Dagur


Dagur - 11.10.1995, Qupperneq 3

Dagur - 11.10.1995, Qupperneq 3
FRETTIR Miðvikudagur 11. október 1995 - DAGUR - 3 Akureyri: Bæjarmála- punktar Hraðakstur Á fundi skipulagsnefndar ný- verið var tekið fyrir bréf frá Ingibjörgu Jónasdóttur og Kristínu Jóhannsdóttur, Heiðar- lundi 2, fyrir hönd Húsfélagsins í Heiðarlundi 2, þar sem greint er frá áhyggjum íbúa vegna hraðaksturs á Skógarlundi. Til- efnið er m.a. tvö umferðar- óhöpp sem orðið hafa í götunni nýlega. Skipulagsnefnd bendir á að endurbætur á hraðahindrun- um á Skógarlundi standa fyrir dyrum og telur að þær komi til móts við kröfur bréfritara. Gæðakerfí hjá Rafveitunni Á fundi stjómar veitustofnana nýverið kom fram að gerður hafi verið samningur við Há- skólann á Akureyri um fram- kvæmd gæðakerfis hjá Rafveitu Akureyrar sem hófst 1. október sl. og eru áætluð verklok í maí 1996. Vegagerð á Laugalandi Þá hefur stjóm veitustofnana samþykkt erindi oddvita Glæsi- bæjarhrepps um að Hita- og Vatnsveita Akureyrar taki þátt í vegagerð á Laugalandi á Þela- mörk. Stjórn veitustofnana sam- þykkti að leggja 100 þúsund krónur í vegagerðina, sem er 10% af heildarkostnaði. Endurskoðun Framkvæmdanefnd hefur sam- þykkt að fela Ólafi Jakobssyni, ráðgjafa hjá íslenskri gæða- stjórnun, að endurskoða skipu- lag og rekstur deilda og stofn- ana tækniumhverfis og veitu- sviðs í samstarfi við starfsmenn og stjórnendur viðkomandi deilda og stofnana. Við end- urskoðun verði haft að leiðar- ljósi h' ernig unnt er að bæta skilvirkni og samstarf deilda og stofnana og auka hagræðingu í rekstri og framkvæmdum. Sundlaugin fái afnot af neðra tjaldsvæði Á fundi íþrótta- og tómstunda- ráðs nýverið var tekið fyrir bréf frá forstöðumanni Sundlaugar Akureyrar þar sem hann óskar eftir því að ráðið hlutist til um að neðra tjaldsvæðið og þær byggingar sem því tilheyra, verði til afnota fyrir starfsemi fjölskyldugarðsins við Sund- laug Akureyrar næsta sumar. Gert er ráð fyrir að ráðist verði í framkvæmdir á sundlaugarlóð- inni næsta sumar, sem munu þrengja verulega að garðinum í núverandi mynd. íþrótta- og tómstundaráð samþykkti að rnæla með því fyrir sitt leyti að Sundlaug Ákureyrar verði út- hlutað neðra tjaldsvæðinu þ.e. svæðinu milli sundlaugargirð- ingarinnar að sunnan og íþrótta- hallarinnar undir starfsemi á vegum Sundlaugarinnar. Þá samþykkti ráðið að leggja til að gerður verði tengigangur milli Sundlaugar Akureyrar og íþróttahússins við Laugargötu samkv. fyrirl iggjandi áætlunum og teikningum. Sameining aimannavarnanefnda Akureyrar og Dalvíkur á döfinni: Héraösnefnd vill afstöðu bæjar- stjórna fyrir 6. nóvember nk. Sameining almannavarna- nefnda Akureyrar og Dalvíkur var til umræðu á fundi Héraðs- nefndar Eyjafjarðar 3. október sl. en það er mat Almannavarna ríkisins að með fækkun al- mannavarnanefnda verði starf þeirra skilvirkara og eins að fækka fjölda þeirra sem í nefnd- unum sitja. I almannavarnanefndum sitja sýslumaður, bæjarstjóri, bæjar- verkfræðingur, slökkviliðsstjóri og tveir kosnir af bæjarstjórn. Við vestanverðan Eyjafjörð eru starfandi þrjár alntannavarna- nefndir, þ.e. á Akureyri, Dalvík og í Ólafsfirði en