Dagur - 01.12.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 01.12.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 1. desember 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓniR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 — LEIÐARI---------------------------------- Fullveldisdagurinn og Þjóðarbókhlaðan Fullveldisdagurinn 1. desember skipar jafnan veglegan sess í hugum íslendinga. Þennan dag fyrir 76 árum varð ísland frjálst og full- valda ríki í konungssambandi við Danmörku og þá var stigið skref í átt að sjálfstæðinu, sem öllum er ljóst hve íslendingum er mikils virði. Á þessum degi ættu allir landsmenn að staldra við og horfa um öxl yfir sögusviðið. Sjálfstæðisbaráttan er kafli sem jafnan þarf að rifja upp og brýna fyrir þeirri kynslóð sem er að vaxa úr grasi. Okkur ber að líta á 1. desem- ber sem hátíðisdag, ekki bara sem hátíðisdag stúdenta, sem halda merki fullveldisdagsins jafnan hátt á lofti, heldur eiga allir landsmenn að sýna á þessum degi þakklæti þeim mönn- um sem börðust harðri baráttu fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Þeir gerðu sér ljóst mikilvægi þess fyrír okkur sem nú byggjum landið og þeirra kynslóða sem á eftir koma. Merkjum þessara baráttumanna ber okkur að hálda á lofti. Fullveldisdaginn ber ekki síður að halda há- tíðlegan í ljósi þeirrar samrunatilhneigingar sem gengur eins og bylgja yfir í Evrópu nú um stundir. Norðmenn hafa þó með höfnun sinni á Evrópusambandinu áminnt þjóðir heims um að hver þjóð verður að skoða sína stöðu út frá sínum eigin forsendum, ekki út frá því hvað nágrannaþjóðin gerir. Þjóðernis- kennd Norðmanna er eftirtektarverð og þeirra nei hefur vafalaust vakið margan íslendinginn af væru Evrópumóki. Fullveldisdagsins í dag verður þó minnst sérstaklega í sögunni vegna þess að þetta er dagurinn sem landsmenn vígðu langþráða Þjóðarbókhlöðu. Bókmenntirnar eru eitt af að- alsmerkjunum í íslensku þjóðarsálinni og er í raun merkilegt hversu veglegan sess bækur skipa meðal lándsmanna þegar aDs kyns ann- að afþreyingarefni sækir fast að. Þjóðarbók- hlaðan verður stolt bókaþjóðarinnar og hún verður einnig mikilsverð fyrir íslenskar menntastofnanir, eins og glöggt má sjá á áhuga háskólastúdenta á henni. Vígsla henn- ar er ánægjustund og við hæfi á fullveldisdag- inn. Of hár blóðþrýstingur Of hár blóðþrýstingur leióir til aukins álags á æóakerfið. Hann getur valdió hættulegum sjúkdóm- um svo sem heilablæðingum, hjartabilun eöa versnun á nýrna- starfsemi. Of hár blóðþrýstingur eða háþrýstingur eins og ástandió er oftast kallaó eykur hættu á æðá- kölkun, sem getur leitt til stíílu í kransæðum eóa slagæðum í heila og ganglimum. Greining háþrýstings fer fram með einfaldri rannsókn sem er blóðþrýstingsmælingin. Yfirleitt þarf að mæla blóðþrýsting margsinnis til að fá haldgóða vitn- eskju um blóðþrýstingsástand ein- staklingsins. Sumir eru viókvæmir fyrir blóðþrýstingsmælingum og hækkar blóðþrýstingur þeirra heil- mikið meðan verió er aó mæla hann. Þetta er stofuháþrýstingur og getur verið ranglega greindur sem eiginlegur háþrýstingur. Þess vegna er stundum nauðsynlegt aö mæla blóóþrýsting vió aðrar að- stæður en læknisheimsókn, t.d. með því að lána fólki blóóþrýst- ingsmæli til mælinga í heimahús- um eóa á vinnustöðum. Einnig eru til sjálfvirkir, tölvustýrðir blóð- þrýstingsmælar, sem geta mælt blóðþrýsting meó fyrirfram ákveðnu millibili (t.d. á 30 mín- útna fresti) í lengri tíma, t.d. í heilan sólarhring og geta slíkar mælingar gefið mikilvægar upp- lýsingar í vafatilvikum. Áður fyrr var talið að aldraðir þyldu hækkaðan blóðþrýsting bet- ur en hinir sem yngri eru, en í ljós hefur komió við nýlegar rann- sóknir, aó full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af of háum blóð- þrýstingi hjá öldruðum og einnig er nú vitað, aö skynsamleg lækk- un blóðþrýstings kemur ekki síður að haldi hjá hinum öldruðu til að koma í veg fyrir fylgikvilla svo sem heilaáföll. Þegar blóðþrýstingur mælist viö endurteknar mælingar meö efri mörk undir 140 og/eða neðri mörk undir 90 mrn kvikasilfurs, telst blóðþrýstingur eðlilegur og eru gildin 140/90 þannig efri mörk eólilegs blóðþrýstings. Þaö kallast hins vegar ákveðinn háþrýstingur ef efri mörk eru við endurteknar mælingar 160 eða meira og/eða neðri mörk 95 eða meira. Gildin 160/95 eru þannig mörk