Dagur - 13.04.1995, Side 6

Dagur - 13.04.1995, Side 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 13. apríl 1995 Það vakti athygli um síðustu jól að einn norðlenskur prestur messaði í átta kirkjum á tveimum dögum. Þar var Magnús á Hálsi, sóknarprestur Ljósavatnspresta- kalls, að verki. I hans prestakalli eru sex kirkjur en frá því í haust og fram undir þetta hefur hann einnig þjónað Grenjaðarstaðaprestakalli og því hefur hann haft tíu kirkjusóknir á sinni könnu. Nú er nýr prestur kominn að Grenjaðarstað og heldur farið að hægjast um hjá Magnúsi, því sóttum við hann heim til að kynnast manninum sem þjónaði í tíu þingeyskum kirkjum í vetur. - Hver er hann, presturinn á Hálsi? „Ég heiti Magnús Gamalíel Gunn- arsson og rek föðurætt mína í Fljót- in í Skagafirði og til Olafsfjarðar en móðurætt í Skaftafellssýslu. Afi minn, Magnús Gamalíelsson, var kunnur útgerðarmaður á Olafsfirði og þegar ég var strákur þá var ég yfirleitt í sveit í Fljótunum á sumrin en foreldrar mínir bjuggu í Reykja- vík. Ég hef hins vegar aldrei litið á mig sem borgarbarn, mér hefur allt- af liðið mjög vel þegar ég er kom- inn noróur fyrir Holtavörðuheiði. Einu sinni stefndi ég að því að verða bóndi og ég var lengi vel að hugsa um að fara í Bændaskólann á Hvanneyri. Svo varö prestsstarfið ofan á og hér á Hálsi er ég bæöi prestur og bóndi svo þaó má segja mikils virði. Heimreiðin hingað í Háls er oft erfiður hjalli yfir vetrartímann, hún er bæöi löng og snjóþung. Bæjar- stæðið er í raun frekar afskekkt, það er langt á næstu bæi, þeir eru tæp- lega í göngufæri. Hér eru tvö hús og nú er nýflutt fjölskylda í hitt húsið sem hefur staðið autt í nokkur ár. Því fylgir visst öryggi að eiga nágranna sem eru svona skammt undan, sérstaklega þegar tíðin er eins og hún hefur verið í vetur. Þeg- ar verður eru válynd eru fáir á ferli en á sumrin er mjög gestkvæmt. I sumar datt ekki úr dagur allan júlí- mánuð, það voru gestir alla daga og stundum fengu þeir það hlutverk að hjálpa til við heyskapinn.“ Presturinn í Ljósavatns prestakalli sóttur heim að mér hafi tekist að slá tvær flugur í einu höggi.“ Búfræði eða guðfræði - Leiðin hefur þá legið í guðfræði- deildina í Háskólanum en ekki á Hvanneyri? „Já, það varð úr. Prestsnámið er fimm ára nám en ég var nokkuð lengur að ljúka því þar sem ég vann með náminu og tók ekki námslán. Ég vann sem næturvöróur á Dvalar- heimili aldraðra sjómanna, Hrafn- istu, við skúringar og í gistiskýlinu. Ég hafði þá kynnst eiginkonu minni, Þóru Ólafsdóttur, hún hafði lokið námi og starfaði við sitt fag á meðan ég var í guðfræðinni." Til ísafjarðar - Hvert vígðist þú að loknu guð- fræðinámi? „Ég vígðist sem safnaðarprestur til Isafjarðar áriö 1989. Það var metið sem hálft starf og með því sinnti ég starfi fræðslufulltrúa Vest- fjarðaprófastsdæmis sem einnig var hálf staða. Við Þóra fluttum því vestur með yngri son okkar en dvölin þar var ekki löng því að sama ár var sóknarpresturinn á Isa- firði, séra Jakob Hjálmarsson, kost- in dómkirkjuprestur. Þegar hann lét af embætti á ísafirði urðu nokkrar breytingar þar og það varð til þess að ég fór að svipast um eftir