Dagur


Dagur - 11.10.1995, Qupperneq 9

Dagur - 11.10.1995, Qupperneq 9
Miðvikudagur 11. október 1995 - DAGUR - 9 Daníel Guðjónsson er nýr yfir- lögregluþjónn á Akureyri: „Áherslur í lögregíustarfí að breytast" „Lögreglan er ílialdssöm stofnun í eðli sínu. En þegar þú spyrð mig hvort breytinga sé að vænta í starfi lögreglu á Akureyri svara ég því til að alltaf fylgi nýjum mönn- um nýjar áherslur. Þær hygg ég þó að verði fyrst og fremst í okkar innra starfi, meðal annars hvað varðar tölvuvæðingu og tækjabún- að,“ segir Daníel Guðjónsson, ný- ráðinn yfirlögregluþjónn á Akur- eyri. Fyrir röskum mánuði var Daní- el Guðjónsson lögregluvarðstjóri á Húsavík skipaður yfirlögreglu- þjónn á Akureyri í stað Erlings Pálmasonar, sem hafði starfað innan raða lögreglunnar í tæplega hálfa öld. Dómsmálaráðherra valdi og skipaði Daníel til starfs- ins úr hópi tíu umsækjenda. Þar af voru sjö starfandi lögreglumenn hjá embætti sýslumanns á Akur- eyri. Fæddur á Ströndum „Ég er búinn að starfa í lögregl- unni frá árinu 1979. Ef ég fer yfir æviferilinn þá er ég fæddur á Kjörvogi í Arneshreppi á Strönd- um árið 1952. Þar ólst ég upp í foreldrahúsum allt til fimmtán ára aldurs, fór þá í Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði og að loknu landsprófi þaðan innritaðist ég í Menntaskólann í Reykjavík. Lauk þaðan stúdentsprófi 1973 og nam viðskiptafræði við Háskóla íslands í tvö ár, en hætti svo. Svona gekk þetta koll af kolli. Ég réði mig í byggingavinnu norður á Húsavílc 1975 og vann við það fag þar um nokkurn tíma, fór til sjós og árið 1979 gekk ég í lögregluna. Eftir það varð ekki aftur snúið. Það kom aldrei til að ég færi aftur á Strandir, enda eru þær á mörk- um hins byggilega heims ef svo má að orði komast. Leið mín lá ekki heldur aftur suður til Reykja- víkur, enda á ég engar sérstakar rætur þar,“ sagði Daníel, þegar blaðamaður Dags ræddi við hann. Viðmælandi okkar viðurkennir að sín bíði nú nokkuð ögrandi við- fangsefni; að vera yfirmaður 30 manna lögregluliðs á svæði þar sem íbúar eru nærri 20 þúsund, en starfssvæðið Akureyrarlögreglu nær frá Dalvík í Eyjafirði vestan- verðum og um allt Eyjafjarðar- svæðið út að Grenivík. Svæðið við austanverðan Eyjafjörð, það er Svalbarðsströnd og Grýtubakka- hreppur, tilheyrir reyndar Þingeyj- arsýslum en með lögum sem sett voru fyrir fáum árum bættust þessar byggðir við umdæmi lög- reglu og sýslumanns á Akureyri. Minna slegist á böllum „Það er helst að maður heyri um það í fjölmiðlum að slagsmál og harka meðal fólks sé að aukast. Svona snýr þetta ekki að mér, þar sem ég þekki best til í Þingeyjar- sýslum. Sjaldnar er slegist á böll- um en var, en þegar það gerist er harkan meiri. Þáð er áhyggjuefni,“ segir Daníel. Annað sem hann nefnir er sú þróun að afbrotamenn af Reykja- víkursvæðinu leita nú í auknum mæli út á landsbyggðina. Slíkir menn hafi verið á ferðinni norðan- lands nú í sumar, svo sem á Þórs- höfn og í Mývatnssveit, en engar skemmdir unnið og engu stolið. „Það er helst að þessir menn fari á staði þar sem gæsla og eftirlit er takmarkað. Hér á Akureyri er öfl- ugt eftirlit og gæsla allan sólar- hringinn og erfiðara fyrir afbrota- menn að aðhafast neitt. En með þessum málum verður fylgst vandlega,“ segir Daníel. Toppurinn á ísjakanum Daníel getur þess að fíkniefnamál- um sem koma á borð lögreglu á Akureyri hafi fjölgað. Á síðasta ári voru þau átta en eru orðin fjór- tán það sem af er þessu. „Við höf- um ekki aðstæður til að vinna sér- staklega að þessum málaflokki, þó þess væri jafnvel þörf. Þau koma einfaldlega upp í hendur okkar. Því má ætla að þessi fjórtán mál sem ég nefni hér séu aðeins topp- urinn á ísjakanum," segir Daníel. Þau viðhorf eru uppi að stuðla beri að því að lögreglumenn sem teknir eru að reskjast geti hætt Hljómsveitin Gloría: Húsvískt gleðipopp á geisladiski „Þetta er bara gott húsvískt gleði- popp. Það er fyrst og fremst mein- ingin að hafa gaman af þessu en