Alþýðublaðið - 23.08.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.08.1921, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Oeílð ut al .Alþýðuflolclraum. 1921 Þriðjudaginn 23. ágúst. 192, tölubl. Silðveiðarnar. in. Á síðasta alþingi var borið fram frumvarp til laga um Sildveiðifé- lag íslands. Frumvarpið var samið af sfldarútvegsmönnum og borið fram að þeirra tilhlutun. Ymis á- kvæði þóttu svo £11 í þessu frv., að því var gerbreytt á þinginu, en þó haldið aðalatriðinu: því, að öll síld, sem verkuð væri í land- helgi íslands, skyldi seld og flutt út undir eftirliti ríkisstjórnarinnar. Þannig lagað komst frv. f gegn- um neðri deild, en efri deild drap það, eða sama sem, þvfhúnveitti stjórninni að eins heimild til að taka síldarsöluna að sér. Og stjórn- in notar heimildina ekki f sumar, sem kunnugt er. Þegar útgerðarmenn f Noregi fréttu um „sfldarfrumvarpið", urðu þeir hamstola og gengu berserks- gang um Noreg endilangán. Hót uðu þeir að senda herskip hingað til landsins, áð leggja miklu hærri toll á fslenzkt saltkjöt í Noregi, og ýmsar fleiri hótanir höfðu þessir góðu menn á takteinum. Uggir mig, að þessi úlfaþytur Norð* manna hafi skotið fslenzku þing- mönnunum — að minsta kosti sumum — svo skelk f briugu, að þeir þess vegna hafi verið svo linir f sildarmálinu á þingi. AlHr Norðmenn voru þó ekki á sama máli um þetta efni, sem sjá má af grein, sem birtist í blaðinu „Fremtiden" í Drammen og Morgunblaðið fiutti útdrátt úr 17. þ. m. Þar er tekið málstað íslendinga og komist svo að orði á einum stað, að Norðmenn reki ránveiðar hér við land. Þegar maður les þessi ummæli dettur manni strax f hug: Þetta getur varla verið runnið frá norsk- um auðvaldssinnar' Óg gái maður betur að, kemur það f ljós, að blaðið, sem greinina birtir, er blað jafnaðarmanna (kommunista) í Draramen. Þá skilur maður hugs. anaganginn f greininni. Enginn eiginhagsmunamaður gat skrifað svona og málgagn norska auðvalds- ins hefði ekki flutt svona grein, Þetta atriði er eftirtektavert. Það sýnir Ijóslega, hver munur er á skoðunum jafnaðarmanna og auðvaldssinna, þegar um þetta mál er að ræðá. Þeir sfðar töldu Mta að eins á hag sinn, Jafnaðar< mennirnir ckki síður á hag annara, Af þessu má margt læra. IV. Það er staðreynd, að sildar- útgerðin er og verður afar reikuil atvinnuvegur, meðan það fyrir- komulag er á honum, sem nú er, ekki að eins hér á landi, heldur um óll Norðurlönd. Samkepni landanna á sfldarmarkaðnum, er hér sem alstaðar annarstaðar til niðurdreps, en ekki þrifa. Hún er einstöku mönnum f rfkustu og fjölmennustu löndunum stundum til hagnaðar, en almenningi oftast til skaða, þegar til alls kemur. En gæti auðvitað, með samvinnu og samhjálp orðið öllum löndun- um til góðs. Gæti beinlfnis orðið þeim til stórhagnaðar. Útgerðarnienn f hverju einstóku landi eru sammála um það, að samkepni eða sala sildarinnar á >mörgum höndumc, er óhæf. — Sfðustu árin hafa kent þeim það. En þá stendur eigingirni þeirra á hálsi þeim, svo þeir mega sig hvergi hræra. Tilraunir þeirra til samvinnu hafa enn strandað. Ef það er nú rétt, sem eg ekki efast um, að skoðun útgerðar- manna sé rétt, skyldi þá sam- kepnin miili landanna ekki lfka vera ótæk? Vitanlega. Engan speking þarf til að sjá það. En hver verður þá niðurstaða þessa raálsf Sú, að sfldarsamlðg þarf að stofna í öllum löndunum og samlögin þurfa svo að vera f sambandi, sem hefir stjórn kjörna af aamlögum allra landanna og Brunatryggingar á innbúi og vörum hvergl ódýrarl ón hjá A. V. Tulínius vátryggi ngaskr Ifatof u Eimskipafélagshúslnu, 2. hæð. staðfesta af ríkisstjóraunura. Á þann hátt verður sfldarátgerðin gerð að .tryggum atvinnuvegi, meðan rfkin ekki sjálf annast um hana, en það er vitanlega tak- markið og þangað stefnir þróunin. Þó þessu sé bér slegið fram, er þess auðvitað ekki að vænta, að núverandi útgerðarmenn fallist á þetta fyrirkoraulag, en það mun sannast, framvegis eins og hingað til, að núverandi skipulag getur aldrei blessast, og að lokum rek- .ur að þvf, að ríkin verða sjálf að annast útgerðina, og þá má vænta þess, að samvihna takist. Að þessu sinni verður ekki farið lengra út f þetta mál, en skeð getur, að það verði sfðar rætt betur. Siýrimannafélag. Stýrimenn á botnvörpuskipum hafa myndað með sér sérstakan félagsskap. Voru þeir allir áður félagar f sklpsstjórafélaginu Öld- unni, en vegifa þess, hve lftið það félag gerði fyrir þá, tóku þeir sig nú út úr. Félagsmenn geta ailir stýrimenn með ttyri* mannsprófi orðið. í stjórn voru kosnir: Gestur Kr. Guðmundsson form., Ólafur tsleifsson ritari og Guðmundur Bjarnason gjk. Varaform. Valde- mar Guðmundsson, vararitari Al- exander Jóhannesson og varagjk, Einar Magnússon.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.