Dagur - 17.09.1994, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 17. september 1994
POPP
MAGNUS 6EIR 6UÐMUNDSSON
Nýjar
gítarhetjur
Frá upphafi til þessa dags,
hefur gítarinn verið prímuS'
mótorinn í rokkinu og raun-
ar flestri annarri dægur-
lagatónlist. Ekki aðeins
það, heldur hefur gítar-
inn líka átt stóran þátt
í sköpun ímyndar
margra af þekkt
ustu tónlistar-
mönnum sög-
unnar, jafnvel þótt
þeir sumir hverjir
hafi ekki verið
neinir sérstakir gít-
arleikarar.
Rokkkóngur-
inn sjálfur, El-
vis Presley, er
gott dæmi um
það. Gítarinn
var stór partur
af ímynd
hans, þótt
röddin hafi
ráðið lang-
samlega
mestu um vin
sældir hans sem tónlistar-
manns. (Ýmsar annarskonar
„vinsældir" hans, eru aftur á
móti önnur saga.) En oftast fer
það þó saman við ímyndina,
aó innihaldið sé ríkt. Menn sem
náð hafa að skapa sér ímynd
með hjálp gítarsins, eru hrein-
lega berskjaldaðir, naktir án
hans. Geta ekki verið og eru
ekkert án hans. En um leið get-
ur gítarinn ekki verió án þeirra.
Þeir eru snillingar, meistarar,
hetjur hans. Muddy Waters,
John Lee Hooker, B.B, King,
Freddy King, Chuck Berry, Jimí
Hendrix, Jimmy Page, Stevie
Ray Vaughan, Eddie Van Ha-
len, Joe Satriani og Steve Vai
eru allt nöfn gítarhetja fyrr og
nú og þannig mætti lengi telja
og enn eru að koma fram nýjar
hetjur.
77/ alls líklegir
lan Moore, tuttugu og fjögurra
ára Bandaríkjamaður, frá Aust-
in, Texas og Jan Cyrka, Breti
líklega um þrítugt, eru tveir gít-
arleikarar sem nú gera hraust-
lega tilka.II til gítarhetjunafnbót-
arinnar. Hafa þeir báðir og þá
sérstaklega Cyrka vakið mikla
athygli að undanförnu fyrir
plötur sínar, Moore fyrir sína
fyrstu samnefndu, en Cyrka
fyrir sína aðra, Spirit. Það er þó
Nýrsnillingur? lan Moore.
ekki mikið meira sem þeir tveir
eiga sameiginlegt. Cyrka hefur
verið kallaður svar Breta við
Steve Vai og er því mjög
tæknilegur á allan máta, en
tónlistarsköpun hans er þó
mun aðgengilegri en hjá Vai.
Hún minnir um sumt t.d. á læri-
föður Vai, Joe Satriani. Moore
er hins vegar í samræmi við
heimahérað sitt, mótaður af
blúsáhrifum, en jafnframt eru
popp- og rokklaglínur frá átt-
unda áratugnum áberandi í
hans lagasmíðum. Hann er svo
líka skínandi söngvari, en þá
iðkun lætur Cyrka alveg vera.
Er hans plata, eins og flestar
slíkar, án söngs. Þaó eina sem
e.t.v. er líkt, eru smá fönk-
glennur hjá þeim. Annað er um
flest ólíkt. Báðir sýna hins veg-
ar eftirtektarverða „takta",
þannig að ekki verður um villst
að þeir eru til alls líklegir á
framabrautinni. En vel að
merkja. Þeir eru aðeins tveir af
tugum ef ekki hundruðum gít-
arleikara, sem geta borið titilinn
gítarhetjur. Alltaf eru að koma
fram nýir og nýir sem heilla.
Michael Hill er t.d. nafn á þel-
dökkum blúsgítarleikara, sem
nú vekur mikla athygli.
