Dagur - 31.01.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 31.01.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 31. janúar 1995 ENSKA KNATTSPYRNAN SÆVAR HREIÐARSSON Stórsigur bikarmeistaranna Það voru engin verulega óvænt úrslit í fjórðu umferð FA-bikar- keppninnar á laugardaginn og það sem kom einna helst á óvart var að engum leik var frestað þrátt fyrir Ieiðindaveður. Núver- andi bikarmeistarar Manchester United náðu sér upp eftir stormasama viku og unnu ör- uggan sigur á smáliði Wrexham. Newcastle átti einnig auðveldan leik, gegn Swansea, en Leeds og Liverpool lentu í talsverðum vandræðum með lið úr 1. deild- inni. Stórleikur dagsins var þó á Maine Road þar sem Manchest- er City sló Aston Villa út úr bik- arnum. Á sunnudaginn tryggði Tottenham sér síðan sæti í pott- inum fyrir fimmtu umferð. MAN. UTD.-WREXHAM 5:1 Það hefur mikió gengió á hjá Manchester United í síðustu viku og Frakkinn Eric Cantona verió í sviðsljósinu. Leikurinn byrjaöi ekki gæfulega hjá meisturunum og strax á 9. mínútu komust gest- imir yfir þegar Kieron Durkan renndi í gegnum klofiö á Peter Schmeichel eftir fallegt samspil í teignum. Markió kom sennilega of snemma leiks fyrir Wrexham því leikmenn United rönkuðu við sér og tóku öll völd á vellinum. Átta mínútum síðar skoraði Denn- is Irwin með þrumuskoti og Ryan Giggs skoraói þriðja markið af stuttu færi á 26. mínútu eftir und- irbúning frá nýlióanum Phil Ne- ville. Brian McClair bætti við þriðja marki United á 67. mínútu með fallegu skoti og Dennis Irwin bætti því fjórða við úr vítaspyrnu á 73. mínútu. Fimmta mark Unit- ed kom tveimur mínútum fyrir leikslok þegar að Tony Humes, fyrirliöi Wrexham, skallaði í eigió net eftir fyrirgjöf frá besta manni vallarins, Ryan Giggs. Wrexham hafði þó ekki sagt sitt síðasta og varamaðurinn Jonathan Cross skoraói með föstu skoti mínútu síðar en boltinn fór í David May á leiðinni og beint í horniö. MAN. CITY-A. VILLA 1:0 Manchester City kallaói á Tony Coton í markið eftir langvarandi meiðsl og hann bjargaði sínum mönnum. Hann hafði varið tvisvar meistaralega þegar eina mark leiksins kom á 7. mínútu. Það gerði Paul Walsh með fallegu skoti eftir glæsilega sendingu frá Ian Brightwell í gegnum miðja vöm gestanna. City fékk aðeins eitt annað færi en Þjóðverjinn Maurizio Gaudino skaut naum- lega framhjá. Leikmenn Villa áttu fjölda skota að marki City þar sem Coton varði sem berserkur. Á síð- ustu mínútunni varði hann glæsi- lega frá bæði Dean Saunders og Steve Staunton og tryggði þar með City áframhaldandi sæti í bikarkeppninni. NEWCASTLE-SWANSEA 3:0 Swansea virtist ætla að koma á óvart gegn Newcastle og spilaði vöm heimamanna sundur og sam- an í fyrstu sókninni. Martin Hayes slapp einn í gegn en skot hans fór beint á markvörð Newcastle. Eftir það var engin spuming hvort liðið hefði vinninginn. Keith Gillespie fór oft illa með varnarmenn gest- anna og sýndi hvers vegna New- castle keypti hann frá Man. Utd. Fyrsta mark leiksins kom á 41. mínútu þegar Paul Kitson skallaði í netió eftir fyrirgjöf frá Peter Be- ardsley. Kitson skallaði aftur í netið á fyrstu mínútu síðari hálf- leiks og