Dagur - 10.12.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 10.12.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 10. desember 1994 FRÉTTIR Dómur héraösdóms staðfestur í Hæstarétti: Krófur Jóns Laxdal ekki teknar gildar - vísað til frjálsrar aðildar að Sambandinu Reykjafoss, skip Eimskipafclagsins, kom með efni í Sleipni, nýjan hafnsögubát, til Akureyrar í vikunni. Mynd: Robyn. Efni í nýjan hafnsögubát, Sieipni, komið til Akureyrar: Samsetning hefst um áramót Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli Jóns Laxdai, vegna þrotabús Kaupfélags Svalbarðseyrar gegn SÍS, þar sem Jón krefst viðurkenningar á 1,10% eignaraðild til handa þrotabúinu í hreinni eign SÍS eins og hún var við gjaldþrot Kaupfélagsins 28. ágúst 1986. Kröfu Jóns er vísað frá og hon- um gert að greiða SÍS 120 þús- und krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Tveir dómaranna voru annarrar skoðunar og skil- uðu séráliti. Jón Laxdal telur að draga eigi inn i gjaldþrotaskipti Kaupfélags Svalbarðseyrar það sem hann telur vera hlutdeild kaupfélagsins í hreinni eign Sambandsins. Hann telur Samband íslenskra sam- vinnufélaga vera í óskiptri sam- eign aöildarfélaganna sem beri samkvæmt upphaflegum sam- þykktum Sambandsins ótakmark- aða ábyrgð á skuldbindingum þess. Við gjaldþrot aðildarfélags eigi aó greiða út hlut þess af hreinni eign Sambandsins. Hins vegar er því haldið fram af stefnda, SIS, að áfrýjandi hafí þegar fengið það úr sjóðum Sam- Framsóknarflokkurinn á Noröurlandi vestra: Átta fram- bjóðendur ætla í prófkjör Átta frambjóðendur hafa gefíð kost á sér í prófkjör Framsókn- arflokksins á Norðurlandi vestra, sem fram fer 14.-15. janúar nk. en framboðsfrestur rann út nýlega. Á meðal þeirra sem gefa kost á sér eru þing- mennirnir Páll Pétursson á Höllustöðum og Stefán Guð- mundsson á Sauðárkróki. Aðrir frambjóöendur eru Elín R. Líndal, Lækjarmóti, Gunnar Bragi Sveinsson, Sauðárkróki, Herdís Sæmundardóttir, Sauðár- króki, Magnús B. Jónsson, Skaga- strönd, Sverrir Sveinsson, Siglu- fírði og Valur Gunnarsson, Hvammstanga. Prófkjörið er opið fyrir flokks- fólk og þá sem lýsa yfír stuóningi við flokkinn og má reikna með aö baráttan um efstu sætin verði höró. KK Opið: Mánud.-fóstud. 9-21 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 HAGKAUP bandsins sem hann eigi rétt á og er vísað til laga frá 1937 í því sam- bandi. Einnig er vísað til breyt- inga á samþykktum Sambandsins frá 1939 þess efnis að samábyrgð sambandsfélaganna sé nióur fall- in. I dómi Hæstaréttar segir að taka verði undir með héraðsdóm- ara að niðurstaða málsins ráóist af samþykktum stefnda og áður- nefndum lögum frá 1937 sem kveði á um frjálsa aðild Kaupfé- lagsins að Sambandinu. Engin heimild sé að krefjast slita Sam- bandsins þótt eitt af aðildarfélög- um þess verði gjaldþrota. Dómur héraðsdóms er því staðfestur og Jóni gert að greióa SÍS 120 þús- und í málskostnaó. Tveir Hæstaréttardómarar skil- uðu séráliti og telja aó taka þeri kröfu áfrýjanda til greina að meg- instefnu til og vióurkenna rétt þrotabús Kaupfélags Svalbarðs- eyrar til 1,10% hlutdeildar í bók- færðu eigin fé Sambandsins vió árslok 1986, aó því leyti sem það hafi ekki verið bundið í óskipti- legum sameignarsjóðum er átt hafí skýran grundvöll í samþykkt- um Sambandsins. Að þeirra áliti ætti SIS aó greióa áfrýjanda máls- kostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. SV Meðal þess varnings sem Reykja- foss kom með til Akureyrar í gær voru nokkrir gámar frá hollensku skipasmíðastöðinni Damen, sem innihéldu niðurefnaðan hafn- sögubát fyrir Akureyrarhöfn, sem mun hljóta nafnið Sleipnir þegar starfsmenn Slippstöðvarinnar- Odda hf. hafa raðað honum sam- an. Allt stál í bátinn er niðurefn- að, hver einasti vinkill og plata, allar skrúfur og boltar, allt frá- gengið til að raða því saman. Einnig fylgir allt efni í innrétt- ingar, rafbúnaður og allar vélar og tæki, þ.m.t. þau siglingartæki sem nauðsynlegt er aó hafa í hafnsögu- bát. Hafist verður handa um ára- mótin aó raða hafnsögubátnum saman eftir að efnið hefur verið talið og merkt út úr gámunum, en áætlað er að afhenda hann í mars- mánuði nk. Báturinn verður 17 metra langur, 5,3 metrar á breidd „Það er enn ósamið við HM- nefndina í Reykjavík en það er verið að vinna í að ganga frá þeirri samningagerð,“ segir Gunnar Jónsson, formaður HM- nefndarinnar á Akureyri, í