Dagur - 17.09.1994, Blaðsíða 10

Dagur - 17.09.1994, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 17. september 1994 DÝRARÍKI ÍSLANDS SR. SI6URÐUR ÆCISSON Fuglar 56. þáttur SKUMUR (Catharacta skua) Skúmurinn er, eins og frændur hans, litlu kjóarnir, hálf- geróur vandræðagripur í heimi fuglafræðinnar. Um eitt eru menn þó sammála að hann tilheyri ættbálki strand- fugla (fjörunga). En hvað svo tekur við er álitamál. Margir setja hann í undirættbálk strandfugla, er nefnist máfuglar (Lari). Er hann síðan ýmist talinn af mávaætt- inni (Laridae), sem hefur að geyma um 50 tegundir, eða þá, sem reyndar oftar er, af kjóaættinni (Stercorariidae). Ef fylgt er hinni síðar nefndu greiningu, brotnar kjóaætt- in svo í tvær ættkvíslir; annars vegar er Stercorarius („kjóar" þ.e.a.s. litlir kjóar), er hefur að geyma þrjár teg- undir (fjallkjóa, kjóa og ískjóa) og hins vegar Carhar- acta („skúmar", eða ööru nafni stórir kjóar). Lengstum var talið, aó bara væri eina skúmategund að finna í heiminum, er svo deildist í nokkrar undirteg- undir, en síðari rannsóknir virðast benda til þess, að um fleiri sjálfstæðar eóa hreinar tegundir sé að ræða. Ná- kvæm útfærsla þessa er svo á reiki, eftir því hvaða bók maður les. • Ein kenningin gengur út á tvær skúmategundir, þ.e.a.s. annars vegar Catharacta skua (er bæði sé að finna hér á norðurhveli og víða í suðurhöfum, og grein- Fullorðinn Skúmur ist í margar undirtegundir, ógreinanlegar í sundur nema í hendi), og svo Catharacta maccormicki (er sé nokkuð minni en sú fyrrnefnda og verpi á Suðurskautslandinu). Onnur kenningin er sú, að tegundirnar séu þrjár talsins, þ.e.a.s. Catharacta skua (oftast nefndur bara skúmur), Cathar- acta maccormicki (sæskúmur, er verpi á Suóurskautslandinu og finnist í ýmsum litarafbrigðum, dökkum og ljósum), og að síð- ustu Catharacta chilensis (Chile-skúmur; er sé í Chile og suóur- hluta Argentínu). Samkvæmt þessari kenningu myndi okkar skúmur þá teljast ein af fjórum undirtegundum Catharacta skua (vegna mismunandi stærðar og litarháttar, en þó ekki svo afger- andi, aó nauðsynlegt sé að greina fuglana til sérstakra tegunda), og bera latneska heitið C. s. skua. Hinar væru þá C. s. antarcticus (Falklandseyja-skúmur), C. s. lönnbergi (brúni skúmur, eða Suó- urhafa-skúmur), og C. s. hamiltoni (Tristan-skúmur). Þriðja kenningin vill meina, að hreinu tegundirnar séu ekki þrjár, heldur fjórar, þ.e.a.s. Catharacta skua, Catharacta chilens- is, Catharacta maccormicki, og Catharacta antarctica. Og að hin síðastnefnda greinist í þrjár undirtegundir, þ.e.a.s. C. a. ant arctica (er verpi á Falklandseyjum, og í S-Argentínu), C. a. ham- MATARKRÓKUR iltoni (er verpi á Gough og Tristan da Cuhna), og svo að lokum C. a. lönnbergi (er sé þeirra algengust, verpandi umhverfis Suð- urskautslandið, eins og það leggur sig, og eyjunum þar suður af; en finnist ekki á hafsvæóum við N- Ameríku eöa Evrópu). Og eflaust má finna um þetta aðrar hugmyndir eða útfærslur fleiri. En nóg um það að sinni. Skúmurinn er mikill fugl vexti, þrekinn, hálsstuttur o'g lura- legur, um 53-61 sm á lengd (íslenskir fuglar að jafnaði 58 sm), 1200-1600 g að þyngd (þ.e.a.s. næstum fjórfalt þyngri en kjóinn) og meó gríðarlegt vænghaf, eóa allt að 150 