fullkomnaói síðan þrenn- una með glæsilegu marki á 72. mínútu. Hann tók boltann niður í Paul Kitson var með þrennu gegn Swansea og sýndi að hann getur fyllt í skarðið sem Andy Cole skildi eftir sig hjá Newcastle. teignum og lyfti yfir markvörð gestanna. LEEDS-OLDHAM 3:2 Leeds komst í fimmtu umferð FA bikarsins í fyrsta sinn í átta ár með sigri á Oldham. David White skoraði fyrsta markið á 8. mínútu og Carlton Palmer bætti öðru marki vió á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Þetta var fyrsta mark hans fyrir Leeds síðan hann var keyptur frá Sheffield Wednesday í sumar. Norðmaðurinn Gunner Halle minnkaði muninn á 56. mín- útu eftir góðan undirbúning frá Mark Brennan en strax í næstu sókn skoraði Phil Masinga þriðja mark Leeds með skalla af stuttu færi. Þetta var hans sjötta mark í síðustu þremur leikjum. Carlton Palmer var þó ekki hættur og vildi halda spennu í leiknum. Hann skallaði í eigið net eftir hom- spymu á 59. mínútu og eftir það var hart barist á Elland Road. SUNDERLAND-TOTTENHAM 1:4 Á sunnudaginn léku Sunderland og Tottenham og eftir markalaus- an fyrri hálfleik opnuðust allar flóðgáttir eftir hlé. Sunderland spilaði vel í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora. Snemma í síðari hálfleik tóku gestimir forustuna eftir góða sókn. Teddy Shering- ham átti þá gott skot sem hafnaði í stönginni og boltinn barst til Ghe- orghe Popescu sem náði að koma tuðrunni framhjá markverði Sund- erland en vamarmaðurinn Gary Bennett varði með höndum á marklínu. Bennett fékk umsvifa- laust að líta rauða spjaldið og Jurgen Klinsmann skoraði af ör- yggi úr vítaspymunni. Teddy Sheringham bætti öðru marki við á 58. mínútu eftir einleik meó endalínunni og sigurinn sama sem í höfn. Gamla kempan Gary Mab- butt bætti þriðja markinu við með smá hjálp vamarmanna Sunder- land. Phil Gray minnkaði muninn af stuttu færi en Klinsmann geröi endanlega út um vonir heima- manna með góðu skallamarki eftir fyrirgjöf frá Sheringham. N. FOREST-C. PALACE 1:2 Palace byrjaði leikinn Vel og var komið yfir eftir aðeins fimm mín- útur. John Salako gaf fyrir frá vinstri og Chris Armstrong skall- aói í háum boga í bláhomið. Pal- ace var betra framan af en Forest náói að jafna á 32. mínútu. Norð- maðurinn Lars Bohinen skoraði beint úr homspymu og er það í annað sinn í vetur sem honum tekst það. Forest komst meira inn í leikinn og Steve Stone komst nærri því að skora en skot hans fór í stöngina. Bryan Roy skaut í sömu stöng stuttu síðar en það var Palace sem skoraði sigurmarkið. Það kom á 53. mínútu og var í raun sjálfsmark marvarðarins Mark Crossley. Iain Dowie skall- aði að markinu og Crossley náði að slá boltann í þveslána en þaðan fór hann beint ofan á koll mark- varðarins og í netið. Darren Pitc- her var nálægt því að bæta þriðja markinu við fyrir Palace meó skalla sem small í þverslánni og Forest fékk fjölda færa hinum megin sem ekki nýttust. QPR-WEST HAM 1:0 Nágrannaslagur þar sem eitt mark skildi liðin. QPR var betra í fyrir hálfleik og Andy Impey skoraði eina mark leiksins um miðjan hálfleikinn með góðu skoti. Steve Yates var nálægt því að bæta vió með góðan skalla