Dagur - 13.04.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 13.04.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 13. apríl 1995 FRÉTTIR **« Umferðarráð: Fundu veturgamlan hrút Þórhallur Hermannsson, bóndi á Kambsstöðum í Háishrcppi, brá sér í nokkurs konar skemmtiferð upp á Háafell í vikunni ásamt fleira fólki og þegar ferðalangarnir voru á ferð eftir Kambsárdal fundu þeir veturgamlan hrút. Fólkið hafði hendur í hári (ull) hrútsins, sem er í eigu Svavars Sigurðssonar, bónda á Birningsstöðum og kom honum til byggða. Það þykir jafnan tíðindum sæta þegar útigöngufé flnnst á lífí á þessum árstíma, enda hefur veturinn verið afspyrnuerfíður fyrir bæði menn og dýr. A stærri myndinni er hluti hópsins sem fann hrútinn en á innfclldu myndinni er Sverrir Thorsteinsson að gera sig líklcgan til að koma honum til byggða. KK/Myndir: I>K Afhendingartími nýs hafnsögubáts á Akureyri dregst um mánuð: „Þurfum að vinna bug á þessu vandamáli í framtíðinni" - segir Guðmundur Túliníus, framkvæmdastjóri Slippstöðin-Oddi hf. hefur tilkynnt hafnarstjórn Akureyrar að um mánaðartöf verði á af- hendingu nýs hafnsögubáts sem verið er að setja saman í stöðinni, en báturinn var fluttur inn frá Hollandi í einingum. Upphaflega átti að afhenda bátinn 31. mars sl. en ekki getur orðið af afhend- ingu fyrr en 29. aprfl nk. Húsavík: Bærinn lánar Höfði hf. og Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. hafa sent Húsa- víkurbæ erindi þar sem óskað er eftir að bærinn taki þátt í kaup- um fyrirtækjanna á Sæfelli ÍS- 820 með 30 milljón króna hlut. Erindið var tekið fyrir á fundi bæjarráós sl. fimmtudag og sam- þykkt. Til aó byrja með verður um lán aó ræða sem síðan verður hægt að breyta í hlutafé. IM Ástæða þessarar seinkunar er fyrst og fremst sú að sögn Guó- mundar Túliníusar, framkvæmda- stjóra Slippstöðvarinnar-Odda hf., aó enn er verið í þeim gamla far- vegi að hlaupa, neita ekki verk- efnum þegar beiðni berst um að sinna þeim þrátt fyrir ákveónar skuldbindingar og erfitt reynist að neita vióskiptavinunum. Guð- mundur telur þaó aö vissu marki mannlegt því verið er að hjálpa öðrum viðskiptavinum til skemmri eða lengri tíma, stundum í vissri neyð. En í framtíðinni verði viðskiptavinir Slippstöðvar- innar-Odda að geta treyst um- sömdum afhendingartíma verk- efna sem stöðin tekur að sér. „Það hefur haft stærstu áhrifín á þaó að afhendingin á hafnsögu- bátnum dregst að það voru mörg verkefni sem okkur bárust á erfið- asta tíma ársins, þ.e. í janúar og febrúar. Þetta er ekki gott, því ef vió erum búnir að taka að okkur ákveðnar skuldbindingar þá eigum við að einbeita okkur að þeim og standa við þær. Það er alveg ljóst að vió þurfum að vinna bug á þessu vandamáli í framtíðinni,“ sagði Guðmundur Túliníus. GG Paskaegg ma brjota - en ekki umferðarlög Gera má ráð fyrir að margir leggi upp í ferðalög í páskaleyf- inu. Þess vegna er rétt að benda á nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við undirbúning ferðar og á leiðinni. Því eins og segir í frétt frá Umferðarráði, páskaegg má brjóta - ekki