Dagur - 14.06.1994, Blaðsíða 3

Dagur - 14.06.1994, Blaðsíða 3
FRETTIR Þriðjudagur 14. júní 1994 - DAGUR - 3 Dalvík: Ólafur Valsson skipaður hér- aðsdýralæknir Ólafur Valsson hefur verið skip- aður héraðsdýralæknir í Dalvík- urumdæmi frá fyrsta næsta mánaðar að telja. Staða héraðs- dýralæknis losnaði þegar Ár- mann Gunnarsson, dýralæknir í Svarfaðardal, var skipaður hér- aðsdýralæknir í Austur- Eyja- Qarðarumdæmi. Staða héraósdýralæknis í Dal- víkurumdæmi var auglýst laus til umsóknar þann 8. apríl síöastlið- inn. Þrír dýralæknar sóttu um stöðuna auk Ólafs; þeir Aðalbjörg Jónsdóttir, d^ralæknir í Hrísey, Sigurbjörg Ólöf Benediktsdóttir, héraósdýralæknir á Þórshöfn og Vignir Sigurólason, settur héraðs- dýralæknir á Isafirði. Ólafur Valsson cr af norð- lensku bergi brotinn, sonur Vals heitins Arnþórssonar, sem var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Ey- firöinga og síðar bankastjóri Landsbanka Islands. Ólafur starfaói um tíma sem dýralæknir við einangrunarstööina í Hrísey en aö undanförnu hcfur hann starfað við embætti yfirdýralæknis. ÞI 36 nemendur brautskráöir Þrjátíu og scx nemcndur brautskráðust frá Háskólanum á Akureyri á háskólahátíð sl. laugardag. Frá hcilbrigðisdcild voru útskrifaðir 14 hjúkrunarfræðingar, 3 sjávarútvegs- fræðingar frá sjávarútvegsdcild og 5 iðnrckstrarfræðingar og 14 rekstrarfræðingar frá rckstrardcild. Robyn, Ijós- myndari Dags, tók meðfylgjandi myndir á háskólahátíð í Akurcyrarkirkju á laugardag. Á innfclldu myndinni eru Sigríður Halldórsdóttir, forstöðumaður hcilbrigðisdcildar, og Haraldur Bessason, háskólarcktor. óþh Norðlenskar laxveiðiár Veiði fer vel af stað Ólafur Valsson. Veiði í Laxá í Aðaldal hefur far- ið vel af stað og mun betur en í fyrra. Um miðjan dag í gær höfðu komið 34 laxar á land á svæði Laxárfélagsins en veiði hófst sl. föstudag. Fiskurinn er vænn og sá stærsti sem náðst hefur á land, mældist 19,5 pund. Mest hefur veiðst neð- an Æðafossa. Veiði í Laxá á Ásum hefur byrjað vel og er mikill fiskur í ánni. Hún er hins vegar vatnsmikil og því er nokkuð erfitt að eiga við laxinn. Veiði hófst 5. júní sl. og þegar eru komnir á land á milli 30 og 40 laxar, sá stærsti 20 pund og meðalþyngdin um 14 pund. Veitt er á tvær stangir. Veiði í Blöndu hefur einnig farið vel af staö. Á sunnudag, höfðu 66 laxar verið skráðir í veiðibókina í Blönduskálanum en veiði hófst þar þann 5. júní sl. Stærsti laxinn sem skráður hefur verið var 19 pund og llestir eru þeir yfir 10 pund. Á ncðsta svæó- inu er vcitt á tjórar stangir. KK Ruglel&lr: Afkoma lakari enífyrra Afkoma af rekstri Flugleiða fyrir skatta, var um 56 milljón- um króna lakari á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs en sama tímabili í fyrra. Á þessu tíma- bili var tap af rekstri fyrir skatta, 954 millj. kr. en var 897 millj. kr. á sama tímabili 1993. Verulegt tap er að jafnaói af rekstri Flugleiða á þessum árs- tíma vcgna árstíóasveiflu í flumingum og gengi félagsins yfir sumannánuðina sker því úr um afkomu í árslok. Horfur í sumar eru nokkuð góðar. Á fyrsta ársfjórðungi 1994 fjölgaói farþegum urn 40% frá sama tímabili í fyrra en