Dagur - 13.04.1995, Blaðsíða 13

Dagur - 13.04.1995, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 13. apríl 1995- DAGUR- 13 Halldór Kristjánsson, afgrciðslumaður í Metró á Akureyri, með Panasonic ferðatækið sem Metró og Japis gefa vinningshafanum í Páskakrossgátu Dags 1995. Það skýrist 9. maí hver sá hcppni verður. Mynd: Robyn. Páskakrossgátan 1995: Verðlaunatækið frá Japis og Metró - skilafrestur til 9. maí Þá er komið að árlegri páska- krossgátu dagblaðsins Dags. Líkt og áður glíma krossgátu- unnendur við gátu Hartmanns Eymundssonar, krossgátuhöf- undar blaðsins. Skilafrestur í gátunni er til mánudagsins 9. maí næstkomandi og þurfa lausnir að hafa borist blaðinu fyrir þann dag. Til mikils er að vinna aó senda inn lausn í gátunni því sá lausnar- seðill sem dreginn verður út og reynist innihalda rétta iausn skilar eiganda sínum glæsilegu ferðatæki sem verslanimar Japis í Reykjavík og Metró á Akureyri gefa. And- virði tækisins er kr. 21.000 og er það með innbyggðu útvarpi, kass- ettutæki og geislaspilara. Þaó er því sannarlega þess virði að setjast niður og glíma við gátuna. A lausnarseðilinn hér að neðan skal skrifa lausn gátunnar. Hún er vísa sem falin er í tölunum 1-70 í gátunni og má segja að hún inni- haldi ágætan boðskap fyrir hátíð- ina sem framundan er. Athuga ber að á einum stað í vísnaráðningunni er e fyrir é og á tveimur stöðum u fyrir ú. Eins og áður segir skal skrifa lausnina á lausnarseðilinn ásamt upplýsing- um um sendanda. Sá heppni fær síðan upphringingu mánudaginn 9. maí þegar dregið verður úr rétt- um lausnum. Góða skemmtun. JÓH Lausnarseðill páskakrossgátu Lausn: Nafn: Heimilisfang: Póstnúmer:Sími: Utanáskriftin er: Dagur - (páskakrossgáta) • Strandgötu 31 Pósthólf 58 • 602 Akureyri Skilafrestur er til 9. maí nk. 1 9. - 23. apríl i Hlíöarfjalli Fyrir viku síðan var haldin mikil hátíð á leikskólanum Hlíðarbóli á Akureyri. Bæði var um páskahá- tíð að ræða og sjö ára afmæli leikskólans. Krakkamir á Hlíðar- bóli buðu foreldrum sínum og fjölskyldum til skemmtunar og einnig voru böm i nærliggjandi leikskólum gestir þeirra á skemmtuninni. Á dagskrá var söngur og leikur og allir höfðu hlutverki að genga bæói smáir og stórir. Elstu bömin fluttu leikrit sem tjallaði um sögu páskanna, þau yngri sungu og fóstrumar bmgóu á leik í hlutvcrkum sögu- persónanna í Kardímommubæn- um. Hver stjama skein annarri skærar og að sýningunni lokinni var skemmtikröftunum klappað lof í lófa. KLJ/Myndir Robyn. Elstu börnin sýndu leikrit um það scm gcrðist á pásk- unum og það er sannarlega létt yflr þessum stöllum á leiksviðinu. ásláttarhýóðfæri. Já, það er gaman að skemmta mömmu, pabba, afa, ömmu og öllum hinum gestunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.