Dagur - 17.09.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 17.09.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 17. september 1994 FRÉTTIR Héraðsráð Norður-Þingeyinga: Skorar a Sighvat að kanna moguleika a aukinni samvinnu heilsugæslustöðva - héraðsráð bendir á ýmislegt sem skýrir hlutfallslega háan kostnað við heilsugæslu í Norður-Þingeyjarsýslu Héraðsráð Norður-Þingeyinga ;amþykkti á fundi sínum sl. íimmtudag ályktun þar sem ikorað er á heilbrigðisráðherra ið kanna möguleikann á auk- inni samvinnu heilsugæslustöðv- uina þriggja í sýslunni, á Kópa- skeri, Þórshöfn og Raufarhöfn, og beita sér fyrir því að komið verði á einni stjórn fyrir þessar þrjár heilsugæslustöðvar. Ingunn St. Svavarsdóttir, for- maður héraósráós, sagói í sarritali við Dag aó héraðsráó hafí ályktað í þessa veru í kjölfar skýrslu Hag- sýslu ríkisins um heilsugæslu- stöóvar, en þar kemur fram að hlutfallslega sé mestur kostnaður við rekstur heilsugæslustöðvanna á Norðausturhorninu. Ingunn segir að vitaskuld taki Norður-Þingey- ingar þessa skýrslu alvarlega og í því Ijósi beri að túlka ályktun hér- aðsráós, en hins vegar sé því fjarri aó fram hafí komið í opinberri umræðu um þessa skýrslu hvað liggi aó baki hlutfallslega miklum kostnaði vió heilsúgæslu á Norð- austurlandi. Ingunn segir að í þessu sam- bandi vilji héraðsráð benda á eftir- farandi: í fyrsta lagi séu alltaf tveir læknar á vakt í Norður- Þingeyjar- sýslu vegna mikilla vegalengda og það séu jafn margir læknar og eru á vakt í Reykjavik. „Þetta skýrir að kostnaður pr. íbúa er mun hærri hér en víðast annars staðar," sagði Ingunn. í ööru lagi er bent á að slysa- móttaka er á heilsugæslustöðvun- um í Norður-Þing. en á stærri þétt- býlisstöðum er sérstök slysamót- taka á sjúkrahúsunum. í þriója lagi er hlutfallslega mikill kostnaóur vió sjúkraflutn- inga í sýslunni vegna mikilla vegalengda og mikill tími fer í vitjanir. I fjórða lagi bendir héraðsráð á að á heilsugæslustöóvunum í Norður-Þingeyjarsýslu sé víðtæk- ari þjónusta vió íbúana, vegna þess að allskonar sérfræóiþjónusta sem þekkist á stærri þéttbýlisstöó- um sé einfaldlega ekki til staðar í Noróur-Þing. Þetta er t.d. þjónusta sem kvensjúkdómalæknar annast og það sama gildir um sérfræði- þjónustu barnalækna og bæklunar- lækna á stórum sjúkrastofnunum. Einnig er bent á að heilsugæslu- læknar í héraði þurfi einnig að annast ýmiskonar ráðgjöf, sem t.d. félagsráðgjafar og sálfræðingar annist á stærri þéttbýlisstöóum. „Hérna fer þetta hins vegar allt í gegnum heilsugæsluna og þar af leiðandi eru ársverkin á heilsu- gæslustöðvunum fleiri pr. íbúa. Þá má einnig benda á að læknar sinna ráðgjöf varðandi kynlíf og getnaó- arvarnir. Þeir veita einnig næring- arráðgjöf og krabbameinsskoðun og eftirlit er sömuleiðis á þeirra könnu, en t.d. í Reykjavík er þessi þjónusta á hendi Krabbameinsfé- lagsins. Þá má einnig nefna að læknar annast reykinganámskeið," sagði Ingunn. I fímmta lagi er bent á að heilsugæslulæknar á heilsugæslu- stöðvum úti í hinum dreifðu byggðum þurfi að sinna störfum sem meinatæknar og röntgentækn- ar sinni á sjúkrahúsunum. I sjötta lagi er bent á að ekkert sjúkrahús er í Norður- Þingeyjar- Kaffihlaðborð Viö bjóöum upp á kaffihlaöborö á sunnudaginn. Verö kr. 600 pr. mann. Hestaleiga á staðnum. Veriö velkomin. Gistiheimilið Engimýri Öxnadal, sími 26838. 