sm. Hann er næsta einlitur að sjá úr fjarlægð, dökkmóbrúnn allur, meó ryðlitum blæ, Ijósastur (allt aó því gulbrúnn) aó neðanveróu, en þegar nær er komið, sést, að töluverður innbyröis munur er á einstaklingum; þó aldrei eins afgerandi og með öórum kjóum á norðurhveli. Lit- armunur eftir kynferói er hins vegar enginn. Vængir eru kraft- miklir, breiðir og snubbóttir. Fremst má sjá þar áberandi hvíta bletti, jafnt undir sem ofan á. Stélið er þverstýft og stutt og mióstélfjaðrirnar tvær, sem eru eitt af aðaleinkennum litlu kjóanna (fjallkjóa, kjóa og ískjóa) - langar, beinar og oddhvassar, og skaga töluvert aftur og út fyrir aörar stélfjaðrir þeirra - eru mun óásjálegri á skúm og í raun varla greinanlegar. Nefið er gildvaxið og sterklegt, krókbogið í oddinn; svart að lit. Fætur með sundfitjum milli þriggja táa; einnig svartir. Sumar- og vetrarbúningur eru nánast eins. íslenski skúmurinn er farfugl, sem kemur til Iands- ins nokkuó snemma á vorin, eða í apríl-maí. Kjörlendi hans á varptíma (a.m.k. á íslandi) er dreifbyggóir á söndum eða í graslendi vió sjó. Varpstaðirnir hér eru að mestu á sunnanverðu landinu; lítilsháttar þó einnig við Öxarfjöró og Héraðsflóa. Aðalvarptíminn er síðari helmingur maímánaðar. Eggin eru yfirleitt 2, ólífubrún að grunnlit, sett tiltölu- lega fáum, dekkri blettum og flikrum, og þau lögð í grunna dæld, lítió sem ekkert fóðraða. Útungun tekur 28-30 daga og sjá bæói hjón um ásetuna, sem og aó afla ungunum matar eftir ábrot og næstu vikur eftir það og verja óóal sitt af mikilli hörku, bæði fyrir mönnum og skepnum. Ungarnir eru hreiðurfælnir. Þeir veróa fleygir 6-7 vikna gamlir og fullkomlega sjálfbjarga um 3 vik- um eftir það. Á tímabilinu október-mars er skúmurinn úthafsfugl og fer þá einförum. Ungir fuglar þvælast bæði langt og víða (allt til N-Afríku og S-Ameríku og á sumrin norður í Ishaf), en eldri fuglar dvelja einkum út af SV-Evrópu. Skúmurinn lifir á margskonar fæðu og aflar hennar með ýms- um ráðum. Hann er einstaklega flugfimur og beitir því oftast aðra fugla (t.d. máfa og súlur) ofríki, þ.e.a.s. rænir þá matnum á flugi, en einnig drepur hann fugla, litla og stóra (mófugla, fýla, endur, gæsir o.s.frv.) eða tekur egg þeirra og étur. Og sandsíli er líka tekið í allstórum mæli og fiskúrgangur hverskonar. En skordýr lætur hann vera. íslenski skúmastofninn hefur verið áætlaður um 6.000 varp- pör. Það telst vera um helmingur allra skúma á noróurhveli jarð- ar. Annar helsti varpstaóur fuglsins er Hjaltlandseyjar. Einnig eru allmörg pör á Orkneyjum, en í Færeyjum ekki nema um 200. Og örfá pör verpa á Svalbarða og á Lofótensvæðinu í N-Noregi. Elsti, merkti skúmur, er ég hef gögn um, náði tæplega 13 ára aldri. En fuglinn veróur eflaust miklu eldri en þetta, ef mið er tekið af kjóanum t.d., sem merkingar hafa sýnt að getur náð 18 árum, rúmum. Þau sækja sér mat í lustu náttúruiuiar „Mér finnst skemmtiiegt að matbúa það sem við höfum aflaó okkur sjálf í stað þess aó kaupa í matinn út í búð," sagði Svanhildur Gunnarsdóttir, sem býr í Stapasíóunni á Akureyri. Svanhildur starfar hjá Rannsókna- stofnun Fiskiðnaóarins á Akureyri, þar sem hún rannsakar hversu hreinar og ómengaðar ýmsar matvörur eru, einkum sjávarfang. Uppskriftirnar hennar