Dagur - 31.01.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 31.01.1995, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 31. janúar 1995 - DAGUR - 3 FRETTIR Akureyri: Fræðsludagar Tölvumiðstöðv- ar fatlaðra Hagsmunasamtök fatlaóra á Akureyri, Styrktarfélag van- gefmna og Foreldrafélag bama með sérþarfir, og Svæóisskrif- stofa málcfna fatlaóra á Noró- urlandi eystra gangast fyrir fræðsludögum Tölvumiðstöðv- ar fatlaðra (TMF) á Hótel K.EA, 2. og 3. febrúar. Starfs- menn stöóvarinnar, Sigrún Jó- hannsdóttir og Jens Tollefscn, munu þá heimsækja Akureyri, kynna TMF og möguleika stöóvarinnar tii að þjóna fötl- uðum meó tölvu- og tæknibún- aði. A fimmtudag verður sam- fclld dagskrá þar sem m.a. veróur kynntur hugbúnaður sem hentar í sérkennslu, snerti- borð, snertiskjár, rofar og tölvuvæddar tjáskiptavélar. A föstudag veita starfsmenn stöðvarinnar einstaklingsráð- gjöf. Fræösludagamir eru öll- um opnir og fatlaðir og þeir sem vinna með fötluðum em hvattir til að nýta þetta tæki- færi til aó fylgjast mcð mögu- leikum og nýjungum á þessu SVÍðÍ. (Fréuatilkynning) Kvennaskóla- ævintýrið æft í Freyvangi Freyvangsleikhúsið æfir nú Kvennaskólaævintýrið, nýtt leikverk eftir Böðvar Guð- mundsson, sem hann skrifaði sérstaklega fyrir Freyvangs- lcikhúsió. Leikstjóri er Hclga E. Jónsdóttir. Stefnt er að því að frumsýna verkið 24. febrúar nk. Um 30 manns koma aó sýningunni. Þeir Jóhann Jó- hannsson, Eiríkur Bóasson og Garðar Karlsson hafa samió um 20 sönglög við texta Böðv- ars, en umsjón með tónlistar- flutningi í sýningunni hafa þau Þórdís Karlsdóttir, Reynir Schiöth og Eiríkur Bóasson. Eins og nafn verksins gefur til kynna tjallar það um lífið í kvennaskóla, og er fyrirmynd- in Kvennaskólinn á Laugalandi í Eyjaíjarðarsveit. Katrín Ragnarsdóttir hjá Freyvangsleikhúsinu segir aö mikill áhugi sé fyrir Kvcnna- skólaævintýrinu og m.a. hafi kvennaskólameyjar þegar spurst fyrir um mióa á sýning- una. Búkolla æfir Draugaglettur Lcikfélagið Búkolla í Suóur- Þingeyjarsýslu æfir um þessar mundir leikritið Draugaglettur eftir Iðunni Steinsdóttur. Leik- stjóri er Amar Jónsson. Stefnt er að fmmsýningu um niiðjan lcbrúar. Draugaglettur hafa víða verið teknar til sýninga, m.a. á síóasta ári I Framhalds- skólanum á Laugum í Reykja- dal. Breytingar á refsiákvæðum skattalaga: Skattsvik geta kostað allt að 6 ára fangelsi - auk sektar allt að tífaldri Nú um áramótin tóku gildi breytingar á refsiákvæðum nokk- urra skattalaga og þar sem stytt- ist í skiladag skattaframtala er ekki úr vegi að líta á helstu atrið- in. Lagafrumvarpið var unnið á vegum Qármálaráðuneytisins og er liður í heildarendurskoðun viðurlagaákvæða í skattalögum og bókhaldslögum. Tengist þetta raunar frumvarpi dómsmálaráð- herra um breytingar á 262. gr. al- mennra hegningarlaga og í því felst megin breytingin. Gert er ráð fyrir því að brot gegn tilteknum ákvæðum í skatta- lögum geti talist meiriháttar skv. 262. gr. almennra hegningarlaga og varðað varðhaldi eða fangelsis- vist í allt að 6 árum. Einnig er heimilt að beita margfeldissektum til viðbótar refsivist. Ef skatta- lagabrot telst ekki meiriháttar varðar það yfirleitt margfeldis- sektum, allt að tífaldri þeirri fjár- hæð sem um er að ræða hverju sinni, en minnst tvöfaldri þessari upphæð. þeirri fjárhæð sem um M.