um- ferðarlög. Fyrst ber aó huga að veðri og færð á þeirri leið sem fara á um. Gott er að fylgjast með veðurspá nokkra daga fram í tímann og jafnframt að leita fregna af færö á vegum og ástandi þeirra aö öðru leyti. Þá þurfa bílar að vera vel búnir og á þessum árstíma kemur sér vel að hafa meðferðis hlýjan fatnað, keðjur, skóflu, dráttartaug og nauðsynlegustu varahluti. Þá er brýnt í fjallaferðum að gera grein fyrir ferðaáætlun og láta vita með- an á ferð stendur, þannig að kom- ið sé í veg fyrir óþarfa áhyggjur aðstandenda. Vegakerfið hefur tekið stórstíg- um breytingum til batnaðar á und- anfömum árum en samt er ástæða til að hvetja ökumenn til aó vera vel á verði, aka í samræmi við að- stæður og nota bílbelti og annan öryggisbúnað. Áfengi og akstur er stórhættuleg blanda. Ölvun tengist mörgum af alvarlegustu slysum sem verða í umferóinni. Ástæöa er til að minna ökumenn allra vél- knúinna ökutækja á þá staðreynd, sama hvar þeir eru, á vegum eða utan vega. Vélsleðar eru vinsæl farartæki. Ökumenn þeirra eru hvattir til að sýna skíða- og göngufólki fulla tillitssemi og aka aðeins þar sem akstur vélsleða er leyfður. KK Kostnaður Bæjarsjóðs Akureyrar vegna aukastarfa í skólum: Er vegna kennslu á laugar- dögum en ekki í dymbilviku Nemendur 10. bekkjar fá á vor- önn kennslu í 40 tíma vegna væntanlegra samræmdra prófa, sem seinkað hefur verið um mánuð vegna kennaraverkfalls- ins, og fara prófin fram frá 24. til 30. maí nk. í Glerárskóla á Akureyri var kennt fyrstu þrjá daga dymbilvikunnar, 8 tíma á dag, og síðan verður kennt á sumardaginn fyrsta og síðan einhverja laugardaga til viðbótar til að ná 40 tfma markinu. Nemendur 1. til 9. bekkjar fá 10 tíma „aukakvóta" og óráðið er enn hvemig hann verður nýttur. Til' greina kemur að sú heimild veröi nýtt á komandi haustönn, þ.e. í byrjun næsta skólaárs. í Síðuskóla á Akureyri hefur verið kennt í 6 tíma á dag í dymb- ilvikunni og síðan verður 10. bekkingunum kennt næstu laugar- daga til að ná 40 stunda markinu. Til að heimilt sé að kenna í dymb- ilvikunni þarf samþykki allra nemenda, kennara og foreldra og það fékkst í Glerárskóla og Síðu- skóla en fellt í Gagnfræðaskóla Akureyrar og því ekki kennt þar í dymbilvikunni eins og fram kom á bæjarstjómarfundi í fymadag. „Þaó er ekki rétt að kostnaður vegna kennslu 10. bekkinga sé vegna kennslu í dymbilvikunni, heldur er hann vegna fyrirhugaðr- ar kennslu á laugardögum og því aukning á vinnu annarra starfs- manna en kennara umfram venju- lega dagvinnu. Þessir starfsmenn em í Einingu og í STAK og hafa vinnuskyldu í dymbilvikunni. Þessi kostnaður kemur dymbilvik- unni ekkert vió og því er um ein- hvem misskilning aö ræða hjá for- manni skólanefndar. Hins vegar má minna á að um hámarkskostn- að er að ræða,“ sagði Ingólfur Ár- mannsson, skólafulltrúi Akureyr- arbæjar. GG Skíðagönguferð Ingþórs Bjarnasonar lokið eftir 200 km: Var fallinn á tíma - tafðist alls um 5 sólarhringa í ferðinni vegna veðurs •□DDnBB°a°D° 1 i lf°°°aaa Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 12080 Á þriðjudagskvöld lauk skíðagönguferð