árslok 1992 var ekki annað
vitað en að rokksöngvarinn
margfrægi og umdeildi, Ozzy
Osbourne, hefði haldið sína
síðustu tónleika, allavega
sem hinn villti og brjálaði
Ozzy. Hélt kappinn til að undir-
strika það tvenna eftirminnilega
tónleika í Bandaríkjunum
skömmu fyrir áramótin, þar sem
m.a. gömlu félagarnir hans í
Black Sabbath tróðu upp með
honum eftir langt hlé. Var síðan
á næstu mánuðum á eftir gert
ráð fyrir að þeir félagarnir (hinir
þrír upprunalegu meðlimirnir eru
Tomy lommi gítarleikari, Geexer
Butler bassaleikari og Bill Warrd
trommuleikari) tækju saman á ný
fyrir alvöru, en á síðustu stundu
hætti Ozzy við, þannig að
draumurinn um að þessi ein
áhrifamesta sveit þungarokksins
öðlaðist líf að nýju, varð að
engu. Ákvað hann frekar að ein-
beita sér að gerð næstu plötu
sinnar, en að byrja gamla sam-
starfið að nýju. Taldi hann sig
auk þess ekki tilbúinn til slíkra
stórræða, stuttu eftir að hann
hefði loksins náð tökum á vímu-
efnavandamálum sínum með
meiru. Það sem líklega þó mestu
réði, var að samningar varðandi
peningahliðina milli Ozzy annars
vegar og þeirra þriggja hins veg-
ar, fóru út um þúfur.
Ozzy karlinn Osbourne er nú að mæta aftur til leiks eftir um tveggja ára
hlé.
„Sá brjálabi"
aftur kominn á kreik
Ekkert óbagot
Það sem að framan er sagt, átti
sér stað fyrir um einu og hálfu ári
og nú eru að verða tvö ár síðan
„The madman", sá brjálaði Ozzy,
sagði skilið við rokksviðið. Ýms-
ar fregnir hafa borist á þessum
tíma sem liðinn er af gerð nýju
plötunnar, en ennþá hefur Ozzy
ekki lokið við hana. Það er því
ekki hægt að segja að söngvar-
inn flani að neinu, sé með óða-
got við að fullgera plötuna.
Standa málin þannig nú að
hennar er vart að vænta fyrr en í
fyrsta lagi í upphafi næsta árs,
sem er varlega áætlað. Er Ozzy
enn með á prjónunum að semja
fleiri ný lög, en fyrir hefur hann
sett á blað tuttugu. Segir hann
tíu af þeim vera nógu goð til að
komast á plötuna, en nokkur í
viðbót þurfi til að fullkomna verk-
ið. Méðal laganna tíu eru tvö
sem Ozzy hefur samið í félagi
við gítarhetjuna Steve Vai og ein
sex með fyrrum gítarleikara sín-
um Zakk Wylde, sem nú gengur
bara þolanlega með nýju hljórn-
sveitinni sinni, Pride & glory. Á
platan að nefnast X-ray, sem
merkir glær eða gegnsær. Má
með nokkrum sanni segja að
það nafn eigi vel við, því nú er
Ozzy í fyrsta skipti við geró
plötu, algjörlega allsgáður eða
edrú, eins og það kallast á.al-'
þýðumáli. „Hreinn og tær", eins
og hann hefur sjálfur sagt.
Aftur á svibib
Auk þess að fullgera nýju
plötuna, sem hann hyggst gera
m.a. í félagi við lagahöfundinn
Mark Hudson er samdi stórsmell
Aerosmith, Living on the edge,
hefur Ozzy Osboume svo látið
hafa eftir sér þau merku tíóindi
að hann ætli upp á sviðið aftur.
Honum sé farið að leiðast svo
mikið að vera „hættur" að hann
verði hreinlega að byrja aftur.
Segist hann reyndar aldrei hafa
meint það í fullri alvöru að hætta,
en það hafi verið heppilegast að
gefa slíkt út á þessum tíma. Er
þessi játning hans nú í samræmi
við ályktanir sumra blaðamanna,
að hann geti ekki hætt að koma
fram sem hinn eini og sanni
Ozzy. Á næstu mánuðum er því
væntanlega von á nánari fregn-
um af tónleikaferð og nýrri vand-
aðri plötu frá rokkstjömunni
Ozzy Osboume.