lausu prestakalli. A þessum tíma var Möðruvalla- prestakall í Eyjafirði auglýst og ég sótti um ásamt þremur öðrum prest- um en fékk ekki. Þá fór ég að skoða Háls, sem einnig var laust til um- sóknar, í kjölfarið hafði ég sam- band vió sóknamefndina hér og sótti um. Ég var eini umsækjandinn um Hálsprestakall og hóf hér stöf haustið 1989“ ÍHáls - Hvemig er að búa hér á Hálsi? „Þegar við Þóra komum hingað í sveitina þekktum við ekki nokkum lifandi mann en móttökurnar voru hlýlegar. Þegar gámurinn með bú- slóðinni okkar kom mættu átta til níu manns hingað á Hálshlaðið til að aðstoða okkur við að bera bú- slóðina inn, slíkar móttökur eru Fjölskyldan á Hálsi, Gunnar Orn, Magnús, Svavar Þór, Þóra og hundurinn Bclla. Hugleiðir hvítasunnuræð- urnar yfir lambánum - Þú ert bóndi jafnfhliða prests- starfinu. Hver er bústofninn? „Ég er með einar 70 kindur. Þessi stærð af búi þýðir auðvitað aö ég get ekki átt mikið af vélum. Ég þarf því oft á aðstoð nágranna minna að halda til dæmis í hey- skapnum og það hefur allt gengió upp. Það hefur komiö fyrir að æmar hafa orðið að bíða eftir gjöfinni þegar ég hef þurft að messa í fleiri kirkjum sama daginn, en ekki oft. Stundum hef ég samið hvítasunnu- ræðumar í fjárhúsunum þegar sauð- burður stendur sem hæst og það hefur gengið ljómandi vel. Ég myndi ekki vilja búa hér á Hálsi ef ég væri ekki með kindur. Þær gefa mér vissa tengingu." Að tala sama tungumál - Þú segir að það gefi þér ákveðna tengingu að búa með kindur. Hvað áttu við með því? „Það gefur mér vissa tengingu við jörðina, bænduma og samfélag- ið í prestakallinu í heild. Presturinn verður að vera hluti af íbúunum og setja sig inn í aðstæður þeirra sér- staklega í prestköllum eins og þessu þar sem meirihluti sóknarbarna byggir afkomu sína á einum at- vinnuvegi. Búskapurinn hefur verið mér stoð í því að setja mig inn í tungumál sóknarbama minna og átta mig á aðstæðum þeirra. Þó skilji ég vel það sjónarmið að það sé ekki rétt að þeir sem hafi aðra vinnu, eins og ég til dæmis, fari inn á verksvið bænda“ Mikilvægt að sækja sóknarbörnin heim „Það er ekki nóg að presturinn bíði við altarið, hann þarf að fara út á meðal fólksins og hitta það fyrir á heimavelli. Ég hef til dæmis lagt mikið upp úr því að húsvitja og sækja hverskyns mannamót meðal sóknarbama minna eftir því sem því verður við komið. Ég hefði vilj- að gera meira af því að húsvitja en þó hef ég komið á alla bæi í Háls- prestakalli hinu gamla. Gamall bóndi í prestakallinu sagði eitt sinn við mig að hann ætlaði að koma í messu til mín þegar ég væri búinn að koma til hans og nú hef ég sótt Séra Magnús skírir barn i Drafla- staðakirkju. Litli drengurinn fékk nafnið Hjörvar Þór en systir hans, Elín María, hélt á honum undir skírn. hann heim og hann komið í kirkj- una til mín. Það er nú einu sinni þannig að þó við séum hátt uppi hér á Hálsi, upp undir Hálshnjúk, þá er prestur- inn þjónn, ég er fyrst og fremst Magnús Gamalícl Gunnarsson. þjónn sóknarbama minna og hirð- ir.