Dagur - 13.04.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 13.04.1995, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 13. apríl 1995 - DAGUR -15 Ævintýri á tækniöld Leikklúbburinn Saga á Akureyri frumsýndi þriðjudaginn 11. apríl leikritið Tóm ást eftir Sjón í Gryfju Verkmenntaskólans á Ak- ureyri. Leikstjóri er H. Dofri Her- mannsson. Lýsing er í umsjá Ing- vars B. Ingvarssonar, hljóð í höndum Gunnars Más Borgs og leikmynd og búningar verk Lauf- eyjar Pálsdóttur. Tóm ást byggist á klassísku tema. Það er að finna í fjölda æv- intýra um prinsinn, sem finnur ástina sína í óbreyttri almúga- stúlku. I fyrri tíð voru meyjan karlsdóttir eóa öskubuska, en í leikriti Sjóns er hún gengilbeina. I ævintýrum lióins tíma voru prins- amir synir konunga og bjuggu í glæsihöllum, en í Tóm ást kemur prinsinn utan úr geimnum. Eins og í fyrri tíða ævintýrum rata höf- uðpersónumar í hremmingar af ýmsu tagi; lenda í klóm illra afla og jafnvel í álögum. Aóur nutu þær margar fulltingis yfimáttúru- legra afla, en í þessu ævintýri eru öflin hátæknibúnaóur, sem stöðv- ar tímann og alla hreyfingu. Loks, og líka eins og í hinum klassísku ævintýrum, fer allt vel. Elskend- umir yfirstíga allar hindranir, sem verða á vegi þeirra og ná saman. Formúlunni er fylgt allt til enda og allt fellur í ljúfa löö. Verkið sver sig nokkuð í ætt absúrdismans, en það spillir því engan veginn, heldur gefur því blæ, sem er laóandi. í því koma fyrir atriði, sem túlka verður meó látbragðsleik, og ganga ýmiss þeirra lipurlega upp, svo sem þar sem prinsinn og gengilbeinan lifa ævi sína alla á nokkrum mínútum, eða þegar þau svífa um í fjóróu víddinni. Hópatriði koma mörg vel út, svo sem fjörmikið atriði á veitingastaðnum í upphafi leiks- ins. I uppsetningu verksins hefur H. Dofri Hermannsson, leikstjóri; unniö vel með leikaraliði sínu. I flestum tilfellum ganga svióhreyf- ingar upp og hann hefur lagt natni vió uppsetningu kyrrstæóra hópat- rióa, þar sem meiri hluti leikenda frýs í stellingum sínum eins og í styttuleik. Nokkrum sinnum bregóur fyrir vandræðalegu ferli, svo sem í ástarjátningarsenunni undir lok leiksins og í senunni á LEIKLIST HAUKUR Á6ÚSTSSON SKRIFAR veitingahúsinu, sem mátti vinnast nokkuð betur, en hún var í daufara og stirðlegra Iagi. Búningar og leiktjöld eru vel fullnægjandi og hið sama er um lýsingu að mestu. Þar hefði þó til dæmis ekki skaðað nokkuð meira ljósaspil, þar sem rödd gengilbein- unnar er flutt um hátalara í nokk- urs konar draumastíl. Hljóð kemur einnig allvel út, en ýmsir þættir hefðu mátt njóta meiri natni, svo sem bútar dægurlaga, sem voru nánast fruntalega klipptir. Leikendur í uppsetningu Leik- klúbbsins Sögu á Tómri ást eru fjölmargir. I aðalhlutverkum voru Kjartan Smári Höskuldsson, sem leikur prinsinn og er jafnan með hlutverkið vel á valdi sínu, Sandra Hlíf Ocares, sem leikur skósvein prinsins er lipurleg, en líður nokk- uð fyrir óskýran textaframburð, Guðrún Sif Friðriksdóttir, sem leikur gengilbeinuna