háþrýst- ings. Þegar efri mörkin eru hærri en 160, en neðri mörkin lægri en 90, er talað um einangraðan slag- bilsháþrýsting, sem er algengt ástand hjá öldruðu fólki og er ekki meinlaust eins og oft var talið áð- ur fyrr. Bilið milli eðlilegs blóð- þrýstings og háþrýstings sam- kvæmt þessum skilgreiningum (þ.e. 140-160/90-95) kallast jaðar- háþrýstingur. Er þá stundum um að ræða byrjandi háþrýsting á vægu stigi, en stundum er aðeins um tímabundið ástand að ræða, væga blóðþrýstingshækkkun, sem færist sjálfkrafa í eólilegt horf. Vægur háþrýstingur gefur yfir- leitt engin sérstök einkenni, fólk kennir sér því einskis meins og leitar ekki læknis. Þess vegna ganga margir með aukiö álag á æðakerfið árum saman án þess að vita af því. Brýnt er að allir, sem komnir eru á miðjan aldur, láti mæla blóðþrýsting sinn og þekki blóðþrýstingsgildi sín. Þeim, sem virðast hafa blóðþrýsting í hærra lagi, þótt ekki sé um sjúklega hækkun aö ræöa, er ráðlagt að láta fylgjast með blóöþrýstingnum t.d. með mælingu einu sinni á ári. Með þessum hætti er unnt að koma í veg fyrir það, að alvarleg- ur háþrýstingur læðist aó fólki og komi óþægilega á óvart með skyndilegum einkennum svo sem heilaáfalli eða kransæðastíflu. I langflestum tilvikum er orsök háþrýstings ókunn. Vitað er að til- hneiging til háþrýstings er oft ætt- læg. Háþrýstingur getur .komið í kjölfar nýmasjúkdóma og inn- kirtlatruflana. Getnaóarvamartöfl- ur, sterk gigtarlyf og lakkrís geta hækkað blóðþrýsting hjá sumum einstaklingum. Sumir eru vió- kvæmari en aðrir fyrir saltneyslu, sem getur haft blóðþrýstings- hækkandi áhrif, hjá sumum veldur offita hækkun á blóðþrýstingi og hjá öðrum verkar mikil streita blóðþrýstingshækkandi. Greinarhöfundur, I»orkell Guðbrandsson, cr hér að mæla hróðþýsting. ÚÝ ) Lœknafélag Akureyrar ÓOára ) Hjá fólki, sem greinist meó hækkaðan blóóþrýsting, finnast oft aðrir áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma. Þar viróist vera um samsöfnun áhættuþátta að ræða og eru einstaklingarnir oft feitir, sér- staklega um kviðinn. Þá kemur fram truflun á blóðfitum svo sem hækkun á kólesteróli eða lækkun á HDL-kólesteróli (góöa kólester- ólinu). Við þessa samsöfnun áhættuþátta greinist oft veiklað sykurþol eöa jafnvel fullorðins sykursýki, ef vel er að gáð. Þessir einstaklingar, sem eru oftast á miðjum aldri og geta virst mjög vel á sig komnir, eru samt sem áð- ur að rækta með sér kransæða- sjúkdóm eða aðra æðakvilla. Það er því ekki nægilegt að beina at- hyglinni eingöngu að blóðþrýst- ingshækkuninni og meðhöndla hana, heldur þarf að ráðast á alla áhættuþættina. Þessir cinstakling- ar þurfa einatt að breyta um lífs- stíl, megrast um mörg kíló og hefja markvissa líkamsrækt, sem þarf aó halda áfram árum saman. Stundum færist blóðþrýstingur í eðlilegt horf meö breytingu á lífsvenjum svo sem fækkun auka- kílóa og markvissri líkamsrækt eins og að ofan getur. Sjálfsagt er að beita þessum aðferðum til lækkunar blóóþrýstings, en oftast þarf jafnframt þessu að gefa lyfja- meðferð, sem halda þarf áfram ár- um saman. Blóöþrýstingur hækkar oftast aftur, ef lyfjameðferð er hætt vegna þess að í raun er ekki verið að meóhöndla orsök blóð- þrýstingshækkunarinnar heldur aðeins blóðþrýstingshækkunina sjálfa. Orsökin er eins og að ofan greinir oftast óþekkt. Nútíma lyfjameðferð gengur yfirleitt vel og lyfin hafa nú orðið tiltölulega fáar aukaverkanir og vitað er að með skynsamlegri blóðþrýstings- lækkun má koma í veg fyrir fylgi- kvilla háþrýstingsins. Að lokum skal það áréttað, að mikilvægt er aó greina háþrýsting á vægu stigi. Rannsókn verður þá einföld og meðferó vænleg til ár- angurs. Forvarnarstarf, sem felst í blóðþrýstingsmælingum við sem flest tækifæri, er mikilvægt, og æskilegt er, að allir viti nokkurn veginn um blóðþrýstingsgildi sín. Þorkell Guðbrandsson. Höfundur er yfirlæknir lyflækningadeildar FSA. Margrét Jónsdóttir sýnir á Café Karólínu Margrét Jónsdóttir, leirlistakona á Akureyri, opnar sýningu á verkum sínum á Café Karólínu í dag, 1. desember, kl. 17. Sýninguna nefn- ir Margrét „jóladagatal á Café Karólínu" og stendur sýningin til aðfangadags. 1 fréttatilkynningu frá listakonunni segir að engin boðskort hafi verió send út vegna opnunar sýningarinnar en allir séu þar hjartanlega velkomnir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.