Dagur - 17.09.1994, Page 7

Dagur - 17.09.1994, Page 7
Laugardagur 17. september 1994 - DAGUR - 7 unar í trúnni þegar á bjátar, veik- indi eða sorg bankar að dyrum. Er því eins fariö rneð presta? „Ég held að það hafi rækilega komið frant í fjölmiðlunt að und- anförnu að prestar eru menn. Þótt maóur njóti untönnunar lækna og ástúóar fjölskyldu og vina þá skynjar maóur þaó að þegar hlut- irnir ganga ekki upp að viska ntannsins er takmörkum háð og þá þroskar ntaður innra með sér tengsl við þann Guð sem maður hefur trú á. Það ætti aó vera auðveldara fyrir prestinn að fela vandantál sín í Guðs hendur og biðja um hjálp og styrk í að standast það sent á hann er lagt. En ég hef reynt það á móti aö ýmsar spurningar vakna innra rneð manni sern erfitt er fyrir manns eigin trú aö svara. 'Sú spurning hefur einnig leitaö á mína fjölskyldu og kallað frant ákveðna „rciði“ gagnvart Guði, hans miskunnsemi og hjálp og af hverju hann á einhvern hátt skuli ekki taka í taumana og minnka þaó álag sent gengió hefur yfir ntig og mína fjölskyldu. Það var í fyrsta skipti sem konan ntín varð veik aö ég sló í borðið og spurði minn Herra hvaó hann ætti vió ntcð þessu. En síðan skynjar maður að gátum heimsins cr ekki svo auóvclt að svara. Að vcra svo kröfuharður að ætla að Guð taki frá manni þjáningarnar sem eru raunverulega litlar miðað viö það sent er að ger- ast allt í kringunt ntann. I ntinni þjáningu og baráttu átti ég heil- rnargar uppgjörsstundir við Guð í bæn, örvæntingu og jafnvel ósætti. Þegar upp er staðið cr ég þakk- látur fyrir að hafa fengið að ganga í gegnum öll þessi veikindi, því bæói ég og konan mín höfum þroskast og skynjað hvcrsu lífið er mikilvægt og að allir hlutir eru ekki sjálfsagðir. Þjáningin þarf ekki að vcra svo slænt ef hún þroskar mann til þess að getað unnió sig út úr henni. Við erum gæfusöm nteö börnin okkar og tengdadætur og það væri vanþakk- læti við skaparann aó segja að gjaf- ir hans væru við nögl skornar. Þeg- ar eitthvað bjátar á í fjölskyldum þá sameinast fólk svo sterkt í því að komast gegnum hlutina, þrátt fyrir að sundrung hafi ríkt í við- komandi fjölskyldu og fólk hafi ekki verið í einingu. Þjáningin sameinar það. Mín þjáning og minnar ljölskyldu hefur þjappað henni santan og þroskað. Maður skynjar kannski ekki til fulls það óöryggi sent skapast hefur innra með börnum okkar, bæði vió veik- indi föður þcirra og móður en ég held að þau hafi skynjað mjög sterkt að lífið er fallvalt og ýmis- legt getur gerst. Kærleikurinn og umhyggjan hefur vaxið og við höf- um orðið hvort öðru svo ntikils virði í þessari baráttu. Þjáning aðstandenda mikið veiks einstaklings er oft ntikil og henni þarf aó gefa nteiri gaum.“ Að lítilsvirða sálarangist er mannvonska - Finnst þér þú vera bctur í stakk búinn að koma aö sjúkrabeði manneskju sem hefur orðið fyrir því t.d. að missa fótlegg og cnd- urvekja trú viðkomandi á lífið? „Reynslan segir mér aó það ætti að vera auðveldara aó geta sett sig í spor einhvers annars en hins veg- ar hættir ntanni til að fyllast hörku í garð annarra ef ntaður hefur gengið sjálfur gegnunt erfiðleika. Ef það kærni til mín maóur og ætti í mikilli sálarkvöl vegna þess aó hann hefur misst framan af fingri, sem ég veit að er ntissir engu að síður, þá gæti vafalaust sótt sú til- finning að mér aó þetta væri nú nteiri auminginn. Hans reynsla væri lítilmótlcg ntiðað við mína. Ég held að slíkt muni samt ekki sækja að ntér því við erum mis- jafnlega fyrirkölluð aó mæta and- streymi lífsins. Ég er kannski vel í stakk búinn vegna þess að ég hef frá blautu barnsbeini þurft að berjast við það að koma mér áfram, en ntargir hafa gengió gegnum lífiö án þess að reka olnbogann utan í, og þegar eitthvað kemur upp á hjá því fólki verður vandinn stór. Það veröur maður hins vegar að viróa og leiða þá ntanneskju hægt og rólega út úr vandanum. Hversu lítil sem sálarangistin er og af hversu litlu