og gerir hlut- verkinu vel bærileg skil, þó nokk- ur deyfð komi yfir túlkun hennar á stundum. Af öðrum leikurum má nefna Hörpu Björku Birgisdóttur, sem á skemmtilega spretti í hlut- verki gáfaðrar konu, en hún leikur einnig heila V, Lindu M. Þor- steinsdóttur, sem nær sér talsvert vel á strik í hlutverkum sínum sem kynbomba og voðakvendi, Guðlaug Baldursson, sem fer skemmtilega meö hlutverk mið- aldaprinsins og gerviprinsins, en hann leikur einnig yfirþjón á veit- ingastaðnum, Sólrúnu M. Olafs- dóttur og Sigrúnu Bergsdóttur, sem skapa kostulegar fígúrur í karli og kerlingu og Bimu S. Baldursdóttur, sem fer skemmti- lega með hlutvek miðaldaprins- essunnar og á góða takta sem feiti maðurinn. Texti Sjóns í Tóm ást er víóa lipurlegur og kómískur. Hann er upphafinn á stundum ekki síst í munni prinsins og skemmtilegt er að hlýða á hina ungu leikendur nota fagurlega og af öryggi þér- ingar, sem eru notaðar í verkinu til þess að skapa skil og blæ. Verkið er á margan veg skemmtilegt, þó að ekki verði sagt, að hér sé um merkilegt leik- húsverk að ræða. Það er ekki síst eftirtektarverð tilraun til þess að flytja enn einu sinni boðskapinn um „tóma ást“ og aó þessu sinni með blæ nútíma rómantíkur á tækniöld. Kvennaskóla Café Laugalandi Glæsilegur leikhúsmatseðill frá kl. 18 alla sýningardaga Kvennaskólaævintýrisins. Bjóðum upp á mjög góða aðstöðu fyrir: Fermingarveislur Afmælisveislur Fundi, ráðstefnur og aðra hópa * Allar veitingar íF Hringið í síma 31333 Laugalandi, Eyjafjarðarsveit, sími 31333 RAUTT yOS^JRAUTT {/OSf ilas™ FÆRRI SKREF TIL LYSINGAR HF Aukin þjónusta við landsbyggðina! Vil kaupa lítið fyrirtæki á Akureyri t.d. sólbaðsstofu eða litla verslun. Staðgreiósla í boði fyrir rétta eign. Tilboð sendist auglýsingadeild Dags fyrir 20. aprfl nk. merkt „smáfyrirtæki.“ r GRÆNT \ NpMER ViS hjá Lýsingu hf. leggjum áherslu á aS fyrirtæki á landsbyggSinni hafi greiSan aSgang að þjónustu okkar á sviSi fjármögnunar til atvinnurekstrar. Þess vegna höfum viS veriS meS upplýsingabæklinga um allt land í útibúum eigenda okkar og nú bætum viS um betur meS „grænu númeri" sem gerir öllum landsmönnum kleift aS hringja til höfuSstöSva okkar í Reykjavík á verSi innarbæjarsímtals. FERÐAFÉLAG AKUREYRAR Næstu ferðir Laugardaginn 15. apríl: Skíðaganga: Víkurskarð, Hrossadalur, Bíldsárskarð. Laugardaginn 22. apríl: Frá Skíðahóteli, upp á Vind- heimajökul, um Fossárdal í Efri-Vindheima, skíðaferð. Einnig ferð í Villingadal sem féll niður 1. apríl. Skráning þátttakenda á skrifstofu félagsins, Strandgötu 23, kl. 17.30-19 föstudagana 14. apríl og 21. apríl. Sími 22720. Ferðanefnd. FáSu upplýsingar í næsta útibúi Landsbanka Islands eSa BúnaSarbanka Islands eSa hringdu beint til ráSgjafa okkar. Kópasker Blönduós Eigendur: @BÚNAÐARBANKI Jf (SLANDS Mk Landsbankl Islands SIÓVÁ1 AtMENNAR v.ImíœGtrtuc ísiaxus hf FUÓTLEGRI FJÁRMÖGNUN SUÐURLANDSBRAUT 22, 108 REYKJAVÍK S'lMI 568 9050, FAX 581 2929

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.