“ Börnin kunna bænir - Segðu mér Magnús, heldur þú að bændumir sem byggja sveitir lands- ins séu trúaðri en almennt gerist? „Ég held að við getum ekki mælt trú manna, hún verður aldrei metin á neinni mælistiku. Mér virðist að flest bændafólk byggi á sinni bama- trú og þegar allt kemur til alls er það gamla bamatrúin sem heldur velli hvað sem öllum nýjum straumum og stefnum í trúarlífi líð- ur. Þá á ég við þessar gömlu bænir og vers sem foreldrar hafa kennt bömum sínum við rúmstokkinn í gegnum aldimar og þann sið að kenna bömunum að leita til guðs í gegnum bænina. Þessi siður hefur átt undir högg að sækja með til- komu sjónvarps, myndbandstækja og tölvuleikja en hér í sveitunum er hann sem betur fer enn í fullu gildi. Kristnifræðsla í skólum kemur líka inn í þetta dæmi. Hér í mínu prestakalli er Bamaskóli Bárðdæla með nokkra sérstöðu hvað kristni- fræðslu varðar. Það er áberandi hvað bömin sem koma þaðan hafa fengið góða kristnifræðslu og kunna mikið af bænum og versum, sú þekking skilar sér í daglegu lífi.“ Bændurnir vinna með sköpunarverk Guðs „Bændumir em líka í beinu samfé- lagi við sköpunarverkið. Þeirra starf er að vinna með sköpunarverki Guðs og þeir bera virðingu fyrir því. Þess vegna finnst mér mjög ómaklega vegið að bændum þegar verið er að skella skuldinni á þá í umræðunni um gróðureyóingu. Þeir sem búa í nágrenni hálendisins vita að það eru náttúruöflin, veðrið, sem er stærsti skaðvaldurinn. Bændur eru í nánum tengslum við landið og þeir vinna að því að skila sínum jörðum í betra ásigkomulagi en þeir komu að þeim. Bændur hafa líka í gegnum tíðina unnið verulegar jarð- arbætur á stórum svæðum en nú virðist manni stundum eins og það teljist ekki með því að aðeins skóg- rækt sé marktæk Iandgræðsla.“ Skógur vex á ný í Hálslandi „Það verður líka að líta á aðstæður fólksins sem hefur byggt þetta land í samhengi og af raunsæi. Háls- prestum fyrri tíðar hefur til dæmis verið legið á hálsi fyrir aö hafa eytt skóginum af jörðinni en það verður að hafa það í huga prestarnir voru að bjarga fólkinu í sveitinni um eldivið, það varð að bjarga því sem bjarga varð. Nú er hins vegar önnur tíð og tími og nú er unnið að skóg- rækt á hluta jarðarinnar í samvinnu við Skógrækt ríkisins á Vöglum og öll samvinna skógræktarinnar og kirkjunnar er eins og best verður á kosið.“ Kirkjurnar urðu sex - Segðu okkur aðeins frá presta- kallinu þínu, Ljósavatnsprestakalli. „Ég réði mig hingað sem prestur í Hálsprestakalli árið 1989 en hér í prestakallinu eru þrjár kirkjur, Hálskirkja, Illugastaðakirkja og Draflastaðakirkja. Árið 1990 var svo gerð sú laga- breyting að Hálsprestakall og Staðafellsprestakall voru sameinuð. Þessi breyting tók gildi um áramót- in 1991 og þá var nafni prestakalls- ins breytt, nú heitir það Ljósavatns- prestakall. Ákveðið var að prests- setrið yrði á Hálsi. Við þessa breytingu bættust þrjár sóknir í prestakallið, en kirkj- unar eru Lundabrekkukirkja, Ljósa- vatnskirkja og Þóroddsstaðarkirkja. Það er erfitt að gera nokkrar breyt- ingar á fjölda sóknanna því allir eiga sínar gömlu kirkjur og það tengist tilfinningum en ekki rökum. Ég tel hinsvegar að það væri fengur í því að sameina sóknir þó svo auð- vitað yrði áfram messað í öllum

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.