Dagur


Dagur - 06.04.1994, Qupperneq 2

Dagur - 06.04.1994, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 6. apríl 1994 FRÉTTIR Ágætis aðsókn að skíðasvæðum á Norðurlandi um páskana: Yfir 2.500 manns komu í Htíðarfjall á páskadag „Það má segja að páskarnir hafi verið viðunandi hér í Hlíðar- fjalli,“ sagði ívar Sigmundsson, forstöðumaður Skíðastaða, í samtali við Dag. „Við fengum þokkalega aðsókn á föstudaginn langa, mjög góða eftir hádegi á laugardag og topp aðsókn á páskadag og þá hafa komið á milli 2.500 og 3.000 manns í fjallið.“ ívar sagði að veðrið hafi aldrei verið verulega gott um páskana og miðað við það væri hann alveg þokkalega ánægóur með sinn hlut. I Hlíðarfjalli var boðið upp á fjöl- breytta dagskrá á páskadag. „Þetta hefur verið óvenju löng skíðavertíð, eða frá 3. janúar og ef apríl gengur vel, á sjálfur rekstur- inn í Hlíðarfjalli, að geta staðið undir sér,“ sagði Ivar og bætti við að eftir 1. maí þýddi ekkert að hafa opið, því þá væri formlegri skíðavertíð lokið hjá fólki og skíðaútbúnaóurinn kominn inn í geypslu. A Dalvík var skíðasvæðið í Böggvistaðafjalli opið á laugardag og páskadag. Aö sögn Jóhanns Bjamasonar, formanns Skíðafé- lags Dalvíkur, voru um 500 manns í fjallinu á laugardag en þá kom mikið af fólki frá Akureyri á skíði. Á sunnudag fór fram firma- keppni í samhliðasvigi með for- gjöf, sem frestað var á skírdag. Það er keppni sem margir hafa gaman af að fylgjast með, enda eiga allir keppendur nokkuó jafna möguleika með slíku fyrirkomu- lagi. Jóhann sagði að eftir Andrés- ar Andarleikana lyki skíðavertíð- inni á Dalvík eins og annars staðar en í dag væri þar nægur snjór. Það var mikið um að vera á skíðasvæði Olafsfirðinga á Tinda- öxl um páskana og taldi Haraldur Gunnlaugsson, stjómarmaóur í skíðadeild Leifturs, að hátt í 200 manns hafi verið á skíðasvæðinu þegar mest var á laugardag. Á föstudaginn langa, laugardag og páskadag, var dagskrá í gangi fyr- ir alla aldurshópa. Flutt var skafla- messa, böm úr Tónskólanum léku á skíðasvæðinu og fjölmargt ann- að stóð heimamönnum og þeim fjölmörgu gestum sem sóttu Ól- afsfjörð heim, til boða. Fjölmargir skíðamenn nýttu sér aðstöðuna í Skálamel og Stöllum á Húsavík, á laugardag, páskadag og annan í páskum, að sögn Sig- fúsar Þráinssonar, starfsmanns skíðasvæðisins, og var smáfólkið þar fyrirferðarmikið. Þótt veður- guðimir hafi strítt Húsvíkingum og gestum þeirra eins og öðrum landsmönnum, voru þeir engu að síður nokkuð sáttir meó sinn hlut eftir páskana. Dagskrá Skíðamóts íslands á Siglufirði raskaðist töluvert um páskana. Þó tókst aó ljúka keppni í öllum greinum nema samhliða- svigi. Á Siglufirði var saman kominn fjöldi fólks, bæði til aö fylgjast meó Skíðamótinu og renna sér á skíðum. KK Þrátt fyrir óhagstætt veðurfar skruppu margir á skíði í Hliðarfjalli. Skrifstofa Ferðamálaráðs opnuð á Akureyri: Ráðstefna um ferðamanna- aðstöðu utan þéttbýlis - haldin á Hótel KEA í tengslum við opnunina Ferðamálaráð íslands opnar nýja skrifstofu á Akureyri föstudaginn 8. apríl nk. Við það flytjast til Akureyrar ýmis verk- efni sem hingað til hefur verið sinnt í Reykjavík. Á meðal þess sem um er að ræða, er ráðgjöf við ferðaþjón- ustuaðila vegna innlendrar mark- aðssetningar, aðstoð við uppbygg- ingu upplýsingamiðstöðva, söfnun upplýsinga í handbók og samstarf við samtök og hagsmunaaðila um umhverfismál. I tengslum viö opnum skrif- stofunnar, verður haldin ráðstefna um ferðamannaaðstöðu utan þétt- býlis, á Hótel KEA á Akureyri, laugardaginn 9. apríl nk. Ráðstefnan hefst kl. 10.00 með ræðu Halldórs Blöndal, samgönguráðherra og stendur til kl. 16.00. Fjölmörg erindi verða flutt á ráðstefnunni og á meðal þeirra sem þar tala, eru Valtýr Sigur- bjamarson, forstöóumaður Byggðastofnunar á Akureyri, Sig- urður Rúnar Ragnarsson, sveitar- stjóri í Mývatnssveit, Ingi Tryggvason, bóndi á Narfastöðum í Reykjadal, Siguróur Jónsson, formaður Ferðafélags Akureyrar, og Halldór Jóhannsson, landslags- arkitekt. Ráðstefnustjóri veróur Birgir Þorgilsson, formaður Ferðamála- ráðs. Ráðstefnan er öllum opin og fer skráning fram á skrifstofu Ferðamálaráðs á Akureyri í síma 12915. KK Akureyri: Níu árekstrar um páskana Lögreglan á Akureyri er ánægð með nýliðna páskahelgi. Engin alvarleg óhöpp urðu og skemmtanalíf gekk vonum framar þrátt fyrir að margir væru úti á lífinu þegar færi gafst. Alls urðu 9 árekstrar frá fimmtudegi til mánudags