kannski ekki að verða ríkir, þó ekki væri verra að við yrðum smá þekktir," sagði Kristján Halldórs- son í hljómsveitinni Gloríu frá Húsavík, sem gaf út geisladisk á dögunum. Hann selst eins og heit- ar lummur þó útgáfutónleikamir verði í raun ekki haldnir fyrr en 14. okt. Þá verður opið hús og öll- um Húsvíkingum boðið að hlýða á Gloríu. Geisladiskurinn heitir „Jæja góðir gestir" og á honum eru 10 frumsamin lög, níu eftir Kristján og eitt eftir Öm Sigurðsson, sem einnig er í Gloríu en þar má auk þeirra finna: Víði Pétursson, Þrá- inn Ingólfsson, Sigurjón Sigurðs- son og Sigurpál ísfjörð. Upptaka disksins fór fram í nýju hljóðveri í Reykjavík, Fíla- beinskjallaranum. Tvö lög eftir Kidda með Gloríu hafa áður kom út á Landvættarokki ’93. Það mun störfum fyiT en almennt tíðkast hér á landi, til dæmis í kringum sextugt. Málið snýr fyrst og fremst að bættum lífeyrisréttind- um. í dag miðast eftirlaunaaldur lögreglumanna hinsvegar við sjö- A Daníel Guðjónsson, nýr yfiilögregluþjónn á Ak- ureyri. Hann segir lögregl- una í eðli sínu vera íhalds- sama stofnun en ýmissa breytinga sé að vænta, til dæmis hvað varðar tæki og búnað. Ljósmynd: Sigurður Bogi. tugt líkt og annarra launþega. Pól- itík í þessa veru hefur verið rekin í kjaraviðræðum og skilningur á þessum málstað lögreglumanna hefur verið að aukast, að mati Daníels. Hann segir að öllum megi vera ljóst að tveir lögreglu- menn um sjötugt ráði tæpast við erfið útköll, á vettvangi þar sem allt veður á súðum. Hér verði breyting að verða á. Tölvur í löggubflana Margar breytingar aðrar segir Daníel að séu fyrirsjáanlegar í starfi lögreglunnar. Tölvu- og upplýsingatæknin sé öllu að bylta og breyta. Vestur í Bandaríkjun- um séu tölvur komnar í lögreglu- bflana og í gegnum þær megi á vettvangi hafa allar upplýsingar um staðhætti og þá einstaklinga sem hlut eiga að máli. Ef til vill verði þessi tækni orðin almenn hjá lögreglunni hér á landi innan fárra ára. „Starfsumhverfi íslenskra lög- reglumanna í dag er ólíkt því sem var fyrir tíu árum eða svo. Og enn meiri breytingar eigum við eftir að sjá,“ segir viðmælandi okkar. „Ég á eftir að selja húsið mitt á Húsavík og kaupa síðan annað á Akureyri. Á meðan leigi ég mér herbergi hér í bænum, en ég býst við að verða fluttur um áramót," segir Daníel, sem er kvæntur Önnu Haraldsdóttur frá Akureyri. Þau eiga eina uppkomna dóttur. -sbs. Hljómsveitin Gloría. Mynd: Hallgrímur Sigurðsson. meira efni vera til því Kiddi segist alltaf vera að semja. Það var 1989 sem Gloría var stofnuð, en það gerðu vanir menn úr öðrum hljómsveitum. Kiddi og Sigurjón bættust síðan í hópinn ári síðar. Gloría spilar alla músík og leikur á framhaldsskólaböllum til gömludansaballa. Það er mikið að gera hjá Gloríu um þessar mundir, svo að þeir hafa hreinlega ekki enn haft tíma til að fylgja útgáfu disksins eftir. Mikil samkeppni er þó á hljómsveitamarkaðnum og Gloríu hefur ekki tekist að komast inn á Akureyrarmarkaðinn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að sögn Kidda. Kiddi sagði að hljómsveitin væri mjög sátt við diskinn, miðað við þann tíma sem upptaka hefði staðið, eða hálfan mánuð í stúdíói. „Það er dýrt dæmi að gefa út disk- inn og við skuldum víxil upp á nokkur hundruð þúsund. Við von- um að fólk taki okkur vel þegar við göngum í hús til að selja disk- inn,“ sagði Kiddi. Diskurinn fæst hjá hljómsveitinni, á bensínstöðv- um á Húsavík, Olís á þórshöfn og í Tónabúðinni á Akureyri. IM KAUPANGI Miðvikudagstilboð JUIai tegundir kjðtfan 28% alsláthu Fimmtudagstilboð Nautahakk 595 ki. kg Föstudagstilboð Svínakambsnaiðai 898 ki. kg FIMMTUDAGSKYNNING OG TILBOD Jexican Casfíesta“ Taco kynning , hi SÓL M., 2 tegundir Tampico drykkir VIKUTILBOD - frá miðvikud. til miðvikud. Frá Brauðgerð Kr. Jónssonar: Massarína 8B9 kr. áöur 389 kr. Miinuhringlr með hrís 4 stk. i pk. 140 kt. KJÖRBÚÐEN SÍMI 461 2933 - FAX 461 2936.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.