ö.o. sá sem af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi skýrir rangt eða villandi frá einhverju sem máli skiptir varðandi tekju- skatt hans eða eignaskatt, stað- greiðsluskil éða virðisaukaskatt, skal greióa fésekt allt að tífaldri þeirri upphæð sem um ræðir og aldrei minna en tvöfaldri. Sök hins brotlega þarf að ná til þess að ræðir koma fram rangri álagningu sér í hag og baka þannig hinu opnbera tjón. I mörgum tilvikum er á því byggt að brot sé fólgið á athafna- leysi, t.d. þegar vanrækt er að telja fram til skatts. Þess má aó lokum geta að bæklingur um skattsvik fylgir öllum skattframtölum að þessu sinni. HA íslendingar erlendis: Flestir í Svíþjóð Þann 1. desember sl. voru alls 18.855 íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis, þar af voru 16.335 fæddir hér á landi. Hafa íslendingar erlendis aldrei verið fleiri og raunar hefúr þeim farið fjölgandi ár frá ári. Árið 1993 voru þeir t.d. 17.567, árið 1990 16.536 og ef farið er 30 ár aftur t tímann, til ársins 1965, voru 2.558 íslend- ingar búsettir á erlendri grund. Af einstökum löndum eru ís- lendingar fjölmennastir í Sví- þjóð, en 5.259 höfðu þar búsetu 1. desember sl., þar á eftir kemur Danmörk meó 3.853, Bandaríkin með 3.395 og Noregur mcð 2.678. Skera þessi fjögu; lönd sig mikið úr hvað fjðlda íslcnd- inga varóar. Það land sem næst kemur er Þýskaland með 654, þá Bretland meó 587 og Kanada með 414. Af cinstökum löndum sem eru tilgreind bjuggu fæstir ís- lendingar á Grænlandi, eða 25, en þess má geta að öll Afríka cr flokkuð saman, sem og öll Asía og S-Ameríka. Átta íslendingar búsettir crlendis voru mcð bú- setu í ótilgreindu landi þann 1. desember sl. HA Kennsla á námskeiðum hefst mánudaginn 30. janúar og stendur í 10 vikur Innritun alla virka daga kl. 13-18 í síma 2-49-58 Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi Fjórir umsækjendur um stöðu Héraðsprests Teiknun, málun og mótun fyrir börn Málun og litameðferð fyrir unglinga ____________________________-.unun Þann 24. janúar síðastliðinn rann út umsóknarfrestur um stöðu héraðsprests í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Um- sækjendur um starfið eru fjórir. Þeir eru séra Guðmundur Guð- mundsson aðstoðarprestur í Neskirkju, séra Hörður Áskels- son í Reykjavík, séra Sigríður Guðmarsdóttir á Akureyri og séra Svavar A. Jónsson sóknar- prestur í Ólafsfirði. Um nýja stöðu er að ræða en héraðspresti er ætlað að hafa um- sjón með ýmsum sameiginlegum þáttum í starfi kirknanna á svæð- inu og vinna að aukinni samvinnu milli prestakalla. Staða héraðs- prests er fullt starf og gegnir hann ekki neinu einstöku prestakalli en Húsavík: Breyting í bygginganefnd Guðmundur Salómonsson hefur verið kjörinn í Bygginganefnd Húsavíkurbæjar í stað Árna Grétars Árnasonar, sem fluttur er úr bænum. Málið var afgreitt í bæjarstjóm sl. þriðjudag. Þá var Halldór Ing- ólfsson kjörinn varamaður í bygg- ingamefnd í stað Erlends Saló- monssonar, sem einnig er brott- fluttur. IM tekur aó sér að leysa sóknarpresta í sínu umdæmi af í stytui leyfum og forföllum ef á þarf að halda. KU Útsalan er hafin kuldaskór - 0OOO götuskór Kuldaskór + barnaskór + dömuskór + herraskór og margt, margt fleira. Cóðar vörur - Mikill afslóttur Skómarkaður M.H. Lyngdal Hafnarstræti 103 - Sími 23399 f^<f»<r*/r*/r*<r*ir*/r%ir»/r»/r*/r*ir»<r*/r*<r*/r*jr»/r*jr*<r*ir*jr»<r*<r%ir»ír*/r*jr*jr*ir*<r»<r*<r*jr»<r»ir*/r*ír»ir»ir»<r»<r»<r»jr*jr»ir*^*<r*<r»<r*ir» lwiwtuiwiwiwtk*iwiwiwiwiwiwiwiwwtwtk«twtwWtwib*iwViwiwiwiwiw<wik*ViwiwlwiwiwVtwWiwVlwWWiwW 6 i a' # I í I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.