Dagur - 13.04.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 13.04.1995, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 13. apríl 1995 - DAGUR - 9 Gómsætur páskamatseðill frá Benna á Sléttu Nú gerum við okkur glaðan dag og höfum Ijúffenga rétti á matseðli fjölskyldunnar um páskana. Akureyringurinn og kokkurinn Benedikt Grétars- son býr á Sléttu í Eyjafjarðar- sveit ásamt eiginkonu sinni Ragnheiði Hreiðarsdóttur og þremur börnum þeirra. Benni féllst á að gefa okkur upp- skriftir að hátíðarréttunum á heimili sínu um þessa páska. Hann lœrðifagið á Hótel Holti en hann starfar um þessar mundir í Hagkaup og í Kvennaskóla Café í gamla Kvennaskólanum á Lauga- landi. Þegar grundirnar í Eyjafirðinum fara að grœnka á nýflytur Benni sig um set og töfrar fram Ijújfenga rétti handa gestum Hótels Vinar í Hrafnagilsskóla uns haustar á ný. Skírdagur - grísalundir og heitur eftirréttur Fylltar grísalundir -fyrirfjóra 2 stk. grísalundir I stk. paprika 1 bréfbeikon 6 sveppir, medalstórir 2 msk. sinnep, sœtt salt, pipar, paprika Sósa: 1 msk. sinnep, sœtt 2 dl vatn ‘/1 rjómi kjötkraftur sósujafnari, Ijós afgangur affyllingu Stingið hníf í gegnum lundirnar endilangar og skerió rifu út að báðum hliðum, samt ekki út úr lundinni. Saxió paprikuna, beikonió og sveppina og brúnió í smjöri á pönnu. Tekið af pönnunni, sinnepi hrært saman við. Þessari fyllingu er troðið inn í lundirnar. Þær eru brúnaðar á pönnu og kryddaðar með salti, pipar og papriku. Vatn sett á pönnuna og lundimar soðnar í 5-10 mín. Lundimar teknar af pönnunni og sósan löguð. Al'gang- urinn af fyllingunni, kjötkraftur- inn, sinnepið, vatnið og rjóminn allt soðið saman á pönnunni og þykkt með sósujafnara. Lundimar settar aftur á pönnuna og látnar bíða smá stund í sósunni áður en rétturinn er borinn fram. Meðlœti: Rjómasoónar kartöll- Bencdikt Grétarsson. Mynd Robyn. ur: Flysjið hráar kartöllur og sneiðið. Raóió þeim í smurt eld- fast l'orm og kryddið með salti, pipar og papriku. Bakið í ofni í 30 mín., bætið þá einum dl af rjóma santan viö og bakið í 15 mín. til viðbótar. Berió einnig með sóðiö blómkál og gulrætur. Heitar perur og döðlur 3 perur, 20 döðlur, 3 msk. sykur smjörklípa Zt I rjómi Takið hýðió af döðlunum og per- unum. Skerið perunar í bita en döðlumar í tvennt, takið kjamann úr. Sctjið sykurinn á pönnu og brúniö, bætið smjöri á pönnuna og setjið ávextina út í og síóan rjóntann. Sjóðið santan og berið fram heitt með vanilluís. Föstudagurínn langí - humar og ávextir Humar 6-10 humrar á mann hvítlaukur sítrónusafi aromat söxuð steinselja smjör Humarinn er klofinn í tvennt og honum raðað á heita pönnu, kjötið fyrst niður. Kryddi stráð yfir. Gætið þess að steikja humarinn ekki of lengi. Snúið honum viö, kryddið og bætið meira smjöri á pönnuna. Berió humarinn fram með ristuöu brauði. Ferskir ávextir Veljió þá ávexti sem heimilisfólk- inu finnast bestir, hreinsið og brytjið í skál. Búið til sósu og berið hana fram með ávöxtunum. I sósunni eru sex eggjarauður, 2 1/2 dl hvít- vín og 70 g flórsykur. Setjið í pott og hitið uns þykknar en gætið þess að hræra stöðugt í pottinum á meðan. Kælið og berið fram með ávöxtunum. Páskadagur - lambafilet og mokkaís Lambafilet 200-300 g á mann aflambafilet salt, pipar, timian, basilikum, sterkt sinnep og brauðmylsna Kjötið er brúnað, sinnepi smurt á aöra hliðina og hún krydduð með öllum kryddunum. Brauðmylsnu er stráð yfir í lokin og kjötið sett í 200 C heitan ofn í 10-15 mín. Sósa: Vatn, timían, basilikum, kjötkraftur, 2-3 msk. brauð- mylsna. Soöið saman og þykkt með dökkum sósujafnara. Meðlæti: Bakaðar kartöflur. Flysjið kartöflumar og skerið þær í sneiðar nióur í ntiója kartöfluna penslið nteð smjöri og kryddið með salti og pipar og bakið í ofni í 45 mín. Berið einnig með sveppi brúnaða í smjöri og létt soðið sellerý og brokkál. Mokkaís 5 stk. egg I dlsykur Z l rjómi 1 dl kalhua líkjör 1 tsk. Instant kaffiduft Rjóminn er þeyttur og geymdur í kæli. Síðan eru eggin og sykurinn þeytt saman og rjómanum blandaó saman við. Líkjörinn settur út í og kaffiduftinu stráð saman við. Frystið. Annar páskadagur - sítrónulax Sítrónumarineraður lax 2 stk. laxaflök, roðdregin 'Aflaska hvítvín, sœtt 2-3 msk. sítrónupipar 2 dl olía 3 tsk. aromat Z púrra í bitum 2 gulrætur í sneiðum Ollu blandað saman og laxinn lagóur í löginn í 2-4 sólarhringa. Svo má borða laxinn hráan, steikt- an, grillaðan eða innbakaðan allt eftir smekk. KLJ Yínningshafar í getraun Norðlenskra daga I tilefni Norölenskra daga í mat- vöruverslunum KEA efndu verslan- ir félagsins til getraunar. Getraunin fólst í að svara nokkrum spuming- um um Norðlcnska daga og norð- lenskar vörur. Dregið hefur verið úr réttum lausnum í öllum verslunun- um og hlýtur hver vinningshafi 10.000 kr. vöruúttekt í verlaun. Vinningshalar í hverri verslun voru þessir: Byggðavegur 98: Dagný Annasdóttir, Vanabyggð 2a Ak. Hrísalundur 5: Helena Hallgrímsdóttir, Hrisalundi 14a Ak. Sunnuhlíð 12: Antonía Lýðsdóttir, Heiðarlundi 8i Ak. KEANettó: Ingibjörg Jóhannsdóttir, Skarðshlíð 22f Ak. Grenivík: Stefán Sævarsson, Syðri-Grund, Grýtubakkahr. Svarfdælabúð: Anna B. Sveinbjömsdóttir, Lokastíg 2, Dalvík. Hrísey: Ragnar Víðisson, Sólvallagötu 8, Hrísey. Grímsey: Sigfús Jóhannesson, Vogi, Grímsey. Ólafsfjörður: Lísebet Hauksdóttir, Garðsstíg 1, Olafsf. Siglufjörður: Sigmundur Sigmundsson, Hlíðarvegi 46, Sigl. Opnunartími í dag, fímmtudag kl. 10-22 Laugardag kl. 10-22 Mánudag (annan dag páska) kl. 10-22 HOTEL KEA Höfðaberg veitingasalur 2. hæð Opið öll hádegi og öll kvöld Á miðnætti páskadags VINIR VORS OG BLÓMA á stórdansleik helgarinnar Gleðileqa páska sími 22200

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.