Dagur - 31.01.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 31.01.1995, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 31. janúar 1995 - DAGUR - 7 Knattspyrna: Hlynur æfir meö Örebro Handknattleikur -1. deild karla: Ævintýraleg lokamínúta Knattspyrnumaðurinn Hlynur Birgisson hélt í gær til Svíþjóðar þár sem hann mun æfa með úr- valsdeildarliði Örebro út þessa viku. Forráðamenn Örebro hafa verið að leita sér að íslenskum varnarmanni og í síðustu viku var allt útlit fyrir að Guðni Bergsson væri á leið til liðsins en samkvæmt heimildum Dags er það ekki eins líklegt nú. „Þeir hringdu í mig á laugar- dagskvöldiö og vildu fá mig út. Þeir sögóust vilja hafa mig inni i myndinni líka ef það skyldi klikka hjá Guóna,“ sagði Hlynur við blaðamann Dags rétt áður en hann hélt áleióis til Svíþjóðar. Örebro hafði óskað eftir að fá Hlyn til æf- inga í byrjun janúar en hann varð aó fresta þeirri ferð vegna meiðsla. Þá snéru Svíamir sér að KA lék þriðja leik sinn á fimm dögum í Laugardalshöll í fyrra- kvöld. Mótherjarnir, KR-ingar, hafa ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum í vetur og sitja í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Hvort KA hefur vanmetið and- stæðing sinn skal ósagt látið en liðið lék afar illa og beið lægri hlut. Staðan í leikhléi var 11:13 gestunum í vil en lokatölur urðu 23:22. Guðna og virtist sem áhugi þeirra á Hlyni hefði minnkað. Hlynur er óðum að jafna sig af meiðslunum og segist vera tilbúinn í slaginn. „Eg hef aö vísu ekki spilað mjög lengi og ekki í góðri æfmgu en þaö verður að grípa tækifærið. Þeir taka síðan ákvöröun um næstu helgi hvort þeir hafa áhuga á að halda mér eða serida mig heim,“ sagði Hlynur. Guðmundur ekki enn kominn í KR Guömundur Benediktsson, félagi Hlyns í Þórsliðinu í sumar, hefur verið í viðræðum við nokkur félög um hugsanleg félagsskipti og ýmsar sögur í gangi. I Morgun- blaðinu sl. laugardag kom frétt þess efnis að Guðmundur hefói nú gert upp hug sinn og væri ákveð- „Boltinn var ekki látinn ganga og sóknarleikurinn gekk þar af leiðandi ekki upp. Við vorum hver að hnoðast í sínu homi og unnum ekki saman sem lið,“ sagði Valdi- mar Grímsson í leikslok. Hann var afar óhress með frammistöðu liðs- ins en sagði leikmenn þreytta og andleysi hefði gert vart við sig í vamarleiknum. Valdimar viöur- kenndi að menn væru með hugann við bikarúrslitaleikinn nk. laugar- Hlynur Birgisson æfir með sænska úrvalsdeiidarliðinu Örebro þessa viku. inn í að ganga til liðs við KR-inga en í samtali við Dag sagði Guð- mundur þetta þó ekki alveg rétt. „Ég veit ekki hvar þeir hafa feng- ið þessar heimildir en málið er ekki komið svona langt. Það eru alveg jafn miklar líkur á að ég fari þangað eða eitthvað annaö,“ sagði Guómundur. dag og sagði enga spumingu að þá yrði allt annaó uppi á teningnum. „Við höfum alla vikuna til þess að undirbúa okkur og allir munu leggjast á eitt við að ná sem best- um leik á laugardaginn. Við ætl- um að koma meó bikarinn norð- ur,“ sagði Valdimar. Leikurinn var leiðinlegur á að horfa og allan tímann beið undir- ritaóur eftir því að KA hrikki í gang. Svo fór ekki, KR lék af skynsemi og átti kost á því að ná tveggja marka forystu þegar ein mínúta var til leiksloka. KA varð- ist vel, náði boltanum þegar sex sekúndur voru til leiksloka en skot Jóhanns G. fór framhjá. Lokatölur urðu eins og áður sagði 23:22. Sóknarleikur KA var afar þunglamalegur og hugmynda- snauður. Patrekur var tekinn mjög stíft, lengst af alveg úr umferð, og hinir náðu aldrei að rífa sig upp úr meðalmennskunni. Vömin var slöpp og líklega sjaldan verið eins götótt. Sigmar varði vel í fyrri hálfleik en Bjöm hefði að ósekju mátt reyna sig í þeim síöari. Hjá KR munaði mestu um góða mark- vörslu Gísla Felixar í síðari hálf- leiknum. SV Mörk KR: Sigurpáll 5/2, Magnús og Páll 4 hvor, Einar, Björvin og Gylfi 3 hver, Guðmundur I. Gísli varöi 14/1 skot. Mörk KA: Valdimar 8/1, Patrekur, 6/2, Erlingur 3, Atli 2, Alfreð, Leó og Valur 1 hver. Sigmar varði 11/2 skot. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og Vigfús Þorsteinsson. Sjaldan hefur jafn viðburðarík lokamínúta verið í handboltaleik eins og í leik ÍR og KA í íþrótt- húsi Seljaskóla á fóstudagskvöld. Þrjú rauð spjöld, nokkrar brott- vikningar, hávær rifrildi og jöfn- unarmark úr síðasta skotinu sáu til þess að áhorfendur fengu eitt- hvað fyrir peningana sína. En því miður þurftu leikmenn beggja liða að víkja úr aðalhlutvekunum á lokasprettinum á meðan dómar- ar leiksins héldu einkasýningu, þar sem þeir reyndu að réttlæta mistök sín með enn meiri mistök- um. KA-menn komust yfir þegar 16 sekúndur voru eftir en heima- menn jöfnuðu úr aukakasti eftir að leiktímanum lauk, 19:19. Leikurinn byrjaði ágætlega hjá KA og lióið komst yfir 4:2 en eftir það fór allt í baklás og IR-ingar skoruðu næstu sex mörk. KA-liðið var komið útaf teinunum og þrátt fyrir að tveir heimamenn væru reknir útaf fyrir hlé náðu KA-menn ekki að rífa sig upp og brenndu af hverju dauðafærinu af öðru. Staðan í hálfleik var 12:7 fyrirÍR. Eftir hrakfarir fyrri hálfleiks byrjuðu lykilmenn í KA-liðinu á bekknum í síðari hálfleik. KA- minnkaði muninn niður í tvö mörk, 13:11, en enn voru dauðafæri að glatast. Heimamenn komust í fimm marka forustu þegar 10 mínútur voru eftir, 18:13, en þá tók Sigmar Þröstur við sér í markinu og vöm- ina þéttist hjá KA-mönnum. Þeir söxuðu hratt á muninn með mörk- um úr hraðaupphlaupum en þegar um fjórar mínútur voru eftir tóku dómaramir við. Valdimar hafði minnkaö muninn í eitt mark, 18:17, og taldi sig hafa jafnað með full- komlega löglegu marki en það var dæmt af og til að réttlæta dóm sinn sögðu dómarar hann lentan þegar hann skaut en því fór fjarri. Patrek- ur jafnaði 18:18 og þegar ein og hálf mínúta var eftir var Leó Emi Þorleifssyni vikið útaf í tvær mínút- ur og þótti það í meira lagi vafa- samur dómur. Þegar 30 sekúndur vom eftir var síðan Erlingi Krist- jánssyni vikið útaf og á sama tíma var Atla Þór Samúelssyni sýnt rautt spjald fyrir að sparka í klístursdollu við varamannabekkinn. Eftir mikla rekistefnu tókst að hefja leikinn á ný og þá fiskaði Patrekur mðning á einn ÍR-inginn og Valdimar slapp í gegn hinum megin en Guðfinnur Kristmannsson braut gróflega á honum og fékk rautt og KA víti. Valdimar skoraði úr vítinu og 16 sekúndur eftir. Patrekur braut á ein- um heimamanna þegar tvær sek- úndur vom eftir og fékk einnig rauða spjaldið og IR-ingar auka- kast. Róbert Rafsson tók það og skoraði framhjá tveggja manna vamarmúr KA en hann virtist þó greinilega taka ólöglegt skref áður en hann skaut. Eftir leikinn var mikið rifist um frammistöðu dóm- aranna en eftir lélegan leik geta bæði lið verið sátt við eitt stig. Þorbjöm Jensson, þjálfari Vals- manna, var á leiknum og eins og aðrir áhorfendur var hann hneyksl- aður á frammistöðu dómaranna. Hann sagði það þó ekki í sínum verkahring að gagnrýna þessa dóm- ara. „Almennt þá þurfa dómarar að fara að taka sig á. Alveg eins og þegar við sýnum lélega leiki þá reynum við aö gera eitthvað í því en mér finnst þeir ekki gera nógu mik- ið í því að hugsa sitt ráð,“ sagði Þorbjöm. Markveróimir vom bestu menn beggja liða þar sem Magnús Sig- mundsson varið oft glæsilega frá KA-mönnum og Sigmar Þröstur tók við sýningunni í síðari hálfleik. Mörk ÍR: Róbert Þór 4, Jóhann Öm 4/2, Daði 4, Njörður 3, Dimitrijevic 2, Magnús Már 1, Ólafur 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 19/1. Mörk KA: Patrekur Jóhannesson 6/1, Valdimar Grímsson 4/2, Jóhann G. Jó- hannsson 3, Atli Þór Samúelsson 2, Ein- varður Jóhannsson 1, Helgi Þór Arason 1, Erlingur Kristjánsson 1, Alfreö Gísla- son 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Ósk- arsson 19/2. Dómarar: Guöjón Sigurðsson og Há- kon Sigurjónsson. KR-ingar tóku hart á Leó Erni Þorleifssyni á línunni. Mynd: SH Varnarmúr KA-manna var þunnskipaður þcgar Róbert Rafnsson tók síðasta skotið í leiknum. Mynd: SH Handknattleikur, 1. deild: KA-liöið á hæl- unum gegn KR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.