og þar af varð talsvert tjón á ökutækjum í 5 tilvikum en engin slys á fólki. Þá voru 2 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur. Fjórir fengu gistingu í fanga- geymslum lögreglunnar, tilkynnt var um 3 innbrot og 3 rúðubrot og 13 önnur mál, svo sem skemmdar- verk og fleira, en þegar á heildina er litið var þessi langa helgi róleg. SS Framkvæmdastjórn Neytenda- samtakanna hefur sent frá sér ályktun um ástandið á kjöt- markaðinum, en þar segir m.a. að verðþróun hafi verið hagstæð á undanförnum misserum vegna aukinnar samkeppni, virkari markaðsstarfsemi og offram- leiðslu. Samtökin telja að lækk- un kjötverðs leiði til aukinnar neyslu sem muni eyða þeim um- frambirgðum sem nú eru fyrir hendi í landinu. I ályktuninni er áréttað að sam- kvæmt samkeppnislögum er fram- leiðendum og seljendum óheimilt að bindast samtökum til að halda uppi verði eða hækka þaó. Þrátt fyrir það hafi samtök kjötfram- leiðenda ákveðið að bindast sam- tökum til að hækka verð á kjöti, m.a. meó því aó takamarka fram- boð á því. Neytendasamtökin telja samráð framleiðenda leióa til verðhækkunar, aukinnar birgða- söfnunar og valda því aó meira verður selt af kjöti með afslætti til útlendinga á kostnað íslenskra neytenda. „Neytendasamtökin hafa afhent Samkeppnisstofnun gögn sem samtökin hafa undir höndum og sýna fram á tilraun til óeðlilegs samráós kjötframleiðenda til að hækka veró til neytenda. Neyt- endasamtökin krefjast þess að stjómvöld komi í veg fyrir slíkar verðhækkanir. Neytendasamtökin telja það ótvíræöa skyldu stjóm- valda að gæta hagsmuna almenn- ings I landinu. Fjárhagsstaða fjöl- margra heimila er þannig að verð- hækkun á brýnum lífsnauðsynleg- um matvælum er óviðunandi. Stjómvöld eiga ekki aó láta slíkt viðgangast," segir í ályktun fram- kvæmdastjómar. Þá er skorað á neytendur að fylgjast vel með þróun kjötverðs á næstunni. Bregðist stjómvöld skyldu sinni muni Neytendasam- tökin beina því til neytenda að grípa til samræmdra aðgeróa til að hindra þessi veróhækkunaráform. SS Fræðst um eflingu starfsvitundar Allt starfsfólk leikskóla og skóladagheimila á Akur- I ingu starfsvitundar. Leiðbeinandi á námskeiöinu var eyri var saman komið í Glerárkirkju í gær. Um er að Haukur Haraldsson. Mynd:Robyn ræóa 185 starfsmenn og sóttu þeir námskeið um efl- I Vorhátíð við Mývatn - minningardagskrá um skáldkonu, tónleikar og gönguferð og dorg meðal dagskrárliða Dagana 29. apríl til 1. maí verð- ur haldin vorhátið við Mývatn með djasstónlist, dorgveiði- keppni, tónleikum og málverka- sýningu Ragnars Jónssonar, sem stendur yfir á Hótel Reyni- hlíð vorhátíðardagana. Hátíðin tengist ferðaátakinu Islandsferð fjölskyldunnar og er samstarfs- verkefni félagasamtaka, fyrir- tækja og einstaklinga. Hátíðin hefst með djassfagnaði með Við- ari Alfreðssyni og fleiri djass- geggjurum í Hótel Reynihlíð. Daginn eftir efna Veiðifélag Mývams, Dorgveiðifélag Islands og Ferðamálafélag Mývatnssveit- ar til dorgveiðikeppni og þá um kvöldið verður menningardagskrá í minningu skáldkonunnar Jakob- ínu Siguróardóttur í umsjá félaga í ITC-Flugu. Lesió verður úr verk- um Jakobínu og flutt píanóverk eftir sóknarprest Mýveminga, sr. Om Friðriksson. Um kvöldið verður lifandi músík á hótelinu. Á verkalýðsdeginum, 1. maí, verður hugvekja og tónlistaflutn- ingur í Reykjahlíðarkirkju og vor- tónleikar Tónlistaskóla Skútu- staðahrepps. Kaupfélag Þingey- Páskahelgin var býsna annasöm hjá lögreglunni á Dalvík. Mikil ölvun var í bænum aðfaranótt páskadags, fólk skemmti sér ótæpilega og fjölmargar kvart- anir bárust til lögreglu. Þessa nótt, aðfaranótt sunnu- dags, var ökumaður tekinn fyrir meinta ölvun við akstur og lög- inga mun kynna framleiðsluvörur sínar á veitingastaðnum Hvemum og þennan dag verður einnig 1. maí ganga á Hlíðarfjall og verður lagt af stað frá skíðalyftunni í Reykjahlíð en frábært útsýni er af Hlíðarfjalli yfir Mývamssveit og nágrannahéruð. GG reglan þurfti að sinna ýmsum öðr- um málum sem tengdust ölvun og óspektum. Bíll var skemmdur á föstudaginn langa. Ófærð og leiðinlegt veður settu svip sinn á umferðina og þar þurfti lögreglan einnig að koma til aðstoðar. í Ólafsfirði var hins vegar allt með .kyrrum kjörum og ekkert í bókum lögreglu nema einn smá- vægilegur árekstur á mánudaginn. SS Neytendasamtökin: Óeðlilegt samráð kjötframleiðenda Dalvík: MM ölvun og háreysti

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.