í sveitarfélögunum þar á milli, t.d. í Arnarnes- og Ár- skógshreppi, eru ekki starfandi al- mannavarnanefndir heldur fellur svæðið undir starfsemi nærliggj- andi nefnda. Þar sem Ólafsfjörður er sérstakt lögsagnarumdæmi er ekki mögulegt að sameina al- mannavarnanefndina þar öðrum nefndum nema til komi lagabreyt- ing á Alþingi. í almannavama- nefndum í smærri byggðarlögum komi oft upp vandamál vegna ná- Bókasafn Dalvíkur aftur á sínum stað: Kostnaður vegna við- halds ogflutnings 1,8 milljón króna Bóksafn Dalvíkur var í júnímánuði sl. flutt úr kjallara Ráðhúss- ins á efstu hæð sömu byggingar eftir að vatnsagi mikill hafði ógnað safninu eftir miklar rigningar og lofthita sem olli því að staða yfirborðsvatns hækkaði mjög. Flæddi um alla jarðhæð byggingarinnar sem og margar aðrar byggingar á Dalvík. Unnið helúr verið að því að flytja bókasafnið aftur á sinn stað í kjallaranum og var það opnað þar að nýju sl. föstudag, 6. október. Við þessa flutninga auk þrifnaðar á húsnæðinu á sl. sumri hefur unn- ið m.a. fólk sem hefur verið á atvinnuleysisskrá en auk þess koma að verkinu iðnaðarmenn við málningu og dúklagninu o.il. Kostnaður innanhúss er áætlaður 1,8 millj. króna. Bókasafnsverðir hafa verið í 100% vinnu tímabundið meðan þetta ástand hefur varað. Sveinbjörn Steingrímsson bæjartæknifræðingur segir að í dag verði opnuð tilboð í gerð drenskurða vestan og sunnan Ráðhússins ásamt dælubrunnum til þess að vera í stakk búinn til að mæta viðlíka flóðurn og áttu sér stað á sl. sumri. Um lokað tilboð er að ræða til verktaka á Dalvík og á framkvæmdum að vera lokið fyrir veturinn. GG Arnar HU afhentur nýjum eigendum nk. mánudag á Akureyri Togarinn Arnar HU-1 kom til Skagastrandar sl. mánudags- kvöld með 180 tonna afla að verðmæti 66 milljónir króna. Þetta var síðasti túrinn sem tog- arinn var í fyrir Skagstrending hf. Togarinn fer síðan til Akur- eyrar í flotkvína til botnskoðun- ar o.fl. en síðan verður hann af- hentur nýjum eigendum, Royal Greenland as., á Akureyri. Um mánaðamótin nóvem- ber/desember fær Skagstrendingur hf. afhent frystiskipið Betty Be- linda, sem keypt hefur verið frá Grænlandi í stað Arnars gamla HU sem seldur var til Samherja hf. Engin ákvörðun hefur enn ver- ið tekin um kaup á skipi í stað Arnars HU, en bæði hafa verið skoðuð skip hérlendis og erlendis. Ákvörðun um skipakaup verður hraðað eins og nokkur kostur er. Nokkrir úr áhöfn Amars HU fara á það skip, aðrir á Örvar HU þannig að nokkur hluti áhafnar Arnars HU verður í fríi í allt að átta vikur. Stjórn Skagstrendings hf. tekur ákvörðun seinna í mánuðinum um það hvort auglýst verður eftir nýj- um framkvæmdastjóra eða að sett- ur framkvæmdastjóri, Óskar Þórð- arson, verður ráðinn í starfið. Sem kunnugt er var Sveini Ingólfssyni, sem er í leyfi frá störfum til næstu áramóta, sagt upp störfum nýver- ið. GG r ULIIND0UJ5 95' íslenska UUINDDUU5 95 bókin fæst hjá okkur. Sendum í postkröfu. T#LVUTÆICI Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 L__________________A lægðar og persónulegra tengsla nefndarmanna við þá sem lenda í slysum. Eins kunni að konta upp ágreiningur milli nefnda um það hver