Dagur - 17.09.1994, Blaðsíða 15

Dagur - 17.09.1994, Blaðsíða 15
UTAN LANDSTEINANNA Laugardagur 17. september 1994 - DAGUR - 15 %'VnLUR ÚŒI Leikarar viröast nú sífellt hrifnari af því aö fram- kvæma sín eigin áhættu- atriði í stað þess aö fá þar til gerða staðgengla til aö leysa sig af. I myndinni Speed, sem Borgarbíó hefur nú til sýninga, hætti aöalleikarinn, Ke- anu Reeves, lífi sínu og limum til aö gera eitt slíkt atriöi sem raunveru- legast. Hann skaut leik- stjóra myndarinnar, Jan RENNI Það er ekki alltaf tekið út meö f sældinni að vera leikari. Það fékk Jamie Lee Curtis að reyna þegar hún lék saklausu eiginkonuna hans Arnies Schwarzenegger í myndinni True Lies. Hún mun ávallt bera þess merki aó hún lék í myndinni eftir að hún hlaut brunasár á hægra brjóst á meöan á tökum stóö. „Síðustu þrjá dagana sem tökur á myndinni stóðu yfir lék ég í slagsmálaatriði á móti leikkonunni Tiu Carrere. Viö vorum í aftursætinu í glæsivagni og ég og Tia lékum atrióið sjálfar án hjálpar áhættuleikara. Við skutum púðurskot- um og skothylkin spýttust um glæsi- vagnin. Einn heitur - mjög heitur - skothólkur féll niður á kjólinn hjá mér viö hliöina á brjóstinu og brenndi þar lítiö gat. Ég ber þess enn merki, lítinn rauöan hring, skotsárió mitt," segir þessi annars lýtalausa leik- kona. Jamie Lce Curtis mun seint gleyma leik sínum í True Lies. LEIMNLEGT DMJTVEKK götur Los má ekki Myndin Speed er nú til sýn- ingar í Borgarbíói en þar leikur Sandra Bullock held- ur óheppinn rútufarþega sem neyðist til að taka við stýrinu á rútu sem fer á ofsahraða um Angeles. Hún hægja ferðina þar sem ill- kvittnir menn hafa komið sprengju fyrir í rútunni sem mun springa ef keyrt er óþarflega hægt. Þessari upprennandi stjörnu þótti þetta þó ekki skemmtileg- asta hlutverk sem hún hefur fengist við. „Eftir að tökur höfðu staöið Sandra Bullock hefur slegið í gegn. yfir í tvær vikur fannst mér ég ekki þola meira," segir hún um hlutverkiö, sem gerði hana að eftirsóttustu leikkonu Hollywood í dag. „Aó sitja í rútu alla mynd- ina er samt besta kennsla í leiklist sem ég hef nokkru sinni fengið. Ég læröi hvernig hægt er að gera rútusetu áhugaverða," bætir Bullock við. Ekki þótti henni verra að hafa kvennagullið Keanu Ree- ves til taks og láta hann nudda á sér hálsinn á meöan á tök- um stóð. De Bont, skelk í bringu þegar hann ákvað að keyra sjálfur Jaguarbif- reið í hlióina á stórri rútu en myndin snýst að miklu leyti um þessa til- teknu rútubifreið. Honum varð þó ekki meint af, ef undan eru taldar nokkrar skrámur, og herma fréttir að lukkudísirnar hafi gengiö honum í lið í þetta skiptið. Sjálfur seg- ir Keanu að þetta hafi ekki veriö neitt mál. „Þetta virtist vera eitt- hvað sem svalur gæi mundi reyna," sagöi goö- ið um athæfi sitt. brugOinn Hinn gamalkunni leikari, Harrison Ford, er í heldur frábrugðinn öórum stjörnum í Holly- M wood. Á meðan flestar hinar stjörnurnar blanda geði og sækja villtan gleðskap er hann heima í faðmi fjölskyldunnar og dundar sér við að smíða húsgögn. Hann þykir mjög laginn ið þá iðn og nágrannar hans og kunningjar honum stórfé fyrir gersemin en hann var einmitt smiður áður en hann snéri sér að leiklist. Þetta er þó ekki það eina sem gerir hann frábrugð- inn öðrum goðum því á meðan að aðrir beita öll- um tiltækum ráðum til að sporna við hármissi þá segist hann helst vilja vera sköllóttur. „Ég hef alltaf viljað vera sköllótt- ur. Ég meina það, með skinandi skalla. Væri það ekki frábært að vera sköllóttur í rigningu?" sagði þessi einkennilegi leikari. í síðustu viku birtust í þýskum og frönskum blöðum myndir af' Karli bretaprins, þar sem hann stóð allsnakinn á svölunt glæsibýlis konungsíjöl- skyldunnar í Frakklandi. Óprúttnir ljósmyndarar lágu í felum mörg hundr- uð metra í burtu og náðu myndum af Kalla þar sem hann skartaði sínu feg- ursta. Enska pressan var ekki ánægð með mynd- birtingar blaðanna en sennilega hefðu þeir verið himinlifandi ef sjálfir hefðu þeir náð þessum myndum. Eitt slúðurblað- ið gerði tilraun til að plata lesendur sína þar sem staðgenglar voru fengnir til að leika Kalla og vin- konu hans. Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér þá tókst þeim furðu vel upp.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.