PUNKTAR • PUNKTAR • PUNKTAR • PUNKTAR • PUNKTAR • PUNKTAR •
• Dinosaur Jr., hljómsveitin sem átt
hefur stóran þatt í mótun rymrokks-
ins, (grungerokksins) sendi frá sér
sína nýjustu plötu fyrir skömmu.
Nefnist hún Without a sound og er
ef rétt telst til, sjötta plata hljóm-
sveitarinnar. Er söngvarinn og gít-
; arleikarinn J. Mascis sem fyrr allt í
öllu í henni, sem nú er reyndar að-
eins tveggja manna fyrirbæri. Hefur
Mascis nefnilega bætt trommuleikn-
um við sig, en á bassann spilar
MikeJohnson.
• Bassaleikari kvennarokksveitar-
innar L7, Jennifer Finch, hefur alla-
vega tímabundið sagt skilið víð
hana til að spila með annarri siíkri,
Hole, Kemur Finch í stað Kristen
Pfaff, sem lést að völdum ofneyslu
eiturlyfja í júní.
• Söngkonan Edie Brickell hefur
nú nýlega sent frá sér sfna þriðju
plötu sem ber heitið Picture perfect
morning. Á hinum tveimur plötunum
var hún f félagi við hljómsveitina
The new bohémians, en er án
hennar f þetta skiptið. Hún hefur
hins vegar engan annan en Paul
Simon sór til halds og trausts, sem
hún hefur verið gift um nokkurt
skeið.
• írska hljómsveitin Cranberries,
sem eins og fjallað var um f Poppi
fyrir nokkru, sló eftirminnilega í
gegn með plötunni sinni Everybody
else is doing it, so why cant we?,
fyrst í Bandaríkjunum og það svo
um munaði á sfðasta ári, en síðan
á heimavígstöðvunum, er nú um
þessar mundir að koma með aðra
plötu undir nafninu, No need to
argue. Af henni er lagið Zombie
komið út á smáskffu, sem lofar
mjög góðu. Er þar á feröinni hreint
mögnuð smfð, sem í senn er kröft-
ug og mjög grípandi.
• Vilhjálmur heitinn Vilhjálmsson
var tvfmælalaust einn ástsælasti og
virtasti dægurlagasöngvari þjóðar-
innar. Er nú komin út frá Spor hf.
safnplata með Vilhjálmi, sú önnur í
röðinni, sem nefnist í tíma og rúmí.
Sú fyrri nefndist Við eigum samleið
og kom út fyrir um tveimur árum
sfðan. Eru báðar þessar plötur dýr-
mæt heimild um merkan söngvara,
sem mikill fengur er í.
• Það er Ifklega óhætt að fullyrða
að Status Quo sé lengststarfandi
rokkhljómsveit sem sögur fara af.
Meira að segja Rolling stones, sem
þó strangt tiltekið má teljast sú
elsta í bransanum, státar ekki að
viðlíka ferli. Frá upphafi, sem rekja
má aftur til 1962, hefur Quo nefni-
lega starfað nær óslitið. Sömu sögu
er hins vegar ekki að segja af
Stones. Hlé hefur oft verið á starf-
semi Jaggers, Richards og félaga í
gegnum tíðina, sem þó alltaf hing-
að til hefur verið bundinn endi á.
Francis Rossi hefur hins vegar
aldrei séð ástæðu til að hvfla sig á
Quo. Hann hefur verið í sveitinni frá
upphafi og þafa fengið nýja félaga
til liðs við hana þegar aðrir hafa
hætt. Énn ein platan er nú nýkomin
út með Status Quo, Thristy work.
Fór hún rakleiðis f níunda sæti list-
ans í Bretlandi.
Frarícis Rossi og RickParfitt. Þeir ftafa verið saman í
Status Quo í nær 29 ár og gefa enn ekkert eftir.