sem fór rétt framhjá en í seinni hálfleik sótti West Ham nær allan tímann. Þeim gekk þó lítið og besta færi hálf- leiksins kom á síðustu mínútunni og það fékk Daniele Dichio, fram- herji QPR. Hann átti góðan skalla sem small í stönginni. COVENTRY-NORWICH 0:0 Unglingurinn Andy Marshall var enn einu sinni hetja Norwich. Hann kom inná sem varamaður fyrir markvörðinn Sirnon Tracey á 41. mínútu og tryggði félögum sínum annan leik gegn Coventry. Dion Dublin skoraði reyndar fyrir gestina í upphafi síðari hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Marshall varði allt ann- að sem á markið kom og sérstak- lega bjargaði hann glæsilega frá Dublin af stuttu færi undir lokin. BURNLEY-LIVERPOOL 0:0 Liverpool komst í fjóróu umferó með sigri á Birmingham eftir víta- spymukeppni og liðið var ekki sannfærandi gegn Bumley. Is- lenskir sjónvarpsáhorfendur fengu að sjá Ian Rush klúöra besta færi leikins þegar hann slapp einn í gegn. Heimamenn vörðust vel og hefðu jafnvel getað stolið sigrin- um í lokin. LUTON-SOUTHAMPTON 1:1 Fjömgur leikur þar sem Luton byrjaði betur og sótti af krafti. Vamarmenn Southampton björg- uðu á línu skalla frá Mitchell Thomas og Kerry Dixon átti skot rétt framhjá. Neil Shipperly var sprækastur gestanna og fékk tvö ágæt færi áður en hann potaði inn fyrsta marki leiksins fyrir Sout- hampton á 53. mínútu eftir góðan undirbúning frá Neil Heaney. Aðeins einn leikur var í ensku úr- valsdeildinni á laugardaginn. Blackburn var í meistaraskapi þegar Ipswich kom í heimsókn og vann öruggan sigur, 4:1. Black- burn er nú Ijórum stigum á und- an Manchester United á toppi deildinnar auk þess sem United hefur leikið einum leik meira. Alan Shearer skoraði fyrsta markið strax á 3. mínútu eftir und- irbúning frá Chris Sutton og hélt þannig upp á hundraðasta leik sinn með Blackbum. Ipswich átti ekkert svar viö stórleik heimamanna og Shearer skoraði annað markið á 29. mínútu. Hann lék á nokkra vamar- menn áöur en hann sendi hár- nákvæmt skot efst í markhomið hjá Craig Forrest í marki Ipswich. Forrest haföi oft varið glæsilega í leiknum en átti enga möguleika á Þetta var fyrsta mark hans fyrir liðið síðan hann var keyptur frá Chelsea fyrir skömmu. Stuttu síð- ar slapp Shipperly einn í gegn en Jurgen Sommer varði vel. Luton fékk gullið tækifæri til að jafna þegar lióið fékk umdeilda víta- spymu á 66. mínútu þegar dæmd var hendi á Francis Benali, vam- armann Southampton. Erfitt var að sjá hvort hann hafi notað hönd- ina viljandi og hvort hann hafi verið staddur innan vítateigs. Paul Telfer tók vítið en Bruce Grobb- elaar varði glæsilega. Luton sótti ákaft þaó sem eftir lifði leiks og Grobbelaar varði aftur vel þegar Dwight Marshall komst í dauða- færi. Jöfnunarmarkið skoraði Wayne Biggins, sem Luton fékk lánaðan frá Stoke fyrir helgi. Hann kláraði dæmið vel eftir fyr- irgjöf frá Dwight Marshall á 81. mínútu. MILLWALL-CHELSEA 0:0 Mikill baráttuleikur milli tveggja Lundúnaliða og ekkert gefið eftir. Bandaríkjamaðurinn Kasey Kell- er, í marki Millwall, og Rússinn Dimitri Kharin, í marki Chelsea, höföu í nógu að snúast. Minnstu munaði að Kharine fengi á sig mark