Dagur - 13.04.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 13.04.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 13. apríl 1995 - DAGUR - 5 Þessi mynd af eskimóum í „boltaleik" er eftir Aron frá Kangeq sem var uppi 1822- 1869. Hann var Grænlendingur í húó og hár og þurfti að hætta veióiskap vegna berklaveiki. Til aó sjá sér farboróa safnaói hann sögnum um grænlenskt líf og tilveru, myndskreytti og seldi dagblaói í Nuuk. Eftir hann liggur mikið starf og telja Grænlendingar hann vera sinn þjóðlistarmann. Myndin lýsir leik sem fólst í því að selskinn var fyllt af ýmsu góðgæti og svo var saumað fyrir. Sá sem komst með skinnið á ákveðinn stað hlaut það og innihaldið að launum. Oft urðu þessi leikir tilefni átaka meðal þátttakenda. Myndin er frábærlega gerð, hún tjáir hraóa, einbeimi og átök. Myndbyggingin er hringur þar sem hreyfingin er frá vinstri til hægri og aftur til baka. Aron var með öllu ómenntaóur í myndlist eins og vió skiljum þaó oró en náttúran var honum gjöful á hæfileika. Myndin er skorin út í tré og þrykkt á papþír. Grænlensk og færeysk líst í Listasafhinu á Akureyri FAG 1995 er færeysk og græn- lensk lista-, menningar-, og feróa- málahátíó sem haldin veróur á Akureyri í þessum mánuöi en nú stendur yfír sýning á listmunum frá Grænlandi og Færeyjum í Listasafninu á Akureyri. Þar gefur að líta málverk, bæöi grænlcnskra og færeyskra málara og ýmsa listmuni eftir grænlenska listamenn. Haraldur Ingi Haraldsson for- stöðumaður Listasafnsins segir grænlensku sýninguna afar viða- mikla en hún spannar tímann allt frá 1000 f. kr. til 1950 þó höfuð- áherslan sé á tímabilið frá um 1850-1950. sem á sér dýpstar rætur í menn- ingu þjóðarinnar er útskurðurinn. Smáhlutir voru skomir út og verk- færi og veiðarfæri skreytt. Hér í Listasafninu má sjá nokkur dæmi um slíka hluti umvafða dulúð og kynngikrafti. Fulltrúar Færeyinga á sýning- unni eru þrír nútíma myndlistar- menn. Málverkið viröist eiga hug og hjörtu þeirra, nýlegar stefnur í evrópskri myndlist sem ganga í aðrar áttir hafa ekki náó aóa setj- ast á sleipar klappimar. I fyrstu virðast verkin óhlutbundin (abstr- akt) en þegar betur er að gáð spretta upp þorp, fjöll, fuglabjörg, haf og hauður.“ Hér birtast myndir af listaverk- um sem eru á sýningunni í Lista- safninu, myndatextinn er Haraldar Inga. KLJ „Það er mjög áhugavert fyrir okkur aó kynnast menningu og listum þessara þjóóa. Færeyingar byggja listsköpun sína á vestrænni hefó eins og við Islendingar en Grænlendingar byggja á eigin hefðum sem við þekkjum ekki. Þeirra menning er önnur og það gerir hana rneira spennandi en ella,“ sagói Haraldur. Grípum nið- ur í grein Haralds í kynningarbæk- lingi um FAG 1995: „Grænlenska sýningin er þrí- skipt. Málverk sem eru máluð með olíulitum á striga, tréristur, teikningar og vatnslitamyndir og dæmi um útskurðarlist Grænlend- inga í bein og tré. Það listform í þessari mynd færeyska listamannsins Zacharias Heinesen sem er fæddur í Þórshöfn árið 1936 viröist fyrst um óhlutbundna tjáningu og litaflæói aó ræöa en þcgar nánar er aó gáð má sjá aó viófangsefnið er landió og byggöin. í forgmnn sjáunt við þorp, húsin standa þétt og kirkjan rís yfir lágvaxna byggðina. Þröngur fjörður mynnist við snar- bratla hlíð sem skorin er akurskákum í mismunandi litaspili. Þeir scm komið hafa til Færeyja sjá þessa fyrirmynd í nær hverjum einasta vogi. Maðurinn frá Aíuk við Kap Farvel dó af gleði er sólin kom upp Peler Rosing (1892-1965) prestur í Ammassalik málaói myndina sem er olíumálverk á striga. Peter var undir sterkum áhrifum frá hinni klassísku dönsku gullöld í listum sem hann hafði kynnsl er hann dvaldi í Danmörku við nám. Peter er dæmigerður fyrir af- stöóu evrópskra Grænlendinga gagnvart listinni. Þó þeir væru prestar eóa