Dagur - 11.10.1995, Page 16

Dagur - 11.10.1995, Page 16
Skýr merki um upp- sveiflu rjúpnastofnsins Náttúrufræðistofnun íslands telur að rjúpnastofninn sé greinilega að styrkjast á ný eftir mikla niðursveiflu undanfarin ár. Þetta eru góðar fréttir fyrir rjúpnaveiðimenn, sem geta byrjað veiðar á sunnudaginn, en þó mældist stofninn í vortalningu þrisvar sinnum minni en í síðasta hámarki, árið 1986. Þekkt er að sveifla í rjúpnastofn- inum er mikil og um tíu ár hafa ver- ið á milli toppa. Munur á stofnstærð Blönduós: Endurbætur fyrirhugaðar á félagsheimilinu ✓ Afundi bæjarstjórnar Blönduóss fyrir skömmu var félagsheimilisnefnd falið áframhaldandi starf við mótun tillagna um framtíðamýtingu félagsheimilisins og skipulag innanhúss, ásamt gerð tillagna um viðgerðir utanhúss og um- sjón þeirra viðhaldsaðgerða sem ráðist verður í. Er nefnd- inni heimilt í þessu skyni að taka allt að 2 milljón króna lán fyrir hönd eigenda félagsheim- ilisins, en það eru bæjarfélagið sem á 92% og leikfélagið sem á 8%. Gestur Þórarinsson er for- maður félagsheimilisnefndar og að hans sögn er orðið brýnt að ráðast í viðgerðir á húsinu að ut- an, en það hefur ekki fengið nauðsynlegt viðhald á síðustu ár- um. „Hugsunin er að fara í sprunguviðgerðir og fleiri utan- hússaðgerðir strax í haust, ef veður leyfir, þannig að hægt verði að fullmála húsið á næsta ári. Númer eitt er síðan að passa viðhaldið á húsinu,“ sagði Gest- ur. Hann segir húsið hafa verið illa nýtt hin síðari ár og er í bí- gerð að ráðast einnig í aðgerðir innan dyra með aukna nýtingu í huga. I því sambandi liggja ekki enn fyrir mótaðar tillögur, en stefnt er á að þegar einhverjar tillögur liggja fyrir fari fram um þær opin umræða. Gestur segir salinn á húsinu vera góðan og henti leikfélaginu vel. Ekki standi til að breyta salnum sem slíkum heldur fá betri nýtingu á aðra hluta hússins og helst fá inn í það einhvem daglegan rekstur. HA VEÐRIÐ Veðrið er þessa dagana á fremur rólegum nótum. í gær var suðaustan átt á Akureyri og 2ja stiga hiti. Veðurstofan gerir ekki ráð fyrir stórvægi- legum breytingum næstu daga. Búast má við björtu og góðu veðri í dag og hitinn verður einhvers staðar á bil- inu 1-7 stig. í vikulokin verður líklega norðanátt en hún fremur aðgerðarlítil. milli hámarks- og lágmarksára hef- ur verið þrefaldur hið minnsta en tí- faldur hið mesta. Vortalningar hafa sýnt að stofnbreytingar virðast vera samstíga um nær allt land. Síðasta hámark var árið 1986 en úr því fækkaði verulega í rjúpnastofninum og var hann í lágmarki vorið 1983. Hlutfall ungra og gamalla fugla á veiðitíma gefa vísbendingu um ástand rjúpnastofnsins. Samkvæmt upplýsingum Náttúmfræðistofnunar Islands hafa rannsóknir sýnt að þeg- ar þetta hlutfall er hátt, þ.e. meira en 75% ungar er stofninn í aukn- ingu. Hlutfall ungfugla á veiðitíma 1994 var 81,5%. Þetta er eitt hæsta hlutfall ungfugla í hauststofni sem mælst hefur og benti eindregið til þess að stofninn væri í vexti, í fyrsta skipti síðan 1985. Rjúpnatalningar síðastliðið vor staðfestu þetta og aukningin á Norðausturlandi frá 1994 til 1995 var 65% og 22% í Hrísey. Hlutfall