Dagur - 17.09.1994, Blaðsíða 5

Dagur - 17.09.1994, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. september 1994 - DAGUR - 5 Getraun Nýja Bautabúrsins á Auðhumlu Á landbúnaðarsýningunni Auð- humlu, sem haldin var á Hrafna- gili í ágúst, stóð Nýja Bautabúrið á Akureyri fyrir getraun meðal sýningargesta þar sem geta átti upp á þyngd pepþerónipyisu. Um 3000 lausnir bárust og reyndust um 60 þeirra vera innan þeirra skekkjumarka sem leyfð voru, 1,9-2,1 kg. Rétt þyngd var 2,018 kg. Fimm verðlaun voru veitt. Fyrstu verðlaun, matarúttekt í Smiðjunni fyrir 2 að upphæó 10 þús. kr, hlaut Sóley Loftsdóttir, Bæ III. Annan tiJ fimmta vinn- ing, matarkörfu að eigin vali frá Nýja Bautabúrinu að upphæði 5.000 kr. hlutu: Björn Snæ- björnsson, Akureyri, Hrefna Dagbjört Arnardóttir, Breiðdals- vík, Kristdór Þór Gunnarsson, Kristnesi, og Kristrón Stefáns- dóttir, Kristnesi. A myndinni er þau Kristdór, Kristrún og Björn eftir að hafa tekið við verðlaun- um sinum. Mynd: Halldór Áhugahópur um vöxt og þroska barna: Upphaf vetrár- starfsinsá þriðjudag Áhugahópur um vöxt og þroska barna boðar foreldra og börn til samverustundar í Safnaðar- heimili Glerárkirkju á Akureyri milli kl. 14 og 16 á þriðjudag. Ætlunin er að á samverustundir sem þessar í vetur komi gestir sem frætt geti foreldra um ýmislegt varðandi barnauppeldi og annað sem foreldrar hafi áhuga á. Kaffi verður á boðstólnum á fundinum á þriðjudag þar sem jafnframt verður rætt um dagskrá vetrarins. Verslunarmiðstöðin Krónan: Góðgerðarsamtökum gefíð tækifærí Verslunarmiðstöðin Krónan á Akureyri ætlar nú í vetur að gefa góðargerðarsamtökum tækifæri til að vera með kaffi og kökusölu í verslunarmiðstöðinni á opnunartíma verslana. Ætlunin er að taka á móti um- sóknum fram til 1. október næst- komandi og er óskað eftir póst- sendum umsóknum, merktum Krónan, Pósthólf 301, 602 Akur- eyri. (Úrtilkynningu) Vetrarstarf BAhafíð Vetrarstarf Brídgefélags Akur- eyrar hófst sl. þriðjudag með Startmótinu. Eins og undanfarin ár er spilað í Hamri, félagsheim- ili Þórs við Skarðshlíð. Staðan í Startmótinu er þessi: N/S 1. Reynir Helgason - Sigurbjörn Haraldsson 254 2. Eiður Gunnlaugsson - Jónína Pálsdóttir 240 3. Pétur Guðjónsson - Anton Har- aldsson 227 4. Halldór Gestsson - Hinrik Hin- riksson 225 A/V 1. Ormarr Snæbjörnsson - Jónas Róbertsson 257 2. Stefán Sveinbjörnsson - Gylfi Pálsson 256 3. Sveinbjörn Sigurósson - Ár- mann Helgason 238 4. Þórarinn B. Jónsson - Páll Páls- son 236 Bíkarkeppni Norðurlands í bridds: Sveit Antons sigraði Sveit Antons Haraldssonar frá Akureyri, varð bikar- meistari Norðurlands í bridds árið 1994. Úrslitaleik- ur keppninnar var spílaður á Dalvuc nýlega og þar mætt- ust sveit Antons og sveit fs- landsbanka á Siglutírði. Anton og félagar fóru með sigurafhðlmi. í sveit Antons voru auk fyr- irlióans, þeir Pétur Guðjóns- son, Stefán Ragnarsson og Hörður Blöndal. Alls tóku 26 sveitir þátt S keppninni, sem staðið hefur yfir frá sl. hausti. KK Aðalfundur Smábátafélagsins Kletts verður haldinn að Hótel KEA sunnudaginn 25. september kl. 10 f.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Fulltrúakjör Kjör fulltrúa Sjómannafélags Eyjafjarðar á 19. þing Sjómannasambands íslands fer fram að við- hafðri allsherjar atkvæðagreiðslu. Framboðslistum með nöfnum 5 aðalfulltrúa og 5 varafulltrúa skal skilað til skrifstofu félagsins, Skipagötu 14, Akureyri, eigi síóar en kl. 16.00 föstudaginn 30. september 1994. Til þess að bera fram lista þarf skrifleg meðmæli minnst 42 fullgildra félagsmanna. Akureyri 16. september 1994. Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar. Námskeið um gæðastjórnun í byggingaiðnaði Námskeiðið, sem ætlað er félagsmönnum Samtaka iðnaðarins, verður haldið föstudag 30. sept. og laugardag 1. okt. í Skrifstofu atvinnulífsins, Strandgötu 29, Akureyri. Markmið námskeiðsins er að veita verktökum þjálfun í að byggja upp eigið gæðakerfi til að mæta vaxandi kröfum í byggingariðn- aði. Leiðbeinandi er Ólafur Jakobsson, ráðgjafi hjá íslenskri gæða- stjórnun sf. Skráning fer fram í síma 96-11222, 91-16010. <3) SAMTOK IÐNAÐARINS Tilkynning um námskeið fyrir fatlaða og aðstandendur Dagana 30. september til 1. október verður fötl- uðum og aðstandendum þeirra boðið upp á nám- skeiðiö: „Að flytja að heiman" að Botni í Eyja- fjarðarsveit. Að námskeiðinu loknu standa FFA (Fræðsla fyrir fatlaöa og aðstandendur), Svæðis- skrifstofa Norðurlands eystra, Styrktarfélag van- gefinna á Norðurlandi og Foreldrafélag barna meó sérþarfir, Akureyri. Kynnt verða mismunandi búsetuform og fjallað um stoðþjónustu frá ríki og bæ. Nánari upplýsingar og skráning fyrir 20. sept. á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra (sími 26960) og skrifstofu hagsmunasamtakanna (sími 12279). BELTIN BARNANNA VEGNA y UMFERÐAR RAÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.