Dagur - 01.12.1994, Blaðsíða 1

Dagur - 01.12.1994, Blaðsíða 1
231. tölublað Akureyri, fimmtudagur 1. desember 1994 Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Jólastemmning § VMA Sannkölluö jólastcmmning ríkti í Gryfjunni í Vcrkmcnntaskólanum á Akur- eyri í gærmorgun cn þá söfnuðust ncmcndur þar saman, lásu jólasögur og sungu jólalög. Nemendur skreyttu salinn um síðustu helgi en samverustund- in í gær var sú síðasta áður en tckist verður á við prófin því í gær var síðasti kcnnsludagur á önninni og framundan próftími og jólafrí. JÓH/Mynd: Robyn Samdráttur varð í rekstri Hótels Blönduóss hf. á sl. sumri samanborið við sumarið þar á undan. Ásrún Ólafsdóttir, hótelstjóri, segir að orsakanna sé fyrst og fremst að leita til harðn- andi samkeppni, betri sam- gangna og meira framboðs af gistirými og veitingum. Reksturinn er erfiður að sögn Ásrúnar en enginn uppgjafartónn í neinum. Alltaf er einhver starf- semi í hótelinu, t.d. hefur þar farið fram danskennsla aó undanförnu og eru það fyrst og fremst yngsta kynslóðin sem nemur dansmennt- ina. Eftir áramót taka svo við stærri atburðir eins og árshátíðir og þorrablót. „Bættar samgöngur leiða til þess aó feróamenn aka beint í gegnum Blönduós á leió eitthvað Hefðbundin bolfiskvinnsla er ekki orðin eins samkeppnisfær: Fiskiðja Sauðárkróks hf. segir upp 168 starfsmönnum - sett verður upp sérhæfð pökkunarstöð fyrir frosinn fisk Stjórn Fiskiðju Sauðárkróks okkar verða frosið. Það er því hf. hefur tekið þá ákvörðun skynsamlegt að vera með fieiri að um næstu áramót verði þeirri möguleika að vinna úr frystu hrá- vaktavinnu sem í gangi hefur efni en þann eina að þýða það upp verið í frystihúsi félagsins hætt. Jafnframt hefur verið ákveðið að setja upp sérhæfða pökkunarstöð fyrir frosinn fisk og fullkomin pökkunarlína verður keypt, sem sett verður upp á næstu mánuð- um. Vegna þessarar endurskipu- lagningar sagði Fiskiðja Sauðár- króks hf. upp ráðningarsamning- um 168 starfsmanna í frystihús- inu á Sauðárkróki frá og með gærdeginum. Stefnt er að því að endurráða fyrir áramót stærstan hluta starfsfólksins. Hjá Fiskiðju Sauðárkróks hf. starfa alls 254 starfsmenn, bæði á Sauðárkróki og Hofsósi. Einar Svansson, framkvæmda- stjóri Fiskiðju Sauóárkróks hf., segir að ákveóin þróun hafi átt sér stað í bolfiskvinnslunni að undan- förnu og eftir því sem kvótaskerð- ingin hafi aukist hafi oróió erfið- ara að útvega hráefni til vinnslu til aó halda uppi daglegri vinnslu, en þaö hafi tekist þrátt fyrir að sam- keppnin hafi verið að harðna og muni harðna á næsta ári. Þorsk- kvóti fyrirtækisins hefur minnkað úr 5 þúsund tonnum í 2 þúsund á síðustu 6 árum. „Hráefnið hefur sífellt orðið lakara og erfíóara að vinna úr því, mikið af smáfiski, og er bæði um að ræða þaó hráefni sem boðist hefur innanlands og eins þaó sem aðkeypt er. Hlutur frysts hráefnis hefur aukist sem hefur gert þaö að verkum að hefðbundin bolfisk- vinnsla er ekki orðin eins sam- keppnisfær. Ef svipuð þróun verð- ur áfram mun 40 til 50% af hráefni og llaka og síóan pakka. Frysta hráefnið hefur aðallega verið þorskur frá Rússunt og eins höfum vió verió aó fá frosinn karfa. Til- raun hefur staóió yfir meó að saga niður fryst þorskflök úr frystitog- urum, sem seld hafa verið til Beig- íu, en viö höfum gert samning við verslunarkeðju þar í landi. Um er að ræða nokkur hundruð tonn en þetta höfum við verið aó gera síð- an í haust með þeim takmarkaða búnaði sem ráóum yfir en reynsla kemur okkur væntanlega til góóa meö betri tækjabúnaði,“ segir Einar Svansson. Einar segir aó reynt verði að ráóa sem flest af starfsfólkinu aft- ur til vinnu en ljóst sé aó ekki muni allir verða endurráðnir. Það ráðist af því hvaða uppstilling verði í pökkunarstöðinni og hvaða tækjabúnaður verði keyptur. GG lengra austur. Við auglýstum vel í sumar Þjónustu í þjóðbraut en þetta er alltaf spurning um hvar er best að auglýsa til að ná athygli þeirra sem um héraðið fara. Það hefur ekki verið tekin afstaða til þess að auka hlutafé í Hótel Blönduós,“ sagðir Ásrún