Dagur - 17.09.1994, Blaðsíða 19
Laugardagur 17. septemberí 1994 - DAGUR - 19
IÞROTTIR
SÆVAR HREIÐARSSON
Ahugaleysi
Þessi mynd sýnir glögglega það áhugaleysi sem ríkt hefur fyrir knattspyrnunni á Akureyri í sumar. Mynd-
inni var smellt af örfáum mínútum fyrir leik KA og Fylkis fyrir skömmu sem fram fór í blíðskaparveðri.
Eins og sjá má var fámennt í stúkunni og til marks um áhugann hjá Akureyringum þá er mikill meirihluti
þeirra sem mættu stuðningsmenn Fylkis, sem komu alla leið frá Reykjavík til að styðja við bakið á sínum
mönnum. Þegar líða tók á leikinn fóru Akureyringar að tínast í stúkuna og í síðari hálfleik gerðu „Skotarn-
ir" innrás!
Gengi liðanna á Akureyri hefur verió í samræmi við lítinn stuðning sem fengist hefur frá pöllunum og
hefur útlitió sjaldan verið jafn svart á Akureyri. Er ekki kominn tími til að snúa blaðinu við, mæta á völlinn
og hvetja liðin til dáða?
Knattspyrna - U-16 ára landslið:
Okkar menn
mæta Skotum
- Evrópukeppnin á mánudag
Islenska landsliðið skipað leik-
mönnum 16 ára og yngri leikur
gegn jafnöldrum sínum frá
Skotlandi í Evrópukeppni lands-
liða á mánudag. Leikurinn fer
fram í Grindavík og er það vel
við hæfi þar sem mikil upp-
sveifla hefur verið í knattspyrn-
unni í bænum.
I íslenska Iiðinu eru þrír leik-
menn af Norðurlandi og þar af eru
tveir frá Völsungi á Húsavík. Það
eru þeir Ásmundur Gíslason,
markvörður, og Dagur Sveinn
Dagbjartsson. Báðir hafa þeir ver-
ið að leika með meistaraflokki
Völsungs að undanförnu og ef vel
er haldið á spöðunum eiga þeir
glæsta framtíð í boltanum. Sömu
sögu er að segja af Dalvíkingnum
Þorleifi Árnassyni, sem einnig er í
landsliðinu. Hann hefur leikið
með KA í sumar og staðió sig
mjög vel í framlínunni hjá 3.
flokki.
íslensku strákarnir eru í riðli
með Skotum og Finnum í keppn-
inni og hafa þegar mætt Finnum
hér heima. Sá leikur tapaðist, 0:2,
Þorleifur Ámason hefur staðið sig
vel með 3. flokki KA í sumar.
en Finnar töpuðu í síðustu viku
fyrir Skotum, 0:1. Þjálfari ís-
lenska liðsins er Gústaf Adolf
Björnsson.
Handbolti:
Dómarar á faraldsfæti
Handknattleiksdómararnir Stef-
án Arnaldsson, frá Akureyi, og
Rögnvald Erlingsson, hafa nóg
að gera þessa dagana. í dag
hefst úrslitamót í Evrópukeppni
kvennalandsliða í Þýskalandi og
þar eru kapparnir í eldlínunni.
Átta dómarapör voru valin til að
dæma í mótinu og voru Stefán
og Rögnvald þeirra á meðal.
Næstu verkefni þeirra á er-
lendri grund eru í Evrópukeppni
karla í október. Fyrst halda þeir til
Danmerkur og dæma leik Holte
og SKP Bratislava frá Slóvakíu í
Borgarkeppninni 8. október og
viku síðar verða þeir í Bergen í
Noregi að dæma leik Fyllingen og
Skövde frá Svíþjóð í Evrópu-
keppni félagsliða. Stefán og
Rögnvald eru að margra mati
besta dómarapar íslands og hafa
þeir sannað það hvað eftir annað.
Stcfán Arnaldsson blæs hraustlega í
flautuna.
Stúlkur
8-18 ára
Skmning í
kvennaflokka
í körfubolta
fer fram í síma
27687 (Edda).
Þar veröa
allar nánari
upplýsingar gefnar.
Hinn 4. júní voru gefin saman í
hjónaband í Hólakirkju í Eyjafiröi
af séra Siguröi Guömundssyni
vígslubiskup brúohjónin Geirlaug
Jóna Rafnsdóttir og Hörður Hall-
grímsson. Heimili þeirra er Sunnu-
braut 6, Akranesi. Ljósmynd: Noróurmynd
Hinn 23. júli sl. voru gefin saman í
hjónaband í Akureyrarkirkju af séra
Þórhalli Höskuldssyni, brúöhjónin
Aöalbjörg Steinarsdóttir þjónn og
Kristján Hinrik Edelstein tónlistar-
kennari. Heimili þeirra er aö Vana-
byggð 7, Akureyri. Ljósmynd: Þorgcir
Hinn 4. júní voru gefin saman í
hjónaband í Akureyrarkirkju af séra
Birgi Snæbjömssyni brúðhjónin
Guðlaug Reynisdóttir og Sigurjón
Einarsson. Heimili þeirra er Hrísa-
lundur 8a, Akureyri.
Ljósmynd: Noröurmynd
Hinn 4. júní voru gefin saman í
hjónaband í Akureyrarkirkju af séra
Birgi Snæbjörnssyni brúðhjónin El-
ín Ösp Sigurðardóttir og Eiður
Guðni Eiðsson. Heimili þeirra er
Smárahlíð 9a, Akureyri.
Ljosmynd: Noröurmynd
Mæðraleíkfimí
Mánudagínn
19. sept. mtin
hefjast nýtt nám-
skeíö fyrír konur
með börn á brjóstí
og verðandí mæðtir.
Styrkjandí og góð
leikfimi í umsjón
sjúkraþjálfara á
mánudööum
og míðvikudög-
um kl. 10.45
(með barna-
pössun). /
Kennari:
Kristín
Gísladóttir,
sjúkra
þjálfari.
Nánari
upplýsíngar
og skráníng
ísíma 26211.
tfW
^4
PULS 180
Ar-
Greíðslukortaþjónusta.
HEILSURÆKT
KA-heimilinu • Simi 96-26211