sam- tali við Dag. Nefndin á Akureyri hefur átt í viðræðum við ýmsa aðila í bænum, varðandi fram- kvæmdina en Gunnar segir að þegar samningur við HM-nefnd- ina í Reykjavík sé í höfn, verði farið á fulla ferð. Eins og kom fram í síðasta helgarblaði Dags, hefur landslið Kuwait bæst í hóp þeirra liða sem leika í D-riðli á Akureyri og segir Gunnar að það kosti töluverða fyr- irhöfn. Hann segir að venjan sé að hver landslióshópur og fylgdar- menn telji um 20 manns en hins vegar hafi Kuwaitar boðað komu 40 manna hóps. Föstudaginn 27. janúar nk. eru 100 dagar í að Heimsmeistara- keppnin í handbolta hefjist á Is- landi og af því tilefni veróa ýmsar uppákomur víðs vegar um land. Þá er einnig stefnt að því að kom- inn verði mynd á alla þætti er lúta að framkvæmdinni. Á Akureyri verður leikið í Iþróttahöllinni og þar þarf að framkvæma töluvert áður en keppnin hefst. Keppnisgólfíð er óviðundandi og segir Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður íþróttahallarinnar, að ef lagt verði nýtt efni á gólfið verói það gert um páskana en einnig séu uppi hugmyndir að leigja tilbúinn keppnisvöll erlendis frá, sem sé og togkraftur 11,2 tonn. Smíóaverð er liólega 42 milljónir króna. Unnið verður milli jóla og nýárs hjá Slippstöðinni-Odda hf. en aðal- verkefnið fram á næsta ár verður niðursetning á rækjulínu og aórar breytingar á Svalbak EA-2, nýjasta togara Utgerðarfélags Akureyringa hf. Einnig er verið að vinna í Beini, togara Framherja hf., sem fengið hefur nýtt nafn, Akraberg FD-10. GG mun ódýrari kostur. „Það er búið að panta nýja klukku, sem komið veróur fyrir á báðum stöfnum og einnig þarf að skipta um lýsingu. Þá er verið að smíóa varanlega blaðamanna- stúku, sem komið verður fyrir of- an vió innganginn í stúkuna á næstunni. Þá verður byggð bráða- birgðastúka fyrir blaðamenn á HM og verður hún yfir senunni á móti stúkunni. Þaðan verður inn- angengt í tvö herbergi, sem notuð veróa sem fréttamióstöð. Að auki verða keypt ný handboltamörk, nýir varamannabekkir, nýtt hljóð- kerfí og þá er verið að vinna við hellulögn sunnan við Höllina þeg- ar færi gefst,“ sagöi Aðalsteinn. Eins og kom fram í Degi í gær, hafa Svíar lýst yfír mikilli ánægju með dvöl sænska landsliðsins á Akureyri í síðasta mánuói. Svíarn- ir léku þá gegn Norðmönnum í Höllinni og leió þá eins og þeir væru á heimavelli. KK O HELGARVEÐRIÐ Um helgina er spáð vaxandi norðan og noróaustan átt og kólnandi veðri. Á Noróur- landi er búist við éljum og nokkurra stiga frosti. Á mánudaginn er spáó hægri breytilegri átt, þurru veðri og léttskýjuðu. Á þriðjudag gera veðurfræð- ingar Veðurstofunnar svo ráð fyrir því að heldur hlýni í veóri á ný. Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi: Afhenti Vk milljón í sundlaugarsöfnunina Á fímmtudag afhentu félagar í Lionsklúbbnum Vitaðsgjafa l'A milljón króna í söfnunina fyrir sundlaug við endurhæfíngar- deild Kristnesspítala. Þetta er stærsta einstaka framlagið sem borist hefur í söfnunina til þessa og er söfnunarfé þar með komið á fímmtu milljón króna. Framlag Vitaðsgjafa er að stórum hluta fé sem Eyjaíjarð- arsveit lagði klúbbnum til í söfnunina eða 971 þúsund krónur sem svarar til 1000 króna á hvern íbúa sveitarfé- lagsins. Stefán Yngvason, yfírlæknir endurhæfingardeildar FSA á Kristnesi, og Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri FSA, veittu gjöfínni viðtöku. Þeir sögðu söfnunina hafa varið vel af stað en enn sé mikil vinna framundan áður en sundlaugarbyggingin verði að veruleika. Ástæða sé til að horfa með bjartsýnum augum á framhaldið í ljósi gjafar eins og þessarar og hvöttu þeir önnur sveitarfélög til að sýna málinu stuóning eins og Eyjafjarðar- sveit hafí gert með framlagi sínu. Vióstaddir afhendinguna voru félagar í Lionsklúbbnum Vitaðs- gjafa, starfsfólk FSA á Kristnesi, framkvæmdastjóri FSA, oddviti Eyjafjarðarsveitar og fulltrúar söfnunarnefndar Lions. Á mynd- inni hér að ofan eru (frá vinstri): Ketill Helgason, formaður Lionsklúbbsins Vitaðsgjafa, Stefán Yngvason, yfirlæknir endurhæfingardeildar FSA, Ás- laug Magnúsdóttir, formaður söfnunarnefndar Lions og Birgir Þórðarson, oddviti Eyjafjaóar- sveitar. Þess má geta að Kvenfélag Svalbarðsstrandar gaf einnig ný- verið í söfnuna kr. 60.000. JÓH Undirbúningur fyrir HM í handknattleik á íslandi á næsta ári: Enn ósamið á milli HM-nefndanna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.