Dagur


Dagur - 11.10.1995, Qupperneq 5

Dagur - 11.10.1995, Qupperneq 5
Miðvikudagur 11. október 1995 - DAGUR - 5 Samningur milli sauðfjárbænda og ríkisvalds um framleiðslu kindakjöts Bændasamtökin og ríkisvaldið hafa ný- verið lokið gerð nýs samnings um sauð- fjárframleiðslu í landinu. I stöðunni voru fáir kostir góðir og niðurstaðan eftir því. Ástæða þess að staðan er eins þröng í dag og raun ber vitni er m.a. sú að fyrri samningur sem gerður var árið 1991 fékk í raun aldrei möguleika á að virka eins og fyrirhugað var. Þar má til nefna tvær meginástæður. í fyrsta lagi settu stjómvöld um 1000 tonn af kjöti á útsölu síðsumars 1991. Það hafði í för með sér að þegar bændur tóku við ábyrgð á markaðnum þann 1. sept. 1991 voru flestar frystikistur landsins fullar af lambakjöti sem ríkið seldi á vægu verði af þeim birgðum sem það bar ábyrgð á. Þannig varð birgðavandinn illviðráðanlegur frá og með fyrsta ári samningsins. í öðru lagi náðust ekki sett markmið á uppkaupum á greiðslumarki árin 1991 og 1992. Því varð flatur nið- urskurður greiðslumarks hjá bændum miklu meiri en búist var við. Það var svo til að bíta höfuðið af skömminni að skammsýnir alþingis- menn komu í veg fyrir að bændur fengju heimild til að taka fé af afurða- verði til markaðsaðgerða á fyrsta ári samningsins, þannig að markaðssetn- ingin var ætíð rekin fyrir lánsfé. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um að eitt og annað verði að ganga upp svo nýgerður samningur nái tilgangi sínum. Það má einnig segja með nokkrum rétti að landbúnaðarkerfið hafi á þessum tíma ekki staðið sig sem skyldi í að gera bændum grein fyrir stöðunni og reka nauðsynlegan áróður fyrir ákveðnum viðbrögðum. Því urðu aðgerðimar ekki markvissari en raun ber vitni og staðan eins og hún er í dag. Þar fyrir utan gerði vaxandi atvinnuleysi erfiðara fyrir um allar breytingar. Að ná lausn í þessum málum virðist vera eins og að komast undir regnbog- ann, það er sama hve hratt er hlaupið, hann er ætíð jafnlangt í burtu. Það er einna eftirtektarverðast í um- ræðu um nýjan samning að einstaka menn leggja á það áherslu að bændur verði að ná meiri áhrifum innan afurða- stöðvanna til að tryggja framkvæmd samningsins. Ég hef oft heyrt þetta á.ð- ur, að afurðastöðvunum og bændum er teflt fram eins og andstæðingum, en hveijir stjóma afurðastöðvunum í raun og vem? Reyndin er sú að stærstur hluti afurðastöðvanna er undir stjóm bænda, 6UNNLAUÚUR A. JÚLÍUS50N wm:;: SJONARMIÐ ÁMIÐVIKU- DECI annað hvort alfarið í þeirra eigu eða undir stjóm bænda í blönduðum sam- vinnurekstri. Því er vandséð hvers vegna bændur þurfa á meiri áhrifum að halda, ef þeir telja sig þurfa að taka af- gerandi ákvarðanir um rekstrarform af- urðastöðvanna. Einungis örfá sláturhús era í eigu annarra en bænda og sam- vinnufélaga. Að mínu mati liggur vand- inn í því að bændur era í dag ósamstíga og sundraðir þegar kemur að skipulagn- „Að mínu mati liggur vandinn í því að bændur eru í dagósamstíga og sundraðir þegar kemur að skipu- lagningu afurða- stöðvakerfisins.u ingu afurðastöðvakerfisins. Það ríkir sundurlyndi milli fyrirtækja, hrepparíg- ur ræður ferðinni varðandi samstarf og samrekstur og önnur framtíðarsýn en að hanga á núverandi fyrirkomulagi virðist varla vera fyrir hendi. Bændur, verka- lýðsfélög og sveitarstjómir beijast á hverjum stað gegn því að fækka slátur- húsum til að missa ekki atvinnuna út af svæðinu. Þannig ríghalda bændur sjálfir í of dýrt og óskilvirkt kerfi sem er að leiða þá til glötunar. Bændur hafa næg áhrif til að breyta fyrirkomulaginu á þann veg sem þeim hentar best til fram- tíðar, þeir þurfa einungis að koma sér saman um hvemig þeir nota þau áhrif stéttinni til hagsbóta. Á hinum Norður- löndunum er afstaða bænda gagnvart af- urðastöðvunum sú að þær séu fram- lengdur annur í hagsmunabaráttu bændastéttarinnar. Hafi bændur verið ósáttir við þá tengingu við markaðinn sem var fyrir hendi í fyrri samningi um sauðijárrækt, þá er það alveg á hreinu að tekjuhrapið byrjar fyrst fyrir alvöra eftir að verð- lagning afurðanna hefur verið gefin fijáls, ef bændastéttin snýr ekki bökum saman í málefnum afurðasölunnar. Nautgripabændur töpuðu hundraðum milljóna á því að bjóða verð kjötsins niður hver fyrir öðram vegna ósam- stöðu og sundurlyndis. Sá dans gekk áfram þar til neyðin píndi þá til að taka sameiginlega á vandamálinu. Það er vonandi að sauðfjárbændur láti sér reynslu þeirra að kenningu verða og ákveði skipan afurðasölumála út frá nýjum forsendum áður en það verður um seinan, tímaglasið er að renna út. Höfundur er sveitarstjóri á Raufarhöfn. Já, það er ekki alltaf auðvelt að rýna í hópinn og þekkja hrossin en alltaf gengur þetta upp að Vilberg „póstur“ Jónsson gengur um í hrossahópnum. lokum. Hér hcfur Ragnar Ingólfsson á Hóli komið auga á einn kunnuglegan. Hrossaat í Veðurguðimir gerðu hlé á votveðursatlögu sinni að Norðlendingum síðastliðinn sunnu- dag, rétt til að gefa hrossaeigendum í Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit tækifæri til að rétta. Þeir fara ekki allir inn í dilkana með góðu klárarnir og þá er ekki um annað að ræða en ná þeim en sá leikur getur stundum orðið erfiðari en menn ætla. Þverárrétt Hrossunum var smalað af Garðsárdal og réttað á sunnudagsmorgun. Dagur leit við í stóðréttum og fylgdist með hestaáhugamönnunum við störf. Myndir: jóh Þetta folald hafði lítið í fjóra fullhrausta að gera og varð að játa sig sigrað.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.