Dagur - 01.12.1994, Blaðsíða 7

Dagur - 01.12.1994, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 1. desember 1994 - DAGUR - 7 FRIMERKI SldURÐUR H. ÞORSTEINSSON Kynningarbæklingur Þegar Póstmálastofnun kynnti Forsetabókina með frímerkjum með myndum allra þeirra er verið hafa forsetar Islands, var einnig kynntur bæklingur, sem þeir gætu eignast er geróust áskrifendur að íslenskum frímerkjum. Tókst þessi herferð nokkuð vel og hafa því án efa verið sendir út margir bæklingar, sem þá gefa mönnum og ekki síst unglingum hugmyndir um hvemig að skuli farið við frí- merkjasöfnun. Undirritaður spurði síöan Ed- vald T. Jónsson, sem starfar við markaðsfræðslu frímerkjasölunn- ar, hvernig þessi bæklingur væri til kominn. Benti hann á að ýmsir slíkir bæklingar hafi verið gefnir út á hinum Norðurlöndunum. Hafi verið stuðst við þá og jafnframt hefði efnið veriö aðhæft íslensk- um staðháttum. Svipaóur bækling- ur hefði verið gefinn út í Svíþjóð. Þá hefði Noregur gefið út bókina „Frímerker er göy“ og svo hafa Danir gefið út „Frimærkesamler - hvorfor og hvordan?“ Þannig væri efniö fengið víða að og svo að- hæft íslenskum aðstæðum og sam- ið að nokkru að nýju. Þá hafa myndir að mestu öllu verið tengd- ar íslenskum aðstæðum. Efnisnióurröðun er svo auðvit- að sígild, eins og á öllum leiðbein- ingarbæklingum og kennslubók- um um þetta efni. Fyrst snúa menn sér aó upphafinu í Bretlandi árið 1840 og síðan að þessari stóru spurningu, „Hvers vegna að safna frímerkjum?“ Þá er farið út í hinar ýmsu leiðir til að safna og skipuleggja safnið. Næst er svo kontið að gæðum og gerð frí- merkjanna, hvaðan þau koma og öðru álíka. Þá er farið yfir mikil- vægi hjálpartækjanna og þá helst BURDARGJAl.O pREITT PP ISLAND ?. i fiíi ! < - V Uv*annnM.f»u<!«i.iiA!il M-VitÆ '•<.* >»*»**• " VMN.-.V Póstbréfsefni það sem út var gefið af tilefni „Nordjunex 1994.“ frímerkjaverðlistans, sem í þessu tilfelli er íslenskur. Loks er svo farið yfir hvernig á að eignast þessa hluti, sem nefnast frímerki og hafa jafnvel orðið tómstunda- starf konunga og annarra þjóð- höfóingja. „Fyrstu skrefin“, „Al- gengustu hjálpartækin", „Frá inn- stungubók til fullbúins frímerkja- safns“, og loks „Til þeirra sem vilja vita meira“ eru kaflafyrir- sagnir sem vert er að veita athygli. Þó svo að hér sé ekki um kennslu-, bók að ræða í greininni, má af þessum fyrirsögnum sjá, að hún beinir lesendum vel á veg. Þó vantar til dæmis í upptalningu fé- laga er að vinna að frímcrkjasöfn- un, bæði Frímerkjaklúbb Æskunn- ar og Unglingadeild Klúbbs Skandinavíusafnara, sem gjarna heföu mátt vera með, þar sem bæklingurinn virðist ætlaóur ung- um söfnurum. Loks skal geta skemmtilegs efnis á baksíðu, þar sem tólf frí- merkjasafnarar fá að segja nokkur orð um söfnunargrein sína. Utgefandi bókarinnar er sem áóur segir Póst- og símamála- stofnunin. Frímerkjasalan eða Póstphil annast dreifingu og prentun fram- kvæmdi prentsmiðjan Edda. Margir munu hafa komið að gerð bókarinnar auk Edvalds og sam- starfsmanna hans á markaðssviði og í Frímerkjasölu, þeirra á meðal Garðar Jóhann Guðmundsson. Það er ánægjulegt að lítið er um ágalla og prentvillur í bókinni. Ef til vill stingur mest í augu græna tveggja króna frímerkið með Þorfinni karlsefni. Einnig hefói mátt útskýra betur geró vél- stimpla á bls. 6, atriði 7, samanber brúarstimpla í atriði 6. Póstbréfsefni. Þá má einnig geta þess að Póst- málastofnun gaf út nýtt póstbréfs- efni í sambandi við unglingasýn- inguna „Nordjunex-1994“. Var þetta kynningarbréfkort með PP. greiddu burðargjaldi, útgefið í 12.000 eintökum og sent öllum foreldrum barna á Stór-Reykjavík- ursvæðinu, sem ætla mætti að hefðu áhuga á að sækja sýning- una. Það var þó sérstakt við þetta póstbréfsefni, að það var mcð mynd af erni, sjaldgæfum fugli í útrýmingarhættu og því einstakt tækifæri fyrir þá er safna slíku mótívi, því að hér er einmitt upp- lagið lítiö. Það sem verra var, að örn þessi er ekki íslenskur. Heldur er þarna um amerískan örn að ræða, meó hvítt stél og höfuð og mun stærri fugl en íslenska örn- inn. Aö öðru leyti er myndefnið á kortinu varðandi frímerkjasýning- una og 50 ára afmæli Lýðveldis- ins. Leikfélag Dalvíkur sýnir söngleikinn Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson Tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir Tónlistarstjóri: Gerrit Schuil 12. sýning fimmtudag 1. desember kl. 21 13. sýning föstudag 2. desember kl. 21 14. sýning laugardag 3. desember kl. 21 15. sýning fimmtudag 8. desember kl. 21 15. sýning sunnudag 11. desember kl. 15 Sýningar eru í Ungó og hefjast kl. 21 Mibasala kl. 17-19 sýningardaga í Lambhaga, sími 61900, og í Ungó eftir kl. 19 fram ab sýningu Tekið við pöntunum í símsvara í sama númeri allan sólarhringinn Forsíöa kynningarbæklingsins. HaE mRmRaAuRm! Afsláttardagar í Herradeild KEA ALLT AÐ EICIN VALI Dæmi 1- kr. 24.990,- Jakkaföt (einhneppt, tvíhneppt, með eða án vestis) Skyrta Silkibindi eða slaufa Silkinærbuxur Sokkar + Glaðningur: 7/7 dœmis roHspíri, after shove bolm ilmvatn, ermahnoppor, bindisnœlur, snyrtitöskur og fleiro. Dæmi 2 - kr. 24.990.- Stakur jakki Stakar buxur Skyrta Silkibindi eða slaufa Silkinærbuxur Sokkar +Glaðningur: 7/7 dœmis rokspíri, after shave balm ilmvatn, ermahnoppar, bindisnœlur, snyrtitöskur og fleira. Verd aðeins kr. 24.990. Vikuna 28. nóv.-3. des. f* ir* /r* /r* /r tw» tw» tw '.k- •w- tw ',w- ik- tw» *w- tw '-w. tw ti » /r* ir* iT* iT*5'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.