Dagur - 11.10.1995, Side 4

Dagur - 11.10.1995, Side 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 11. október 1995 LEiÐAIU Þríggja ára áætlun Akureyrarbæjar ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285). LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 í gær var til síðari umræðu í bæjarstjórn Akureyrar þriggja ára áætlun um rekstur, fjármál og framkvæmdir Akureyrar- bæjar næstu þrjú árin. Þriggja ára áætlun er á hverjum tíma markandi plagg um framkvæmdir bæjarfélaga og í umræddri þriggja ára áætlun Akureyrarbæjar kemur fram ramminn að framkvæmdagetu bæjarfélagsins næstu ár. Með þessu plaggi virðist vera hringt viðvörunarbjöllu. Hlutur rekstrargjalda af skatttekjum verði samkvæmt áætl- uninni að hámarki 75% á áætlunartímabilinu. Sú staðreynd að þetta hlutfall hefur verið að hækka sýnir svart á hvítu fram á að svigrúm bæjarfélagsins til nýframkvæmda verður alltaf hlutfallslega þrengra. Hinn daglegi rekstur tekur til sín æ fleiri krónur. Það hefur verið á stefnuskrá bæjarstjómarmanna hvar i flokki sem þeir standa að lækka skuldir bæjarfélagsins. Það er skynsamlegt markmið. Sem betur fer hefur því verið forð- að að hleypa fjármálum bæjarfélagsins svo úr böndum að það þurfi á gjörgæslu félagsmálaráðuneytisins að halda, eins og því miður hafa orðið örlög nokkurra annarra sveitarfélaga. Þriggja ára áætlunin gerir ráð fyrir því að lækka langtíma- skuldir bæjarsjóðs. Auðvitað er það svo að framkvæmdaóskalistinn er miklu viðameiri en unnt er að verða við á hverjum tíma. í hluta áætlunarinnar um eignfærða fjárfestingu kemur fram að stærsta einstaka framkvæmd bæjarfélagsins næstu ár verður við Sundlaug Akureyrar. Þetta er í samræmi við það sem bæjarstjórn samþykkti í fyrri þriggja ára áætlunum. Gert er ráð fyrir að til Sundlaugarinnar verði varið um 137 milljónum króna á næstu þrem árum og þar með verði Sundlaug Akur- eyrar orðið glæsilegt mannvirki sem stenst allar nútímakröf- ur. Það er skynsamleg stefnumótun að ljúka framkvæmdum við Sundlaug Akureyrar áður en rokið er í næsta stórátak í íþróttamálum. Bitur staðreynd málsins blasir við í þessari þriggja ára áætlun; þeir fjármunir sem til ráðstöfunar eru á hverjum tíma eru afar takmarkaðir og þess vegna er tómt mál að tala um að koma fram með kröfur um nýjar byggingar hér og nýjar byggingar þar sem kosta fleiri hundruð milljónir króna. Þess- ir peningar eru augljóslega ekki til að óbreyttu. Til þess að einhver möguleiki sé til að snúa þessu dæmi við er að stór- auka tekjur bæjarfélagsins og ekki verður séð í snarheitum hvernig eigi að gera það. Hin leiðin er að selja eignir og eins og áður hefur verið bent á á þessum vettvangi verða menn að fara svara þeirri grundvallarspurningu hvort rétt sé að Akureyrarbær hafi fleiri hundruð milljónir bundnar í hluta- bréfum í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Hópurinn í björgunarstöð Garðars að tygja sig til brottfarar. Slysavarnakonur á Húsavík: Konur úr Slysavamadeild kvenna á Húsavík hafa unnið að fjáröflun síðustu vikumar, gengið í hús og Víkurskarðið var bratt fyrir hjólin, en það var skipt oft uni knapa á hjólunum og upp var komist á mettíma. Komnar alla ieið tii Dalvíkur og þá var aðeins eftir að þiggja myndarlegar góðgjörðir, aka heim og takast á við strengina næstu daga. fyrirtæki og beðið um áheit á hjólreiðaferð til Dalvík- ur. Féð sem safnast á að nota við lokaáfanga endur- bóta við Slysavamahúsið. Söfnumm hefur yfirleitt verið mjög vel tekið og þátttaka er almenn í þessu átaki og margar myndar- legar gjafir hafa borist. Hjólreiðaferðin var farin sl. laugardag er 11 hjól- reiðakonur úr deildinni héldu af stað og hjóluðu þessa 134 km til skiptis, nema hvað öll sjö hjólin vom mönnuð konum þegar farið var um Húsavík, Akur- eyri og Dalvík, en þar var tekinn aukahringur til að sýna Dalvíkingum þessar dugnaðarkonur. Með í för voru tveir bflar og gjaldkeri Björgunarsveitarinnar Garðars, sem ók björgunarsveitarbflnum. Slysavamafólk var heimsótt í ferðinni. Að Stóra- tjömum tóku félagar úr Björgunarsveitinni Þingey vel á móti hópnum með veitingum og þurrum fötum, sem komu sér vel í rigningunni. Á Akureyri tóku slysa- vamakonur á móti hópnum, sýndu nýju björgunar- stöðina við Strandgötu og buðu upp á kaffiveitingar. Á Dalvík biðu dúkuð veisluborð og vel þeginn kvöld- verður hjá slysavamakonum. Síðan var þakkað fyrir og haldið heim til að takast á við strengina. IM Slysavarnakonur á Dalvík tóku á móti hópnum af mikl- um myndarskap og báru fram höfðinglegar veitingar. Hjólað tíl Dalvíkur Hrönn Káradóttir, formaður deildarinnar, fær tilsögn um notkun hjólhests- ins frá Ægi Eiríkssyni björgunarsveitarmanni. Hópurinn hjólaði sarnan að sláturhúsi KÞ og síðan iagði Hrönn Káradóttir formaður upp í fyrsta áfanga ferðarinnar. Björgunarsveitin Þingey tók vel á móti hópnum í björgunarstöð sinni við Stórutjarnaskóia. Við bensínstöðina á Leirunum var stoppað og hvert hjól nýtt til að hjóla í hóp um Akureyrarbæ, en stoppað til að skoða nýju björgunarstöðina og þiggja kaffiveitingar. Myndir: im

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.