þar sem fjölgunin varð mest á skemmri leióum og meðaltekj- ur af hverjum farþega lækkuðu um 10% milli ára, skilaöi þessi fjölgun sér ekki í sambærilega hærri tekjum. Tíu prósent lækkun meðalfargjalds milii ára kostaöi Flugleiðir um 180 millj. kr. á tímabilinu janúar til mars. Fargjaldatckjur félagsins hækkuöu um 24% milli ára og heildartekjur um 15,4%. Rekstrargjöld hækkuðu einnig um 15,4%, m.a. vegna hækk- unar á gengi dollars gagnvart krónu. Bókanir yfir sumarvertíðina eru góðar og horfur á töluvert betri sætanýtingu en í fyrra. Ef gengi dollars og annarra er- lenda gjaldmióla veróur hátt yfir sumarmánuðina er það fé- laginu hagstætt. KK Kaldbakur til Póllands Stjórn Utgerðarfélags Akureyr- inga hf. hefur ákveðið að ganga til samninga við skipasmíðastöð- ina Nauta í Póllandi um endur- bætur á togara félagsins, Kald- baki EA-301. Þann 15. febrúar sl. voru opnuð tilboð í endurbæturnar og reyndist tilboð Nauta vera hagstæðast, eftir „að tillit hefur veriö tekið til allra þátta, sem áhrif hafa á endanlegan kostnað vegna verksins,“ eins og segir orórétt í fréttatilkynningu frá Utgerðarfélagi Akureyringa. Áætl- að er að verkið hefjist í Póllandi í sepjembcr nk. í frétt frá UA segir einnig að ákveðið hafi verið aó setja búnað til flottrollsveióa í Harðbak EA- 303 og er gert ráö fyrir aó það verði gert í ágúst nk. Auk starfs- manna ÚA er gert ráó fyrir að Slippstöðin Oddi hf. muni annast niðursetningu þess búnaðar. óþh Lögreglan á Húsavík: 5 teknir ölvaðir við akstur Hjá lögreglunni á Húsavík fengust þær upplýsingar að mikil gleói hefði ríkt í Ydölum í Aðaldal að- faranótt laugardags. Hljómsveitin Sssól spilaði þar fyrir fullu húsi og er talið að um 800 manns hafi verið þar á svæðinu. Aó sögn lög- reglu voru 5 teknir grunaóir um ölvun við akstur. ÞÞ Listahátíö í Reykjavík: BarPar slær í gegn Sýning Leikfélags Akureyrar á leikritinu BarPar eftir Jim Cartwright hefur notið mikilla vinsælda á Listahátíð. í upphafi voru ráðgerðar fjórar sýningar og seldist upp á þær svo grípa þurfti til aukasýninga. Fyrst var bætt við þremur sýn- ingum og strax varð uppselt á þær þannig að enn var bætt vió þremur aukasýningum og veröa þær í Lindarbæ nk. þriðjudags-, mið- vikudags- og fimmtudagskvöld. Eins og flestum er kunnugt eru það Sunna Borg og Þráinn Karls- son sem fara með öll 14 hlutvcrk- in í þessu vinsæla verki og eftir viðtökunum í Reykjavík að dæma er ekki von á þeim heim fyrr en með haustinu! BarPar var sýnt í Þorpinu á Ak- ureyri frá janúarmánuði til loka maí og ávallt fyrir fullu húsi. Sýn- ingin í Lindarbæ á þriðjudags- kvöldið er sú 50. í röðinni og ljóst að Listahátíðargestir eru vel með á nótunum. SS I Sporthú^kf m mihoð f ilH f M átJ' B M m m w'. 1 M £Þ /O iti 9lU f / f / II1 Þriðjudagur 14. júní: Brooks skór, Hi-Tec gallar, Patrick fótboltaskór Miðvikudagur 15. júní: LA Gear skór, Le Caf gallar, Sporteck fótboltar Fimmtudagur 16. júní: Adidas skór, Matinbleau gallar, Lutha fatnaður, Brooks skór Laugardagur 18. júní: Nike skór, Runway gallar, Puma fatnaður Sporthúyd Hafnarstræti 94, sími 24350, Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.