, sem hefur getió sér gott
orð fyrir leik sinn í óperettunni
Leðurblakan sem sýnd er hjá
Leikfélagi Akureyrar þessa dag-
ana og Reynir Ingason tenór.
Stjómandi kórsins er Beáta Joó.
Undirleik annast Sigríður Ragn-
arsdóttir er leikur á píanó og Ingi-
björg Snorradóttir og Messíana
Marsellíusdóttir er leika á harm-
oniku.
Söngskrá Sunnukórsins er fjöl-
breytt og er þar að finna bæði ís-
lensk og norræn lög.
Sunnukórinn á ísafirði.