trúboðar sóttu þeir ekki myndefni í biblíuna heldur túlkuðu grænlenska náttúm á rómantískan og þjóóemiskenndan hátt. Þemað er auðskilið, fólk sem býr stærstan hluta ársins vió myrkur hlýtur aó elska sólina svo heitt að þaó gæti dáið úr gleði vió aó líta hana. Á myndinni sjáum við sumartjald sem var vistarvera Grænlendinga þegar þeir flökkuóu um á sumrin í leit aó veiðidýmm. Myndbyggingin er athyglisverð, skálínur krossast í manni, tjaldi og fjöllum frá hægri til vinstri. A móti kemur brekkan og stefna skýjanna. Augljóslega er hér um ríka hæfileika að ræóa. Grænlensk nytjalist I huga Grænlendinga er enginn munur á skrauti og notagildi hlutar enda oróió list í evrópskri merkingu ekki til í málinu fyrr en nýlega. Á stöplinum er kaskeiti sem fest var með leóurþveng á ennið til vamar snjóbirtu. Þeir sem stunda skíói geta skilið vanda Grænlendinga og þörf- ina fyrir aó leysa hann. Kaskeitið er úr vió, lagt útskomu beinmynstri sem er fest með örsmáum beinnöglum. Vió stöpul- inn liggur nálapúði. Hann er úr skinni af máfsfótum og er gott dæmi unt að í sam- félagi Grænlcndinga fór ekkert lil spillis. Nálapúóinn er skreyttur af miklu listfengi með ásaumuðum skinnpjötlum. Á botni hans má sjá tákn sem nefht hefur verið sólaraugað og finnst í öllum byggóum eskimóa þó svo þær hafi ekki haft neitt samneyti í þúsundir ára. UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ auglýsir eftir fyrirtækjum sem áhuga hafa á að taka þátt í út- boði á vegum mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá í febrúar 1992 verða verk sem unnin eru á kostnað Mannvirkjasjóðs Atl- antshafsbandalagsins hér á landi boðin út frá og með 1. apríl í ár. Fyrir dyrum stendur fyrsta reynsluverkefnið af þessu tagi. Um er að ræóa viðhald á Ratsjárstöóinni á Stokksnesi. í samræmi við útboðsskilmála sem unnir hafa verið í samstaifi íslenskra og bandarískra stjórnvalda er öllum fyrirtækjum sem áhuga hafa á þátttöku í útboðinu boðið að senda inn gögn vegna forvals verktaka. Viöhaldsverkefnið Verkið sem um ræðir felst í steypuviðgerðum utanhúss, end- urnýjun á þaki pg skyldum atrióum. Innanhúss yrði um að ræða endurnýjun á lögnum, loftræstingu og hreinlætisað- stöðu auk endurnýjunar á raflögnum. Þá felst í verkinu teng- ingar á nauðsynlegum búnaði, viðgerð á eldvarnarkerfi og uppsetning á nýju öryggiskerfi. Kostnaðaráætlun við verkið er á bilinu kr. 6.500.000,- til 16.250.000,- Kröfur til verktaka Fyrirtæki sem áhuga hafa á þátttöku í útboðinu þurfa aö skila viljayfirlýsingu þar um til varnarmálaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík (bréfasími: 551 5680), fyrir 19. apríl nk. í viljayfirlýsingunni skal greina nafn og kennitölu fyrirtækis og helstu upplýsingar um fyrirtækið. Þá þarf að vera unnt að staðreyna að fyrirtækió uppfylli eftir- talin skilyrði: • að vera starfandi í þeirri starfsgrein sem efni samningsins hljóóar á um. • að hafa nauðsynlega fjárhagslega burði til að sinna því verki eða þeirri þjónustu sem samningurinn felur í sér. • að geta uppfyllt samninginn á réttum efndatíma, að teknu tilliti til annarra fyrirliggjandi verkefna. • að geta sýnt fram á nauðsynleg gæói vinnu sinnar, vöru eða þjónustu í fyrri verkum af sama toga eða við sölu sambærilegrar vöru. • sé þekkt að áreiðanleika og heiðarlegum viðskiptaháttum. • að búa yfir nauðsynlegu innra skipulagi, reynslu og tækni- legri hæfni til að efna samninginn, eða geta komið slíku á eóa aflað þess. • að búa yfir nauðsynlegri framleiðslutækni, mannvirkjum, tækjum og annarri aðstöðu, eða geta orðið sér úti um slikt. • að hafa nauðsynlegt starfslið til að efna samninginn eða geta sýnt fram á að það geti orðið sér úti um hæft starfslið. Utanríkisráðuneytið, 11. aprfl 1995.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.