1/ÍN uió HRRFNRGH í SEPTEMBER STÓRÚTSALA Á POTTABLÓMUM stórum og smáum, grænum og blómstrandi. RISATRÉ Á GJAFVERÐI. Ný sending afpottum og gjafavöru Brauð og tertur nýbakað alla daga. Vínarís — vænn og vinsæll Ver/ð velkomin sýslu, en vitað er að þangaó fer drjúgur fjöldi fólks á stóru þétt- býlisstöðunum sem aftur sækir ekki þjónustu viókomandi heilsu- gæslustöðvar. „Skúli Johnsen, borgarlæknir, gerði könnun fyrir nokkrum árum á því hversu marg- ar sjúkrahússinnlagnir voru frá hinum ýmsu stöðum á landinu. I ljós kom að sá staður á landinu sem var með lægstu tíðni sjúkra- hússinnlagna, var Raufarhöfn. Kostnaður við sólarhringsinnlögn pr. sjúkling á hátæknisjúkrahús er 33 þúsund krónur. Þetta er sami kostnaður og heilsugæslustöðin á Raufarhöfn borgar fyrir einn íbúa á heilu ári," sagði Ingunn. óþh Gamla fólkið á Akureyri hefur verið duglegt að sækja Sundlaug Glerárskóla, frá því hún var opnuð fyrir fáum ár- um. Bryndís Þorvaldsdóttir, íþróttakennari, hefur m.a. verið þar með sundkennslu og leikfimiæfingar fyrir aldraða og þegar ljósmyndari Dags leit við í gær, var ein slík í gangi og yfir 20 manns í lauginni. Mynd: Robyn. 1 ! Starfsmönnum Laxóss hf. sagt upp störfum: Ólafsfirðingar vilja koma upp bleikjueldi Ólafsfjarðarbær mun draga sig út úr starfsemi hafbeitarstöðvar- innar Laxóss hf., en stöðin rekur auk þess seiðaeldisstöð. Bæði er það vegna þess að heimtur á hafbeitarlaxi hafa verið mikið lakari í sumar og haust en vonir stóðu til og eins hefur nýrna- veiki greinst í seiðilm sem seld hafa verið frá stöðinni til Straumfisks á Svalbarðseyri. Hálfdán Kristjánsson, bæjar- stjóri, segir að búið sé að segja starfsmönnum stöðvarinnar upp störfum en Gunnar L. Jóhannsson í Hlíó hafi sýnt því áhuga að koma þar upp bleikjueldi en Gunnar hef- ur verið með vinnslu á bleikju og laxi, og hefur þar aðallega verið um reykingu að ræða. Gunnar hef- ur ásamt fleiri Ólafsfirðingum og í samstarfi við aðra aðila utan Ol- afsfjarðar kannað möguleika á að hefja þarna bleikjueldi og m.a. hefur bæjarráð Ólafsfjarðar rætt við Gunnar um það hvort um sam- starf gæti orðið aó ræða milli hans, Laxóss hf. og þeirra aðila sem hann hyggst verða í samstarfi við. „Rekstur Laxóss hf. verður geröur upp og fyrirtækið lagt nið- ur þegar fyrir liggur hvaða kröfur hvíla á fyrirtækinu en hugsanlega veröur hægt að selja tap fyrirtæk- isins til að gera upp kröfurnar. Heimtur á þeim hafbeitarlaxi sem eftir á að ganga í ósinn næstu þrjú ár verður samkomulag milli Lax- óss hf. og veiðifélagsins, og veró- ur andvirði hans skilað upp í þær kröfur," segir Hálfdán Kristjáns- son, bæjarstjóri.; Bæjarstjórn Ólafsfjarðar sendi Ríkisútvarpinu fyrr á þessu ári at- hugasemdir vegna endurvarps á staðnum, ekki síst vegna hlutverks RÚV í almannavörnum, en endur- varpið var inn á sveitarlínu, þ.e. einfasa rafmagni og því mjög óör- uggt. Bæjarstjóri segir þessum framkvæmdum lokið, þ.e. útvarps- endurvarpiö fær rafmagn frá bæj- arkerfinu. GG íslendingar og Norðmenn að samningaborðinu 11. október: Ekki skilyrði að íslendingar hætti veiðum fyrir þann tíma Á íundi Barentsráðsins í Tromsö í Npregi náðu utanríkisráðhcrr- ar íslands og Noregs, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Björn Tore Godal, samkomulagi um að sest verði að samningaborði um Smugudeiluna, þ.e. um sam- eiginleg hagsmunamál ríkjanna á sviði sjávarútvegs og fiskveiða og verður fyrsti fundurinn 11. október nk. I samkomulaginu er þess ekki krafist af Norðmönnum að íslend- ingar hætti veióum í Smugunni áður en sest verður að samninga- borðinu. Norrænu utanríkisráð- herrarnir áttu einnig fund með utanríkisráðherra Rússa, Andrej Kozyrev, sem segir að bráðnauð- synlegt sé aó stöðva nú þegar veióar í Smugunni vegna hættu á ofveiði. Kozyrev sagði að þeim fundi loknum að íslenski utanrík- isráöherrann væri sammála því aó vandi væri á höndum og vernda þyrfti fiskistofna. Islendingar og Rússar muni setja saman vinnuhóp sérfræóinga til að ræða veiðar í Smugunni og mun hann taka til starfa fyrir opin- bera heimsókn Jóns Baídvins til Moskvu 12. októbernk. Jón Baldvin sagði í Tromsö á fimmtudag að ef pólitískur vilji væri fyrir hendi væri hægt að leysa deiluna á grundvelli Hafrétt- arsáttmála SÞ en þar er lögð áhersla á að ekkert ríki getur ein- hliða tekið sér rétt aó skera úr um veiðar á alþjóðlegu hafsvæði. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.