Ingþórs Bjarna- sonar, en hann ætlaði sér sem kunnugt er að ganga einn frá Akureyri til íslafjarðar. Ekkert amaði þó að Ingþór, heldur sá hann fram á að hann hefði ekki tíma til að klára ferðina. Veður- guðirnir voru honum svo sann- arlega ekki hagstæðir því hann var veðurtepptur í alls 5 sólar- hringa af áætluðum ferðatíma. Þegar Ingþór snéri til byggða var hann á Laxárdalsheiði, að byrja að fikra sig upp í þreng- inguna milli Bitrufjarðar og Gilsfjarðar og búinn með um 200 km af þeim 350 sem hann ætlaði upphaflega að ganga. „Ég sá einfaldlega fram á að ef ég héldi lengra áfram myndu allir páskarnir fara í þetta og meira en það, ég hefði þurft a.m.k. viku til viðbótar og veðurspáin var ekki góð. Ég var m.a. búinn aó lofa aó vera með myndasýningu frá Grænlandsleiðangrinum á Isafirði um páskana og það loforð vildi ég ekki svíkja og flýg því bara vestur í staðinn. En ég hafði það mjög gott alla ferðina, leið mjög vel, var með nægar vistir og hefði þess vegna getað haldið áfram. En feróin verður bara kláruð á næsta ári,“ sagði Ingþór. Upphafleg áætlun gerói ráð fyrir að leggja af stað 31. mars og koma til Isafjarðar í dag, skírdag. I byrjun tafóist brottför um tvo Sólarhringa vegna veðurs en þegar hann síðan komst af stað 2. apríl gekk allt vel þangað til á þriðja degi. Þá var hann staddur í Álf- geirstungum og varð að láta fyrir berast rúmlega hálfan sólarhring. Aftur var hann veðurteppur í sól- arhring vestan við Hanskafell í brjáluðu veðri en síðan gekk allt vel í Brú. Enn brast á óveóur á Laxárdalsheiði og þar fór einn sól- arhringur til viðbótar. Þegar best gekk ferðaðist Ingþór hins vegar 35 km á einum degi. Að hans sögn eru svona ferða- lög að ýmsu leyti erfiðari hér en á Grænlandsjökli og meiri hættur. Veðrabrigði eru mun hraðari, mis- hæðir meiri og sífellt þarf að krækja fyrir ár og gil. Hann lenti í öllum tegundum veðurs og hitinn var frá 20 stiga frosti og upp í 10 stiga hita. Hann lofaði mjög sam- skipti vió björgunarsveitir í Varmahlíð, á Blönduósi, Laugar- bakka og í Hólmavík, en tækifær- ió var notað til að prófa talstöðv- arsamband á leiðinni. HA Páska r á Akure - sól, snjór, og skemm m yri skíöi itun Skírdagur: Lyftur opnar í Fjal mót, skíðakennsh brautír, skíðasalarí. Trskt hióðlapanonn inu, skíöa- i, göngu- í sanivinnn við Pollinn. Troðnar brautir í K jamaskógi, Djöílaeyjuna, „Are kstur and- anna“ í Deiglunni, Sundlaugin opin, íþróttahúsió v-ið Lauga- götu opið, Vaxtai Púls 180 mcð teygji Sólbaðstofur opnar ræktin og ir og hopp. , skemmti- staðir og veitingah miðnættis, bílabíó nesú. ús opin til við Leiru- Föstudagurinn lun Fjölbreytt dagskrá gú í Hlíðar- tjalli, Ljósmynda samkeppni, fcró á Súlur, vé Isleðaleiga, troónar brauúr skautasvellió opið, í Kjarna, sundlaugin opin, íþróttahúsið götu opió, Vaxtai /ið Lauga- ræktin og Púls 180 opin, só opnar. Ibaðsstofur Veiúngahús opin ti kl. 23.30. LA sýnir Dj öfiaeyjuna, skemmtistaðir opn ir lrá kl. 00.01-03.00. Einnig fjölbreytt da gskrá laug- ardag, sunnudag og mánudag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.