Olafs- dóttir. GG Dagsprent hf: Kauptilboði hafnað Kauptilboði Akoplast og POB hf. á Akureyri í hús- næði, vélar og útgáfurétt á dag- biaðinu Degi, sem er eign Dags- prents hf., hefur verið hafnað. í vikunni fóru fram viðræður for- svarsmanna Akoplast og POB og fulltrúa meirihlutaeigenda Dagsprents hf., um hugsanleg kaup Akoplast og POB á áður- nefndum eignum. Dagsprent hf. er í þriggja mán- aða greiðslustöðvun, sem rennur út í lok janúar á næsta ári. Eins og fiestum er kunnugt hefur fyrirtæk- ió átt í iangvarandi rekstrarerfið- leikum og meóal þeirrra leióa sem leitað hefur verið, er sala á eign- um. Vitaó er að nokkrir aðilar hafa sýnt því áhuga að koma að rckstri fyrirtæksins með einum eða öðrum hætti en á þessu stigi er alls óvíst hvert framhaldið verður. KK Iðnþróunarfélag Austur-Húnvetninga endurvakið: Skarast ekki við starfsemi INVEST (^j tarfsemi Iðnþróunarfélags su • Austur-Húnvetninga hefur verið endurvakin en hún hefur legið niðri undanfarin ár. Iðn- þróunarfélagið var stofnað árið Sæmileg rækjuveiði - rækjubátar landa á Akureyri Sæmileg rækjuveiði hefur ver- ið í Eyjaijarðarál að undan- förnu, en rækjan er fremur smá. Dalvíkurtogararnir Björgvin EA-311 og Baldur EA-108 voru í gær norður af Grímsey í sæmi- legri veiði ásamt nokkrum öðr- um togurum en nokkrir bátar voru enn norðar. í gær var afli Björgvins um 2 tonn í holinu eft- ir 4ja tíma tog. Björgvin er ný- kominn á rækjuveiðar, á þriðja degi í gær eftir að hafa verið fyr- ir austan land á grálúðu- og karfaveiðum og var aflaverð- mætið 19 milljónir króna eftir 19 daga veiðiferð. Snarvitlaust veður hefur verið á þessum slóóum að undanförnu, sem torveldaó hefur mjög alla sjó- sókn, og smærri bátar hafa verið í landi undarfarna daga af þeim ástæðum. Jón Finnsson RE-506 landaði á Akureyri í gær 87 tonn- um af frystri rækju og fékkst mest af aflanum í Eyjafjarðarál. 46,2 tonn af aflanum, eða 52%, er ión- aðarrækja sem fer til vinnslu hjá rækjuverksmiðjunni Bakka hf. í Hnífsdal en stærri rækjan, 94 stk/kg og stærri, fer á Japansmark- að. Jón Finnsson RE er með loónukvóta, en ekki er fyrirhugað að fara á loðnuvciðar fyrr en í febrúarmánuói á næsta ári. Um sl. helgi landaói Andvari VE-100 70 tonnum af rækju á Akureyri. 40 tonn af því, eða 57%, er iðnaðar- rækja sem fer til vinnslu í Stykkis- hólmi. Veiðitúr Andvara VE hófst á Dohrnbanka en þar fengust að- eins 6 til 7 tonn og þá tók við veiði vestur í Kanti og síðan í Eyjafjarðarál. Veiðiferðin tók alls um 3 vikur. GG 1983, en ástæða þess að nú fer starfsemi félagsins aftur af stað er sú að á þessu ári hafa verið unnin samstarfsverkefni í hérað- inu og í ljós kom að hagkvæmt reyndist að vinna þau verkefni í gegnum Iðnþróunarfélag A.- Hún. Iðnþróunarfélagið er í eigu Blönduósbæjar, Höfðahrepps, Kaupfélags Húnvetninga, Sölu- félags A.-Húnvetninga, Engi- hlíðarhrepps, sýslusjóðs, Hér- aðsnefndar og nokkurra annarra fyrirtækja og einstaklinga. Ofeigur Gestsson, fyrrum bæj- arstjóri á Blönduósi, hefur veriö ráðinn framkvæmdastjóri og segir hann hann að í bígerð sé að þau sveitarfélög í héraðinu sem enn standi utan félagsins komi inn í það sem nýir hluthafar. Töluverð vinna hefur verið lögð í skoðun á fyrirtækjum og ákveðin verkefni eru í vinnslu en Ofeigur segir of snemmt aó greina nánar frá því í hverju þau verkcfni felast. Ófeigur segir aó starfsemi þessa félags skarist ekki við starfsemi Iðnþró- unarfélags Norðurlands vestra (INVEST), en lagt hefur verið í vinnu fyrir svæðið beint og á síð- ari stigum verði haft samband við Iónþróunarfélag Norðurlands vestra um framgang ýmissa mála, sem unnin hafa verið af Baldri Valgeirssyni iönráðgjafa. Á fundi sem haldinn var 14. nóvember sl. var kosin bráða- birgðastjórn og er verió að undir- búa aöalfund félagsins, sem vonir standa til að verði um miðjan des- embermánuð nk. Formaður bráöa- birgðastjórnar er Ófeigur Gests- son. GG dagar Erfiður rekstur Hótels Blönduóss hf.: „Bættar samgöngur leiða til þess að ferða- menn aka í gegn“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.