eigi að hafa yfirumsjón með starfi þegar verkefnið liggur t.d. á mörkum áhrifasvæða almanna- varnanefnda. Ef lögsagnarum- dærni sýslumanns í Ólafsfirði yrði útvíkkað til Dalvíkur, Svarfaðar- dals og jafnvel fleiri sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörð að vest- an opnuðust möguleikar á að starfrækja eina almannavama- nefnd á umræddu svæði. Héraðs- ráð hefur sent bréf til bæjarstjórna Akureyrar og Dalvíkur þar sem óskað er eftir afstöðu þeirra fyrir 6. nóvember nk. hvort þær eru fygjandi því að sótt verði um sam- einingu nefndanna. Niðurstaðan verður svo rædd á haustfundi Hér- aðsnefndarinnar í lok nóvember- mánaðar. Hvert byggðarlag þarf eftir sem áður að vera með ein- hverja ábyrga aðila vegna fyrstu viðbragða ef t.d. náttúruhamfarir ber að höndum. Það gætu verið björgunarsveitir, en nefndin kæmi inn í málið á seinni stigum. GG Davíð í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, verður næsti ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu. Hann tek- ur við starfmu 1. desember næst- komandi. Davíð Á. Gunnarsson er borinn og barnfæddur Reykvíkingur. Hann hefur próf í vélaverkfræði, rekstrar- hagfræði, þjóðhagfræði, þjóðfélags- fræði, stjórnmálafræði og sjúkra- húsaverkfræði. Hjá Ríkisspítölunum hefur Davíð starfað síðan 1969, fyrst sem ráð- gjafí, sem aðstoðarframkvæmda- stjóri 1973-1979, sem framkvæmda- stjóri árið 1979 og sem forstjóri frá 1. janúar 1980. Hann var aðstoðar- rnaður heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra og samgönguráðherra 1984-1985. JÓH HROSSAUPPBOÐ Laugardaginn 14. október nk. kl. 14 verður haldið uppboð á 85 hrossum að Árbakka í Hró- arstungu, Norður-Múlasýslu (u.þ.b. 6 km neðan við nýju Jökulsárbrúna). Hrossin eru úr þrotabúi Guðmundar Sveinsson- ar að Bakka í Borgarfirði eystra. Skiptastjóri. EFTA DOMSTOLLINN Starf við fjármál og stjórnun EFTA dómstóllinn starfar eftir ákvæðum í Samningn- um um evrópska efnahagssvæðið, sem gildir milli Evr- ópusambandsins annars vegar og íslands, Liechten- stein og Noregs hins vegar. Dómstóllinn starfar í Genf, en verður fluttur til Luxemborgar, sennilega fyrir mitt næsta ár. Hjá dómstólnum er laust starf við fjármál og stjórnun. Starfsmaðurinn skal bera ábyrgð á daglegri stjórnun á skrifstofu dómstólsins, öllu bókhaldi og reikningsskil- um, undirbúningi fjárhagsáætlana, starfsmannahaldi, skjalasafni o.fl. Umsækjendur, sem til greina koma, þurfa að hafa nokkurra ára reynslu á sviði fjármála, við áætlanagerð, bókhald og reikningsskil, svo og af starfsmannamáium og eignaumsýslu. Þá er krafist góðrar enskukunnáttu. Einnig er æskilegt að umsækjandi hafi vald á frönsku, hafi starfað hjá alþjóðastofnun og hafi þekkingu á tölvuvinnslu. Ráðning er til tveggja eða þriggja ára og framlenging getur komið til greina. Starfsstaður er Luxemborg, en æskilegt er að starfsmaðurinn geti byrjað starfið í Genf. Umsóknarfrestur er til 3. nóvember 1995. Upplýsingar um starfið eru veittar hjá: EFTA-Court, Avenue des Morgines 4, CH-1213 Petit-Lancy (Geneva) Switzerland Fax (41.22)709 09 98. Sími (41.22)709 09 11.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.