Dagur - 10.12.1994, Blaðsíða 16

Dagur - 10.12.1994, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 10. desember 1994 Landsleikurinn okkar! Ekki falla í yfirlið!_______________________ fyrsti vinningur í LOTTÓ 5/38 - í fyrsta skipti í sögunni. Fimmfaldur Frá jólaglcði Minjasafnsins í desember á sl. ári. Jólagleði í Miitjasafhiiiu á suimudaginn Á morgun, sunnudag, verður haldin jólagleði í Minjasfninu á Akureyri. Dagskráin hefst kl. 13.00 og stendur til kl. 17.00. Unnið veróur að tóvinnu, jóla- föndri, kertagerð og jólakransa- skreytingu, en auk þess verða ýmsar uppákomur. Rósa Kristín Baldursdóttir og Þórarinn Hjartar- son syngja jólalög kl. 14.15 og 15.45 og svo er aldrei aö vita nema jólasveinarnir komi nokkr- um klukkutímum of snemma til byggða og líti inn á Minjasafnió kl. að verða 15. Starfsfólk Minjasafnsins býður Akureyringa og nærsveitafólk vel- kontið á sunnudaginn enda tilvalið að lífga upp á skammdegið og komast í jólaskap í skemmtilegu umhverfi. Aðgangseyrir er 200 kr. fyrir fullorðna, frítt er fyrir ellilíf- eyrisþega og börn aó 16 ára aldri. Sveitarstjórn Hvammstangahrepps: Staðið verði við fyrirheit um aukafjárveítingu - til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga Sveitarstjórn Hvammstanga- hrepps krefst þess, í ályktun sem samþykkt var í vikunni, að rík- isstjórnin standi nú þegar við fyrirheit um aukafjárveitingu til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til þess að ekki þurfí að koma til skerðingar á tekjujöfnunarfram- lögum sjóðsins til sveitarfélaga, 1$) Sendið vinum % og vandamönnum erlendis 2 (0) * * ifi) ® aomsœta ® IKEA hangikjötið l im ** • im vegna fjárvöntunar Innheimtu- stofnunar sveitarfélaga. Fjárvöntun Innheimtustofnunar stafar af ógreiddum barnsmeðlög- um sem stofnuninni tekst ckki að innheimta. I framhaldi af ákvörð- un ríkisstjórnarinnar um 36% hækkun meðlaga jókst fjárvöntun stofnunarinnar um nær helming og verður urn 520 millj. kr. á þessu ári. Ábyrgóarskuldbinding Jöfnun- arsjóós sveitarfélaga á óinnheimt- um meölögum tekur til landsins alls en bitnar einungis á sveitarfé- lögum með innan viö 3.000 íbúa fari greiðslan yfir 300 millj. kr. því þá skerðast þjónustuframlögin sem umframgreiðslu nemur. KK % Sendingaþjónusta 5 Byggðavegi sími 30377 1$) 10) Viking Brugg hraðsveitarkeppni BA: Hörð barátta á toppnum Ormarr Snæbjörnsson lét að sér kveða í briddsinu í vikunni. Sveit hans náði bestum árangri í Viking Brugg hraðsveitarkeppni BA sl. þriðjudag og eftir 3 um- ferðir er hún í efsta sæti ásamt sveit Sigurbjarnar Haraldssonar, með samtals 837 stig. Þá urðu Ormarr og Gunnar Berg efstir í Sunnuhlíðarbriddsinu á sunnu- daginn. Sveit Gylfa Pálssonar náói næst bestum árangri á þriójudag- inn og sveit Sigurbjarnar varð í þriðja sæti. I heildarkeppninni er sveit Gylfa í þriðja sæti með 825 stig, sveit Hermanns Tómassonar í fjórða sæti með 814 stig og sveit Grettis Frímannssonar í fimmta sæti með 795 stig. KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.