Alþýðublaðið - 22.08.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.08.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞVÐUBLAÐIÐ Rafmagnslelðslui. Straumnum heíir þegar verið hleypt á götuæðatnar og menn ættu elcki að draga iengur að iáta okkur Ieggja rafleiðsiur um hús sín. Við skoðum húsin og segjum um kostnað ókeypis. — Komið í tíma, meðan hægt er að afgreiða pantanir yðar. — H.f. Hiti & Ljós. Laugaveg 20 B. Sími 830. Von heflF alt til lifs- ins þavfa. Komið því þangað sem þið fáið nauðsynjav ykkar á sama stað, með sanngjörnu verði Mikl- ar vörur fyrirliggjandi. Aftur er komið góða og faliega lýslð, nauðsynlegt fyrir eldri og yngri, sem þurfa að flta sig; það gerir ungdóminn hraustan. Komið f Von og gerið kaup þar. Sími 448. Virðingarfylst. Gnnnar S. Signrðss. Það kzta er stuidm ððírast. Kafíibætir okkar er sá ódýrasti og toeasti á öllu landinu — viðurkendur af fjölda húsmæðra hér i bænum. Hálft kíló kostar 1,10. Seldur í Gamla bankanum, Laugaveg 22 A og Bræðraborgarstíg 1. Nýjar kartöflur komu með Botníu í Kaupfélögin. Símar 1026 og 728. Alþýðnmenn verzla að öðru jöfnu við þá sem auglýsa í blaði þeirra, þess vegna er bezt að auglýsa i Alþýðublaðinu. RiUtjóri og ábyrgðsrmaðnr: ólafur Friðriksson. Frentimiðiao Gntenbertr. Carit Etlar: Astin vaknar. fang sér og bar hana eins og barn inn 1 anddyrið. Unga stúlkan varð mjög undrandi þegar Magdalena teygði sig til hennar; en þegar hún skyldi ætlun henn- ar, brosti hún, fleygði frá sér sjótreyjunni, tók höndun- um um háls hennar og lét hana gera það, sem hún vildi. Lávarðurinn og kynblendingsstúlkan komust hjálparlaust úr vagninum. BSkol þetta eru þau húsakynni sem eg get boðið yður," sagði Jakob, um leið og hann opnaði dyrnar, sem lágu að fjórum herbergjunum. „Það er ekki rúm- gott hérna, og ekki heldur sérstaklega mikil þægindi; en í kvöld, þegar ekki sést lengur til niður í fjörunni, skal eg fara til prestsins 1 Bessar og tala við hann. Það er rýmra hjá honum." Ungfrú Lesley horfði í kriugum sig 1 herberginu. Augum hennar mæltu hvítkalkaðir veggir. Á þeim var ekkert skraut, nema gamalt olíumálverk, sem visinn krans úr eilífðarblómum hékk yfir, ásamt grafskrift sem djákninn hafði orkt til heiðurs vitaverðinum sálaða; i kringum það var þyrnikrans, fléttaður svartri slæðu. í glugganum var gullinlak og blaðstór myrtusviður, hvorttveggja 1 hvítum blómllátum. Við vegginn stóðu tvær stórar, Ijósbláar kistur, skreyttar eldrauðum rósum og 1 þeim gaf á að líta stóra böggla af mjallhvítu líni. Veggirnir voru svo hreinir og hvítir, að vel mátti halda að þeir hefðu verið málaðir daginn áður, gólfið sand- borna var nýþvegið og koparáhöldin við ofninn köst- uðu frá sér Ijóma. „Eg vil ekki fara til prestsins," sagði ungfrú Lesley ákveðið og með ákafa. „Hvaða erindi eigum við til hans f Hérna er bjart, hvítt og snoturt, eg vil dvelja hér, meðan við erum fangar yðar," bætti hún við bros- andi og um leið hneygði hún sig mjúklega fyrir Magda- lenu. Systir mín skilur betur frönsku en ensku," sagði Jakob. Ungfrú Lesley leit á Magdalenu, bandaði að henni hendinni, kinkaði kolli og sendi hörkulega og alvarlega andlitinu koss af fingrum se'r. Það skyldi Magdalena; hún lagði hendina á höfuð hefðarmærinnar, snéri sér að Jakob og sagði: „En það blessað barn! til hvers skyldi hún vera fær?" Jakob brosti. „Eg fer nú aftur niður í fjöruna til fólksins þar og fel yður umsjá systur minnar á meðan; hún mun láta yður í té það, sem þér með þurfið." „Já, farið þér aðeins," sagði unga stúlkan; „en þér gerið svo vel að minnast samkomulags okkar. Þér farið ekki oftar fram að flakinu. Þér hafið sama sem lofað því, og eg treysti orðum yðar." Við dyrnar stöðvaði Lesley lávarður hann. „Hangi skipið enn þá saman," sagði hann, „þætti mér vænt um ef eitthvað af dóti mínu væri flutt í land. Fyrir hvert kqffort sem mér verður fært borga eg það, sem upp verður sett." „Eg þarf miklu frekar minna kofforta við,“ sagði unga stúlkan. „Fötin mín eru í þeim, lífsnauðsynjar mínar, og eg gef helmingi meira en pabbi fyrir hvert koffort. Nafnið mitt stendur á þeim: Ellinor Lesley. þér munið það?“ Þegar Jakob kom niður í fjöruna, voru allir bátar úr næstu fiskiverum á ferð fram og aftur milli skips og lands. Rétt eftir hádegi var veðrið hvað mest, þá hvolfdi tveimur bátum svp að segja upp ífjörusteinum, sex menn druknuðu. Hinir komust af slysalaust, það var sem sjórinn væri saddur orðinn; lægði veðrið, þeg- ar kvöldaði birti upp. Takob sagði fiskimönnunum frá ósk Lesley lávarðar. Á einum bátnum komu í land hinir síðustu skipbrots- menn, þar á meðal skipstjórinn og smiðirnir; þaðan í frá var um að gera að finna koffort gestanna. tveggja. Klefi .Elinoru var á kulborða í skipinu. Vatnið komst því ekki inn í hann. Alt var þar eins og þegar hún fór þaðan. Fiskimennirnir tóku þar alt, sem hönd á festi. Fyrsti báturinn fór í land hlaðinn óhemju af áklæð- um og svæflum, öskjum og kössum, aðrir bátar ýttu frá landi og hröðuðu sér fram að flakinu til þess, að bjarga svo miklu sem unt var áður en dimdi, vegna þess, að óllklegt var, að skipið héldist á skerinu til næsta dags.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.