hún er sprotttin þá er hún það stór að það þarf að fara að henni með gætni. Að lítils- virða sálarangist einhvers er nánast ntannvonska og allir hafa rétt á að finna til, hver á sinn máta. Ef viö- komandi leitar til cinhvers cr hann að leita styrks, hjálpar og hand- lciðslu í því að komast út úr vand- anum. Ég álít að ég eigi auðveldara með að skynja stöóu þeirra sem eiga bágt, bæði vegna þess að ég hef legið um 50 sinnum á sjúkra- húsi og er búinn að sjá mjög margt fólk sem hefur átt við líkamleg og sálræn vandamál að etja. Mín veik- indi hafa þroskað mig og gert ntér auðveldara aó skynja stöðu þeirra. Ég sem sjúklingur get sagt viö aóra, sem síðar kunna að verða í svipuðum sporum og ég, aö segja þeim sem það treystir hvaðeina sem er að bcrjast innra með þeint, og hvaó þeir óttast. Margir veigra sér við að hugsa upphátt í sinni þjáningu þegar þeim er tilkynnt að Texti: Geir A. Guðsteinsson Mynd: Robyn Redman taka þurll af þeim fótinn. Óttinn vex oft í það að verða verulcg sál- arangist í einveru á sjúkrahúsi, þ.e. innilokaður ótti magnast upp. Ég þegi oftast þótt ég þjáist, nema þegar konan ntín er nálæg. Ég nota því hana sem ntilligöngu- rnann eða miðil. Mín skilaboð til fólks sem fær boð unt útlimamissi er að tala út, segja það scm brýst um í höfðinu, því angistin á sína orsök, hún er ekki aumingjaskapur eða hræðsla, og því þarf viðkom- andi að tala og tjá sig.“ Fer í markið næsta sumar „Ég hef unt nokkra ára skeið spilað mcö B-liði Þórs í Old-Boys knatt- spyrnu og sköntmu eftir aögerðina stóð fyrir dyrum árlegt „Pollamót“. Ég sendi skilaboð til félaga minna í liðinu þess efnis að markmaóurinn skyldi finna sér aðra stöðu á vellin- unt því ég ætlaói mér í ntarkið. Þegar svo mótiö byrjaói mætti ég í búningi eins og sönnum fyrirliða sæntdi. Síóan arkaði ég út á völl á hækjunum og tók í hendina á dónt- aranum og fyrirliða andstæðing- anna. Dómarinn horfði á mig í for- undran cn kvaö svo upp úr mcð þaó að hækjur væru ekki lcyllleg- ar. Ég hvarf því aftur af velli. Ég stefni að því næsta suntar að koma inn á í léttum leik og þá í ntarkið en ekki úti á vellinunt. Ég er þrátt fyrir allt raunsær og þekki míni takmörk. Ég lýsti því yfir sköntmu eftir aðgerðina í vor að ég ætlaði aó fara ríðandi í Gljúfurárrétt í haust og náði því markmiði. Aó setja sér markmið og segja við sjálfan sig: „Ég skal, ég get,“ er mikill stuðn- ingur. Vilji er allt sent þarf til að korna sér áfrarn um leið og nei- kvæðninni cr ýtt burtu." Álits leitað 1. Áttirðu von á því að sjá sr. Pétur konia eins fljótt til starfa og raun bar vitni? 2. Getur barátta hans orðiö öðr- um í svipuðum sporum til eft- irbreytni? Sr. Birgir Snœbjiirnssort áAk- ureyri og prófastur Eyfirdinga: 1. „Þaó leit ekki vel út á tímabili, cn hann sýndi alvcg dæmalausa hetjulund og alltaf jafn bjart- sýnn. Það hefur flcytt honum yfir ntikla erfióleika. Ekki síður á hann góöa eiginkonu scnt ver- ió hefur honum stoð og stytta og á stóran þátt í því að hann cr aft- ur farinn að þjóna í sínu presta- kalli.“ 2. „Það er hvatning að sjá aöra bera sinn kross svo vel og því geta margir sagt sem svo: „Því ætti ég ckki að geta þaó líka með Guðs hjálp.“ Margar þær hetjur sem hafa verið sjúkar mestalla ævi, eins og t.d. Helcn Keller og Adelle Kuhm, hafa orðið ótöldunt til hjálpar. Það ætti dænti Péturs að geta gcrt líka.“ Sr. SvavarA. Jónsson 1. „Hann hcfur sýnt ótrúlega þrautseigju í sínum veikindum og gcfst aldrei upp. Því kom það ekki á óvart, en það er raun- ar lyginni líkast." 2. „Það er alltaf hægt að læra af mönnum eins og sr. Pétri Þórar- inssyni. Ekki bara þeir scm eiga við veikindi að stríða heldur einnig þcir sem ciga í einhvers konar erfiðleikum. Ég er hins vegar viss urn að hann hefur stundum verið beygður án þess að brotna í baráttunni, því hann er ekki hið dæmigeróa hörkutól heldur seigur, hlýr maður.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.