ársgamalla fugla í varpstofninum 1995 var 78% og það er eitt hæsta hlutfall sem mælst hefur. Reynslan hefur sýnt að í aukningarárum hefur hlutfall ársgamalla fugla að vori verið yfir 60%. Vortalningar og aldurssamsetn- ing rjúpnastofnsins sýna greinilega að aukning er hafin. Samkvæmt un- gatalningum sem gerðar vom síðsumars á Norður-, Norðaustur- og Suðvesturlandi komst mikið upp af ungum í ár og var meðalfjöldinn um 8,3 ungar á hvem kvenfugl. Það þarf að fara aftur til 1990 til að finna álíka stóran hauststofn og er nú 1995. Náttúmfræðistofnun íslands áætlar að stofninn við upphaf veiða nú telji um eina milljón fugla og telur að á þessu stigi séu engin merki sjáanleg um að veiðin eins og hún hefur verið síðustu áratugi skipti sköpum í stofnbreytingum. Benda megi á að nokkurn veginn sömu breytingar sé að sjá í stofnin- um á alfriðuðum svæðum, eins og Öræfasveit, og á svæðum þar sem allt að fjórðungur veiðinnar er á haustin, þ.e. við Eyjafjörð. Umhverfisráðuneytið setti reglu- gerð haustið 1993 og stytti veiði- tíma rjúpu um mánuð. Þessi ákvörðun var mjög umdeild en Náttúrfræðistofnun segir að mögu- lega hafi þessar friðunaraðgerðir dregið úr afföllum þeirra fugla sem séu dýrmætastir fyrir stofninn. I sumar hafa á fimmta hundrað Innimálning verði Cljá stig 10 Verð fra kr. 5€l lítri KAUPLAND Kaupangi • Simi 462 3565 rjúpur verið merktar á vegum Nátt- úrufræðistofnunar og eiga merkin að gefa mikilvægar upplýsingar um ferðalög rjúpna og afföll vegna veiða. Flestar merktu rjúpumar bera fóthring en fáeinar eru vængmerkt- ar. Þá em um 30 fuglar með radíó- sendi um hálsinn. Hvatt er til þess að veiðimenn hugi vel að fuglunum sem þeir veiða og skili merkjunum og radíósendunum til Náttúmfræði- stofnunar ásamt upplýsingum þann- ig að merkingamar skili tilætluðum árangri í rannsóknum á rjúpnastofn- inum. JÓH Heimildamynd um Davíð Síðustu daga hafa staðið yfir í húsi Davíðs Stefánssonar, að Bjarkarstíg 6 á Akureyri, upptök- ur á mynd um skáldið, sem sýnd verður í Sjónvarpinu um jólin. Myndin er framleidd af Samveri hf., leikstjóri er Egill Eðvarðsson en bókmenntalegur ráðgjafi við fram- leiðslu hennar er Gísli Jónsson, fyrrverandi menntaskólakennari. Egill segir myndina verða ferðalag í gegnum ljóðabækur skáldsins, en hún er gerð í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá fæðingu Davíðs í byrjun þessa árs. Upptökur fara að mestu fram í Reykjavík, en norðan- lands á tveimur stöðum; í Möðru- vallarkirkjugarði í Hörgárdal þar sem Davíð er jarðsettur og í húsinu sem hann bjó löngum í. Fyrir utan það var þessi mynd tekin síðdegis í gær og í efstu röð má sjá frá vinstri talið: Helgu I. Stefánsdóttur, sem annast búninga- og leikmyndahönn- un, og við hlið hennar eru leikaram- ir og systkinin Helga og Amar Jónsþöm. I fremri röð er Egill Eð- varðsson, leikstjóri, lengst til vinstri, þá Gunnar Ámason, hljóð- maður, og loks myndatökumennim- ir Ólafur Birgisson og Þórarinn Ágústsson, sem situr á veggnum. -sbs./Mynd: BG. Þú dælir og færö 1,20 kr. í afslátt af hverjum litra i ÍVIX sjálfsölunum. Skeljungur hf.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.