beint úr homspyrnu í fyrri hálfleik en Dennis Wise bjargaói á línu. Chelsea átti réttmætt tilkall til vítaspymu á síðustu mínútunni þegar John Spencer var felldur innan vítateigs en að lokum skildu liðin jöfn og verða að mætast aftur á Brúnni. PORTSMOUTH-LEICESTER 0:1 Gífurleg rigning setti mark sitt á leikinn, sem líktist frekar sund- bolta en fótbolta. Um miðjan fyrri hálfleik bar fyrst til tíóinda þegar Jon Gittens, vamarmanni Ports- mouth, var vikið af leikvelli fyrir að halda mótherja sem sloppinn var í gegn. Leicester notaði sér liðsmuninn og skoraði eina mark leiksins einni mínútu fyrir leikhlé. Vamarmaður Portsmouth missti boltann í drullunni og Lee Phil- pott gaf fyrir mark heimamanna þar sem Iwan Roberts kom bæði boltanum og sjálfum sér af krafti í netið. Eftir hlé hafði rigningin minnkað og Portsmouth gekk bet- ur. Þrátt fyrir góðar tilraunir tókst þeim ekki að jafna og enn seig á ógæfuhliðina þegar markverði þeirra, Alan Knight, var vikið af velli fyrir að verja utan teigs. Síð- ustu tuttugu mínútumar voru heimamenn tveimur færri en börð- ust hetjulega fyrir jöfnunarmarki sem aldrei kom. aö verja þetta skot. Stórsóknin hélt áfram í síðari hálfleik og Tim Sherwood bætti þriðja markinu við eftir aðeins fjórar mínútur. Chris Sutton átti skot sem Forrest náði að slá í stöngina og Sherwood átti auðvclt með að renna boltan- um í netið. Ipswcih náði að minnka mun- inn þegar stundar- fjórðungur var til leiksloka úr víta- spymu sem dæmd var á Colin Hendry fyrir að fella Lee Chap- man. Elsti leikmaöur úrvalsdeildarinnar, John Wark, skoraði úr vítinu. Rétt fyrir leikslok innsiglaði Blackburn sigurinn. WATFORD-SWINDON 1:0 Verðskuldaóur sigur heimamanna í drullunni á Vicarage Road þar sem Andy Hessenthaler skoraði eina mark leiksins á síóustu mín- útu fyrri hálfleiks. Watford fékk fjölda færa til að bæta við mörk- um en tókst ekki. Oevynd Leonhardsen skoraði fyrir Wimbiedon gegn Tranmere. TRANMERE-WIMBLEDON 0:2 Norðmaðurinn Oevynd Leonhard- sen skoraði fyrra markió eftir fal- lega sókn í fyrri hálfleik í leik Tranmere og Wimbledon á sunnu- daginn. Áður hafði Tranmere sótt meira og Hans Segers, markvörð- ur Wimbledon, bjargaði úrvals- deildarliðinu tvívegis meistara- lega. Wimbledon tók völdin eftir því sem leið á leikinn og Robbie Earle hélt upp á 30. afmælisdag- inn með öðru marki liðsins eftir að hafa sloppið í gegn í seinni háflleik. BRISTOL CITY-EVERTON 0:1 Fjörugur leikur í drullunni í Brist- ol á sunnudag þar sem Bristol City hefði hæglega getað sigrað úrvalsdeildarlið Everton. Bristol var betri aðilinn og Junior Bent fór oft illa meó vamarmenn gest- anna. Hann lagði upp besta færi Bristol en Scott Hartridge skaut í stöngina. Þegar tólf mínútur voru til leiksloka kom síðan sigurmark- ið. Matt Jackson skoraói það með glæsilegu langskoti í bláhomiö. Phil Whelan felldi Alan Shearer innan vítateigs og hann skoraði sjálfur úr vítinu. Með þessu marki fullkomnaði Shearer þriðju þrennu sína í vetur. Aian Shearer er án efa besti framherji cnskrar knattspyrnu í dag. BLACKBURN-IPSWICH 4:1: Shearer óstöðvandi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.