Svanhildar byggjst sannarlega á því að nýta það sem landið gefur, blómkál og kartöfl- ur úr garðinum, sjóbirting, gæs og ber. Eiginmaður Svanhildar, Magnús Lárusson, starfsmaður Hitaveitu Ak- ureyrar, sér um aó skjóta gæsina. Svanhildur lætur sig hinsvegar ekki muna um það að veiða sjóbirtinginn sjálf en þau hjónin fara á hverju ári í veiðiferö í Vatnamót á Síðu í Vestur- Skaftafellssýslu. Svanhildur skorar á Helgu Harðar- dóttur, hússtjórnarkennara á Sauöár- króki, aó senda uppskriftir í næsta Matarkrók. „Hún er nýlega útskrifuð fagmanneskja og þaó verður forvitni- legt að sjá hvað hún hefur fram að færa," sagói Svanhildur. Blómkálssúpa I blómkálshöfðuð, meðal stórt II vatn 1 tsk. salt 50 g smjór 5 msk. hveiti 1 tsk. karrý 2 tsk. súpukraftur 1 dl rjómi salt, season all Vatnið og saltið hitað aó suðu. Blómkálið þvegió og því skipt í litla stilka, sem settir eru í sjóóandi vatnið, soóið í 5 mín. Blómkálsstilkarnir sigt- aðir frá. Bræóió smjörið í potti, bætió karrýi og súpukrafti út í, látið krauma litla stund. Setjið hveitið út í og jafnið meó blómkálssoðinu. Bætið rjóman- um í og bragðbætið með salti og sea- son all. Að síðustu eru blómkálsstilkarnir settir í súpuna og hún hituó aó suðu. Berið súpuna fram með grófu snittu- brauði og smjöri. Soðinn sjóbirtingur í súpu l'/i kg sjóbirtingur (lax) 1'á l vatn 2 msk. edik 2 tsk. salt 2 lárviðarlauf sveskjur og rúsínur eftir smekk 1-2 msk. sykur 50 g hveiti 1 dl vatn Þegar vatnið með salti, ediki og lárberjablöðum sýóur er fiskurinn, ásamt sveskjum og rúsínum, látinn út í. Froðan veidd vel ofan af þegar sýó- ur aftur. Fiskurinn soóinn þangað til Svanhildur Gunnarsdóttir með allt tilbúið í eldamennskuna. hann losnar frá beini. Sjóbirtingurinn settur á fat. Sykurinn settur í soðið og jafnað með hveitijafningi. Sjóblrting- urinn er borinn fram með soðnum kartöflum úr garðinum, smjöri og að sjálfsögðu súpunni. Villigœs - fyrir 4-5 1 gœs 2,5-3,0 kg 1 poki steinlausar sveskjur 2-3 epli salt, pipar, kjötkraftur Sósa Soð afgas, hjarta, hálsi ogfóarni rjómi rifsberjahlaup sósulitur hveitijafningur Gæsin en nudduó að utan og innan með salti og pipar, sveskjur og epli skorin í báta, sett inn í gæsina og saumað fyrir báðu megin. Ofninn hitaður í 200° C, gæsinni stungið í ofninn í ofnpotti og hún látin brúnast. Hellt yfir gæsina 'A 1 af sjóð- andi vatni með örlitlum kjötkrafti í og steikt áfram í 2 klst. eóa þar til bring- an er laus frá beini, gott að athuga það með prjóni. Meðan gæsin steikist er hjarta, háls og fóarn soðió í léttsöltuðu vatni til að fá kraft í sósu. Soðið af gæsinni er siktað í pott, fitan fleytt ofan af, soðinu af hjarta, hálsi og fóarni bætt í og suðan látin koma upp. Þykkt meó hveitjafningi, smakkað til með rjóma og rifsberja- hlaupi, sósulit bætti í, allt eftir smekk. Gæsin er best með brúnuóum kart- öflum, eplunum og sveskjunum sem voru í fyllingunni, hrásalati, grænum baunum, rauðkáli og aó sjálfsögðu rifsberjahlaupi. Rifsberjahlaup I kg rifsber 1 kg sykur 'á-I dl vatn Berin þvegin vel, sett í pott með sykrinum og vatninu soðið í 2-3 mín. Áríðandi að suðutíma sé fylgt. Hellt á þétta línsíu eóa sikti og látió síga í krukkur. Lokin sett strax á. KLJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.