Dagur - 17.09.1994, Blaðsíða 9
Laugardagur 17. september 1994 - DAGUR - 9
Tríó Birgis Marinóssonar aftur í ball-
spilamennskuna eftir átján ára hlé:
Alveg sami
kötturinn
ogfyrir
þrjátíu árum
- segir nikkarinn Örvar Kristjánsson
og lætur engan bilbug á sér finna
Tríó Birgis Marinóssonar á Ak-
ureyri, sem starfaði á árunum
1975-1976, tekur upp þráðinn á
næstu dögum þar sem frá var
horfið fyrir 18 árum og hyggst
halda uppi dúndrandi fjöri á
dansleikjum á næstu vikum og
mánuðum. Auk Birgis eru í tríó-
inu þeir Steingrímur Stefánsson
á trommur og Örvar Kristjáns-
son á harmoníku.
Tríó Birgis Marinóssonar var
geysilega vinsælt á sínum tíma og
þá var heldur betur líf í „bransan-
um". Tríóiö var bókað langt fram
í tímann um allt Norður- og Aust-
urland og einnig lá leiö þeirra fé-
laga til Færeyja. Þeir Birgir og
Steingrímur eru búsettir á Akur-
eyri en Örvar býr í Breiðholtinu í
Reykjavík. Dagur hringdi í Orvar
og spurði hann hvernig á því
standi að þeir félagarnar skelli sér
aftur í spilamennskuna „á gamals
aldri".
I
Birgir er auðvitað
hljómsveitarstjórinn!
„Við Steingrímur ræddum þetta
aðeins fyrir ári síðán og þá var ég
nú ekki tilbúinn í þetta. I sumar
var ég staddur á Akureyri á ferða-
lagi og hitti Steingrím aftur að
máli. Við ræddum aftur þann
möguleika að endurvekja tríóið
okkar og það varð úr að við rædd-
um vió Birgi og hann tók strax vel
í þaó."
- Ætlið þið þá að spila sömu
dansleikjatónlistina og fyrir átján
árum síðan?
„Já, akkúrat. Á þessum árum
gekk afskaplega skemmtileg mús-
ík á böllum. Eg nefni Stuðmanna-
lagið Dýrin í Tíról og fleiri
skemmtileg lög sem tröllriðu
landinu og miðunum. Nei, þetta
voru ekki gömludansaböll. Við
spiluðum allt það nýjasta og gát-
um jafnvel haldið upp dúndrandi
fjöri á unglingadansleikjum."
- Var nóg að gera á þessum ár-
um?
„Já, blessaður vertu. Við vor-
um bókaðir tvo, þrjá mánuói fram
í tímann. Við spiluðum fyrir norð-
an og austan, hreinlega út um allt.
Þaó var Birgis aó sjá um að bóka
okkur og honum fórst það vel úr
hendi."
- Birgir verður þá greinilega
hljómsveitarstjóri?
„Já, Birgir verður auðvitað
hljómsveitarstjóri. Tríóið er kennt
vió hann, annars væri þetta með
öllu ómögulegt!"
Aldrei haft jafn
mikið að gera
- Kitlar ballspilamennskan alltaf
jafn mikið?
„Eg veit það nú ekki. I sumar
hef ég spilað einn um hverja ein-
ustu helgi úti um allt land. Eg hef
til dæmis spilað í Skaftafelli,
Reyðarfirði, Höfn, Egilsstöðum,
úti í Grímsey, Hrísey, á þjóðhátíð
í Vestmannaeyjum og Kirkjubæj-
arklaustri."
- Þú hefur verió meira og
minna spilandi á nikkuna allar
götur frá því að þió félagarnir í
Tríói Birgis Marinóssonar hættuð
að spila saman?
„Það hefur verió allur gangur á
því. Ég fór nú meðal annars til
Færeyja og bjó þar í fimm ár.
Kom síðan aftur heim og gaf út
plötuna Frjálsir fuglar. Síðan hef-
ur nikkan aldrei farió langt frá
mér. Og það er svo merkilegt að á
gamals aldri, ég er núna 57 ára
gamall, hef ég aldrei haft jafn
mikið að gera í spilamennskunni."
- Finnst þér þá aó harmoníkan
sé aó sækja í sig veðrið?
„Já, það er alveg augljóst.
Ymsar hljómsveitir nú til dags
leggja mikið upp úr nikkunni og
nægir þar að nefna Sniglabandið.
Kannski hefur bröltið í mér oröið
til þess aó vekja áhugann á þessu
hljóófæri í dansmúsík?"
Prógrammið á sínum stað
Örvar segist ekki neita því að
hann hlakki til þess að endurupp-
lifa samstarfið við þá Birgir og
Steingrím. „Ég kom þarna norður
á mánudaginn var og við fórum
lauslega í gegnum gamla pró-
grammið okkar. Við vorum svona
að athuga hvernig vió stæðum í
þessu."
- Og reyndist gamla pró-
grammið vera á sínum stað?
„Já, veistu að það virtist vera
einhvem veginn þannig. Okkur
hefur í þaö minnsta ekki farið aft-
ur."
- Mér skilst að þið ætlið að
hefja leikinn í byrjun október?
„Já, það er hugmyndin. Við
hugsum okkur aó spila á böllum
fram í desember og taka okkur þá
frí framyfir áramót og byrja aftur
á árshátíóa- og þorrablótavertíð-
inni eftir áramót. Eg ætla að fá
mér híbýli þarna fyrir norðan og
vera þar á meðan við spilum á
böllunum. Það verður fínt að
breyta um umhverfi og hvíla fólk-
ið hér fyrir sunnan. Reyndar ætla
ég til Kanarí um jólin og spila á
vegum Úrvals-Útsýnar. Það er
nokkuö sem ég hef aldrei gert áð-
ur, en hlakka til þess að prófa
þetta."
- Þú sagðist vera orðinn 57 ára
gamall. Skiptir aldur engu máli
þegar ballspilamennska er annars
vegar?
„Nei, blessaður vertu. Ég er al-
veg sami kötturinn og fyrir þrjátíu
árum síðan. Það er með þetta eins
og íþróttirnar að maður verður að
halda sér í góðu formi. Þú sérð að
ég er búinn að spila um hverja
einustu helgi í sumar alveg frá því
í byrjun júní og ég hef ekki fundið
neitt fyrir þessu," segir Örvar
Kristjánsson.
Þess má svo að lokum geta að
nánari upplýsingar um starf þeirra
þremenninga í vetur gefa Birgir í
síma 96-21774 og Steingrímur í
síma 96-21560. óþh
lilbúnir í slaginn
Þremenningarnir í Tríói Birgis Marinóssonar vopnaðir tilheyrandi „amboðum". Örvar Kristjánsson
með nikkuna (lengst til vinstri), þá Birgir Marinósson með gítarinn og loks Steingrímur Stefánsson með
trommukjuðana.
KARLAMÁMSKEIÐ
oBEK - 8 „,
böKsins!
Mánudaginn 19. september hefst nýtt námskeið
í þol+þrek fyrir karlmenn á öllum aldri.
Fjölbreyttir tímar á mán/mið kl. 21.00
og þri/fim kl. 20.00 + ótakmörkuð mæting í aðra tíma.
M.a. verður í boði:
- Pallar + tæki - Þrekhringur, tæki - 3 fitumælingar -
Fyrirlestur með næringarfræðingi - Og margt fleira.
Kennari: Einvarður Jóhannsson, íþróttakennari.
?*£**